Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1992, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1992, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1992. Uflönd Srf ellt f leiri kon- urfáblóðtappa Gizur Helgason, DV, Kaupmaimahöfa Um fjögur þúsund danskar konur deyja ár hvert af völdum blóötappa. Blóðtappi hefur hing- að til aðallega verið karlmanna- sjúkdómur og læknum yfirsjást þvi oft sjúkdómseinkenni meðal kvenna, hendi þau tii blóðtappa. Rannsóknir hafa sýnt að sífelit fleiri konur þjást af hjartasjúk- dómum og aldursmörkin færast neöar og neðar. Konur fara sjaldnar til læknis og því eru dauðsföll ef til vill fleiri af þeim sökum. Læknar verða nú að taka það með í reikninginn aö konur eru einnig aö öðiast jafnrétti á þessu sviði svo leitt sem það nú er. Austurríkis- menn hefjaend* urvinnslubíla Austurríska ríkisstjómin skýrði frá því í gær aö náðst heíði samkomulag víö bilaiðnaðinn í landinu um aö hefia endur- vinnslu gamalia bíla. Samkomu- lagið tekur mið bæði af umhverf- isþáttum og markaðslögmálum og með því er hægt að koma í veg fyrir auknar álögur á almenning. í yfirlýsingu frá rikisstjóminni segir að í framtíðinni geti sá sem kaupi nýjan eða notaðan bil látið bílasalann fá gamla bíiinn sinn án þess að þurfa að borga fyrir að losa sig við hann. Og bíliinn veröur að vera í heilu lagi. Öll hættuleg efni, svo sem olía og rafgeymar, verða tekin úr bíl- unum og reynt verður að nota sem mest af bílnum i varahluti. Emirinn þarf blundogþvífær enginn mat Sérstökum hádegisverði til heiðurs emímum af Kúveit, sem stjórnvöld á Nýja-Sjálandi ætl- uðu að boða til á fimmtudag, hef- ur verið aflýst vegna þess aö hans hátign þarf að fá sér blund. Emir- inn er á Nýja-Sjálandi til að þakka þarlendum stuðning þeirra við Kúveit í Persaflóastriðinu. Auk emirsins hafði 250 gestum verið boðið til veislunnar og besta fáanlega lambakjötiö á Nýja-Sjá- landi hafði verið pantað. En menn emírsins sögðu í morgun að þar sem hann færi áleiðis til Maldíveyja í Indlandshafi eftir hádegi á fimmtudag yrði hann að hvílast fyrst. Emírinn feröast í breiöþotu en honum ku engu að síöur veitast erfitt að sofa á flugi. Embættis- menn hans fóru þvi fram á aö hádegisverðinum yrði sleppt að þessu sinni. Dýragarðimimí London bjargað frálokun Stærsta dýragaröi heimsins, dýragarðinum i London, hefur verið bjargað frá því aö verða lokaö vegna fjöldaáskorana al- mennings og vegiegs fjárframlags frá emímum i Kúveit. Fjárhags- vandi garösins er hðinn í bili og ekkert verður af áformaðri lokun um næstu mánaðamót. Almenningur brást skjótt við þegar tilkynning um lokunina var gefin út í júní og flykktust gestir í garðinn. Þannig tókst að afla aukatekna upp á 50 milljónir króna, auk þess sem emírinn gaf 100 milljónir. Dýragarðurinn hef- ur áður verið í kröggum en alltaf hefur eitthvað komið til bjargar. I þetta sinn var það m.a. nýr pandabjörn sem dró aö sér áhorf- endaskarann. Reuter Forsetaframbjóðendumir gleyma efnahagsmálimum 1 óvæntu kapphlaupi: Báðir vilja líkja sér við Truman forseta Bill Clinton segist eiga hann en George Bush segist mega eiga hann „Harry Truman var undir alla kosningabaráttuna en sigraði samt. Það ætla ég líka að gera. Harry Tru- man viðurkenndi mistök sín. Guð er til vitnis um að það hef ég líka gert,“ sagði George Bush forseti í fram- boðsræöu í Wisconsin í gær og ítrek- aði kröfu sína um að vera líkt við Truman forseta sem vann glæsilegan sigur í forsetakosningunum 1948 þvert ofan í