Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.1992, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPTEMBER 1992.
23
pv_______Smáauglýsingar - Sími 632700 Þverholti 11
Diskótekið O-Dollý! S.46666.Veistu að
hjá okkur færð þú eitt fjölbreytileg.
asta plötusafn sem að ferðadiskótek
býður upp á í dag, fyrir alla aldurs-
hópa. Láttu okkur benda þér á góða
sali. Hlustaðu á kynningasímsv. í s.
64-15-14 áður en þú pantar gott ferða-
diskótek. Uppl. og pantanir í s. 46666.
■ Bókhald
Alhliða skrifstofuþjónusta, fyrir allar
stærðir og gerðir fyrirtækja. VSK-
uppgjör, launakeyrslur, uppgjör stað-
greiðslu og lífeyrissjóða, skattkærur
og skattframtöl. Tölvuvinna. Per-
sónuleg, vönduð og örugg vinna. Ráð-
gjöf og bókhald. Rósemi hf., s. 679550.
■ Þjónusta
Húseigendur - húsfélög. Sköfum upp
útihurðir og annan útivið. Gamla
hurðin verður sem ný. Föst verðtilboð
og verklýsing, vönduð vinna vanir
menn. Sími 91-666474 e. kl. 20.
Verktak hf., s. 68-21-21.
Steypuviðgerðir. - Múrverk. Alhl.
smíðavinna. - Háþrýstiþvottur. -
Móðuhreinsun glerja. Fyrirtæki fag-
manna m/þaulvana múrara og smiði.
Körfubilaleiga. Ný, betri og ódýrari
körfubílaleiga. Leigjum út góða
körfubíla á sanngjömu verði. Uppl. í
síma 985-33573 eða 91-654030.
Málning er okkar fag. Leitið til okkar
og við gerum tilboð í stór og smá verk.
Málarameistaramir Einar og Þórir,
símar 21024, 42523 og 985-35095.
Trésmiði. Uppsetningar breytingar.
Skápar, milliveggir, sólbekkir, hurðir.
Gerum upp ganílar íbúðir. Glugga- og
glerísetn. S. 91-18241 og 985-37841.
Rísalagnir. Tek að mér flísalagnir.
Tilboð eða tímavinna. Uppl. í síma
91-39483 e. kl. 18.________________
Húsamálun og múrviðgerðir. Málara-
meistari getin- bætt við sig verkefnum.
Uppl. í síma 91-12039 e.kl. 17.
■ Líkamsrækt
Konur - heilsurækt. Vetrardagskráin
hefst 1. okt. Dagtímar, kvöldtímar,
laugardagstímar. Góð músíkleikfimi.
Fitubrennslutímar. Heilsuræktin
Heba, Auðbrekku 14, Kóp., s. 642209.
Konur - bjóðum upp á Trim Form með-
ferð. Vinnum gegn vöðvabólgu og fitu.
Byggjum upp vöðva. Tímapantanir í
síma 91-642209. Heilsuræktin Heba.
■ Ökukennsla
Ökukennarafélag íslands auglýsir:
Jóhann G. Guðjónsson, Galant
GLSi ’91, s. 17384, bílas. 985-27801.
Þór Pálmi Albertsson, Honda Prelude
’90, s. 43719, bílas. 985-33505.
Jón Haukur Edwald, Mazda 323f
GLXi ’92, s. 31710, bílas. 985-34606.
Guðbrandur Bogason, Toyota
Carina E ’92. Bifhjólakennsla.
S. 76722, bflas. 985-21422.
Gunnar Sigurðsson, Lancer GLX
'91, sími 77686.
Ólafur Einarsson, Mazda 626
’91, sími 17284.
Valur Haraldsson, Monza ’91, s. 28852.
•Ath. Páll Andrésson. Sími 79506.
Nissan Primera GLX ’92. Kenni alla
daga, engin bið. Ökuskóli og prófgögn
ef óskað er. Hjálpa við þjálfun og end-
um. Nýnemar geta byrjað strax.
