Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1992, Side 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1992.
Fréttir
Samband íslenskra sveitarfélaga:
Samræmir laun og
kjör bæjarstjóra
- tillagan kom frá Selfossi þar sem deilt er um laun bæjarstjórans
Aö tiUögu Selfyssinga hefur Sam-
bandi íslenskra sveitarfélaga verið
falið að reyna að samræma með ein-
hverjum hætti laun bæjar- og sveit-
arstjóra. „Ég studdi þessa tillögu af
því að það er mjög erfitt að taka
svona ákvörðun fyrir einn mann.
Þaö væri mjög þægilegt ef hægt væri
að miða við eitthvað sem gengi í sam-
bærilegum sveitarfélögum,“ sagöi
Sigríður K. Jensdóttir, forseti bæjar-
stjómar á Selfossi.
Laun bæjarstjóra Selfoss, Karls
Bjömssonar, hafa verið til umræðu
innan bæjarstjómar og þau sjónar-
mið hafa komið fram að hann sé með
há laun og meðal annars fundið að
því að laun Karls séu hærri en laun
Davíðs Oddssonar forsætisráðherra.
Föst laun Karls em 326 þúsund krón-
ur á mánuði. Við þau bætast bíla-
styrkur, sem er 50 þúsund á mánuði,
og 34 þúsund, sem er húsaleiga, eða
samtals rétt um 410 þúsund á mán-
uði.
„Tillagan er á þá leið að Samband
íslenskra sveitarfélaga kanni með
hvaöa hætti þessi laun em og hvort
ekki er hægt aö koma með einhveija
samræmda niðurstöðu í þessum
launamálum. Það var minnihlutinn
í bæjarstjórn sem kom með tillög-
una. Ég man ekki hvort hún var sam-
þykkt - en alla vega greiddi ég henni
atkvæði. Ég veit að á næsta fundi
eftir okkar fund var þetta ekki tekið
fyrir þar sem við höfðum gleymt að
koma þessu til þeirra en ég veit að
það er komið til þeirra núna. Það
hefur ekki enn verið tekið á þessu,“
sagði Sigríður K. Jensdóttir, forseti
bæjarstjómar Selfoss.
- En þykja laun ykkar bæjarstjóra
há?
„Það hefur verð rætt um að þessi
laun séu há miðað við það sem geng-
ur og gerist hjá afgreiðslukonum í
búð. Þegar við vorum að semja við
hann kynntum við okkur hvemig
þetta er annars staðar og þetta er þaö
sem gengur hjá bæjarstjórum," sagði
Sigríður K. Jensdóttir. -sme
Breytturvaskur:
„Breyting á virðisaukaskatlin-
um hefur ekki veriö nefhd einu
oröí viö okkur. Það getur vel ver-
ið að ríkisstjómin hafi boöaö ein-
hveijar skattkerfisbreytingar og
þær geta náttúriega gengið yfir
sveitarfélögin eins og aðra. Verði
hins vegar undanþágumar tekn-
ar af þeim þá VCTða þau að íá tekj-
ur á móti. Þaö kann hins vegar
aö mætast að undanþágumar
verði afhuradar og skatturinn
lækki,“ segir Þórður Skúlason,
framkvæmdastjóri Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga.
Eins og fram kom í DV í gær
er til umræðu innan ríkisstjóm-
arinnar að breikka þann stofh
sem virðisaukaskattur greiðist
af, afhema undanþágur og taka
upp tvö skattþrep, 14 og 22 pró-
sent. Núverandi fyrirkomulag
gerír ráð fyrir að sveitarfélög fái
vaskinn endurgreiddan. -kaa
Sanddæluskipið Perlan:
Uppfyllingar-
efni úr Eyjafirði
Gyffi Kristjársson, DV, Akureyri:
„Við erum að gera tilraun meö aö
taka uppfyllingarefni úr Eyjafirði og
látum dæla því á land við Fiskihöfn-
ina. Samningur okkar við eigendur
sanddæluskipsins Perlunnar gerir
ráð fyrir að um 10 þúsund rúmmetr-
ar af uppfyllingarefni verði teknir
af sjávarbotni og dælt á land,“ segir
Hólmsteinn Hólmsteinsson hjá fyrir-
tækinu Möl og sandi hf. á Akureyri.
