Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1992, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1992, Blaðsíða 30
42 MÁNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1992. Afmæli Jón Guðbjöm Guðjónsson Jón Guðbjöm Guðjónsson bif- reiðastjóri, Austurströnd 10, Sel- (jamamesi, er fertugur í dag. Starfsferill Jón Bjöm er fæddur í Litlu-Ávík í Ámeshreppi í Strandasýslu og þar sleit hann bamsskónum. Hann gekk í Finnbogastaðaskóla en 16 ára fór hann á vertíð til Grindávík- ur að hausti en var heima á sumr- in. Árið 1969 flutti hann alveg til Grindavíkur. Starfaði við ýmislegt hjá Hraðfrystihúsi Þórkötlustaða og var á sjónum, starfaði hjá Baad- er flskvinnslufyrirtækinu og við vöruflutninga, en hætti þar sumar- ið 1975. Keyrði um tíma langferða- bifreið í Sigöldu og hjá SBK í Kefla- vík 1976. í febrúar 1977 fór Jón Bjöm að keyra hjá BSR og fékk eigið atvinnuleyfi í febrúar 1982 og hefur verið á BSR síðan. Árið 1991- 1992 vann hann sem flugvallar- vörður á Gjögurflugvelli og var umboðsmaður íslandsflugs í hálft ár. Jón Bjöm var í stjóm starfs- mannafélags BSR árið 1986 og formaður þess 1987-1988. Hann fór á námskeið hjá Baaderfyrirtækinu Jón Guóbjörn Guðjónsson. vegna fiskvinnsluvéla á vegum Hraðfrystihúss Þórkötlustaða 1970. Sótti námskeið í bókfærslu hjá Stjómunarfélagi íslands 1982 og námskeið á vegum Flugmála- stjómar fyrir flugvallarverði AFÍS íseptemberl991. Fjölskylda Jón Bjöm hóf sambúð í septemb- er 1976 með Magneu Guðleifu Guð- jónsdóttur, f. 6.5.1929, matráðs- konu og húsmóður. Foreldrar hennar vom Guðjón Guðlaugsson og Guðbjörg Pálsdóttir. Jón Björn og Magnea eiga engin böm saman en hún á fjögur upp- kominböm. Hálfsystkini Jóns Bjöms, sam- mæöra: Halla Sveinbjömsdóttir, f. 10.10.1932, d. 22.7.1988, húsmóðir í Garðabæ, og átti hún fimm böm; Ágústa Sveinbjömsdóttir, f. 12.9. 1934, gjaldkeri og húsmóðir í Norð- urfirði, og á hún sex böm; Sigur- steinn Sveinbjömsson, f. 28.9.1938, b. í Litlu-Ávík; Lýður Sveinbjöms- son, £1.5.1940, stýrimaður í Reykja- vík, og á hann þrjú böm; Sigríður Anna Sveinbjömsdóttir, f. 18.2.1943, verkakona og húsmóðir í Keflavík; eignaðist fj ögur böm og tvö eru á lífi; Sveinbjöm Sveinbjömsson, f. 15.10. 1944, b. í Norðurfirði, á tvö böm. Foreldrar Jóns Bjöms: Guðjón Jónsson, f. 22.4.1906, d. 5.9.1978, bóndi og smiður, og Þórdís Jóna Guðjónsdóttir, f. 20.11.1913, hús- móðiríLitlu-Ávík. Þórdís var áður gift Sveinbimi Guðbrandssyni, f. 15.5.1886, d. 13.4. 1944. Til hamingju með afmælið 85 ára______________________ 50 ára_________________________ Guðtmmdma Kristjánsdóttir, ÁrniÁsgrímurPálsson, Hrafnistu við Kleppsveg, Reykja- Köldukinn 18, Hafharfirði. vik. Guðmundur Agnar Axelsson, Yrsufelti 20, ReyKjavik. 80 ára Guðjón Ingðlfsson, Hjallabraut 33, Hafnarfirði. ÓskarHelgason, Hólabraut 12, Höfn í Homafirði. Gísii Bjarnason, Strandgötu 24, Neskaupstað. 70 ára Sveinn Guðbjarnason, Sandabraut 8, Akranesi. Ingibjörg Benediktsdóttir, Kópnesbraut 6, Hólmavík. Björg Jónsdóttir, Meðalfelli, Nesjahreppi. 60ára EinarH. Guðmundsson, Flúðaseli 2, Reykjavík. 