Visa/Euro. Sími 91-79506 og bílasími
985-31560. Reyki ekki.
Gylfi K. Sigurðsson. Nissan Primera.
Kenni allan daginn. Engin bið.
Ökuskóli. Öll prófgögn. Einnig ensk
og dönsk kennslugögn. Visa/Euro. Hs.
689898, vs. 985-20002, boðs. 984-55565.
Ath. Magnús Helgason, ökukennsla,
bifhjólapróf, kenni á nýjan BMW ’92
316i. Ökuskóli og öll prófgögn ef óskað
er. Visa/Euro. Bílas. 985-20006,687666.
Hallfríður Stefánsdóttir. Ökukennsla -
æfingatímar. Förum ekki illa undirbú-
in í umferðina. Get bætt við nemend-
um. Visa/Euro. S. 91-681349/985-20366.
Sverrir Bjömsson. Kenni á Galant 2000
GLSi ’92 hlaðbak, hjálpa til við end-
umýjunarpróf, útvega öll prófgögn.
Engin bið. S. 91-72940 og 985-24449.
Ökuskóli Halldórs Jónssonar. Bifreiða-
og biflijólakennsla. Kennslutilhögun
sem býður upp á ódýrara og betra
ökunám. Sími 91-77160 og 985-21980.
■ Innröminun
• Rammamiðstöðin, Sigtúni 10, Rvk.
Sýrufirí karton, margir litir, álhstar,
tréhstar, tugir gerða. Smellu- og ál-
rammar, margar st. Plaköt. Málverk
eftir Atla Má. Islensk grafík. Opið frá
9-18 og laug. frá 10-14. S. 91-25054.
■ Garðyrkja____________________
Túnþökur - túnþökur.
Höfum til sölu mjög góðar túnþökur
með túnvingli og vallarsveifgrasi af
sérvöldum túnum.
Verðið gerist ekki betra.
Gerið samanburð.
Símar 91-615775 og 985-38424.
Holtaverk hf.
Afbragðs túnþökur i netum,
hífðar af með krana. 100% nýting.
Hífum yfir hæstu tré og veggi.
Uppl í símum 98-22668 og 985-24430.
Mold, mold, mjög góð, heimkeyrð, til
sölu. Annast einnig alla jarðvinnu,
útvega fyllingarefni. Símar 91-668181
og 985-34690. Jón.
• Mold. Mín viðurkennda gróðurmold
til sölu, heimkeyrð, tek einnig að mér
alla jarðvinnu, útvega fyllingarefni.
Úlfar/Sveinbjörg í s. 51468/985-30394.
Clrvals gróðurmold og húsdýraáburður,
heimkeyrt. Höfum einníg gröfur og
vörubíla í jarðvegsskipti og jarðvegs-
bor. Símar 91-44752 og 985-21663.
Túnþökur til sölu, fljót og góð þjón-
usta. Visa/Euro. Upplýsingar í síma
98-34300 eða 985-28661.
Túnþökur til sölu. Greiðslukjör Visa
og Euro raðgreiðslur. Bjöm R. Einars-
son. Símar 91-20856 og 91-666086.
■ TQ bygginga
Til sölu álklæðning, ca 90 m2, ljós á
litinn. Tilboð óskast. Uppl. í síma 91-
650672 eftir kl. 17.
■ Húsavidgerðir
Breytingar, milliveggjauppsetningar,
gólfalagnir og hljóðeinangrandi gólf,
hljóðeinangrunarveggir, bmnaþétt-
ingar. Sími 91-652818, kvs. 74743.
Gerum upp hús að utan sem innan.
Járnklæðningar, þakviðg., sprungu-
viðg., gler, gluggar, steyptar þakrenn-
ur. Vanir - vandvirkir menn. S. 24504.
