Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1992, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1992, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1992. 15 Fíknief namál og þekkingarleysi Eins og oft áður, þegar tekst að upplýsa meiriháttar fíkniefnamál, verða viðbrögð fólks yfirleitt á einn veg, að herða beri viðurlög brota í þessum málaflokki, málsmeðferð og fullnustu dóma sé flýtt og gerð skilvísari en nú er. Hinar hörmu- legu afleiðingar fíknieflialeiðslu, bæði er tekur til líkamlegrar og andlegrar heilsu neytenda, og hið gífurlega álag á aðstandendur, sem oft verða aðalþolendur þessa harm- leiks svo og hvers konar ofbeldi, þjófnaðir og fjársvikamál og eru fýlgifiskar slíkra afbrota er orðið meiriháttar þjóðarböl sem yfirvöld verða að láta til sín taka. í reynd eru fíkniefnainnflytjend- ur og sölumenn þessara efha hættulegustu afbrotamenn sam- timans. Þeir eru að yfirlögðu ráði og með skipulögðum aðgerðum að leggja í rúst heilsu þúsunda manna. í dag er enginn þess umkominn að sjá fyrir afleiðingar fíkniefna- neyslu hér á landi. Afengið er lög- mætrn- vímugjafi og þvi að mestu hægt að gera sér grein fyrir áfeng- ismagni í umferð og að verulegu leyti að sjá fyrir hvaða afleiðingar neysla þess hefur á einstaklinga og þjóðfélagið í heild. Hið sama gildir ekki um notkun og meðferð fikni- efna, sem fer fram með leynd, enda ólögmæt. Þekkingarleysi fólks á áhrifum og einkennum hinna ýmsu tegunda fíkniefna á neytendur og sjúklegu ástandi þeirra gerir það að verkum að almenningur er ekki í stakk búinn að veijast áreitni og árásum KjaHaiinn Kristján Pétursson fyrrv. deildarstj. Tollgæsl- unnar á Keflavíkurflugvelli slíkra aðila sem oft hafa lifshættu- leg vopn undir höndum eins og dæmin sanna. Óæskileg aðferð Undanfama daga hafa óhefð- bundnar rannsóknaraðferðir lög- reglunnar verið í brennideph fiölmiðla. Fíkniefnalögreglan verð- ur að beita hveiju sinni þeim að- gerðum sem líklegastar eru að skila árangri. Hefðbundnar rann- sóknaraðferðir til lengri tíma duga skammt til að sanna sök á innflytj- endur og dreifiaðila. Umræddir af- brotamenn læra fljótt af reynsl- unni og finna sífellt nýjar og örugg- ari leiðir til að ná fram markmiðum sínum. Við þessu verður löggæslan að bregðast með markvissum hætti og beita síbreytilegum aðferðum, sem koma afbrotamönnum í opna skjöldu. Eg tel að þeir löggæslumenn, sem að þessum málum vinna, séu best færir um og reyndar þeir einu í dag sem geta þróað og framfylgt þeim uppljóstrunarkerfum sem skila ár- angri. Viðkomandi yfirvöld eiga að standa fast að baki þeim og skapa viðunandi vinnuskilyrði og skýr og afdráttarlaus fyrirmæli um starfsaðferðir þó svo að aldrei sé hægt að gefa tæmandi verklýsingu á svo margslungnu verkefni. - Nógu erfitt reynist að upplýsa þessi mál þó að lögreglan þurfi ekki að velkjast í óvissu um lögmæti að- „Ég tel aö þeir löggæslumenn, sem að þessum málum vinna, séu best færir um og reyndar þeir einu í dag sem geta þróað og framfylgt þeim uppljóstrunar- kerfum sem skila árangri.