Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1992, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1992, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1992. Fréttir Óskar Hallgrímsson í félagsmálaráðuneytinu um atvinnuleysi á Suðumesjum: Atvinnuleysið það mesta síðan í kreppunni miklu - atvinnuleysi hefur ekki verið meira frá því mælingar hófust Atvinnuleysi á Suðurnesjum og á landinu öllu - í prósentum - Ágúst 1991 Ágúst 1992 1,8 . „ 0,8 — 1'1 Landiö Suðurnes Karlará Kariará Konurá Konur á allt landinu Suðurnesjum landinu Suðurnesjum Hér má sjá hversu atvinnuleysi á Suðurnesjum er mun meira en annars staðar á landinu. Eins er forvitnilegt að sjá hve atvinnuleysi hefur aukist mikið frá í ágúst 1991 til sama tíma á þessu ári. Aukning er mikil á Suðurnesjum, sem og landinu öllu. Atvinnuleysi er meira á Suðurnesj- um en annars staðar á landinu. Ósk- ar Hallgrímsson, deildarstjóri vinnu- málaskrifstofu félagsmálaráðuneyt- isins, segir atvinnuleysi á landinu meira nú en áður og atvinnuleysið hefur ekki verið meira á Suðurnesj- inn en nú í áratugi. „Það eru ekki til svo háar tölur um atvinnuleysi í eins langan tíma frá því í janúar á árinu 1969 en þá var þaö ekki eins langvinnt og nú. Við höfum ekki haft eins mikið atvinnu- leysi og ekki í eins langan tíma á því tímabih sem við getum borið saman. Meðaltals atvinnuleysi á landinu er nú um þi-jú prósent sem er meira en dæmi eru um áður. Ég tala nú ekki um Suðumesin. Atvinnuleysið þar slær út öll eldri met og ég efast mn að það hafi verið eins mikið áður nema þá í kreppunni miklu á fjórða áratugnum og ef svo er þá er það aðeins elstu mönnum í minni. Ég held að svona háar tölur og svona langvarandi atvinnuleysi sé áður óþekkt. Atvinnuleysistímabilin eru lflca alltaf að lengjast," sagði Óskar Hallgrímsson. Meðaltalssamanburður á atvinnu- leysi er í raun ekki marktækur nema frá árinu 1975 en eigi að síður eru til samfelldar skráningartölur frá 1969. Atvinnuleysi á Suðumesjum er, eins og áður sagði, meira þar en ann- ars staðar á landinu og það hefur aukist mikið frá síðasta ári. Það hef- ur samt ekki orðið meira en í febrúar á þessu ári, en þá var það 11,8 pró- sent hjá konum og meðaltals at- vinnuleysi á Suðurnesjum í febrúar var 7 prósent. „Það sem er sláandi er hvað at- vinnuleysi meðal kvenna er mikið. í öðru lagi er ljóst að þetta er viðvar- andi, þetta er langtíma atvinnuleysi. Félagsmálaráðuneytið hefur ekki miklar bjargir í þessum málum,“ sagði Bragi Guðbrandsson, aðstoðar- maöur Jóhönnu Sigurðardóttur fé- lagsmálaráðherra. Bragi sagði ráðuneytið hafa veitt fé úr sjóði til styrktar atvinnumálum kvenna á landsbyggðinni til Suður- nesja. Á síðasta ári vom veittar tvær milljónir króna úr sjóðnum og á þessu ári verða veittar tvær og hálf milljón króna til styrktar atvinnu- málum kvenna á Suðumesjum. - Það eitt og sér dugir varla til? „Nei, þetta er bara til að glíma við atvinnumál kvenna sérstaklega og síðan hefur verið veitt fé til starfs- menntimar. Að öðru leyti hefur ráðuneytið ekki önnur úrræði. Vinnumálaskrifstofan hefur meðal annars það hlutverk að fialla um þetta og það hefur verið gert. Bein íhlutun er ekki á valdi félagsmála- ráðuneytisins. Við getum veitt stuðn- ing við atvinnumál kvenna og starfs- menntun og við getum vakið athygli aðila á hinu alvarlega ástandi og það höfum við gert,“ sagði Bragi Guð- brandsson. -sme Edgar Konráö, 17 ára Islendingur, hitti sjálfan fyrirmyndarfööurinn Bill Cosby og kom fram f nýjum spurningaþætti sem hann stjórnar og heitir „You bet your life“. DV-mynd BG 17 ára íslendingur: Tók þátt í spurninga- þætti hjá Bill Cosby „Þetta var æðisleg upplifun og það var reglulega gaman að komast í tæri við hæst launaða brandarakarl í heimi," segir Edgar Konráð Gap- unay, 17 ára íslenskur strákur sem fyrir nokkm lenti í þvi ævintýri að komast í spumingaþátt hjá sjálfum fyrirmyndarfoðurnum Bill Cosby. Edgar, sem er íslendingur í aöra ættina en Filippseyingur í hina, var á ferð í Bandarikjunum að heim- sækja föður sinn þegar hann ákvaö í hálfgerðu gríni að taka þátt í inn- tökuprófi fyrir nýjan spumingaþátt, „You bet your life“, sem Bill Cosby stjómar. Edgar var kominn aftur heim til íslands þegar stjómendur þáttanna hringdu og buðu honum að koma til Bandaríkjanna og vera með í þættinum. „Þeir borguðu allt; miöana, hótehö og allt uppihald í þessa þijá daga sem þetta tók. Við, sem