Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1992, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.1992, Qupperneq 12
12 MÁNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1992. Spumingin Fylgist þú með einvígi Fischers og Spasskíjs? Steinar Jakobsson verkfræðingur: Jú, svona aðeins. Gunnar Þór Þórarinsson, nemi í MH: Já, ég geri það og held að Fischer vinni. Ólafur Ómarsson sjómaður: Nei, ég hef engan áhuga á því einvígi. Ágústa Ágústsdóttir húsmóðir: Bara það sem birst hefur í sjónvarpinu. Sigurður Freyr Hreinsson beitninga- maður: Nei, það geri ég ekki. Birgir Karlsson landformaður: Já, ég fylgdist með fyrstu skákunum. Lesendur Starfsmannahaldhinsopinbera: • „Sérstök verkef ni“ aldraðra Rfkir siðleysi í starfsmannahaldi hins opinbera? Helga skrifar: Fyrir stuttu las ég í blaði að aðstoð- armaður eins ráðherra okkar væri að hætta og hverfa til fyrri starfa. Jafnframt var sagt að hann yrði áfram hjá ráðuneytinu í „sérstökum verkefnum". - Þetta varð tilefni þess að ég sendi þessar línur. Ég er sann- færö um að ég er ekki ein um að finna til gremju vegna þess yfirgengilega tviskinnungs sem viðgengst í starfs- mannahaldi hins opinbera. Þeir háu herrar þykjast vera að spara og skera niður með því að segja upp fólki sem tilheyrir þeim lægra launuðu en það er alltaf sama sagan með hátt launaða embættismenn, sem einu sinni eru komnir á „ríkis- jötuna", þótt þeir hætti störfum hjá hinu opinbera að nafhinu til - og þaö á jafnt við um aðstoðarmenn ráð- herra og embættismenn ráðuneyta sem hætta vegna aldurs - þeir halda allir áfram í „sérstökum verkefnum". Almenningi og þeim láglaunuðu hjá hinu opinbera er gert að hætta störfum við svokallaðan eftirlauna- aldur. Þeim er ekki gefið tækifæri á „sérstökum verkefnum". Þegar ráð- herrar hætta eru ráðnir nýir aðstoð- armenn og er illskilj anlegt hvers vegna þeir taka þá ekki við þessum „sérstöku verkefnum". Talað er um að lækka þurfi kostnaö ráðuneyt- anna og draga saman í starfsmanna- haldi. En hver er sparnaöurinn þegar þessum mönnum - sem ýmist eru komnir í önnur hátt launuö störf eða á dágóð embættismannaeftirlaun - eru bara falin „sérstök verkefni" svo að þeir geti haldið áfram að vera í ríkislaunuðum störfum? - Þetta kalla ég tvískinnungshátt, raunar algjört siðleysi eins og á stendur hér í dag. í þjóðfélaginu viðgengst annað óréttlæti sem ergir marga. Það er hvernig nefndarstörfum og embætt- um er sífellt hlaöið á sama fólkið þannig að ljóst má vera að það getur engu þeirra sinnt sem skyldi. Græðg- in er svo mikil við að skara eld að sinni köku, flokkssystkina eða kunn- ingja að enda þótt nóg sé af hæfu fólki til starfanna og atvinnuleysi hjá mörgum sem bæði eru menntaðri og reyndari en gæöingamir þá eru það bara eiginhagsmunir og klíkuskapur sem gilda. Nægir að benda á ýmsa fyrrverandi og núverandi embættis- menn ráðuneyta, svo og alþingis- menn, sem gína yfir svo mörgum störfum og „sérstökum verkefnum" að þeir gera engu vel skil en hljóta laun fyrir á öllum vígstöðvum. Þetta siðleysi verður að stöðva. Skattborgurum, sem margir herða nú sultarólina, svíður að horfa upp á að sparaðir séu aurar til láglauna- fólks á meðan krónum er dreift í „sérstök verkefni" hálaunamanna. Kosningaréttur íslendinga erlendis Kristin Halldórsdóttir skrifar: „íslendingar réttlausir" er fyrir- sögn á bréfi í DV 7. sept. sl. - K.S. skrifar og hefur það fyrir satt „að íslendingar, sem búsettir eru t.d. í Svíþjóð, missi kosningarétt stuttu eftir komu þangað". Þetta er ekki rétt, en var það vissu- lega, þar tíl fyrir 3 árum. - í maí 1989 samþykkti Álþingi frumvarp okkar kvennalistakvenna um breytingar á kosningalögunum sem fólu það í sér aö íslendingar búsettir erlendis halda kosningaréttinum hér á landi svo lengi sem þeir eru íslenskir ríkis- borgarar. Þeir þurfa hins vegar að sækja um það aö vera teknir á kjör- skrá, fyrst átta árum eftir að þeir áttu síðast lögheimili á íslandi, og síðan á fjögurra ára fresti upp frá þvi. - Þetta er nauösynlegt til þess að tryggja að kjörskráin verði sem áreiðanlegust. Rétturinn til að kjósa fulltrúa á Alþingi og í sveitarstjómum heyrir til almennum mannréttindum. Þann rétt ber að tryggja öllum þjóðfélags- þegnum með sem allra minnstum takmörkumun. Leitt er að vita til þess að íslendingar erlendis þekki ekki þennan rétt sinn. Það bendir til að stjómvöld hafi ekki kynnt þessa lagabreytingu svo vel sem þeim ber þó að gera. Hótel Borg í höfn G.R.A. skrifar: Það verður mörgum Reykvíking- um