Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1992, Blaðsíða 8
8
MÁNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1992.
TILBOD!!!
Hamborgari,
franskar og kók
Útlönd________________________________________________________^
Bill Clinton heldur forskoti sínu á George Bush þrátt fyrir harðnandi baráttu:
299
Stélið
Tryggvagötu 14
TILBOÐ
VÖNDUÐ TEPPl!
MIKIÐ ÚRVAL
BETRA
MATARGERÐ
ER LEIKUR EINN
MEÐ...
ij'Tjl'i
SUPUR • SOSUR
POTTRÉTTIR
VAÐSTIGVEL
Á FRÁBÆRU VERÐI
VERÐ FRÁ KR. 1.544.
SKEIFUNNI 11d - sími 686466
Aðrir sölustaðir:
Skóvinnustofan - Akranesi
Vírnet - Borgarnesi
Skapti - Akureyri
Þórshamar - Akureyri
TF búðin - Egilsstöðum
Kaupf. Héraðsbúa - Egilsstöðum
Verslunin Val - Fellabæ
SÚN - Neskaupstað
KASK - Djúpavogi
Verslunin Aldan - Seyðisfirði
Kaupf. V-Húnvetninga
Olíuf. útvegsm. - ísafirði
Byggingavöruv. - Hveragerði
SG búðin - Selfossi
Og fleiri bætast við.
Reagan ýtt í slaginn
til að verja Bush falli
- repúblikanar tala um „dómsdag“ ef Clinton nær að sigra 1 kosningunum
Repúblikanar í Bandaríkjunum
beita nú Ronald Reagan, fyrrum for-
seta, fyrir vagninn hjá George Bush
í von um að það verði til að auka
vinsældir hans og tryggja endurkjör
í forsetakosningunum 3. nóvember.
Þeir vopnabræður ferðast nú um
Kaliforníu, heimaríki Reagans, sem
kynnir Bush á fundunum og hvetur
fólk til að láta nágranna sína vita
sannleikann um forsetaframbjóð-
endurna. „George Bush er eina von
Bandaríkjanna," segir Reagan.
Miklar efnahagsþrengingar hafa
verið í Kaliforníu síðustu tvö ár.
Fyrir vikið hefur Bill Clinton, fram-
bjóðandi demókrata, gott forskot á
Bush þrátt fyrir að ríkið hafi um
árabil verið eitt af sterkustu vígjum
repúblikana í Bandaríkjunum. Nýj-
ustu skoðanakannanir í Kaliforníu
sýna að Clinton hefur fylgi 48% kjós-
enda en Bush 38%. Þessu ætla þeir
Bush og Reagan að breyta, enda rík-
ið íjölmennt og atkvæði þaðan skipta
væntanlegan forseta miklu máli.
Reagan gerir mikið úr reynsluleysi
Clintons. Hann segir að dómsdagur
voíi yfir Bandaríkjamönnum ef
reynslulaus maður verður kjörinn til
að leiða þjóðina næstu fjögur árin.
Clinton talar á móti um getuleysi
Bush til að ráða fram úr efnahags-
málunum, áróður sem fellur í frjóan
jarðveg í Kaliforníu.
Bush og fylgismenn hans gera mik-
ið úr persónulegum veikieikum
Clintons. Þar vegur þyngst að honum
hefur ekki tekist að hrekja sögusagn-
ir um að hann hafi með aðstoð
frænda síns komið sér hjá herþjón-
ustu á tímum Víetnamstríðsins.
Bush hafi á hinn bóginn þjónað landi
sínu dyggilega í síðari heimsstyrjöld-
inni. Þá var hann yngsti orrustuflug-
maður hersins og hlaut sár í bardög-
um við Kyrrahaf.
Reuter
Fischer teflir af fyrri styrk
- vann Spasskíj tvöfalt um helgina og hefur náö forystunni 1 einvíginu
„Ég tefldi nokkuð vel,“ sagði Bobby
Fischer eftir sjöundu einvígisskák-
ina við Boris Spasskíj í Sveti Stefan
á laugardag, ánægður með að hafa
jafnaö stöðuna í einvíginu. Hann
bætti um betur í gær er þeir tefldu
áttundu skákina. Fischer vann aftur
- eftir gróf mistök Spasskíjs - og nú
er hann farinn aö tefla eins og hann
hafi aldrei gert annað.