Hólmsteinn segir að uppfyllingar-
efnið verði tekið af sjávarbotni, frá
Leirunum út að Hörgá að vestan-
verðu og alveg út undir Fnjóskárós-
um aö austanverðu. Allt efni, sem á
land kemur, er rannsakað nákvæm-
lega og kannað hvort það hentar fyr-
irtækinu og veltur framhaldið á þeim
niðurstöðum. Hólmsteinn segir að að
þessi leið við efnistöku sé könnuð
vegna þess að malarnámur á Gler-
árdal séu að ganga til þurrðar og að
kanna þurfi hvort efnið af sjávar-
botninum sé samkeppnisfært.
Uppfyllingarefninu af botni Eyjafjarðar dælt ð land við Fiskihöfnina á Akur-
eyri. DV-símamynd gk
Hótel Höfði:
Egill rekinn
út með dómi
Egill H. Egfisson, hótelhaldari á
Hótel Höfða í Reykjavík, verður að
yfirgefa hótelið eftir að Héraösdómur
Reykjavíkur dæmdi í deilumáli Egils
og Búnaðarbankans. Samkvæmt
dóminum verður Egill, ásamt öllu
því sem honum tilheyrir, borinn út
úr hótelinu, eins og segir í úrskurð-
arorði dómsins. Egill hefur lýst því
yfir að hann muni ekki una dómin-
um og að honum verði skotið til
Hæstaréttar.
Eins og DV hefur áður greint frá
átti Ferðamiðstöðin Veröld, fyrir-
tæki Svavars Egilssonar, bróður Eg-
ils, fasteignina að Skipholti 27, þar
sem Hótel Höfði er til húsa, þar til
Ferðamálasjóður keypti hana á
nauðungaruppboði. Feröamálasjóð-
ur afsalaði eigninni síðar yfir til Bún-
aðarbankans. Búnaðarbankinn
höfðaöi málið gegn Agli.
Egill og Svavar höfðu gert leigu-
samning um eignina og reyndar fleiri
en einn. Það var réttmæti þeirra
samninga sem var til úrlausnar í
þessu máli. Þá fullyrti Egill að hann
hefði greitt Ferðamiðstöðinni Veröld,
en Skipholt 27 var þinglýst eign Ver-
aldar, fyrirframleigu - út allt þetta
ár og jafnvel fram á næsta ár. Þar
sem Búnaðarbankinn hefur ekki
fengið neina leigu greidda var samn-
ingnum rift. Niðurstaðan er komin
og samkvæmt henni ber Agli að
rýmahótelið. .sme
í dag mælir Dagfari
Rukkari í sendiráði
Sérkennilegt mál hefur sprottiö
upp í samskiptum íslands og
Bandaríkjæma. Bandaríski sendi-
herrann á íslandi hefur skrifað rík-
isstjóminni bréf og krafist þess að
íslendingar endurgreiöi bandarísk-
um flugfélögum skatt af flugvéla-
bensíni sem hér hefur verið keypt
á bandarískar millilandaflugvélar.
Mun krafan vera upp á 20 til 30
milljónir króna.
Tildrög málsins eru þau aö löndin
tvö gerðu með sér samkomulag og
samning þess efnis að ekki skyldi
innheimt flugvélabensín hjá þeim
flugvélum sem lentu í viðkomandi
löndum, ef um væri að ræða milli-
landaflug. Allir vita aö Bandaríkin
hafa lítið sem ekki stundað milli-
landaflug til íslands þannig að
þessi samningur hefur verið gerð-
ur með hagsmuni Flugleiða fyrir
augum, sem stimda reglulegt flug
til Bandaríkjanna og eru þar af
leiðandi lausar við skattgreiðslur
af þeim sökum.
Fyrir einhvem asnaskap eða mis-
skilning hafa hins vegar nokkur
bandarísk flugfélög sent vélar sínar
hingað til lands stöku sinnum og
keypt bensín bjá Olis, sem hefur
rukkaö þetta gjald af bensíninu,
sem áöur var búið að semja um að
ekki yrði rukkað. Gjaldið var sem
sagt tekið óvart.