léttir að heyra að borgarráð hef- ur nú samþykkt sölu Hótel Borgar til aðila sem verður að telja þess umkominn að halda uppi merki þessa fyrsta alvöru hótels hér í borg- inni. Hefði nú veriö farið eftir bókun minnihluta flokkanna, sem átaldi það að hótelið hefði ekki verið aug- lýst til sölu, hefði enn skapast ágrein- ingur um hvaö skyldi gert við eign- ina. - Engum heilvita manni datt í hug að verða við beiðni þingmanna, sem vildu fá húsið keypt fyrir starf- semi Alþingis. - Þaö hefði orðið mik- ið óheillaverk og ævarandi vanvirða við hótelið. Nýi eigandinn, Tómas Á. Tómas- son veitingamaður, hefur sýnt og sannað í rekstri sínum að honum er treystandi til að halda vel á málum þama sem annars staðar. Hann hef- Hótel Borg. — „Þar þarf engu við að bæta en endurnýjun og umbætur ýmsar eru nauösynlegar.“ Hringið í síma 632700 milli kl. 14 og 16 -eðaskrifiö ATH.: Nafnog síraanr. verður að fylgja bréfum ur líka sagt að hann ætli að reyna að gera Hótel Borg að virðulegu og eftirsóttu hóteli í miðborginni og bjóða þar veitingar í samræmi við slíkan stað. - Þaö er ekki vansalaust að í miðborg Reykjavíkur skuli ekki vera hótel sem stenst kröfur tímans hvað innra og ytra útlit snertir. En það ætti senn aö vera liðin tíð. Hótel- byggingin sjálf utanhúss stenst slík- ar kröfur þegar hún hefur fengið lít- ilsháttar andlitslyftingu. Hótel Borg var lengi vel eina hótel- ið sem var hannaö og byggt sem hót- el með öllu tilheyrandi, þ.m.t. þvotta- húsi, vínkjallara og öðrum deildum sem nauðsynlegar eru fyrir hótel og veitingar. Þar þarf engu við aö bæta en endumýjun og umbætur ýmsar em nauðsynlegar. - Það er gott að vita að Hótel Borg og áframhaldandi - tilvist þess er loks í höfn. Okriðítasku- bransanum Sigrún Guðmundsdóttir skrifar: Það ofbýður mörgum hve tísku- fatnaður og aðrir fylgihlutir era dýrir hér á landi. Þetta á við um allan tískufatnað kvenna og reyndar karla líka. Ég held þó að : veski og skór komist næst þvi að vera á okurverði. Hér er lítið dæmi. - Ég keypti fallega hliðar- tösku úr leðri úti í Bandaríkjun- um. Taskan var í þekktu merki, sem er líka fanalegt hér heima. - Taksan kostaöi rétt innan við 5 þús. kr. eða um 95 dollara. Svipuð taska hér heima og meö sama merki er verðlögð á um 40 þúsund krónur! - Þetta er bara dæmi um álagninguna og okrið. Kjaradómur- kjaranefnd S.G. hringdi: Ég heyrðí 1 útvarpsfréttum aö nú veltu menn því fyrir sér hvort Kjai-adómur eða kjaranefnd skyldi ákveöa laun biskups td. - Já, þaö er ekki öll vitleysan eins. Að svona skuli yfirleitt vera til umræðu, hvort Kjaradómur eða kjaranefnd skuM eiga að ákveða laun einhverra manna í kerfinu er svo yfirgengileg endaleysa að fólki blöskrar. Auðritað þarf ekki bæði Kjara- dóm og kjaranefnd og raunar hvorugt apparatið. Best væri að leggja hvort tveggja niöur. - Svona umræða sýnir fólki þó vel hvemig ástandið er í rikisreksf r- inum. Hvemig er svo það sem meira máli skiptir? fámatarboð Óskar Sigurðsson hringdi: Mér finnst þaö óviöeigandi að senda ríkisfjölmiölum boð um að koma að snæða kvöldverð í boði eins og það sem haldiö var til heiðurs norsku konungshjónun- um. I gestalistanum raátti lesa nöfn ýmissa fyrirmenna stofnana og samtaka sem við sögu þessara þjóða koma, þ.á m. Ríkisútvarps. Látum þaö gott heita. - En aö bjóða einníg fréttastjórum og al- mennum fréttamönnum frá Rík- isútvarpi og Síjónvarpi finnstmér fráleitt. Þetta era menn sem fjalla m.a. um þessi opinberu boð og slíkt verður aldrei hlutlaust eftir að boð hefur verið þegið í tengsl- um viö þaö. - Allir sem þiggja boð eru skuldbundnir á einhvem hátt. Annaðhvort væri! Verðstríðeða verðlækkun? Guöjón Magnússon hringdi: Fréttir af verðlækkun á nauta- ogkjúkhngakjöti erfagnaðarefni. En kaupmenn virðast ekki líta á þetta sem varanlega verðlækkun heldur bara verðstríö og einungis tímabundiö. - En það eru ekkiöll stríð af hinu vonda og vonandi er hægt aö halda svona stríöi úti sem allra lengst. Það er aö sjálf- sögöu neytendanna að ákveða hve lengi það stendur því þeir geta bara hætt að kaupa vörana þegar hún hækkar á ný. Skúli Magnússon skrifar: Hvaöa raenn vilja standaábyrg- ir fyrir því að við tengjumst ekki EES-viöskiptasvæöinu? Ætli þeir hafi nokkuö annaö betra að bjóöa? Hvemig ætla þeir að auka framleiðsluverðmæíi sjávaraf- uröa við núverandi aðstaaður? Ætli margir vildu ekki sjá raeiri fulivinnslu, t.d. á sjávarréttura hér. En hún á sér enga framtíð án EES-samningsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.