Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1992, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1992, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1992. LANGAR ÞIG Fullorðinsfræðslan býður upp á allt helsta námsefni grunn- og framhalds- skólanna. Um er að ræða bæði nám- skeið og námsaðstoð, hóp- og einstakl- ingskennslu. GRUNNNÁM Enska * Sænska * Danska íslcnsk stafsetning Máluppbygging og málfræði Hagnýtur reikningur Hargt er að Ijúka námi í þessum íogum meö prófum samsvarandi grunnskóiaprófí. AÐRAR GREINAR íslenska fyrir útlendinga # Franska • Spænska • ít- alska • Þýska • Stærðfræði • Eðlis- og efnafræði • Bókhaldogskrifstofutækni • Ritaranám • Viðskipta- enska • Rekstrarhagfræði • Tölvufræðsla BÓKHALDS-, GAGNA- OG TÖLVUÞJÓNUSTA Hægt er að taka helstu framhaldsskólaáfanga með prófum samsvarandi prófáfíingum fram- haldsskólanna Við bjóðum einnig upp á stutt hraðnámskeið með kennslu 3-5 sinnum Utiönd Nærri iætur að hvert einasta hús á Kauai hafi orðið fyrir skemmdum. Heilu íbúðarhverfin eru rústir einar og háhýsi eru gapandi tóftir. Þúsundir manna hafa misst heimili sín. Símamynd Reuter Fellibylurinn Iniki jafnoki Andrésar í vindstyrk: Öll vedurkerf in í viku. S. 1 11 70 0< % Wemmur^ fullorðinsfræöslan 3*'*0ur<$J \ \ ♦FÍUidelfía eru að breytast Veðurfræðingar víða um heim óttast að alvarlegar breytingar séu að verða á veðurlagi í heiminum eftir Stendur íslensku launafólki ógn af EES? Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur fræðslufund um samning um evrópskt efnahagssvæði (EES) að Holiday Inn miðvikudaginn 16. september n.k. kl. 20:30. Fundurinn er öllum opinn. Leitað verður svara við eftirfarandi: * HvaðerEES? * Hvað breytist á íslenskum vinnumarkaði með aðild að EES? * Munu laun lækka vegna EES? * Mun EES leiða til aukins atvinnuleysis meðal íslendinga? * Hver verður réttur íslendinga í öðrum löndum innan EES? Ræðumenn: Gunnar Snorri Gunnarsson, skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Berglind Ásgeirsdóttir, ráðuneytisstjóri félagsmálaráðuneytisins. Ari Skúlason, hagfræðingur ASÍ. Fyrirspurnir leyfðar að framsögn lokinni. Fundarstjóri: Magnús L. Sveinsson, formaður V.R. Félagsfólk er hvatt til að mæta á fundinn. Berglind Ásgeirsdóttir Ari Skúlason Magnús L. Sveinsson Verið virk í V.R. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. að tveir óvenjukröftugir fellibyljir hafa gengið yfir nú síðsumars. íbúar Kauai í Hawaiieyjaklasanum á Kyrrahafi fengu um helgina að kenna á felhbylnum Iniki sem í vind- styrk gaf Andrési ekkert eftir en hann lagði stóran hluta Suöur- Flórída í rúst fyrir skemmstu. Fellibyljimir tveir eru með þeim öflugust sem vitað er um og örugg- lega þeir verstu sem komið hafa á þessari öld. Þetta veldur því að menn velta fyrir sér hvort veðurlag sé að hreytast af einhveijum ástæðum og húast megi við fleiri byljum ámóta kröftugum eða verri. Veðurfræðinga greinir þó verulega á í þessum efnum enda getur tilviljun valdið því að tveir fellibyljir af verstu gerð gangi yfir með skömmu milli- bili. Möguleiki er þó að svokölluð gróðurhúsaáhrif valdi þessari breyt- ingu. Tjón er gifurlegt á Kauai. George Bush hefur lýst yfir neyðarástandi á eyjunni og hernum hefur verð skipað aö aðstoða við hjálparstarf. Þegar síðast fréttist voru fjórir látnir og í það minnsta hundrað höfðu slasast. Þúsundir manna hafa misst heimili sín. Upplýsingar um tjón á mann- virkjum liggja ekki fyrir en það nem- ur einum milljarði dala að minnsta kosti. Vindhraðinn varð allt að 260 kíló- metrar á klukkustund þegar verst lét. Eyjan einangraðist og rafmagns- og símalínur slitnuðu. Veðrið er nú gengið niður og er flug með hjálpar- gögn hafið. Meðal þeirra sem urðu fyrir harð- inu á Iniki er ungt kærustupar frá Flórída. Það sagðist hafa flúiö heima- byggö sína vegna eyðileggingarinnar sem Andrés olli og ætluðu að komast eins langt frá öllum hörmungum og þau gátu. Þau voru ekki fyrr komin til Kauai en nýr fellibylur gekk yfir. „Við vitum ekki hvert við einum að fiýja nú,“ sögðu þau í viötali. Reuter Andstæðingar Tælandshers sigra í þingkosningunum Flokkar sem andsnúnir eru hern- um sigruðu í þingkosningunum sem fram fóru á Tælandi í gær. Chuan Leekpai, leiðtogi lýðræðisflokksins, sem fékk flest atkvæöi, sagði að fyrsta skrefið yrði að hitta leiðtoga hinna flokkanna þriggja sem eru andvígir stjóm hersins til að ræða stjómarmyndun. „Ég er nokkuð viss um að okkur tekst að mynda ríkisstjóm," sagði Chuan Leekpai. Tölvuspár bentu til þess að flokk- arnir fjórir, sem fóru fyrir barátt- unni gegn setu Suchinda Kraprayo- ons hershöfðingja í embætti forsæt- isráðherra, fengju 184 sæti af 360 í neðri deild þingsins. Búist er viö aö nýr flokkur, Réttlætisflokkurinn, bæti níu sætum við. Chuan sagði að hann stæði fast við kosningaloforð sín um að útiloka spillta stjómmálamenn frá stjóm SÍnnÍ. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.