Þessum peningum hefur Olís
væntanlega skilað í ríkissjóð eins
og lög gera ráð fyrir og ríkissjóður
hefur látið sér það vel lynda og tek-
ið gjaldinu mótmælalaust.
Fram kemur í fréttum að banda-
rísku flugfélögin hafa verið að gera
rekistefnu út af þessum flugvéla-
bensínskatti, sem var rukkaður
óvart, og ráöið sér lögfræðing í
málið. En allt hefur komið fyrir
ekki, þar til Bandaríkjaforseti
skipti um sendiherra vegna þess
að fyrrverandi sendiherra þurfti
að fara heim og bjálpa Bush við
endurkjörið. Nýi sendiherrann hef-
ur verið að leita sér að verkefnum
að undanfómu og tekið að sér inn-
heimtu á þessum flugvélaskatti og
skrifaö rukkunarbréf til ríkis-
stjómarinnar.
Nú mætti ætla að íslensk stjóm-
völd sæju að sér og skfiuðu pening-
unum ganske pænt. En íslendingar
em ekki vanir að borga skuldir sín-
ar og auk þess hefur íslensku þjóð-
inni tekist bærilega að mjólka Kan-
ann á undanfómum áratugum án
þess að hafa fengið reikninga til
baka. Hvað þá að sendiherrann
bandaríski færi að amast við ólög-
mætum en virðingarverðum tfi-
raunum íslendinga að hafa fé af
Kananum.
Ríkisstjómin hefur því skipað
sérstaka nefnd til að kanna hvemig
íslendingar geti komist út úr þess-
ari klípu án þess að borga. Rukkar-
inn í sendiráðinu verður að bíða á
meðan. í gamla daga hefði ömgg-
asta ráðið verið að hóta því að reka
vamariiðið úr landi. Sú aðferð
klikkaði aldrei þegar Kanamir
yggldu sig. Þeir lögðu jafnan niður
skottið þegar vamarhðið var ann-
ars vegar. En nú þýðir ekki aö hóta
brottrekstri vamarhðsins. Kaninn
mundi feginn vilja flytja það í
burtu. Við getum auðvitað hótað
að shta stjómmálasambandi og við
getum eflaust bmgðið á þaö ráð að
vísa sendiherranum úr landi. Ef
Kaninn er hættur að reka hér hefð-
bundið sendiráð en hefur sett upp
innheimtuskrifstofu í staðinn, er
einfaldast að láta loka þessu sendi-
ráði.
En hættan er auðvitað sú aö
Bandaríkjamönnum sé alveg sama
og niðurstaðan getur orðiö sú að
við getum hvergi höfði okkar hah-
að þegar við erum búin að loka
dymnum á Evrópu og loka dyrun-
um vestur. Og áfram er líklegt að
bandarísku flugfélögin herði þá
rukkunina og fari jafnvel að rukka
Flugleiðir fyrir vestan og þá em
góð ráð dýr. Það má ekki gerast.
Ríkisstjómin hefur sett nefnd í
máhð. Gjaldtakan kann að vera
ólögmæt, rukkunin kann að eiga
rétt á sér og máhö er sjálfsagt aht
frekar neyðarlegt með hhðsjón af
því að gjaldið mkkuðum við án
þess að mega það. Sem betur fer
er ríkisstjómin svifasein og skuld-
seig og hún getur haldiö mkkaran-
um í sendiráðinu volgum meðan
máhð velkist í nefnd og svo má allt-
af bíða eftir því að Bush falli og nýr
forseti verði kosinn og nýr sendi-
herra veröi skipaður og Kaninn
gleymi þeesum tittlingaskít að
rukka íslendinga um peninga sem
þeir eiga inni hjá okkur.
Það er að minnsta kosti algjör
óþarfi að ijúka til og borga skuldir
sínar umyrðalaust. Sérstaklega af
því við skuldum þetta htfiræði
óvart.
Dagfari