Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1992, Blaðsíða 4
4
MÁNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1992.
Fréttir
Iðnaðarráðherra segir rammasamningum um byggingu álvers lokið:
Ekkert hef ur gerst
í orkusölumálinu
- segir Páll Pétursson - forsendur þess nú allt aðrar
„Það var verið að ljúka öllum efn-
isatriðum í samningunum er varða
byggingu álvers nema því sem teng-
ist tímasetningum, upphafi fram-
kvæmda og framleiðslu. Frá því sam-
komulag náðist um meginatriði
málsins í fyrra hafa menn verið að
ganga frá flóknum atriðum eins og
ábyrgðum, gagnkvæmum greiðslu-
skuldbindingum ef vanefndir verða
og fleiru sem nú er komið í röð og
reglu. Miklum vinnuáfanga í málinu
er nú lokið,“ sagði Jón Sigurðsson
iðnaðarráðherra við DV.
Samningamenn Atlantsálshópsins
og íslenska álsamninganefndin áttu
fundi í vikunni þar sem ramma-
samningum um byggingu álvers á
Tveir árekstrar urðu á gatna-
mótum Kringlumýrarbrautar og
Miklubrautar aðfaranótt sunnu-
dags. Fyrri áreksturinn varö um
miðnætti þegar tveir bflar skullu
saman. Þrír voru fiuttir á slysa-
deild með lítils háttar meiðsl.
Ejarlægja þurlti bílana með
kranabíl af vettvangi.
Síöar ura nóttina varð seinni
áreksturinn. Ökumaöur annars
bflsins í þeim árekstri stakk af frá
slysstaðnum. í gærkvöldi var
ekki búiö að finna ökumanninn
en taliö nokkuð víst um hvern
var að ræða. Ökumann bilsins,
sem ekið var á, sakaöi ekki en
bíllinn er töluvert tnikið
skemmdur.
-bjh
Keflisnesi var lokið, þar með töldum
samningum um orkuverð. Það verö-
ur takmarkað af lágmarki og há-
marki fyrstu tvö árin, 10,5-14 mills,
en miðast síðar við heimsmarkaðs-
verð á áh.
Þó lausir endar hafi verið hnýttir
virðist enn langt í að álver veröi
byggt.
„Við erum í viðbragðsstöðu þegar
aðstæður til framkvæmda gefast.
Þær aðstæður eru háðar því að fjár-
magn fáist á viöunandi kjörum en
það er því miður ekki í sjónmáh eins
og er. Efnahagsástandið í heiminum
hefur ekkert batnað og ástandið á
álmörkuðunum er mjög dapurt. Við
bíðum byrjar í málinu."
Álverð hefur hriðlækkað að und-
anfórnu. Þannig lækkaði stað-
greiðsluverð áls um 20 dollara á
mörkuöum í Evrópu í síðustu viku,
í 12% doUara tonrnð, sem er lægsta
verð frá byijun árs 1987. Nógar birgð-
ir eru á áhnarkaðnum og engar líkur
taldar á því að verðiö hækki í haust
eins og ýmsir höfðu spáð.
Eftir að borga Blöndu
„Ég tek yfirlýsingum iðnaöarráð-
herra með ákveðnum fyrirvörum.
Það hefur nákvæmlega ekkert gerst
í orkusölumálinu síðan Atlantsáls-
menn kipptu að sér hendinni í fyrra
og mér er ekki kunnugt um að stjóm
Landsvirkjunar hafi tekið afstöðu tfl
málsins," sagði Páll Pétursson,
stjómarmaður í Landsvirkjun, en
orkuverð er háð samþykki hennar.
Landsvirkjun þarf um 20 mflls fyr-
ir orkuna tfl að orkusalan standi
undir sér, sem er kostnaðarverð ork-
unnar.
„Það var talaö um það á fyrri stig-
um samninga að orkan yrði ódýr í
fyrstu svo álfyrirtækin byrjuðu strax
á framkvæmdum. Uppahafspunktur
framkvæmda er hins vegar óákveð-
inn og forsendumar því allt aðrar
nú. Auk þess hefur kostnaðarverðið
ábyggilega ekki lækkað. Þaö er ekki
búið að borga Blöndu niður ef ein-
hver kynni að halda þaö,“ sagði Páll.
