Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1992, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1992, Page 17
MÁNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1992. 17 Fréttir Framkvæmdastjóm VSÍ um aðstöðugjaldið: Fjötrar fyrirtækin - hafnar alfarið hækkun tryggingagjalds á laun Islensk fyrirtæki munu mæta auk- inni samkeppni meö tilkomu sameig- inlegs markaðar EB og EES. Afnám aðstöðugjalds er forsenda þess að ís- lensk fyrirtæki geti aukið markaðs- hlutdeild sína enda geti þau ekki mætt til leiks í alþjóðlegri samkeppni í fjötrum úrelts/skattakerfis. Þetta mat framkvæmdastjórnar VSÍ kom fram á fundi hennar á dögunum. Samkvæmt útreikningum VSÍ má lækka verðlag um aUt að 2 prósent með því að fella aðstöðugjaldið nið- ur, auk þess sem atvinna og almenn umsvif í þjóðfélaginu muni aukast. VSÍ bendir á að þar sem gjaldið legg- ist á alla veltu íslenskra fyrirtækja sé sama varan í raun margsköttuð í framleiðslu og dreifingu áður en hún kemst endanlega í hendur neytenda. Framkvæmdastjórn VSÍ telur að sveitarfélög verði að mæta tekju- Ljósheimar formlega vígðir Þórhaflur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki: Skarðshreppingar vígðu nýja fé- lagsheimilið sitt formlega nýverið. Húsinu var gefið nafnið Ljósheimar og var það nafn valið úr rúmlega 30 tillögum sem bárust. Ljósheimar eru 350 fermetrar og tekur salurinn um 150 manns í sæti. Félagsheimilinu barst höfðingleg gjöf í tilefni vígslunnar, vandað píanó frá Herdísi Ólafsdóttur í Brennigerði, en svo skemmtilega vildi til að hún átti einmitt hugmynd- ina að nafni félagsheimilisins. Dótt- urdóttir Herdísar og nafna, Álfsdótt- ir í Brennigerði, lék á píanóið. Kaupa meira Regína Thorarensen, DV, Selfossi: Hús Áfengisverslunar ríkisins á Selfossi hefur nú verið málað, lóðin lagfærð og malbikuð og garðyrkju- ráðunautur Selfossbæjar hefur sett niður tré í kringum verslunina. Þetta er mikil prýði. Hér áður fyrr mátti oft sjá fólk fara í vaöstígvél í bílunum sínum áður en það fór yfir lóðina, svo djúpir voru poÚamir. Fólkið fer mun ánægðara inn í áfengisverslunina núna og ég álykta að miklu meira sé að gera þar eftir lagfæringarnar. MATARGERÐ ER LEIKUR EINN MEÐ... missi með aðhaldi og spamaði eftir að aðstöðugjaldið hefur verið fellt niður. Sameining sveitarfélaga hljóti að vera valkostur í því sambandi. Sumpart verði þó að bæta sveitarfé- lögunum upp tekjumissinn með nýj- um tekjustofnum. VSÍ leggst hins vegar alfarið gegn því að það verði gert með því að hækka trygginga- gjald á laun um 3,2 prósentustig. „Augljóst er að afnám þessa skað- lega veltuskatts veröur ekki mætt með álagningu hærri skatts á launa- þátt veltunnar. Það hefur sömu meg- inókosti og aðstöðugjaldið en grefur auk þess undan vinnu á tímum vax- andi atvinnuleysis," segir í frétt frá VSÍ um málið. -kaa Myndmenntaskóli verkstæði gallerí Innritun í síma 30840 Kennsla hefst 28. september NYR LISTASKOLI í REYKJAVÍK er tíl húsa í Listhúsinu í Laugardal Engjateigi 17 til 19 teiknun veggmyndagerð málun umhverfislist skúlptúr glerlist grafík kvikmyndun blönduð tækni tækninámskeið skjálist fyrirlestrar byggingalist og fleira Kynningarsýning á námskeiðum haustannar er hafin. Hún er opin mán. - lau. Kl. 10:00 - 17:00 og sun. Kl. 14:00 - 18:00. Skólastjóri er Guðrún Tryggvadóttir POTTRETTIR Lágmúla 8. Sími 38820

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.