Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1992, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1992, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1992. 15 Sýnd veiði en ekki gef in af EES „ ... óháð EES virðist frystingin á góðri leið með að flytjast út á sjó ... segir m.a. í greininni. Með samningnum um hið evr- ópska efnahagssvæði (EES) munu íslendingar gerast þátttakendur í sk. innri markaði EB. Markmiðið með þessum sameiginlega markaði 18 þjóðríkja er að koma á frjálsu flæði vöru, fjármagns, þjónustu og vinnuafls sem aftur á að leiða til lægra vöruverðs, meiri kaupmátt- ar og aukins hagvaxtar. Þessi nýja hagvaxtarsókn er skipulögð á sama tíma og menn játa með vörunum að til að varð- veita lífríkið verði Vesturlandabú- ar að sætta sig við að minna er betra. Atvinnuleysi eykst Fyrst eftir að hugmyndimar um hinn innri markað komu fram varð vart ákveðins bata í efnahagslífi aðildarríkja EB. Nú eru hins vegar blikur á lofti. Atvinnuleysi hefur aukist í flest- um ríkjum EB frá 1989 og nú era a.m.k. 16 milljónir íbúa í aðildar- ríkjunum án atvinnu. í helmingi ríkjanna er atvinnuleysið yfir 10% og meðal ungs fólks er það 17,5%. Atvinnuleysið er talsvert meira meðal kvenna en karla og verst kemur það niður á ungum konum. Á Ítalíu og Spáni era tæp 40% kvenna undir 25 ára aldri án at- vinnu og í Frakklandi fjórða hver. Enn hillir ekkert undir nýju störfm sem skapast áttu með innri mark- aðnum enda era stjórnvöld í aðild- arríkjunum öðru fremur upptekin við að ná verðbólgu niður á það stig sem Maastricht-samkomulagið krefst. Hagvöxturinn í EB lætur líka bíða eftir sér og er nú aðeins 1,25% en ekki 4,5% eins og áætlað var með innri markaðnum. Ef marka má spár Alþjóða gjaldeyrissjóðsins mun Maastricht-samkomulagið KjáHaiinn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir þingkona Kvennalistans svo kroppa 0,4-0,8% af því sem menn höfðu áður reiknað sér. Markmiðin með hinum innri markaði eru því ekki auðsótt. Efna- hagsbatinn er sýnd veiði en ekki gefm. íslenskur sjávarútvegur En atvinnuleysisvofan hefur ekki bara bundið trúss sitt við EB. í aðildarríkjum EFTA gerist hún æ ágengari. Finnar eiga í miklum erf- iðleikum, í Svíþjóð hefur atvinnu- leysi ekki verið jafn slæmt síðan 1930 og um ástandið hér á landi þarf ekki að hafa mörg orð. Þeir sem ákafast hafa prísað að- ildina að hinu evrópska efnahags- svæði sjá þar lausn flestra okkar mála þar með talið atvinnuleysið. Þeir benda á að tollar á íslenskum sjávarafurðum muni lækka tals- vert á mörkuðum EB og þar með skapist ný tækifæri hér innanlands við að fullvinna sjávarafurðir og flytja ótollaðar á erlenda markaði. Þá sjá þeir ný sóknarfæri fyrir fs- lenskan iðnað á erlendum mörkuð- um og að atvinnustarfsemi al- mennt í landinu muni njóta góðs af því að hægt veröi að fá erlent áhættufjármagn í íslensk atvinnu- fyrirtæki. Síst af öllu vil ég forsmá þá tollalækkun sem náðist fram í samningaviðræðunum og hún gæti auðvitað skapað fiskvinnslunni í landinu rýmri aðstæður. Á hitt ber að líta að óháð EES virðist frysting- in á góðri leið með að flytjast út á sjó og íslensk fiskvinnsluhús eiga erfitt með að keppa um hráefnið við ríkisstyrkt fiskvinnsluhús í Evrópubandalaginu. Við þetta fækkar störfum sem konur hafa haft með höndum í landi, en ný störf verða til fyrir karla úti á sjó. Verður ekki séð að þetta breytist meðan útgerðarfyrirtækin fara með fiskinn í sjónum eins og sína eign og ráðstafa honum án tillits til þeirra sem eiga ævistarf sitt og aleigu í sjávarplássum landsins. Örlög