■ Vélar - verkfeeri
Vegna brottftutnings tii sölu verkfæri
fyrir bílaverkstæði. 2 stólpa bílalyfta,
gastæki, mótorgálgi og margt, margt
fleira. Uppl. í s. 91-44884 og 91-45475.
■ Parket
Sérpöntum gegnheiit parket frá italiu.
18 viðarteg. Verð frá kr. 1.917 m2.
Sendum ráðgjafa heim þér að kostað-
arl. Desform, Brautarholti 3, s. 624775.
■ Tilkynrungar
ATH.I Auglýsingadeild DV hefur tekið
í notkun bréfasíma 63 27 27 sem er
bein lína til auglýsingadeildar.
Nýr bréfasími annarra deilda DV er
63 29 99. Auglýsingadeild DV.
■ Verslun
20% afsláttur á Hafa baðinnréttingum.
Poulsen, Suðurlandsbraut 10,
sími 91-686499.
smáskór
Loðfóðruð barnastigvét, græn eða
bleik, stærðir 22-35, verð 1.490.
Bamaskóverslunin Smáskór,
Skólavörðustíg 6b, sími 622812.
Dráttarbeisli, kerrur. Ódým, ensku
dráttarbeislin á flestar gerðir bíla.
Samþykkt af Bifreiðaskoðun Islands.
Ásetning á staðnum. Póstsendum.
Opið alla laugardaga. Víkurvagnar,
Laufbrekku 24, s. 43911 og 45270.
Hitaveitur, vatnsveitur. Þýskir rennslis-
mælar fyrir heitt og kalt vatn. Boltis
s/f, s. 91-671130,91-667418 og 985-36270.
■ Bílar tíl sölu
Volvo Lapplander, árg. 1980 (1982), á
sérstöku verði, 300 þ. stgr. Nýl. klæðn.,
white spoke felgur + nýleg, 33" dekk,
drifl. framan/aftan, driflokúr o.fl., ek.
aðeins 79 þ. Bíll í topplagi og til í
hvað sem er. S. 78038/985-25427.
Willys Shadow CJ7 '85, m/blæju,
nýinnfl., skoðaður, óbreyttur og mjög
góður bíll. Gott staðgreiðsluverð eða
3-5 ára skuldabréf, skipti á ódýrari
möguleg. S. 642040.
Opel Kadett GSi, árg. '85, til sölu,
rauður, 15" álfelgur, 205/50 ný dekk,
Recaro stólar og digital mælaborð,
tvívirk sóllúga o.fl. Staðgreiðsluverð
kr. 510.000 staðgreitt. Sími 93-12373,
Gunnar.
MMC Lancer 4x4 GLXi, árg. '91, til sölu,
ekinn 24 þús. km. Reyklaus bíll. Uppl.
í símum 91-54682 og e.kl. 19 í 985-34654.
Nissan king cab, árg. ’90, til sölu,
blágrár, 5 gíra, upphækkaður á 33"
dekkjum. Uppl. í síma 91-677599.
dv Menning
Meðal leikara í Christopher Columbus er Marlon Brando en hann leik-
ur Torquemada, grimman dómara í spænska rannsóknarréttinum.
Laugarásbíó - Kólumbus: ★★
Sááfund
sem finnur
Með auknum skilningi um það aö lönd voru til og í byggð áður en þau
„fundust" er fariö að kasta rýrð á frægö þeirra er lögðu sig í lífshættu
við að breiða út vestræna menningu. Nú vita allir að þetta var bara spum-
ing um peninga og þessi nýja mynd um landkönnuðinn Kólumbus reynir
að fella þau sjónarmið inn í hetjuímyndina.
Verst aö myndin er of léttvæg til að þessi nýju sjónarmið komi fram.