40ára Auður Höskuldsdóttir, Holtagötu 3, Kaldrananeshreppi. Þórdís Sigríður Mósesdóttir, Álfaskeiði 80, Hafnarfiröi. Sigurður Guðni Sigurðsson, Jörundarholti 168, Akranesi. Ásthildur B. Snorradóttir, Blesugróf 18, Reykjavík. Ósk Magnúsdóttir, Skriðustekk 23, Reykjavík. Pólína Pálsdóttir, Laugavöllum 15, Egilsstöðum. Rúnar Hafberg Jóhannsson, Höfðahlíö 15, Akureyri. Sigurður Öm Magnússon, Bakkaseli 5, Reykjavik. JÞráinn örn Friðþjófsson, Hamraborg26, Kópavogi. Gunnlaugur Sverrisson, Arnarsíðu 8 B, Akureyri. Jóhann Geir Frímannsson, Heiðargerði 1B, Reykjavík. Ólafur Pálmi Baldursson, Fit II, Vestur-Eyjaljalialireppi. Sviðsljós Popp Stykkishólmur: Stúdentahljóm- sveit frá Freiburg með tónleika Kristján Sigurösson, DV, Stylddshólmi: Fimmtudaginn 3. september hélt stúdentahljómsveit frá Freiburg, Freiburger Kammerensemble, tón- leika í Stykkishólmskirkju þar sem leikin voru verk eför Mozart, Beet- hoven og Haydn. Stúdentahljómsveitin er skipuð nemendum úr háskólanum í Frei- burg í Þýskalandi og stjómandi hennar er íslendingurinn Gunn- steinn Ólafsson. Hann hefur nú stjómað hijómsveitinni í 3 ár og á þeim tíma hefur hljómsveitin breyst úr lítilli kammersveit í 40 manna sinfóníuhljómsveit. Gunnsteinn lauk prófi í hljómsveit- arstjóm frá tónlistarháskólanum í Freiburg í vor og er nú aðstoðar- maður Robins Stapletons hljóm- sveitarstjóra 1 íslensku óperunni. SéiihrOiit^ai* í l»loina'Ui r> tiimiiin >iö öll ta-lviliiTÍ mblómaverkstæði 1 innaII Skólavörðustíg 12, a horni lli-rgslaðastra‘tis, sími 1 !)(>!((! Einleikari með hijómsveitinni var Tónleikamirvomágætlegasóttir einnig islenskur, Ólafur Elíasson og vora áhorfendur mjög hrifnir píanóleikari. af frammistöðu hlj ómsveitarinnar. Stjómandi stúdentahljómsveitarinnar frá Freiburg er Gunnsteinn Ólafs- son. DV-mynd Kristján Prefab Sprout. Fyrsta tlokks vönduð popptónlist. Prefab Sprout - A Life of Surprises: Töfrar tíu ára Skoska rokksveitin Prefab Sprout á langan og glæstan feril að baki þó svo hún hafi aldrei náð því aö verða í hópi þeirra allra vinsælustu. Hún hefur enda ekki róiö svo mjög á þau mið heldur haldið sínu striki og leik- ið ótrauð sitt vandaða, fágaða popp sem hún lagði upp með fyrir einum tíu árum. Og nú er tími til kominn að líta aðeins um öxl og rifja upp farinn veg en trauðla hefur það verið létt verk fyrir Paddy McAloon og félaga að velja efni á þessa safnplötu því af miklu úrvalsefni er aö taka. En útkoman er góð hvemig sem á þaö er litið og þótt undirritaður sakni ýmissa laga er hvergi veikur punktur á þessari safnplötu sem reyndar inniheldur tvö ný lög eins og er svo mjög í tísku nú um stundir. Bæði em þessi lög í ekta Prefab Sprout anda og falla þannig lagað fullkomlega að efni plötmmar en em ekki kannski alveg í sama gæðaflokki og hin lögin á plötunni. Ef stiidað skal á stóra um innihald þessarar plötu má nefna lög eins og The King of Rock’N’Roll, Faron Young, Cars And Girls, We Let the Hljómplötur Sigurður Þór Salvarsson Stars Go, Appetite og Hey Manhattan og er þá fátt eitt upptalið því alls era 16 lög á plötunni. Og fyrir þá sem ekki þekkja Prefab Sprout en vfjja kynnast fyrsta flokks vandaðri popptónlist fást ekki miklu betri gripir en Life of Surprises um þessar mundir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.