okkar ráðast innanlands Ég verð að játa aö mér er ekki ljóst í hverju nýir möguleikar ann- arra atvinnugreina s.s. iðnaðarins og verktakastarfseminnar felast enda fátt um svör þegar farið er út í þá sálma. Talsmenn þessara greina bera sig vel og vúröast ekki óttast samkeppni á innlendum markaði þegar farið verður að bjóða út á EES-markaði allar opin- berar framkvæmdir yfir 380 millj- ónum og innkaup yfir 10 milljón- um. Menn bera fyrir sig fjarlægðar- vemd eða einfaldlega að sam- keppni sé af hinu góða. En fjarlægðin felur ekki bara í sér vemd, hún er líka hindrun. Þó að það sé ekki ómögulegt þá er það örugglega erfitt fyrir lítil fyrirtæki að hasla sér völl á fjarlægum mark- aði þar sem margir eru um hituna. Flest íslensk iðn- og verktakafyrir- tæki hljóta þvú hér eftir sem hingað til að þurfa að treysta á innan- landsmarkað. Erlent áhættufiár- magn fæst heldur ekki í íslensk fyrirtæki, hvort sem viö stöndum innan eða utan EES, nema þau séu arðvænleg, hér ríki efnahagslegur stöðugleiki og stjórnvöld hætti að stjórna með kollsteypum og tilskip- unum. EES-samningurinn er engin lausn á vandamálum íslensks efna- hagslífs og það er bæði rangt og hættulegt að halda slíku fram. En hann er heldur ekki tilræði við efnahagslegt sjálfstæði þessarar þjóðar. Hann er öðru fremur skref inn í hið sk. samrunaferli í Evrópu, og íslendingar verða að vega og meta af raunsæi hvort þeir eiga þangað erindi. Örlög þessarar þjóð- ar ráðast eftir sem áður af því hvernig haldið er á málum hér inn- anlands. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir „EES-samningurinn er engin lausn á vandamálum íslensks efnahagslífs og það er bæði rangt og hættulegt að halda slíku fram. En hann er heldur ekki til- ræði við efnahagslegt sjálfstæði þessar- ar þjóðar.“ Morgunblaðið í hlut- verki Þjóðviljans Knpn þjóðarsatt utti ekki neit vs^S^ilÍP1 Nú er Þjóðviljinn látinn en greinarhöfundur telur Morgunblaðið hafa verið í hlutverki hans i menningar- og pólitískri baráttu á síðari árum. í sumar barst mér í hendur bréf frá ritstjóra Morgunblaðsins, sem varpar Ijósi á menningar- og póli- tíska baráttu blaðsins á síðari áram. Undanfari bréfs Styrmis var skriíleg beiðni mín, að hluti af formála Amórs Hannibalssonar við bók mína „Slagurinn vúð rauðu mafíuna", sem út kom í vetur, yrði birtur í Morgunblaðinu ásamt kalfa úr bókinni. Beiðni mín var rökstudd með til- vísan í ritdóm Morgunblaðsins um bókina þar sem ritdómarinn, Guð- mundur Heiðar, komst að því að ég væri geðveikur. Látum sagnfræðinginn tala Hvarvetna þykir sjálfsagt í blaða- mennsku að maður, sem á er ráð- ist, eigi kost á andsvari. Þetta sjálf- sagða grundvallaratriði er Morg- unblaðið ekki tilbúið að veita, held- ur kórónar ritstjórinn siðleysið með þvú að segja að ritdómur Morg- unblaðsins hafi alls ekki verið „nei- kvæður". Þrátt fyrir að sagnfræð- ingurinn Guðmundur Heiðar brjóti í ritdómnum almennt siðferði með því að rökstyðja geðveikiskenn- ingu með tilvútnun, sem síðar var tekin til baka. Ef til vúil hefur Styrmir alls ekki lesið bókina sem hann er þó að fjalla um. Það er tímanna tákn að ein stærsta og vúðamesta ritgerð bókarinnar, Kommúnismi í orði og á borði, var birt í Morgunblaðinu 1955 þegar Valtýr Stefánsson var þar ritstjóri. Fyrir hana greiddi Valtýr 2 þúsund krónur, sem vora þá vafalítið með því hæsta sem blaðið greiddi í ritlaun. En hver er ástæða þess að ég er nú geðveikur? Látum sagnfræðinginn tala: „Það KjaUarinn Hilmar Jónsson rithöfundur er til dæmis eitthvað bogið vúð málflutninginn, þegar svo er komið að Jóhann Hjálmarsson er orðinn einn af höfuðpaurum rauðu maf- íunnar. Enda má skilja það á Hilm- ari, að hann sé í hópi óháðra rithöf- unda, sem þurfi að slást vúð allt og alla,...