Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1992, Blaðsíða 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1992.
Fréttir
Útflutningur vetnis frá íslandi til Evrópu:
Islendingar eiga
raunhæfa möguleika
- segja fulltrúar Þýsku loft- og geimferðastofrLunarinnar
„íslendingar eiga raunhæfa
möguleika á að hasla sér völl á
sviði vetnisframleiðslu. Það er
ekki spuming hvort heldur
hvenær vetnið verður nýtt sem
orkugjafi í heiminum. Það er
ekki samkeppnishæft í verði við
bensín og olíu í dag en sú gæti
hins vegar orðið raunin innan
fárra ára. íslensk raforka gæti
á þann hátt orðið verðmæt út-
ílutningsvara," sögðu Khng og
Hoyer, fulltrúar Þýsku loft- og
geimferðastofnunarinnar í
samtali við DV í gær.
Hópur Þjóðverja er nú stadd-
ur á Islandi í tengslum við vetn-
issýningu sem haldin verður í
Háskólabíói dagana 30. sept-
ember til 6. október. Sýningin
er haldin að tilstuðlan Vetnisfé-
lagsins í Hamborg í tilefni af 40
ára stjórnmálasambandi ís-
lands og Þýskalands. Sýningin
er sett upp og hönnuð af Þýsku
loft- og geimferðastofnuninni
en styrkt af Hamborg, BMW,
Daimler Benz og Deutche Air-
bus, Háskóla íslands, Áburðar-
verksmiðju ríkisins og Mark-
aðsskrifstofu iðnaðarráðuneyt-
isins og Landsvirkjunar.
Á sýningunni má sjá hvemig
vetni er framleitt, flutt og not-
að. Meðal sýningargripa em
vélar, hreyflar og eldflauga-
hreyfdl sem ganga fyrir vetni.
Þess má geta í þessu sambandi
að knýja má bifreiðar með vetni
án þess að þurfi að gera miklar
breytingar á þeim. í dag er vetni
hins vegar um þrisvar sinnum
dýrari orkugjafi en bensín og
olía.
Fyrirsjáanleg þurrð á olíu,
kolum og jarðgasi ásamt vax-
andi mengun hefur kallað á
umfangsmiklar rannsóknir á
notkunarmöguleikum vetnis
víðs vegar um heiminn. Fram
til þessa hefur megnið af því
vetni, sem notað er, verið fram-
leitt með mengandi orkugjöfum
en með því að nýta rafmag^pða
sólarorku má kljúfa vatn í vetni
og súrefni án mengunar.
í Áburðarverksmiðjunni í
Gufunesi eru árlega framleidd
um 1600 tonn af fljótandi vetni
í tenglsiun við áburðarfram-
leiðsluna. Að sögn Runólfs
Þórðarsonar verksmiðjustjóra
kemur vel til áhta að verksmiðj-
an snúi sér í auknum mæh að
vetnisframleiðslu enda hefur
eftirspum eftir áburði minnk-
að. Til stendur að selja nokkurt
magn af vetni fil Þýskalands á
næstunni þar sem j)aö verður
notað í thraunarskyni th að
knýja strætisvagna í Hamborg
og Hahe.
Á undanfomum árum hafa
farið fram talsverðar rann-
sóknir á framleiðslu og notkun
vetnis á íslandi. Þær rannsókn-
ir benda th þess að ef Evrópu-
löndin ákveði að taka upp notk-
un vetnis í einhveijum mæh
geti íslendingar fylhlega keppt
við aðrar þjóðir sem vetnis-
framleiðendur. Framleiðslu-
kostnaðurinn yrði jafnvel lægri
en í öðrum löndum. Hvað varð-
ar vetnisvæðingu innanlands
þykir hins vegar auðveldast að
byija á fiskiskipaflotanum.
