Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1992, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1992, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1992. Fréttir Þórður Friðjónsson, forstöðumaður Þjóðhagsstofhunar: Töluvert atvinnuleysi þar til hagvöxturinn glæðist - útilokar ekki að spá VSI um 6 prósenta atvinnuleysi gangi eftir „Ég vil ekki útiloka aö spá VSÍ um allt að 6 prósenta atvinnuleysi á næstu misserum gangi eftir. Það er Ijóst að töluvert mikið atvinnuleysi verður viðvarandi hér á landi þar til hagvöxtur glæðist. Fyrr er ekki von um bata en það er hins vegar mjög mikilvægt að menn reyni að halda atvinnuleysinu niðri. í þvi sambandi verður að leita allra Ieiða,“ segir Þórður Friðjónsson, forstöðumaður Þjóöhagsstofnunar. Þórður segir nokkuö ljóst að spá Þjóðhagsstofnunar um þriggja pró- senta atvinnuleysi í ár muni ganga eftir. Hann segir mjög vandasamt að spá enda hafi Islendingar enga reynslu af atvinnuleysi síðastliðinn aldarfjórðung. Þann tíma hafi í raun ríkt umframeftirspum eftir vinnu- afli. Atvinnuleysi á borð við það sem VSÍ spái eigi sér ekki aðra samsvör- un en kreppuna fyrir stríð. Að sögn Þórðar þarf fyrirsjáanleg- ur efnahagssamdráttur á næsta ári ekki að kalla á meira en fjögurra prósenta atvinnuleysi taki menn mið af sambærilegri reynslu. í því sam- bandi bendir hann á efnahagssam- dráttinn á árunum 1967 til 1969 og áriö 1983. „Hvort þessi spá VSÍ gengur eftir ræðst meðal annars af því hvemig ríkisfiármálastefnan verður útfærð á næsta ári. Þá liggur ekki fyrir hver viðbrögð manna 1 sjávarútvegi og öðrum atvinnugreinum verða við efnahagssamdrættinum. Atvinnu- leysið mun að verulegu leyti fara eft- ir því hvemig ríkið, atvinnuvegimir og aðilar vinnumarkaðarins taka á samdrættinum og stöðnuninni 1 efnahagslífinu.“ Að sögn Þórðar er svokallað nátt- úrulegt atvinnuleysi óþekkt stærð á íslandi en kenningar em uppi um að það þurfi tiltekið atvinnuleysi til að ná jafnvægi í þjóðarbúskap og verðlagsmálum. Á hinn bóginn segir hann afar mikilvægt að hagvöxtur- inn aukist á næstu árum þannig að skilyrði myndist fyrir meiri atvinnu. Á næsta ári gerir Þjóðhagsstofnun hins vegar ráð fyrir einungis 1 til 1,5 prósentahagvexti. -kaa Lmdargötumálið: Fjármálaráðuneytiö hefur skil- aö umsögn sinni til ríkissaksókn- ara vegna meints fjárdráttar feðga sem störfuðu við fymnn úöbú ÁTVR við Lindargötu. Mál- ið fór til meðferðar hjá ríkissak- sóknara í vetur eftir að athuga- semdir voru gerðar við störf feðg- anna. Þeim var siðan sagt upp störfum. Talið er að gárdráttur- inn nemi um 20 milljónum króna. Það er sú upphæð sem vantaði upp á í bókhaldiö, miðaö við vörulagerinn. Hallvarður Ein- varðsson ríkissaksóknari sagði í samtali við DV að embætti sitt væri með mál feðganna til áfram- haldandi meðferðar. Ákvörðunar um hvort feðgarnir verða ákærö- ir eða ekki er að vænta á næst- unni. Fjármálaráðuneytiö hefur haft tíma í sumar til að skila umsögn sinni Að sögn Snorra Ólsen hjá fjármálaráöuneytinu var um- sögninni skilað í síðustu viku. „Það eina sem ráðuneytið hefur gert er að fara fram á að bótakröf- um verði haldið áfram í málinu ef feðgarair verða ákæröir. Ef engin ákæra kemur fram munu ráöuneytið eða ÁTVR fara af stað með bótakröfiir. Þaö er til heim- ildfyrir þvi,“ sagði Snorri Ólsen. Feðgarnir voru verslunarstjóri og aöstoðarverslunarstjóri í áfengisútsölu ÁTVR við Lindar- götu. Sonurinn, sem var aðstoð- arverslunarstjóri, var úrskurð- aöur í gæsluvarðhald. Þar viður- kenndi hann hluta fiárdráttarins. Faöirinn hefitr ekki verið tengd- ur málinu meira en að liggja und- irgrun. -bjb Dræmlodnuveidi Enul Thnrarenaert, DV, Eddfir*; Dræm loðnuveiði er enn á miö- unum norður af landinu. Jóhann Kristjánsson, stýrimaður á Hólmaborg SU-ll, sagði í samtali við DV á mánudag að þeir væru komnir með 400 tonn en Hólma- borgin hélt til veiða á fimmtudag. Að sögn Jóhanns eru um 8 ís- lensk loðnuveiöiskip á miðunum og halda þau sig í reit 767 norð- norðaustur af Kolbeinsey. „Þaö þýðir ekkert að eiga við loönuna efhún er neðar en á 35 faðma dýpi þar sem nótin sekkur illa þar sem mÍkíU straúmur er á svæðinu. Þetta er bara spurning um hvenær loðnan þéttir sig,“ sagöi Jóhann. Á Alþingi í gær: Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra fylgist með ummælum stjórnarandstæðinga um EES-samninginn en Davið Oddsson forsætisráðherra og Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra