Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1992, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1992, Side 24
Sauðfjárbúskapur og markaðssetning Ég hef lengi velt því fyrir mér, á undanfórnum erfiöleikaárum þess- arar búgreinar, hversu mikla sök röng eða misheppnuð markaðs- setning á á því ástandi sem nú rík- ir. Við höfum horft upp á það í sjón- varpi aö urðun fer fram á þessum afurðum. - Þarna hefur verið um að raeða framparta, hryggi og slög. Ég er þeirrar skoðunar að í þess- um bing hefðu bara átt að vera slög. Ég hef þá skoðun að það sé einmitt í þessum hlutum framleiðslunnar, frampartinum og hryggnum, sem meðhöndlun og markaðssetning bregst. í þessum hlutum er besta og mýksta kjötið og það er örugg- lega eitthvað að þegar það gengur helst úr. Þessi mistök verða helst hjá smá- salanum, við hlutun skrokksins, en einnig hjá heildsalanum þegar um sögun er að ræða, og þá helst þegar sagað er í spað. Nú er miklu kostað til af hendi smásalans í dýrum kjöt- boröum og dýrum kunnáttumönn- um til þess að selja þessa vöru, en samt er ástandið ekki eins og skyldi og alls ekki eins og það gæti verið best. Tökum t.d. hrygginn, hvernig er hann boðinn? Fyrir það fyrsta heiil með hryggsúlunni í. Baráttan við hrygginn Hvað gerir nú húsmóðirin við þennan hrygg, hún steikir hann heilan og ber hann þannig á borð. Ef hún hefur ekki losað um kjötið á hryggnum að einhverju leyti í eldhúsinu áður þá upphefst nú heilmikil styijöld á matborðinu með hnífum og göfflum við þennan hrygg. Þegar húsmóöirin stendur svo aftur fyrir framan kjötborðið og sér lambahrygginn þá man hún þessa styijöld og velur eitthvað annaö t.d. svin eða naut eða bara kjúkling, og þannig verður þetta í mjög mörg skipti. Einn góðan veðurdag er þessi hryggur sagaður í kótelettur. Það er gert með því að kljúfa hrygginn að endilöngu og saga hann síðan þvert í hæfilega þykkar sneiðar og þetta er boðið ldnnroðalaust sem kótelettur. Þarna er hryggsúlan í hverri sneið. Einn daginn er svo húsmóðirin mætt fyrir framan Kjötborðiö að kaupa í simnudags- matinn. Hún sér kótelettur og hugsar sér að gera vel við fjölskyld- una og kaupir þær. En hún verður fyrir vonbrigðum þarna lika því KjaUaiinn Brynjólfur Brynjólfsson matreiðslumaður þannig er framleitt. Þá er það framparturinn. Það fer fram mikil úrvinnsla á frampartin- um í kjötiðnaðarstöðvum en sala á frampartinum nýjum og úr frosti fer fram í gegnum sögina að mestu leyti. Þar held ég að skórinn kreppi í markaðssetningu. Þessi sögun er framkvæmd af mönnum sem ekki hafa fengið til þess neina tilsögn. Það er ótrúlegt að skoða í pokana í frystiborðunum og sjá hvernig kjötið er sagað. Tuttugu sentímetra langir síðu- bitar og mjög breiðir eru í pokun- um. Sagað er þvert í gegnum bóg og bringukoll og eru þessir bitar sérstaklega fráhrindandi. Gildir þar einu hvort þeir eru hráir í pok- unum eða matreiddir á fati. „Þegar haft er í huga hve úrbeinaður dilksbógur er hagkvæmur til kaups og góður 1 matreiðslu og neyslu þá er aug- ljóst að kynningu vantar á þessari vörutegund.