-kaa
Þjóðverjarnir Hoyer og Kling, frá Þýsku loft- og geimferðastofnuninni, virða
fyrir sér 300 hestafla BMW-mótor sem getur bæði brennt vetni og bensíni.
DV-mynd BG
„Ef máhð er skoðaö blákalt er
það auðvitað eitt af því sem kem-
ur th greina. Fyrirtækið hefur
tekið mjög myndarlega á þvi að
minnka rekstrarkostnað og þá
þarf að athuga á móti ýmsar leift-
ir, svo sem aö setja i þetta ein-
hverja peninga," segir Guðmund-
ur Einarsson, aðstoðarmaður
iönaðarráðherra, aðspurður um
það hvort th greina komi að setja
meira hlutafé í rekstur Járn-
blendiverksmiöjunnar á Grund-
artanga.
Guðmundur sagði að málmiðn-
aðurinn væri ótryggur þessi
misserin og það væri eitt af því
sem taka yrði raeð í reíkninginn
þegar ákvörðun verður tekin.
Hann sagði ekkert vera farið að
hugsa út í þaö hvað miklir fjár-
munir yröu settir i reksturinn
eða hvaðan þeir fengjust
Samkvæmt heimhdum DV hafa
forsvarsmenn jámblendiverk-
smiðjunnar farið fram á þaö viö
iðnaðarráðherra að hlutafé verði
aukið. Hins vegar hafa ákveðnar
tölur ekki veriö nefndar.
„Vandinn í þessu er sá sami og
ævinlega, að spá I spilin. Þaö er
alltaf svo með iðnað sem er svona
sveiflukenndur. Vandamáhð
núna er að niðursveiflan er orðin
óvenjulega Iöng.“
Að sögn Jóns Sigurðssonar,
framkvæmdastjóra járablendi-
verksmiöjunnar, er beðið eftir
frumkvæði frá ríkisvaldinu. Fuh-
trúar iönaöarráöuneytisms
munu hitta fuhtrúa frá norska
fyrirtækinu Elkem og Sumitomo
hinu japanska bráðlega en Guft-
mundur sagði ekkert ákveðið
með tímasetningu.
„Okkur er alveg Ijós sú mikla
ábyrgö sem ríkiö hefur á málinu,
þó ekki væri nema bara út af því
að það á svo stóran hlut í því.
Máhö verður ekki látið dragast
of lengi,“ segir Guðmundur.
-Ari
í dag mælir Dagfari
Kominn til að vera
Borgarfuhtrúar Sjálfstæðisflokks-
ins hafa veriö að hnýta í borgar-
stjórann, Markús Öm. DV hefur
sagt frá því að Markús stjómi ekki
eins og Davíð og Markús haflekki
náð tökum á borgarstjómarflokkn-
um. Gagnrýnin gengur meðal ann-
ars út á þaö að Markús haldi of
marga fundi, vegna þess að hann
geti ekki tekið ákvarðanir og viti
ekki hvar hánn hafi flokkinn, frek-
ar en flokkurinn viti hvar hann
hefur borgarstjórann. Er það með-
al annars nefnt að Markús Öm
hafi anað áfram með einhveija
dehuhugmynd um stofnun fyrir-
tækis á vegum borgarinnar, Afl-
vaka hf„ án þess að spyrja kóng eða
prest og hann hafi líka skrifað und-
ir einhveija vhjayflrlýsingu um
rannsókn á lagningu sæstrengs án
þess aö nokkrum borgarfuhtrúa
hafi verið gert viðvart fyrirfram.
Þessi undirróður stafar auðvitað
fyrst og fremst af því að borgarfuh-
trúar Sjálfstæðisflokksins em fúhr
yfir því að borgarstjórinn skyldi
ekki vahnn úr þeirra hópi, enda
ganga margir þar á bæ með borgar-
stjórann í maganum og geta ekki
unnt Markúsi Emi að hreppa
hnossið þegar það var í seilingar-
færi fyrir þá sjálfa. Mönnum er það
enn í fersku minni þegar Davíð
Oddsson þurfti að sækja Markús
Öm niður í Ríkisútvarp af því sam-
staða varð engin um eftfrmann
Davíðs í borgarstjómarflokknum
sjálfum.