Aukin harka er að færast í einvíg-
ið. Fischer krafðist þess um helgina
að settur yrði upp glerveggur milli
keppenda og áhorfenda, sem hann
sagði of hávaðasama, og var farið að
vilja hans. Þá fór hann einnig fram
á að þeir Spasskíj myndu matast
hvor á sínum veitingastaðnum.
Að ráði lækna hefur Fischer tekið
upp heilbrigðara lífemi, heldur í við
sig í mat og stundar hkamsrækt. Eft-
ir skákum helgarinnar að dæma er
þetta þegar farið að skila árangri.
Spasskíj mun ekki ganga heill til
skógar, kennir sér meins í þvagrás.
Samkvæmt fréttaskeytum þurfti
hann tuttugu og sjö sinnum að
bregða sér frá milli leikja á laugar-
dag. Hvor keppanda getur fengið
fjórum skákum frestað í einvíginu
en um það gilda strangar reglur.
Eftir skákir helgarinnar hefur
Fischer tekið forystuna með þijár
vinningsskákir gegn tveimur en jafn-
tefli telja ekki. Níunda skákin verður
tefld á miðvikudag, svo fremi heilsu-
far Spasskíjs leyfi.
Sjöunda einvígisskákin:
Hvítt: Bobby Fischer
Svart: Boris Spasskíj
Spænskur leikur.
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4
Rf6 5. 0-0 Be7 6. Hel b5 7. Bb3 d6 8.
c3 0-0 9. d3
Loks breytir Fischer út af fyrri
skákum. Hægfara uppbygging hvíts
leynir á sér. „Hógvær leikur en langt
frá því að vera meinlaus," segir
Karpov.
9. - Ra5 10. Bc2 c5 11. Rbd2 He8 12.
h3 Bf8 13. Rfl Bb7 14. Rg3 g6 15. Bg5!?
h6 16. Bd2
Enn heldur Fischer tryggð við
þessa biskupstilfærslu, þótt í eilítið
breyttum búningi sé. Nú hyggst hann
svara 16. - Bg7 með 17. b4! sem trygg-
ir betri stöðu. Trúlega er 16. - Rc6
nú besti kostur svarts en Spasskíj
ákveður að flækja tafliö og freista
gæfunnar.
16. - d5?
„Mjög slæm mistök," sagöi Fischer
um þennan leik eftir skákina. Er hér
er komið sögu er hins vegar alls ekki
auðvelt að sjá það fyrir aö leikurinn
stenst ekki.
17. exd5 c4
Lofar góðu, því að ef nú 18. Rxe5
Dxd5 (hótar máti) 19. Rf3 cxd3 nær
svartur yfirhöndinni.
bætur en hæpið er að þær séu næg-
ar.
Eftir leikinn í skákinni vinnur
Spasskíj riddarann en lendir í töpuðu
endatafli.
24. - Bfl6 25. Rxg6 e3 26. Rf4! Dxd2 27.
Hxe3 Dxdl 28. Hxdl Hxe3 29. fxe3 Hd8
Skák
Jón L. Árnason
Ef 29. - Bxc3 30. Rxf5 og 31. Hd7
vofir yfir.
30. Hxd8 Bxd8 31. RxfB Bxa5 32. Rd5
Áhorfendur í Faxafeni einblíndu á
32. Re2, eða 32. c4!? bxc4 33. Rd6.
Einnig væri 32. Re7+ Kf7 33. Red5
mögulegt.
32. - Kf8 33. e4 Bxd5 34. exd5 Bxc3 35.
Kf2
18. b4! cxd3 19. Bxd3 Dxd5 20. Be4!
Rxe4
Ef 20. - Dc4 21. Bxb7 Rxb7 22. Rxe5
og vinnur peð en hugsanlega gefur
þetta svörtum meiri von.
21. Rxe4 Bg7
Hvítur hótaði að vinna drottning-
una með 22. Rf6+ og riddaranum á
a5 varð því ekki forðað.
22. bxa5 f5 23. Rg3 e4 24. Rh4
Bobby Fischer fannst hann tefla vel um helgina enda lagði hann Boris
Spasskíj í báðum skákunum. Símamynd Reuter
Eftir þvingaða atburðarás er fram
komin áhugaverð staða. Spasskíj á
manni minna en riddari Fischers
virðist ekki eiga afturkvæmt af jaðr-
inum. Hins vegar getur riddarinn í
mörgum tilvikum glaður látið líf sitt
fyrir peð. T.d. eftir 24. - Kh7 25. Rxg6!