-hlh
„Við bíðum eftir tfllögum frá
Byggðastofnun og eigiun von á
þeim fljóflega,“ sagði Sverrir
Hermannsson, bankastjóri
Landsbankans, aðspurður hvort
bankinn hefði tekið einhverjar
ákvarðanir vegna stöðu Einars
Guðfmnssonar hf. ó Bolungarvik.
Beiðnir um uppboð 1 hraðfry sti-
hús, skrifstofuhúsnæði og tvö
skip fyrirtækisins nema 150 miflj-
ónum og vom sumar þeirra lagö-
ar fram á síðasta ári samkvæmt
upplýsingum sýslumanns Bol-
ungarvíkur. Þeir sem farið hafa
fram á uppboð eru bankar, ríkis-
sjóður, Atvinnutryggingasjóður,
Byggöastofnun og nokkur fyrir-
tæki auk fleiri aðila.
Sverrir kvaðst hlynntur því að
bankar fengju i undantekningar-
tilfellum rúmt um hendur til að
grípa til ráöa sem gætu bjargað
hagsmunum bankans og fyrir-
tækja og atvinnu fólks um leið.
-IBS
Aftanákeyrslur
áHringbraut
Tvær aftanákeyrslur urðu á
Hringbrautinni á laugardag á
einum klukkutíma. Vegna gatna-
framkvæmda var önnur akreinin
í vesturátt lokuð og umferö gekk
heldur treglega. Engin meiösl
urðu á fólki í óhöppunum en tals-
vert eignatjón í varð öðru þeirra.
-bjb
Sofnaði yfír
pottunum
Tals verðar reykskemmdir urðu
í íbúð við Drápuhlíð í Reykjavik
aðfaranótt laugardags vegna elds
í potti. Húsráðandi haíði sofnað
út frá eldamennskunni með þeim
afleiðingum að það kviknaöi í
næturréttinum. Slökkviliðinu
tókst að koma í tæka tíö á vett-
vang og slökkva eldinn. íbúðin
var síðan reyklosuð. -bjb
Nú verður skammdegið engin hindrun þegar leika á knattspyrnu eða stunda á aðrar íþróttir á Laugardalsvellin-
um. Fjögur mikil og stór flóðljósamöstur hafa beðið þess að verða reist víð völlinn en undanfarna daga hefur
verið unnið að uppsetningu og tengingu Ijósabúnaðarins sem trónir efst á þeim. Eiga möstrin að risa i dag.
Fyrsti flóðijósaleikurinn verður 7. október þegar íslendingar mæta Grikkjum í undankeppni HM. DV-mynd JAK
í dag mælir Dagfari
Sjálfsagðir skattar
Undarlegt er að heyra vælutóninn
í forystumönnum menningarmála
og íþrótta, svo ekki sé nú talað um
kveinstafina í ferðamannabrans-
anum og hótelrekstrinum. Bókaút-
gefendur kvarta sáran og kveinka
sér. Verst lætur þó Páll Magnús-
son, sjónvarpsstjóri á Stöð tvö, sem
lét dæluna ganga gagnvart ríkis-
stjóminni og virðisaukaskattinum
sem nú er ráögert að leggja á.
Allir eru þessi menn að andæfa
afnámi á undanþágum á virðis-
aukaskatti, rétt eins og aldrei hafi
veriö lagöur á skattur fyrr og skatt-
heimta komi þeim á óvart. Mega
þeir þó vel vita að skattlagning
hvers konar er líf og yndi stjóm-
málamanna og höfuðskylda hverr-
ar ríkisstjómar að finna nýjar leið-
irtflað skattpína landslýð. Núver-
andi ríkisstjóm undir forystu Sjálf-
stæðisflokks og forsætisráðherra
lagði upp með þau loforð að skattar
yrðu ekki hækkaöir. Þetta vom orð
að sönnu en ríkisstjómin lofaði
aldrei neinu um það að leggja ekki
nýja skatta á og það er einmitt það
sem hún er að gera núna og varla
þó, því hún er eingöngu að fækka
undanþágum á þeim skatti 'sem
hingað til hefur verið innheimtur
og verður áfram innheimtur.
