Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1992, Blaðsíða 12
12
ÞRIÐJUÐAGUR 8. SEPTEMBER 1992.
Spumingin
Stundar þú einhverjar
íþróttir?
Klara Berta Hinriksdóttir nemi: Nei,
ekki nema dans í herberginu mínu.
Sigurður örn Hallgrimsson sölumað-
ur: Nei, ég stunda engar íþróttir og
er antisportisti.
Arnar Már Jóhannesson nemi: Fót-
bolta með Leikni.
Albart Haagensen nemi: Ég stunda
fótbolta með Leikni.
Þóra Jónsdóttir húsmóðir: Ég syndi,
það er eina íþróttin sem ég stunda í
augnablikinu.
Guðmundur Stefánsson verkamað-
ur: Nei, ég hef engan áhuga á þvi.
Lesendur
Leikreglur
í landbúnaði
Skyldu þá kindaskrokkarnir halda áfram að hlaðast upp?
Konráð Friðfínnsson skrifar:
Enn dregur til tíðinda í landbúnað-
armálum íslendinga. Nú tala menn
um að nauðsynlegt sé að beita 20%
flötum niöurskurði eigi endar að
nást saman. Þetta merkir m.ö.o. það
að allir fjárbændur eru knúnir til að
farga hluta af stofni sínum án nokk-
urs tillits til þess hvemig ástandið
var fyrir hjá þeim. Ljóst er að marg-
ur bóndinn mun því bregða búi og
halda á vit óvissunnar í atvinnulegu
tilliti.
Ég tel að löngu sé orðið tímabært
fyrir stjómvöld aö gera upp hug sinn
í málinu og útlisti fyrir bændum
hver raunverulegur hugur þeirra er
til þessarar stéttar, svo að bændur
sjái, svart á hvítu, hvar þeir hafi
ráðamenn þjóðarinnar. Þetta segi ég
sökum þess að ófært er að ráðherrar
komi kannski þriðja árið í röð og
segi við búandmenn: Jæja, enn hlað-
ast upp kindaskrokkamir svo óhjá-
kvæmUegt er að skera meira niöur
hjá ykkur!
En aldrei hefur verið tekið raim-
hæft á millihðaþættinum sem hefur
íþyngt bændastéttinni mjög gegnum
tíðina og stuðlað m.a. að því að
kindakjöt hefur verið selt alltof dýrt
hér á landi. Og það mega menn muna
að þaö er ekki nóg aö tala fagurlega
en láta framkvæmdina sitja á hakan-
um. - Orð og athafnir verða nefnUega
aö fara saman eigi árangur að nást.
Og nú virðist komið að því að eitt-
hvað eigi að gera. Máski er hluti af
lausninni sá að koma á fót uppboðs-
markaði landbúnaðarvara á höfuð-
borgarsvæðinu, líkt og ýjað var að
fyrir skemmstu. Að vísu er ekki
komið á hreint hvemig sá uppboðs-
markaður á að vera. Það mun vænt-
anlega skýrast innan tíðar. Hug-
myndin er engu að síður þess virði
að gefa henni gaum. Fyrirbyggja
veröur og að ekki fari fyrir þessari
tilraun líkt og tilraun þeirri er kjúkl-
inga-, eggja- og kartöflubændur stóðu
að. En þeir stunduðu vægðarlaus
undirboð hverjir gegn öðmm og léku
ýmsa skollaleiki er varð til þess að
flestir, ef ekki aUir, fóm með skertan
hlut frá borði. Menn verða sem sé
að foröast þær gUdrur og bolabrögð,
sem em fyrirfram dæmd tU að mis-
takast. Þess vegna verður aö setja
leikreglurnar strax í upphafi. Og er
það ekki einmitt á þeim tímapunkti
sem endinn skyldi skoða?
Verslun - Stórmál fyrir Akureyringa
Þ.T. skrifar:
MUdll barlómur hefur lengst af
verið í Akureyringum og hefur það
vakið furðu mína að margir af þess-
um aðUum sem mest kvarta kaupa
oftast flestar sínar nauðsynjar af fýr-
irtækjum sem em með höfuðstöðvar
sínar í Reykjavík en útibú héma á
Akureyri. - Já, er þetta ekki merkUeg
þróun mála þegar fólk er farið aö
trúa þvi að sunnlensk fyrirtæki séu
aUtaf með betra vömverð? En máUð
er einfaldlega það að Akureyringar
sjálfir hafa stuðlað að þvi að verslun-
arfyrirtæki í bænum hafa ekki fengið
næga verslun tU þess að geta skákað
þessum aðkomnu fyrirtækjum.
