Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1992, Side 16
16
ÞRIÐJUDAGUR 8. SEPTEMBER 1992.
íþróttir
Dómaraverkefni
íslenskir dómarar dæma þrjá
leiki í fyrstu umferð Evrópumóta
félagsliða í handknattleik. Rögn-
vald Erlingsson og Stefán Am-
aldsson dæma síðari leík Kolding
frá Danmörku og Skövde frá Sví-
þjóð í Evrópukeppni bikarhafa í
karlaflokki sem fram fer 1 Dan-
mörku. Guðjón L. Sigurðsson og
Hákon Sigurjónsson dæma fyrri
leik Gjerpen frá Noregi og
Sparvágen frá Svíþjóð í IHF-
keppni kvenna sem fram fer í
Noregi. Gunnar Kjartansson og
Óli Ólsen dæma síðari leik GOG
Gudme frá Danmörku og Krono-
hagens frá Finnlandi í Evrópu-
keppni meistaraliða í kvenna-
flokki sem fram fer í Danmörku.
Enn koma Broman
og Blademo
Raðað hefur veriö niður á leiki
íslensku liðanna og þar vekur
mesta athygli aö Broman og Bla-
demo frá Svíþjóð koma rétt eina
ferðina til íslands en þeir dæma
síðari leik Vals og Stavanger frá
Noregi í Evrópukeppni bikarhafa
í karlaflokki! -VS
Undirritaður harmar þá rang-
túlkun sem birtist á bls. 31 í
íþróttablaði DV í dag, mánudag-
inn 7. september. Samkvæmt af-
greiðslu Iþróttafréttamanns (RR)
á samtali okkar að leik UBK og
ÍBV loknum sl. laugardag er ekki
hægt að lesa annað út úr umsögn-
inni en að ég vegi aö heilindum
og heiðarleika Eyjólfs Ólafssonar
dómara. Slikt var og er fiarri mér.
Ég tók einmitt sérstaklega fram
við fréttamanninn aö ég væri
ekki að væna Eyjólf um óheiðar-
leika þótt ég væri mjög óánægður
með nokkra úrskuröi hans. Ég lét
þess getið að Eyjólfur sjálfur
hefði minnst á það við mig fyrir
leikinn að hann hefði kosið að fá
annað verkefhi á laugardaginn
þar eð hans félag, Víkingur, hefði
hagsmuni að gæta en ég ítrekaði
við blaðamanninn að ég teldi
Eyjólf ekki hafa sýnt óheilindi
eða óheiðarleika við dómgæsl-
una.
Afgreiðsla (les: rangtúlkun)
fréttamanns á ummælum minum
undirstrikar að sá vani minn aö
ræða ekki um dömgæslu viö
fréttamenn aö leikjum loknum
var og er réttur. Við sem í knatt-
spymunní störfum höfum skipt-
ar skoðanir á dómgæslu sem og
öðru sem að íþróttinni lýtur en
það sem miður fer verður ekki
lagfært á síðum dagblaöa. Vona
ég að Eyjólfur Ólafsson, sem ég
taldi og tel einn okkar bestu dóm-
ara, hafi ekki orðiö fyrir óþæg-
indum vegna þessara „ummæla".
Með knattspyrnukveðju og
þökk fyrir biriinguna.
Hörður Hilmarsson
þjálfari mfl. karla UBK
Athugasemd blaðamanns
Viðtal mitt viö Hörð, sem biiiist
i DV á mánudag, er nákvæmlega
eftir honum haft en ég ræddi viö
hann 10 mínútum eftir að leik
UBK og ÍBV lauk. Hann sagði
fleira, meðal annars að Eyjólfur
hefði minnst á við sig fyrir leik-
inn að hann hefði kosið annað
verkefni, en ég sleppti lika enn
harðorðari ummælum Harðar í
garð dómarans. Höröur sagöí
meðal annars að Eyjólfúr hefði
fært ÍBV vltaspymu á silfúrfati.
Ég hafha þvi alfarið að um
rangtúlkun mína á orðum hans
sé að ræða en vegna plássleysís
gat ég ekkí birt allt frá oröi til
orös, enda þurfa íþróttafrétta-
menn jafnan aö velja og hafiia
þegar þeir vinna úr viðtölum á
borð við þetta.