Það eina sem ríkisstjómin er aö
gera er að laga virðisaukaskattinn.
Leggja hann á þá sem ekki hafa
greitt hann áður. Það er ekki einu
sinni svo gott að ríkisstjórnin
græði á þessu. Hún segist koma út
á sléttu. I rauninni má segja að rík-
isstjórnin sé að vinna alveg sér-
stakt afrek þegar hún leggur virðis-
aukaskatt á margvíslega starfsemi
sem hingað til hefur verið undan-
þegin, án þess þó aö skatturinn
íæri ríkissjóði auknar tekjur. Þetta
er áreiðanlega í fyrsta skipti sem
ríkisstjóm leggur skatta á aðila
sem ekki hafa áöur borgað skatta
án þess aö skattbyrðin aukist!
Það getur kannski verið að skatt-
byrðin þyngist hjá þeim sem greiða
skattinn en hún stendur samt í stað
vegna þess að skatturinn lækkar
hjá öðrum. Og svo ætlar ríkis-
stjómin að halda verðinu á bensín-
inu, bílunum, áfenginu og tóbakinu
óbreyttu og þannig fær hún hækk-
un á skatttekjum í ríkissjóð með
því að leggja nýja skatta á án þess
að þeir gefi peninga í aðra hönd og
án þess að skattbyrðin aukist. Það
þarf snillinga til að finna svona
skattlagningu upp og þjóðin á að
fagna þessum skattkerfisbreyting-
um og klappa ríkisstjórninni lof í
lofa í stað þess að skamma hana
og kvarta undan skattahækkun-
um.
Auk þess eiga forsvarsmenn í
ferðaþjónustu, menningarmálum,
íþróttum og sjónvarpsrekstri að
skilja að ríkissjóður getur ekki lifað
án tekna og það er skylda allra
þjóðhollra íslendinga að leggja sinn
skerf tfl ríkissjóðshallans. Þá hefur
ftármálaráðherra bent á að sumir
þeirra sem nú þurfa að borga 14%
virðisaukaskatt geta dregið frá 22%
virðisaukaskatt af aðföngum sín-
um og þannig geta þeir grætt á því
að borga skatt!
Þá hefur ráðherrann látið þess
getið að ekki sé ríkisstjóminni um
að kenna þótt nýtt skattþrep verði
ákveðið og undanþágum fækkað.
Þetta tíðkast erlendis og þess vegna
er rikisstjómin nauðbeygð til að
gera eins og ríkisstjómirnar í út-
löndum. Ráðherrann hefur líka
sagt að með þessu móti muni draga
úr skattsvikum vegna þess að eftir
því sem fleiri borgi virðisaukaskatt
því auðveldara verði að koma í veg
fyrir skattsvik. í raun og vem eru
þeir sem nú fá á sig virðisauka-
skattinn að hjálpa ríkissjóði að
koma böndum á skattsvikara og
þeir eiga að vera þakklátir fyrir aö
fá að borga skattinn til að geta
dregið úr skattsvikum annarra.
Þegar allt þetta er dregið saman
er ástæðulaust aö væla yfir því
þótt virðisaukaskattur sé lagður á
menningu eða íþróttir, ferða-
mannaþjónustu eða áskrift blaða
og sjónvarps. Skatttekjur ríkissjóðs
munu ekki hækka, skattsvikum
mun fækka, menn geta jafnvel
grætt á því að borga skatt og svo
getum við ekki verið minni menn
en ríkisstjómimar í útlöndum. Nú
er bara að vona að ríkisstjómin
finni upp fleiri skatta og fleiri und-
anþágur sem hún getur afnumið
því skattlagning, sem ekki gefur
tekjur fýrir ríkissjóð í aðra hönd,
er einmitt skattlagning sem allir
geta tekið fegins hendi.
Dagfari