allar spár. Samlíkingin þykir þó heldur vand- ræðalega fyrir Bush því Truman var demókrati og lék Thomas Dewey, frambjóðanda repúblikana, grátt í kosningunum 1948. Bill CUnton hef- ur og notað sér gallann á samliking- unni og gert óspart grín að forsetan- um fyrir að verða að leita til and- stæðinganna eftir fyrirmynd. Chnton kom fram í heimabæ Tru- mans í gær á degi verkalýðsins en hann er jafnan tahnn marka upphaf endasprettsins í forsetakosningum vestra. Nú var því líkast sem efna- hagsmálin gleymdust því frambjóð- endumir bitust um hvor ætti meiri rétt á að líkja sér við Tmman gamla. Truman er tahnn með fremstu for- setum í sögu Bandaríkjanna og nú er ævisaga hans orðin að metsölu- bók. CUnton hamrar á því að Truman hafi verið verkalýsðssinni enda af alþýðufólki kominn. Bush sé á hinn bóginn yfirstéttarmaður sem hafi engan áhuga á kjörum almennings. Dóttir Trumans segir að Bush hafi engan rétt til að nota nafn föður síns í kosnigabaráttunni enda sé hann „enginn Harry Truman". Reuter Bill Clinton ffór til heimabæjar Trumans forseta til að tryggja rétt sinn til að nota naffn hans. Símamynd Reuter Mikiðjárneyk- urlíkurá hjartaáfalli Viðamikil rannsókn, sem gerð var í Finnlandi, sýnir fram á að mikið járnmagn í líkamanum eykur hætt- una á hjartaáfalli. Það var banda- ríska dagblaðið New York Times sem skýrði frá þessu í morgun. Rannsóknin er birt í riti banda- rísku læknasamtakanna sem kemur út í dag. Hún er hin fyrsta sinnar tegundar sem sýnir fram á að hátt járnmagn stuðlar að hjartaáföllum en lágt dregur úr þeim. New York Times sagði að sérfræð- ingar vöruðu við því að enn væri of snemmt að mæla með því að lækka járnmagn í líkamanum og að of mik- il lækkun gæti orsakað blóðleysi. í fréttinni sagði að niðurstöður rannsóknarinnar styddu þá kenn- ingu að járn ætti þátt í að mynda efni sem yllu kölkun æðaveggjanna og hindruðu blóðrásina. Rúmlega 1900 menn á aldrinum 42 til 60 ára tóku þátt í finnsku rann- sókninni. Hún hófst árið 1984 og lauk fimm árum síöar. Sómalía gerð að ruslahaug fyrir Evrópu Einn stríðsherranna í Sómahu hef- ur undirritað samkomulag við fyrir- tæki í Sviss um að senda þúsundir tonna af eitruðum efnaúrgangi Evr- ópu til landsins, að því er segir í gögnum sem Reuters-fréttastofan hefur undir höndum. Samningurinn mihi fyrirtækis sem heitir Archer Partners og ríkis- stjómar Ahs Mahdis Mohameds, sjálfskipaðs forseta landsins til bráðabirgða, leggur drög að bygg- ingu sorpbrennslu nærri höfuðborg- inni Mogadishu þar sem 500 þúsimd tonnum af úrgangi verður komið fyr- ir og brennt á ári hverju. Þá er greint frá því í samningnum hvemig úrgangsefnunum verður síðan komið fyrir á sérstökum msla- haugum sem eiga að geta tekið á móti tíu milljón tonnum. ' Samningurinn er frá því í desem- ber í fyrra en ekki er ijóst hvort fram- kvæmdir em hafnar. Dans nýjung og alltaf það nýjasta! Krakkar s. 677070 Dauöarokk, þungt rokk, það sem þið danslð á böllum í vetur, mlkil hreyfing, mikil spenna Böm 4-8 ára: Dans, söngur og leikræn tjáning saman. Böm 7-9 ára: Skemmtilegir dansar örva sköpunargleði barnanna, kennt og æft verður á gólfi sem og á senu, börnin fá tilfinningu fyrir auknu sjálfstrausti og öðlast þannig meiri ánægju af dansi og leik. Freestyle og léttir leikdansar örva hreyfigetu barnanna til að njóta tónlistar eins og best verður á kosið. Afhendlng skírtelna Suðurlandsbraut 50 laugard. 12 sept. ogsunnud. 13. sept. ffá kl. 14-18. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.