“ það sem hún keypti er um fjörutíu prósent bein og fita. Hvað er þá til ráöa? Það ætti að þíða hrygginn og höggva úr honum súluna, þá er hann fyrst aðgengi- legur tíl matargerðar. Þá er líka hægt að fitusnyrta hann og þar er hægt að skera hann í kótelettur, þann hlutann sem er með rifbein- um, en hinn hlutann ættí aö steikja í ofni eða á grilli. Það ætti líka að fara eins að með hrygginn ef á að steikja hann allan því þá er hægt að sneiða hann niður á fatíð að lok- inni matreiðslu og þá kemur ekki til neinnar styijaldar á matborðinu þar sem hver getur tekið sér bita átakalaust. Ef hrygghlutamir eru steiktír heilir er ráðlegt aö skera í kross í fitulagið svo það geti bráðn- að í kjötíð og saltið getí jafnast bet- ur i gegnum kjötiö. Ég nefni hér salt aðeins, því ég álít það nánast helgispjöll í matargerð að setja misjafnlega hreint austurlenskt krydd á dilkakjöt sem kemur nátt- úrukryddað af fjalli. Krydd á að- eins heima á kjöti framleiddu með mjöli, svo sem svínakjötí og kjúkl- ingakjötí og öðru fuglakjöti sem Það er ótrúlegt tómlætí sem ríkir um markaðssetningu á þessari kjötvöru þegar haft er í huga hve margir eiga lífsafkomu sína undir velgengni vörunnar. Ég get nefnt sem dæmi þar um að kjötvinnslu- stöðvar eiga nær undantekningar- laust nýjan dilksbóg úrbeinaðan sem kjötrúllu í neti. Það er samt ekki hægt fyrir hinn almenna neytanda aö nálgast þessa vöru í kjötborðum verslana. Versl- unarstjórar segja aðspuröir að var- an seljist ekki og því hafi engan tilgang að vera með hana. Þegar haft er í huga hvað úrbeinaður dilksbógur er hagkvæmur til kaups og góður í matreiðslu og neyslu þá er augljóst að kynningu vantar á þessari vörutegund. Það er ótrúlegt en örugglega satt að þessi smáatriöi, sem ég hef hér nefnt, hafa afgerandi áhrif á sölu á dilkakjötí. Það hirðuleysi, sem ríkt hefur um þessi mál, hefur því neikvæð áhrif á afkomu þeirra sem byggja hana á sauðfjárrækt. Brynjólfur Brynjólfsson „Það ætti að þiða hrygginn og höggva úr honum súluna, þá er hann fyrst aðgengilegur til matargerðar", segir m.a. i greininni. ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1992. Merming__________ dv Góð spilamennska Tónleikar voru í Hafnarborg í Hafnarfirði í gærkvöldi. Þar var á ferð- inni Oslo tríó frá Noregi og voru tónleikarnir haldnir í tilefni af heim- sókn Noregskonungs og drottningar hingað til lands. Tríóið skipa þeir Stig Nilsson, fiðla, Jens Harald Bratlie, píanó, og Aage Kvalbein, selló, og eru þeir allir kunnir tónlistarmenn í heimalandi sínu og víðar. Á efnis- skránni voru verk eftír Edward Grieg, Frank Martin og Peter Tsjækofskí. Tónleikamir hófust á Andante con moto eftir Grieg og er það fallegt rómantískt verk sem tríóið spilaði mjög vel og á sérlega blæbrigðaríkan máta. Trio sur des chants populaires Irlandais eftir Martin er viðameira verk og um margt vel gert. Það er eins og nafnið bendir tíl byggt á írsk- um þjóðlögum en úrvinnslan er öll höfundar. Stíllinn er hófsamlega ný- klassískur og hljómar margt fallega í verkinu þótt einnig megi finna annað sem virðist hálfklaufalegt. Verk eftir Martín hafa heyrst öðru hverju á tónleikum hér upp á síðkastiö og virðast þau yfirleitt þess virði að flytjast. Eftir hlé kom viðamesta verkið, Tríó í a-moll eftír Tsjækofskí. Þetta ágæta rússneska