“ Það er sem sagt stór ljóður á höfundi að vera ekki flokksþræll. Þess vegna er hann réttdræpur. Þess vegna er hann geðveikur. Það er alkunna hvar í flokk Jó- hann Hjálmarsson hefur skipað sér, hvort sem hann hefur verið ritdómari á Morgunblaðinu eða dómari um íslenskar bækur til verðlauna hjá Norðurlandaráði. Þar hefur hann aldrei gert ágrein- ing vúð Heimi Pálsson eða aðra beit- arhúsmenn Máls og menningar. Styrmir telur að þeir, sem komast til æðstu metorða sem menningar- vitar hjá Morgunblaðinu, séu látnir gjalda þess og þá sennilega af vúnstri mönnum. Þetta er margföld lygi- Hefur Jóhann ekki verið sendur sem fulltrúi íslands vítt og breitt um heiminn, stundum af Rithöf- undasambandinu eða Reykjavúk- urborg? Ég held hreinskilnislega sagt þá væri Jóhann hvergi nefnd- ur nema af því að hann er Morgun- blaðsmaður og trúnaðarmaður Matthíasar Johannessens. Þaö er eftirtektarvert hvernig Styrmir kynnir og skilgreinir Guðmund Heiðar. Styrmir skrifar: „Sá rit- dómari, sem fenginn var til þess að fjalla um bók þína, þ.e. Guð- mundur Heiðar Frímannsson, hef- ur áram saman starfað í samtökum svonefndra frjálshyggjumanna. Samkvæmt minni gamaldags skil- greiningu á slíkum hugtökum þýð- ir þetta, að Guðmundur Heiðar er mikill hægri rnaður". Fáfræðin blasir við í þessari stuttu klausu blasir fá- fræðin vúð. Þeir skeleggustu og þeir, sem vúturlegast hafa barist gegn kommúnistum bæði á íslandi og annars staðar, hafa fæstir verið hægri menn heldur óháðir ellegar oft vúnstra megin vúð miðju: George Orwell, Silone, Köstler og Douglas Reed. Hér heima: Guðmundur Hagalín, Kristmann Guðmunds- son, Jónas frá Hriflu og Indriði G. Þorsteinsson. Ég held að þvú miður fyrir Styrmi þá eigum vúð Guömundur ákaflega lítið sameiginlegt. Mín frelsishug- sjón er ekki og hefur aldrei verið eförsókn eftir peningum. Fijáls- hyggjumenn aftur á móti setja ætíð samsemmerki milli gróða og frelsis og þetta er ein forsenda minnar lágu og lélegu einkunnar hjá Guð- mundi Heiðari. Síðan klykkir Morgunblaðsritstjórinn út með þessari guðdómlegu setningu: „Enginn höfundur getur gengið út frá þvú sem vúsu að fá góðan dóm um bók hér í blaðinu. „Er þetta ekki skrítla, Styrmir minn? Hvað um Matthías, Jóhann eða Hannes Pétursson eða málaliða Heimis Pálssonar? Fá íslensk blöð, að Þjóð- vúljanum undanskildum, hafa ver- ið eins glámskyggn á gang heims- sögunnar og Morgunblaðið. Eða birti blaðið ekki með aðdáun sigra Hitlers 1 byijun heimsstyijaldar- innar á forsíðu? Það var ekki fyrr en líða tók á þann mikla hildarleik og halla tók undan fyrir nasistum að Morgunblaðið söðlaði um. Staðfestingu þessa er meðal ann- ars að finna í styijaldarbókum Þórs Whiteheads. Eini stjórnmálamað- urinn, sem Bretar báru traust til í upphafi hemáms íslands, var Jón- as frá Hriflu. Sami undirlægjuhátt- ur undir erlent vald hefur fylgt Morgunblaðinu áfram samanber landhelgisdeiluna við Breta. Og nú skal hafín herferð gegn okkur sem létum ekki blekkjast og reyndum að segja það sem vúð vúss- um réttast í bókmenntum og þjóð- félagsmálum. Við berum sökina. Hilmar Jónsson „Fá íslensk blöö, að Þjóðviljanum und- anskildum, hafa verið eins glámskyggn á gang heimssögunnar og Morgunblað- ið. Eða birti blaðið ekki með aðdáun sigra Hitlers 1 byrjun heimsstyrjaldar- innar á forsíðu?“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.