“ „I reynd eru líkniefnainnflytjendur og sölumenn þessara efna hættuleg- ustu afbrotamenn samtímans,“ segir m.a í grein Kristjáns. gerða á vettvangi hveiju sinni. Svo virðist sem ríkissaksóknari geri sér ekki fulla grein fyrir þess- um vanda. Aðgerð hans í svo- nefndu kókaínmáli að taka málið úr höndum fíkniefnadeildar á rannsóknarstigi án þess að fyrir lægi formleg kæra á hendur þeim um meintar óleyfilegar rannsókn- araðferðir var óæskileg aðgerð, sem m.a. gæti skaðað og skert traust almennings á störfum deild- arinnar. Fíkniefnadeildin og Toll- gæslan á Keflavíkurflugvelli eiga mikið lof skilið fyrir frábæran ár- angur undanfarið. - Haldið ótrauð- ir áfram með ykkar óhefðbundnu rannsóknaraðferðir, þær skila ár- angri. Viðkomandi yfirvöld hafa sjaldan sýnt í verki þakklæti sitt til þeirra löggæslumanna sem sinna þessum erfiðu verkefnum, oftar en ekki hafa upphiaup og aöfinnslur ein- kennt samskipti þeirra. Ég vil skora á fólkið í landinu að láta þessi mál meira til sín taka og láta lög- gæslunni í té allar tiltækar upplýs- ingar sem að gagni mega koma við uppljóstrun mála. Engin stjórnsýsluleg ábyrgð Með samvirkum aðgerðum heil- brigðis- og fræðsluyfirvalda, for- eldrasamtaka, skóla og löggæslu ætti að vera mögulegt aö skapa skýra og markvissa stefnu sem tæki til meginþátta þessa vanda- máls. Umraeður einar leysa þó eng- an vanda. Ótal nefndir hafa fjallað um þessi mál í áraraðir og gert ýmsar greinargerðir og ályktanir sem flestar hafa hafnað í skúffum ráðuneyta. Það er eins og enginn beri stjórn- sýslulega ábyrgð sökum þess að a.m.k. þijú ráðuneyti eiga hér hiut að máh með einum eða öðrum hætti, þ.e. dóms-, hehbrigðis- og menntamálaráðuneyti. TU að ráða bót á þessu þarf að ráða a.m.k. þijá menn frá greindum ráðuneytum sem kæmu beint undir viðkomandi ráðherra og hefðu nægjanlegt vald- svið og bæru fulla ábyrgð. Það er alltof lengi búið að viðgangast að hópur manna með ólíkar og oft óraunhæfar hugmyndir um úr- lausnir móti stefnuna í svo alvar- legu og veigamiklu máli. Kristján Pétursson Félagslegar íbúðir fyrir alla „Nú er tæpur þriðjungur af skráðum þjóðartekjum íslendinga fólginn í ibúðarhúsnæöi," segir Jón m.a. i greininni. Að undanfömu hefur deha Bú- seta og bæjarstjómar Garðabæjar um úthlutun félagslegra íbúðalána veriö tíl umræðu í fjölmiðlum. Til- efni er ályktun bæjarstjómar þar sem skorað er á húsnæðismála- stjóm að breyta forgangsröð lán- anna „Verkamannabústöðunum" í hag. Hreppstjórastefna Magnús Bergs verkfr., „sem starfar fyrir félagsíbúðakerfið í Garðabæ", skrifar pistíl í Morgun- blaðið 7. ág. sL þar sem hann reyn- ir að veija samþ. bæjarstjómarinn- ar. Þar sem rök Magnúsar era dæmigerð fyrir það sem ég kaha hreppstjórarstefnuna í húsnæðis- málum ísl. alþýðu, vil ég leggja hér orð í belg. Það er rétt sem Magnús segir: „Háum fjárhæðum er veitt th fé- lagslega íbúðakerfisins úr sameig- inlegum sjóðum þjóðarinnar og er þeim ætlað að tryggja aðstoð við þá sem þörf hafa fyrir.“ Um framkvæmd stefnunnar segir Magnús m.a.: „Ályktun bæjar- stjómar Garðabæjar miðar að þvi að hafa áhrif á ráðstöfún fjármuna félagslega íbúðakerfisins meðan ekki er unnt að verða við umsókn- um allra. Bæjarfélögum ber að tryggja framboð á félagslegu hús- næði th hinna verst settu.