tónskáld er frægast fyrir tilfinningaríkar laglínur og Tónlist Finnur Torfi Stefánsson Utskrúðugar hljómsveitarútsetningar. Hins vegar veröur ekki sagt að djúphugsuð úrvinnsla á takmörkuöum efnivið sé hans sterka hhð en það er einmitt sUkt sem oft reynir á í kammertónlist. Líður tríóið fyrir ann- marka af þessu tagi. Þar að auki ber þar nokkuð á jafnvægisleysi núlU hljóðfæranna. Píanóið yfirgnæfir oft og er stundum eins og þar sé EmUía frænka á ferðinni með Jesper og Kasper undir hendinni. Þrátt fyrir þetta bregður ýmsu fallegu fyrir í verkinu þótt oftast séu þaö hugmyndir sem njóta sín betur í öðrum verkum tónskáldsins. Flutningur Oslo tríósins var ekki fullkominn, mátti meðal annars finna að píanóleiknum í verki Tsjækofskís. Hitt var þó mun meira áberandi sem vel var gert. Fór ekki á milU mála að þessir norsku gestir okkar eru frábærir tónUstarmenn og var samvinna þeirra af hendi leyst af smek- kvisi og þekkingu. Mega Norðmenn vel viö una ef þeir eiga marga slíka. Bogomil Font BogomU Font og Milljónamæringamir léku á Tveimur vinum siðastUðið fimmtudagsköld. Söngvarinn og slagverksleikarinn, BogomU, er merki- lega Ukur Sigtryggi Baldurssyni, trommuleikara Sykurmolanna, og er trúlega hann eða að minnsta kostí náskyldur honum. Meðreiðarsveinar hans em þeir Steingrímur Guðmundsson, sem leikur á trommur, Gunn- laugur Guðmundsson bassaleikari, Ástvaldur Traustason píanóleikari og Sigurður Jónsson sem spUar á saxófón. Uppistaðan í efnisskrá hljómsveitarinnar er mambó-lög, cha-cha, rúmb- ur og sömbur, allvel komin tíl ára sinna, ásamt nokkrum sveiflunúmer- um. Lögin vora flutt á dálítiö kæruleysislegan máta og látín halda frem- ur gamaldags yfirbragði sínu. Það er sem sagt ekki reynt að færa þau tU nútímalegs horfs með flóknum útsetningum og miklu umstangi, eins og tíðkast í nútíma latin tónlist. Þetta kemur ágætlega út svona. Aheyrend- ur geta vel ímyndað sér að þeir hafi færst 30-40 ár aftur í tímann ef þeir lygna aftur augunum. Lögin hafa aö líkindum verið vahn með tunguna í kinninni, sjaldheyrð lög sem Haukur Morthens söng á sínum tíma, „Mambo Italano" og „Kaupakonan hans Gísla í Gröf‘ ásamt „Makka Djass Ingvi Þór Kormáksson hnif ‘ sungnum á þýsku og fleira slíkt. Tvö kúbönsk lög vora sungin á spænsku og kom hið fyrra „Mambo libertad“ vel út en ekki er hægt að segja það sama um hið síðara. Ekki voru öll lögin jafn spennandi en aldrei leiddist manni. Þegar vel tókst til var sannarlega hiti í kolunum, sérstaklega í söbmunum og lék þá Ástvaldur gjaman einhent á píanóið og þeytti litla hristu með vinstri hendi. Líklega hefur Bogomil eitthvaö sungið áður en hann kom fyrst fram á sjónarsviðið hér á landi, kannski í útlöndum eins og sagnir herma eða aö minnsta kostí í baði. Röddin var kannski ekki alltaf fullkomlega hlýðin eigandanum en mög þægileg og kom talsvert á óvart og söngurinn var pottþéttur hvað hrynjandi varðar sem kom ekki á óvart þar sem um trommara er að ræða. Það er ágæt skemmtun að hlýða á Bogomil Font og Milijónamæringana og ekki síst ættu regluleg dansfifl að geta notíð sín við tónlist þeirra. Hljómsveitin Bogomil Font.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.