Þegar ég ræði þetta við fólk kemur
oft upp sú skoðun að þaö sé gott aö
hafa fyrirtæki frá Reykjavík á Akur-
eyri til þess að fá gjöld tU bæjarins
frá þeim og einnig aö þau haldi vöm-
verði niðri. Staðreyndin er þó ósköp
eðhlega sú að ef sunnlensku fyrir-
tækin fá ekki veltima þá gengur hún
til heimamanna sem skila auknum
gjöldum tU bæjarins, þeim gengur
þá betur að lækka vömverö og geta
ráðið meiri mannskap tU starfa.
Þegar getið er um vömverð þá hlýt
ég að koma því aö hér að það er ekki
eins mikUl verðmunur eins og marg-
ir halda ef þeir leggja á sig aö skoða
málin nánar. - Er ekki kominn tími
tíl fyrir Akureyringa að reyna sam-
stUlt átak tU vamar þessari þróun?
Ég legg tíl að þeir versh við fyrirtæki
á staðnum og ég er viss um að þau
munu ekki bregðast. Munið, Akur-
eyringar, að þetta er stórmál, styöj-
um okkar eigin fyrirtæki sem bær-
inn byggist á.
Ríkisrekstur og flárlagahaUinn:
Ráðum erlenda fjármálamenn
Guðmundur Gíslason skrifar:
FjárlagahaUi rUdssjóös er árlega tU
umræðu hér á landi. FjárlagahaUinn
í ár ekkert einsdæmi. Allt er þetta
oröið hlægUegt á að hlýða. Það er
komið í ljós nú að halli ríkissjóðs
stefnir í 12 miUjaröa króna á árinu
og er auðvitað langt frá þeim tölum
sem kynntar vom af ráðamönnum
fyrr á árinu. Jafnvel stjómarand-
staöan hafði ekki það hugmyndaflug
að láta sér detta í hug þá tölu.
Þetta aUt sýnir að við íslendingar
erum-komnir í verulegar ógöngur
með ríkisreksturinn. Þetta hefur allt-
af verið aö smáversna gegnum árin.
Erlendar lántökur hafa verið ótæpi-
legar og látið hefur verið skeika að
sköpuöu með hvernig við ætluðum
að greiöa þær niður. Stjómmála-
menn, sem hafa ekki staðist þrýsting
kjósenda, vita sem er að þeir eru
ekki ábyrgir og skáka í því skjóUnu
að geta búiö til nýja og nýja skatta.
Yfirstandandi fjámálavandi þjóðar-
innar er því staðreynd og honum
„Gyðingar eru aðalstjórnendur banka og ríkisfjármála viða um heim,“ seg-
ir m.a. í bréfinu.
verður ekki afstýrt af okkur sjálfum.
Eina lausnin, sem sýnileg er, er sú
að ráða hingaö erlenda íjármála-
menn sem em tilbúnir að taka að sér
rekstur ríkisins og Seðlabankans.
Það hefur oft verið talað um það í
gríni að við hefðum átt að sækjast
eftir gyöingum og koma þeim að í
stjórnkerfinu. Það er alls ekki út í
hött. Gyðingar em oft aðalstjómend-
ur banka og ríkisfjármála víða um
heim og hefur gefist vel.
Það er ekki nokkur von til þess að
úr rætist með ríkishalla og síðar end-
anlegt gjaldþrot þjóðfélagsins nema
með aöstoð heiðarlegra fjármálasér-
fræðinga erlendis frá. - Annaö eins
höfum við nú greitt fyrir óþarfa
nefndir og innlenda sérfræðiaðstoð,
sem hefur sýnilega ekki skilað neinu
haldbæm, öðru en himinháum
reikningum til ríkissjóðs.