“ Magnús birtir töflu sem á að vera th skýr- ingar máh hans. Ekki þarf þó sér- staka kunnáttu í reikningi th að sjá að þar er „ftjálslega" farið með staðreyndir. Stenst ekki greiðslumat Síst af öhu skal ég andmæla því að þeir verst settu fái nauðsynlega aðstoð í sínum húgnæðismálum. En hvemig aðstoð? þlú er komið á KjáUarinn Jón Kjartansson frá Pálmholti, formaður Leigjendasamtakanna þriðja áratug frá því hafin var bygging „verkamannabústaða“ eft- ir núverandi kerfi. Þrátt fyrir lag- færingar og lagabreytingar, starfar kerfið í megiatriðum óbreytt enn, án tillits th róttækra breytinga í þjóðfélaginu á þessum tíma. Róttækasta breytingin er verð- trygging fjármagns 1979 og í kjöl- farið rýmandi kaup verkafólks frá 1983 og fram th þjóðarsáttarsamn- inga. Fortíðarvandinn margumtal- aði á fyrst og fremst rætur að rekja th þess að menn hafa í reynd neitað thvist verðtryggingarinnar. Megininntak „hreppstjórastefn- unnar" er þetta: AUir sem geta skulu kaupa eða byggja húsnæði sitt. Félagslegt húsnæði er aðeins fyrir þá sem geta það ekki. Stjóm- endurnir, eða „hreppstjórarnir" skulu „úthluta niðurgreiddu fjár- magi í þágu tekju- og eignaUthla þegna“. Þetta gera þeir með því að skammta fólki húsnæði „með tilUti th félagslegra aöstæðna“. Við sem stóðum aö stofnun Bú- seta á sínum tíma teljum þetta ranga stefnu. Við höfum lagt áherslu á að félagslegt húsnæði eigi ekki að vera fátækrahjálp, heldur almenn stefna sem alUr eiga rétt th. Aðstoð við fátæka á að vera í formi húsnæðisbóta eftir nánari reglum. Það á ekki að niðurgreiða fjár- magn eins og gert hefúr verið, held- ur kostnaðinn hjá þeim sem ekki ráða við hann. Eins og stefnan er núna fær fátækasta fólkið ekki að- gang að félagslega kerfinu. Það stenst ekki thskhið greiðslumat og er þar með úthokað. Endurfjármögnun Tökum dæmi af tveimur mönn- um. Annar er forstjóri með 400 þús. kr. á mánuöi. Hinn öryrki með 45 þús. kr. á mán. Núverandi kerfi myndi trúlega úthýsa báðum. For- stjórinn væri taUnn of ríkur og öryrkinn of fátækur og stæðist ekki greiðslumat. Forsfjórinn myndi kaupa sér íbúð og fá kannski vaxta- bætur úr í-íkissjóði. Öryrkinn tæki íbúð á leigu og fengi engan styrk. Samkvæmt okkar stefnu ættu báðir rétt á félagslegu 'húsnæði. Forstjórinn greiddi kostnaðinn óstuddur, en öryrkinn fengi hús- næðisbætur th að greiða sinn kostnað. Þannig gætu þeir búið hUð við hUð í svipuðu húsnæði. Þetta myndi ekki aðeins spara hinu opin- bera fé, heldur einnig fuUnægja réttlætinu betur en nú er gert. Nú er tæpur þriðjungur af skráð- um þjóðartekjum Islendinga fólg- inn í íbúðarhúsnæði. Hvaöa arður er af þessu fé? Hefði ekki verið nær að nota peningana th þróunar og eflingar atvinnuUfsins í landinu? Hefði félagsleg húsnæðisstefna verið tekin upp í kjölfar verötrygg- ingar hefðu þúsundir heimha trú- lega sloppið við gjaldþrot og aðra greiösluerfiðleika sl. áratug. Þjóð- félagið hefði sparaö stórfé, þar sem félagslegt húsnæði gengur ekki kaupum og sölum og þarfnast því ekki stöðugrar endurfiármögnun- ar. Hvað er búið að verja miklu fé th endurfiármögnunar íbúðarhús- næðis hér á landi sl. áratug? Jón Kjartansson „Hefði félagsleg húsnæðisstefna verið tekin upp í kjölfar verðtryggingar hefðu þúsundir heimila trulega sloppið við gjaldþrot og aðra greiðsluerfiðleika sl. áratug.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.