Sjálfstæðismenn í borgarstjóm
em sem sagt famir að níða skóinn
niður af sínum eigin borgarstjóra
og undir venjulegum og öðrum
kringumstæðum mundi slík
óánægja og gagnrýni innan eigin
flokks nægja tíl að drepa borgar-
stjórann póhtískt því að aðrir
flokkar munu væntanlega grípa
þsssa gagnrýni á lofd og hampa
henni i kosningum. En aðrir flokk-
ar í borgarstjóm Reykjavíkur em
núh og nix og hafa ekkert um mál-
ið að segja frekar en borgarfuhtrú-
ar Sjálfstæðisflokksins eða kjós-
endur í Reykjavík.
Markús Öm lætur ekki svona róg
hafa áhrif á sig. Hann segist vera
kominn til að vera! Markús segir í
viðtah við DV:
„Ég legg áherslu á að eg er kom-
inn til að vera. Þessir aöilar, sem
tala á annan hátt, verða að horfast
í augu viö þá staðreynd. Ég mun,
meðan ég gegni þessu embætti,
sýna af mér frumkvæði og mynd-
ugleik sem jafnan hefur verið að-
alsmerki á embættisfærslu borgar-
stjóra Sjálfstæðisflokksins."
Þama hafa menn það svart á
hvítu. Markús er kominn til að
vera. Hann þarf ekki að spyija
borgarfuhtrúa Sjálfstæðisflokksins
um það hvort hann verði eða ekki.
Hann hefur ákveðiö það sjálfur.
Hann þarf heldur ekki að spyija
kjósendur í Reykjavík um viðvem
sína á borgarstjórastólnum. Hann
ákveður það sjálfur. Enda hefur
þaö verið svo, jafn lengi og elstu
menn muna, að það er sama hvem
Sjálfstæðisflokkurinn dubbar upp
sem borgarstjóra, allir komast þeir
í dýrlingatölu og sitja þangað til
þeim þóknast að hætta til að setjast
í ríkissljóm.
Það er ekki nema von aö Markús
Öm haldi að þetta ghdi um sig sjálf-
an. Hann segist hafa frumkvæði og
myndugleik til að gegna starfinu
og hann er borgarstjóri og veröur
borgarstjóri eins lengi og honum
endist aldur og heilsa. Dagfara
finnst sérstaklega mikiö tíl þess
koma hvað Markús Öm er mynd-
ugur og hvað hann er staðráðinn í
að sýna myndugleik, enda er það
bráðnauðsynlegt aö vera myndug-
ur í starfi borgarstjóra og raunar
það eitt nóg. Embættismennimir
og hinir borgarfuhtrúamir geta séð
um annaö meðan myndugleikinn
er aðalsmerki borgarstjórans.
Menn fella ekki svo glatt þann
borgarstjóra sem ber myndugleik-
ann utan á sér og veit af því sjálfur
að hann þarf á myndugleikanum
aö halda. Myndugleikinn er máhð.
Já, Markús er kominn th að vera,
hvað sem tautar og raular og hvað
sem aðrir borgarfuUtrúar Sjálf-
stæðisflokksins hafa um það að
segja. Og jafnvel þótt svo ólíklega
fari að reykvískir kjósendur greiði
atkvæði með öðrum flokkum og
framboðum og taki undir með
borgarfthltrúum Sjálfstæðisflokks-
ins að borgarstjórinn sé ómöguleg-
ur þá mun hann samt sitja. Hann
er kominn th að vera eins og sól-
konungamir aða annaö konung-
borið fólk sem situr að völdum fyr-
ir guðs náð.
Dagfari