Róbert Róbertsson
Ólympíumót fatlaðra:
Þrenn brons-
verðlaun bættust
íokkarsarp
- ísland í 20. sæti í verðlaunaröðinni
íslensku keppendurnir á ólympíu-
móti fatlaðra í Barcelona skiluðu
þrennum bronsverðlaunum í sarp-
inn þegar keppt var til úrslita í sund-
greinum. Þar með hafa íslensku
íþróttamennirnir unnið til 9 verð-
launa á mótinu, 2 gull, 1 silfur og 6
bronsverðlaun.
Kristín Rós Hákonardóttir vann
brons í 100 m baksundi í S8 flokki
er hún kom í mark á 1:30,89 mín. sem
er íslandsmet. í undanrásunum synti
Kristín á 1:31,91 mín. sem einnig var
íslandsmet. Hún bætti sig því um
rúma sekúndu í úrslitunum.
Lilja María Snorradóttir vann
brons í 100 m baksundi í S9 flokki
er hún kom í mark á 1:20,79 mín.
Lálja María átti góðan endasprett og
skaust fram úr tveimur keppinaut-
um sínum á lokametrunum. Hún
fékk 3/100 úr sekúndu betri tíma en
stúlkan sem varð í 4. sæti. Lilja Mar-
ía bætti sig einnig frá því undanrás-
unum í gærmorgun en þá synti hún
á 1:22,58 mín.
Birkir Rúnar Gunnarsson vann
einnig bronsverðlaun í gær. Hann
keppti í 400 m skriösundi í B1 flokki.
Birkir setti íslandsmet en hann kom
í mark á 5:10,20 mín.
Sóley Axelsdóttir keppti í undan-
rásum í 100 m baksundi í S7 flokki í
gærmorgun, synti á 2:15,15 mín. en
komst ekki í úrslit.
Haukur Gunnarsson keppti í und-
anrásum í 400 m hlaupi en komst
ekki í úrslit. Að sögn fararstjóra ís-
lenska hópsins í Barcelona hafa orð-
ið miklar framfarar frá því á síðusta
móti í Seoul, fyrir 4 árum, bæði í
sundi og hlaupum, og til marks um
það hlupu 5 keppendur á tíma undir
einni mínútu í 400 m hlaupinu í gær.
í dag keppa Birkir Rúnar, Halldór
Guðbergsson, Rut Sverrisdóttir og
Svanur Ingvarsson í sundi og Geir
Sverrisson í 400 m hlaupi.
-BL
Verðlaunatafla
Ólympíumóts fatlaðra
Bandaríkin 33 20 21 74
Þýskaland 24 18 23 65
Bretland 19 18 22 59
Frakkland 18 19 14 51
Spánn 12 13 21 46
Ástralía 10 15 12 37
Kanada 3 1 2 6
Samveldið 9 7 6 22
Danmörk 5 9 8 22
Noregur 8 5 4 17
Svíþjóð 3 9 5 17
Italía 2 5 9 16
Kórea 2 8 5 15
Pólland 3 7 4 14
Holland 6 1 4 11
Belgia 2 5 4 11
Egyptaland 3 3 4 10
Sviss 1 6 3 10
Kína 7 2 0 9
Island 2 1 6 9
Japan 3 1 4 8
Hong Kong 2 3 2 7
Austurríki 2 1 4 7
Mexíkó 0 1 5 6
Finnland 1 1 3 5
Nýja-Sjáland 4 0 0 4
Tékkóslóvakía 3 0 1 4
Kúba 1 1 2 4
Nígeria 3 0 0 3
Portúgal 3 0 0 3
Slóvenía 2 0 1 3
Ungverjaland 1 2 0 3
Suður-Afríka 1 1 1 3
Iran 0 2 1 3
Litháen 0 2 1 3
Israel 0 1 2 3
Kúvæt 1 1 0 2
Irland 0 1 1 2
Óháðaliðið 1 0 0 1
Argentína 0 1 0 1
Búlgaría 0 1 0 1
Eistland 0 1 0 1
Grikkland 0 1 0 1
Panama 0 1 0 1
D V og Samskip útnefna menn ágústmánaðar í Samskipadeildinni:
Arnar, Sigurður og
Þorvarður bestir
Amar Gunnlaugsson, markaskor-
arinn mikli í Uði íslandsmeistara ÍA,
var útnefndur leikmaður ágústmán-
aðar í Samskipadeildinni í knatt-
spymu. Sigurður Lárusson, þjálfari
Þórs, var útnefndur þjálfari mánaö-
arins og Þorvarður Björnsson var
valinn dómari mánaðarins. DV
stendur að þessu kjöri í samvinmi
við Samskip h/f, aðalstyrktaraðila 1.
deiidar karla. Austurbakki h/f veitti
þessum þremur köppum glæsileg
verðlaun, Nike íþróttaskó af bestu
gerð.