vorum í þættin- um, fengum ekkert að tala við Cosby fyrir eða eftir þáttinn en við áttum öh að segja frá einhveiju sniðugu í þættinum sjálfum sem hann spurði okkur svo út úr. Ég sagði frá því að ég væri íslendingur og talaði um það og hann spurði til dæmis af hveiju alhr íslendingar hétu son eða dótt- ir,“ segir Edgar. Þátttakendumir gátu valið um við- fangsefni spuminganna og Edgar, sem er íslandsmeistari í samkvæm- isdönsum, valdi efnið dansar og dansarar. „Hver þátttakandi fékk 700 dollara til umráða í upphafi þáttarins og svo lagði maður pening undir viö hveija spumingu. Ég gat svarað einni spumingu af þremur og vann mér inn 163 dohara," segir Edgar. Þættimir era teknir upp fyrirfram og sá þáttur sem Edgar kom fram í verður fyrst sýndur í bandarísku sjónvarpiumáramótin. -ból Guðmundur Þ. Jónsson tilbúinn í forsetaslaginn hjá ASI: Hugsa mig alvarlega um ef til mín verður leitað - segir Petur Sigurðsson - Grétar Þorsteinsson vill lítið segja Ljóst er að verkalýðsleiðtogar bú- ast við þvi að Ásmundur Stefánsson lýsi yfir innan skamms að hann gefi ekki kost á sér áfram sem forseti Alþýðusambands íslands. Leitin að nýjum forseta er hafin af fullum krafti. Eins og DV skýrði frá í gær virðist þrjú nöfn bera hæst í þessu sambandi. Það era þeir Pétur Sig- urðsson, Bjöm Grétar Sveinsson og Grétar Þorsteinsson. Nafn Guð- mundar Þ. Jónssonar, formanns Iðju, var einnig nefnt nokkuð oft. „Ég neita því ekki að þetta hefur verið nefnt við mig. Ég hef nú tekið því meira sem gríni en alvöra. Hitt er svo annað mál að ef Ásmundur Stefánsson hættir sem forseti Al- þýðusambandsins, og til mín verður leitaö um að gefa kost á mér sem forseti sambandsins mun ég hugsa mig vel og alvarlega um,“ sagði Pétur Sigurðsson, forseti Alþýðusambands Vestíjarða, í samtah við DV. „Ég vU nú fyrst heyra Ásmund Stefánsson lýsa því yfir að hann æth að hætta áður en ég segi nokkuð opinberlega um það hvort ég gef kost á mér eða ekki. Hitt get ég sagt strax að ég er ekki í framboði,“ sagði Grét- ar Þorsteinsson, formaður Trésmiða- félags Reykjavíkur. „Ef Ásmundur Stefánsson hættir sem forseti Alþýðusambandsins skoða ég þann möguleika vel að gefa kost á mér tíl forsetaembættisins. Ég tel mig hafa allar forsendur tíl þess eftir áratuga starf í verkalýðshreyf- ingunni," sagði Guðmundur Þ. Jóns- son, formaður Iðju og Landssam- bands iðnverkafólks, í samtali við DV í gær. Bjöm Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambandsins sagði að það kæmi einfaldlega ekki tU greina að hann gæfi kost á sér í þetta emb- ætti. „Ég er nýbúinn að taka við for- mennsku í Verkamannasambandinu og held því starfi áfram,“ sagði Bjöm Grétar. Eflaust eiga fleiri nöfn eftir að bæt- ast í þennan hóp sem hugsanleg for- setaefni ASÍ ef Ásmundur Stefánsson hættir. AUt eins getur verið að þegar til kastanna kemur skerpist flokks- póhtískar hnur varðandi forseta- kjörið. Ef svo verður ekki yrði það í fyrsta sinn í sögu ASÍ sem flokkspóh- tíkin ræður þvi ekki hver verður for- seti sambandsins. -S.dór Verkamannasambandið styður starfsmenn álversins: Afleiðingar útflutnings- banns ófyrirsjáanlegar - segir Einar Guðmundsson, tæknilegur forstjóri ísals Sljóm Verkamannasambands ís- lands samþykkti ályktun um síðustu helgi um að hún lýsti yfir fullum stuðningi við starfsmenn álversins í Straumsvík í kjarabaráttu þeirra. Enn fremur hvetur stjórnin öh verkalýðsfélög til að styðja við bakið á starfsmönnum álversins ef til að- geröa kemur af þeirra hálfu. Einar Guðmundsson, tæknilegur framkvæmdastjóri álversins, sagði að ef til útflutningsbanns kæmi gætu allir séð í hendi sér hvaða áhrif það hefði. Hann sagði að aukavinnubann væri ekki eins alvarlegt. Einar var spurður hvort hætta væri á aö álverinu yrði lokað ef til aðgerða starfsmanna kæmi. Hann sagði að það væri ekki ætlun stjóm- enda verksmiðjunnar að loka henni. Þeim væri fahð að reka verksmiðj- una en ekki að loka henni. Hann sagðist hins vegar ekkert geta sagt um hvað eigendur verksmiðjunnar gerðu. Allir vissu um hina erfiðu stöðu á álmarkaðinum og þá óvissu sem þar ríkir. Einar benti á að í síð- ustu viku hefði einni álverksmiðju í Austurríki veriö lokað. Sú verk- smiðja hefði verið 1 eigu Alusuisse. Ákvarðanir um aðgerðir í álverinu hafa enn ekki verið teknar en Verka- mannafélagið Hlíf hefur heimild tíl að boða aðgeröir. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.