eiga tal saman yf>r kjöltu kollega síns. DV-mynd GVA Stjómarandstaðan gagnrýnir utanríkisráðherra harkalega: Jón Baldvin þarf að finna sér nýja þjóð - eðahættaella-sagðiÓlafurRagnarGrínisson Steingrímur Hermannsson, Ólafur Ragnar Grímsson og Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir gagnrýndu öll Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra þegar þau töluöu um EES- máliö á Alþingi í gær. Ólafur Ragnar sagði meðal annars í sinni ræðu að það heföi enginn ís- lenskur stjómmálamaður fengiö jafn mikinn tíma og jafn mikla peninga til að kynna nokkurt mál og Jón Baldvin hefði fengið í þessu máh. Þrátt fyrir það hefði hann sjálfur sagt að ekki væri hægt að skjóta málinu til þjóðarinnar þar sem hún þekkti það ekki nægilega vel. Ólafur Ragnar sagði að í Ijósi þessa lægi það fyrir að Jón Baldvin yrði aö finna sér aðra þjóð eða hætta í pólitík ella. Steingrímur Hermannsson sagðist ekki geta stutt EES-samninginn þar sem ekki væri stjómarskrárheimild til staðar. Þá sagðist Steingrímur vilja að tryggt yrði að útlendingar gætu ekki keypt jarðir og orkulindir umfram það sem þeir þurfa vegna hugsanlegrar atvinnustarfsemi. Olafur Ragnar Grímsson gerði sjávarútvegssamningaviðræðunum við Evrópubandalagið nokkur skil. Hann sagði að þegar hann var í ríkis- stjóm með Jóni Baldvin hefði hann hlustað á langar ræður utanríkisráð- herra rnn stjómhst hans. Hann sagði Jón Baldvin hafa verið sigurvissan í sjávarútvegsmálunum en nú væri komiö í ljós að það mál væri ná- kvæmlega eins statt og fyrir einu ári. Eini munurinn væri sá að nú er allt stál í stál. Ingibjörg Sólrún og Ólafur Ragnar ræddu nokkuð um atvinnuleysiö innan EB. Ingibjörg Sólrún sagöi að samkvæmt tölum frá OECD væm 16 milljónir atvinnulausar innan EB. Hún sagöi atvinnuleysið lenda verr á yngra fólki og verr á konum en körlum. Ólafur Ragnar vísaöi í aðrar heimildir um atvinnuleysi þar sem gert er ráð fyrir að um 20 milljónir manna verði atvinnulausar á allra næstu árum. Það var ekki síst framsöguræða utanríkisráðherra í EES-málinu sem var gagnrýnd. Ingibjörg Sólrún sagöi meðal annars að í ræðunni væri mik- ið um lummulegar spæhngar. Þetta var annar dagur umræðna um EES-máhð. Stjómarandstaðan lagði í gær fram tvö frumvörp á Al- þingi. Annað er um breytingar á stjórnarskránni. Þar er gert ráð fyrir aö Alþingi geti framselt vald tii fjöl- þjóðastofnana, það er ef þrír íjóröu alþingismanna greiða því atkvæði. Hitt frumvarpiö gerir ráð fyrir að þriöjungur alþingismanna geti kraf- ist þess að mál verði borin undir þjóðaratkvæði. -sme Leiðrétting: í síðasta Ferðablaði DV komu fram rangar upplýsingar um helgarferðir til Dublin á vegum Samvinnuferða-Landsýnar. Þar var sagt að gisting væri ekki inni- falin í verðinu. Hér með er beðist velvirðingar á því og skýrt tekið fram að gisting, morgunverður og íslensk fararstjóm er innifalið í verðinu. Hægt er að velja á milli tveggja hótela, Burhngton og Gresham, hæöi fyrsta flokks hót- el með mikilli og góöri þjónustu. Verðið á helgarferðunum er frá 21.470 fyrir fjögurra daga ferð og 22.515 fyrir fimm daga, miðað við siaðgreiöslu. Innifahö í verðinu er sem fyrr sagði flug, akstur til og frá flugvelli, gisting með morg- unverði og íslensk fararsljóm. Ferðimar til Dublin hefjast þann 1. október og standa fram í míðjan desember. Ferðir 1. og ll. október eru beinar ferðir frá Akureyri en annars er fiogið frá Keflavík. 1 boði eru ferðir frá fimmtudegi til sunnudags og frá sunnudegi til fimmtudags, ýmist fjögurra eða fimm daga ferðir. Þess má geta að ferðir í október eru að seljast upp og því hefur verið hætt við aukahelgarferðum aUa fóstudaga í október, fimm daga ferðir frá föstudegi til þriðjudags. -em Utanríkismálanefhd: formaður Bjöm Bjamason, Sjálfstæöis- flokki, var kjörinn formaður ut- anríkismálanefhdar á fundi nefhdarinnar í gær. Rannveig Guðmundsdóttir, Alþýðuflokki, er áfram varaformaður. Fráfarandi formaður, Eyjólfur Konráð Jónsson, á ekki lengur sæti í nefndinni eftir aö hann varö undir í atkvæðagreiðslu í þingflokki sjálfstæöismanna um hvort hann eða Bjöm fengi form- annsembættið 1 nefrtdinni. -sme Talning atkvæða um kjara- samninging fyrir vélstjóra á far- skipum, sem gengiö var frá hjá fram í gær. A kjörskrá vorú 120 og atkvæði greiddu 69. Atkvæði féllu á þann veg aö já sögðu 40 eða 58% en nei sögðu 29 eða42%. -Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.