Arnar Gunnlaugsson var á skot-
skónum í ágústmánuði eins og
reyndar í allt sumar. Hann skoraði
6 mörk í mánuðinum. í 4-2 sigri á
Breiðabliki gerði hann 2 mörk, 3
mörk þegar IA burstaði ÍBV, 7-1, og
Amar gerði eitt mark þegar ÍA lagði
Víkinga aö velh, 1-3.
Sigurður Lárusson, þjálfari Þórs-
ara, fékk nú titilinn þjálfari mánað-
arins í annað sinn í sumar en hann
varð einnig fyrir valinu í júnímán-
uði. Þórsarar náðu bestum árangri
allra liða í ágústmánuði, léku 4 leiki
og unnu þá alla. Þór vann ÍBV, 4-2,
Víking, 1-4, FH, 2-0, og Val, 0-3. Þeg-
ar einni umferð er ólokið á liðið í
harðri baráttu við KR-inga um 2.
sætið sem jafnframt gefur sæti í Evr-
ópukeppninni á næsta ári. Sigurður
tók við Þórshðinu í fyrra og undir
stjórn hans varð það í 2. sæti í 2.
deild.
Þorvarður Bjömsson varð fyrir
valinu að þessu sinni sem dómari
mánaðarins. Hann er gamalreyndur
dómari sem hefur verið í fremstu röð
dómara hér á landi um árabil. Hann
dæmdi þrjá leiki í Samskipadeildinni
í ágústmánuði og þótti hann standa
sig vel í öllum þeim leikjum. Þor-
varður dæmir fyrir Þrótt í Reykja-
vík.
-GH/JKS/VS/BL/SK
Verðlaunahafar ágústmánaðar. Frá vinstri: Þorvarður Björnsson dómari, Ásmundur Arnarsson, sem lók viö verð-
laununum fyrir Sigurð Lárusson, Arnar Gunnlaugsson, besti leikmaður ágústmánaðar að mati DV, og Ragnar
Pálsson, fulltrúi Samskipa h/f. DV-mynd Brynjar Gauti
Brian Clough með lið sitt á b(
„Við höf ui
verið að I
- segir Þorvaldur Örlygsí
„Ég spilaði um helgina og hef átt fast
sæti í liði Forest undanfarið," sagði Þor-
valdur Örlygsson, knattspymumaður
hjá enska stórliðinu Nottingham Forest,
sem nú má muna sinn fifil fegurri. Þetta
fræga lið hefur hafið keppnistímabihð á
óvenju dapran hátt og sem stendur er
liðið í neðsta sæti ensku úrvalsdeildar-
innar eftir verstu byrjun í sögu félagsins
frá því að Brian Clough tók við liðinu.
„Við höfum alls ekki verið að spila illa.
Viö höfum til að mynda yfirleitt verið
betri aðilinn í fyrri hálfleiknum en jafn-
an fengið á okkur mörk fljótlega og þau
Fjöldi k<
stóitsti
Dómstóll KSÍ kom saman í gær og lc
fundaði um kæm Leifturs á ÍR í 2. deiid- Þ
inni í knattspymu. Leiftur kærði ÍR-inga ú
þar sem tveir leikmenn hðsins voru í e<
leikbanni en vom skráðir á leikskýrslu. st
Dómstóll KRR vísaði kærunni frá fyrir ui
skömmu en Leiftursmenn áfrýjuðu til le
dómstóls KSÍ sem kveða mun upp úr- sl
skurð sinn á fimmtudaginn. Tapi ÍR- d:
ingar kæranni verða þeir með 12 stig í æ
deildinni eða sama stigafjölda og Víðir, V
sem er í fallsæti, og með lakari marka- 2.
tölu svo ekki er öll von úti fyrir Víðis- fe
menn um að halda sæti sínu í 2. deild.
Þróttarar
ætla aö áfrýja Þ:
Ekki er enn vitaö hvaöa lið fylgir Tinda- þ:
stóli upp í 2. deild. Keppni í 3. deild er æ