Hringiö í síma
632700
milli kl. 14 og 16
-eóaskrifið
Nafii ogsímam. yeröur aö íylgja bréfum
HækkuneHilíf-
Björn Þorsteinsson skrifar:
Margir hljóta að hafa orðíð
hissa og reiðir þegar þeír lásu um
þá ófyrirleitnu hugmynd starfs-
hóps ríkisstjómarinnar að
hækka eililífeyrisaldur sem þátt
í niöurskuröi í heilbrigðiskerf-
ínu. - Er hér bara rétt með fáríð?
: Hveraig væri að taka einfaldlega
úr sambandi allar lífeyrisgreiðsl-
ur? - Já, aö ríkið hírti þær bara
eins og þær legðu sig!
Nu er kominn tími til að laun-
þegar am.k. krefiist endur-
greiöslu á öllum inngreiðslum
þeirra frá lífeyrissjóðunum.
Orói fólks vegna veröhækkana
hjá borginm er skiyanlegur.
Þetta em hvimleiöar veröhækk-
anir sem ættu ekki að sjást núna
i næstum engri verðbólgu. Hér
er varla um annað að ræða en
að borgin standi svona illa fjár-
hagslega eftir undangengnar
framkvæmdir. - Þetta er þvi al-
varlegra en menn kunna aö ætla
í fyrstu.
Jóhannes á fóðurbílnum
B.V. skrifer:
Ég hlusta alltaf á þáttinn „Tveir
með öllu“ á BylgjunnL Aöalað-
dráttaraflið er auövitað „ Jóhann-
es á fóöurbílnum" sem er hreint
ffábær. En því miður er ekki
lengur hægt að treysta þvi að
Jóhannes komi manni í gott skap
hjá Jóni og Gulla - sem em þó
ffábærir þáttastjórnendur.
Við vinnufélagarair fómm á
lokaballið hjá Stjóminni og
Bylgjunni á Hótel Islandi til að
berja með eigin augiun Jóhannes
sjálfan. - En hvað var nú þetta?
Hann kom þá ekki fram á stærsta
hlustunarsvæði Bylgjunnar!
Þetta fannst okkur fúlt því hann
var búinn aö koma á svið í Kefla-
vík, Selfossi og á Akureyri. Þetta
er mismtmun við hlustendur
Bylgjunnar.
Sigurbjörg hringdi:
Hver hefur ekki lent í þvi á götu
úti, þó líklegast í miðbæ Reykja-
víkur, aö maöur heftir vikiö sér
að honum og spurt sem svo „Viltu
kaupa fyrir raig spritt í apótek-
inu?“ - Þetta em hinir svonefndu
rónar sem eiga undir högg að
sækja um afgreiðslu á þessum
vökva sem þeim er svo mikilvæg-
ur úr því sem komiö er.
Oftar en ekki mæta þeir hroka
samferðamanna og afgreiöslu-
fólks. En eiga þeir ekki kröfu á
að fá þetta afgreitt likt og aðrir?
Ég held að lög mæli ekki svo'fyr-
ir að afgreiðsla áspritti séóheim-
il sumum en ekki öörum. Því má
þá ekki afgreiöa þessa vesalings
menn? - Er nokkur ástæöa til aö
sniöganga þennan hóp vegfar-
endanna í samfélaginu?
Sýnumbömum
virðingu
Elsa Þorkelsdóttir skrifer:
Réttlætisgyöjan heldur á sveröi
í annarri hendi og vog 1 hinni.
Þetta á núna viö um börnin okk-
ar. - Að fæða barn er svipað því
aö taka á móti gesti. Við gerum
vel við gesti okkar og látum þeim
líöa vel. Gestum er lika sýnd
kurteisi. Börn sem eru nýkomin
i heiminn eru full af visku. Fáir
viröast hins vegar kunna aö ala
upp börn. Á þau er ekki hlustaö.
En böra eru næm. Sé þeim sýnd
virðing og iái þau tilhlýðilega
umönnun að öðru leyti hjá foreld-
um sínum eru þau auðveld í upp-
eldi. Börnin vilja fljótlega fara að
hjálpa öl, fremur en að láta
hjálpa sér. - Sýnum börnum þvi
virðingu og skilning því þá þarf
ekki að hafa áhyggjur síðar meir.