Kxg6 26. Dh5+ Kh7 27. Dxf5+ Dxf5
28. Rxf5 með vænlegri stöðu.
Eðlilegasti leikurinn nú er 24. -
Had8 en vera má aö Spasskíj hafi
ekki verið sáttur við stöðuna eftir 25.
Be3 Df7 (25. - Bxc3 26. Rxg6 gefur
góðar sigurlíkur) 26. Dcl. Ef nú 26. -
DfB 27. Rhxf5! gxf5 28. Bd4 Dg6 29.
Bxg7 Kxg7 30. Df4 með sterkri stöðu,
eða 26. - Kh7 27. Re2 Bf6 28. g3 og
nú bjargar hvítur riddaranum.
Svartur hefur vissulega nokkrar
Einfalt og gott en svo virðist sem
35. Rg3 Bxc3 36. Rxh5 vinni einnig
því að kóngurinn er nægilega fljótur
yfir á drottningarvænginn.
35. - Bxc3 36. Ke3 Kf7 37. Kd3 Bb2 38.
g4 hxg4 39. hxg4 Kf6?
Betra er 39. - Bf6 en ætti ekki að
breyta úrslitunum.
40. d6! Ke6 41. g5! a5
Ef 41. - Kxf5 42. d7 og ný drottning
í sjónmáh.
42. g6! Bf6 43. g7 Kf7 44. d7
- Og Spasskíj gafst upp. Ef 44. - a4
45. Rd6+ Kg8 46. Rxb5 Kxg7 47. Rd4
Kf7 48. Rc6 og vinnur, eða 44. - Bg5
45. Rd4 Kxg7 46. Re6+ Kf7 47. Rxg5+
Ke7 48. Kd4 og eftirleikurinn er auð-
veldur.
Áttunda einvígisskákin:
Hvítt: Boris Spasskíj
Svart: Bobby Fischer
Kóngsindversk vörn.
1. d4 RfB 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6
5. f3 0-0
Nú tefla þeir nýlegra afbrigði en 5.
- c5 sem Fischer lék í 2. skákinni.
6. Be3 Rc6 7. Rge2 a6 8. Dd2 Hb8 9.
h4 h5 10. Bh6
Algengara er 10.0-0-0 eða 10. Rcl.
10. - e5!? 11. Bxg7 Kxg7 12. d5 Re7 13.
Rg3 c6 14. dxc6 Rxc6 15. 0-0-0 Be6 16.
Kbl
Ef 16. Dxd6 Da517. Dd2 b5 og svart-
ur nær frumkvæðinu.
16. - Re8 17. Rd5 h5 18. Re3 Hh8!
Þessi kom á óvart en hér stendur
hrókurinn vel til varnar.
19. Hcl Db6 20. Bd3 Rd4 21. Rd5 Da7
22. Rfl Rf6 23. Rfe3 Bxd5 24. cxd5 Hbc8
25. Hcfl De7 26. g4 Rd7 27. g5 Kf8!?
Þessi dularfulli kóngslejkur olli
miklúm heilabrotum í Faxafeni.
Hugmyndin er trúlega að svara 28.
f4 með 28. - exf4 29. Hxf4 Re5 - síðan
getur svartur valdað riddarann á d4
með Da7 og haft kónginn á e7 til að
styrkja d-peðið. Ef hvítur brýst ekki
fram með f3-f4 gæti kóngurinn
skroppið yfir á drottningarvænginn,
eins og næsti leikur Fischers gefur
til kynna.
28. Hf2 Ke8! 29. Bfl?!
Staðan hrópar á 29. Hhfl ásamt f3-
f4.
29. - Rc5 30. Bh3 Hc7 31. Hcl??
Staða Spasskíjs er orðin lakari en
nú gerir hann sig sekan um gróf
mistök sem Fischer er ekki lengi að
notfæra sér.
31. - Rcb3!
Auðvitað! Þar sem drottningin á
d2 fellur með skák kemst hvítur ekki
hjá liðstapi.
32. axb3 Rxb3 33. Hc6 Rxd2+ 34. Hxd2
Kf8 35. Hxa6 Ha7 36. Hc6 Kg7 37. Bfl
Hal + !
Einfaldast.
38. Kxal Da7+ 39. Kbl Dxe3 40. Kc2
b4!
Og Spasskíj lagði niður vopn.
„Spasskíj eyðÚagöi bestu skák Fisc-
hers í einvíginu með því að leika
svona af sér,“ sagði einn fastagesta í
Faxafeni í gær.