Kólumbus er áfram fífldjarfur framúrstefnumaður og kröfur hans um
pening og frægö virðast mjög eðlilegar fyrir að sigla bókstaflega út í blá-
inn. Þegar hann fer að vera vondur við eyjaskeggjana þá er það ekkert
óeðlilegt því hann hefur ekki sést vera drifinn áfram af neinni góð-
mennsku hingað til. Það er þó aldrei staldrað lengi viö neikvæðari hliðar
hans og í lokin breiðir hann út faðminn fyrir þyrluskotiö eins og sannur
ofurhugi. Myndin skilur við hann á hátindi frægðar sinnar en leiðin lá
niður á við eftir það.
Þessi Kólumbus-mynd vill hafa á sér stórmyndabrag og henni hefði
Kvikmyndir
Gísli Einarsson
tekist það ef hún hefði verið sýnd fyrir svo sem 40 árum. Hún er gamal-
dags í útliti, sviðsmyndir stórar en ósannfærandi, búningar margir en
óraunverulegir. Kvikmyndatakan er líka marflöt og litimir daufir. Allt
þetta ber vott um peningaleysi, en peningar eru það helsta sem þarf til
að gera stórmynd.
Til þess að tryggja sölu kvikmyndar fyrirfram er gott að hafa stór nöfn
í pokahominu. Það skiptir ekki máli þótt þau fái ekkert að leika eða segja
af viti, þaö veit það enginn fyrr en það er of seint.
Marlon Brando, minnugur betri tíma, sekkur ofan í fötin sín af skömm
en hann leikur Torquemada, einn sá grimmasta í Spænska rannsóknar-
réttinum. Tom Selleck gæti ekki verið verri með sítt hár sem Ferdinand
konungur og Rachel Ward leikur IsabeUu drottningu sem studdi mjög
Kólumbus í fyrstu. Atriðin með þeim er mjög erfitt að taka alvarlega.
Þau virðast vera að leika saman í hallærislegu skólaleikriti eða grínút-
gáfu af sögunni. Sem lietur fer fá þau ekki allt of mörg tækifæri til að
sökkva myndinni. Mestur hluti hennar er ágætis ævintýramynd með stór-
um skipum, fræknum og ekki fræknum mönnum og hálfberum eyjar-
skeggjum. Það er aðeins á köflum sem hún gerist langdregin og hinir
langþráðu landafundir eru ekki mikill hápunktur, enda „fann“ Kólumbus
bara einhverjar smáeyjar í fyrstu ferðinni.
Þessi Kólumbus-mynd verður bara að teljast upphitun fyrir kvikmynd
Ridley Scott, 1492, með Frakkanum Gérard Depardieu sem Kólumbusi.
Christopher Columbus: The Discovery (Bresk. 1992). 121 min.
Handrlt: Mario Puzo og John Brlley. Lelkstjóm: John Glen.
Lelkarar: Marlon Brando, Tom Selleck, George Corraface, Rachel Ward, Roberto
Davi.
"_____________________________________ Bridge
Bridgeféiag Breiðfirðinga
Síöasta fimmtudag, 24. september, var spilaður eins kvölds tvímenning-
ur hjá Bridgefélagi Breiðfirðinga og var spilaöur tölvureiknaður Mitc-
hell. Efstu pör í NS urðu:
1. Ingibjörg Halldórsdóttir Sigvaldi Þorsteinsson 262.
2. Þóröur Jónsson - Bjöm Jónsson 248.
3. Halla Ólatsdóttir - Ingunn Bemburg 246.
4. Magnús Oddsson - Magnus Halldórsson 231.
Hæstu skor í AV:
1. Óskar Karlsson - Þórir Leifsson 258.
2. Sigriður Pálsdóttir - Eyvindur Váldimarsson 251.
3. Sigurður Steingrímsson-Gisli Stelngrímsson 235.
4. Guöiagur Sveinsson - Sigurjón Tryggvason 228,
Næsta keppni félagsins er fjögurra kvölda barómeter en barómeter-
keppni félagsins hefur jafitan verið með þeim vinsælli týá Breiöfirömg-
um. Ákveðið hefur verið aö hafa barómeter tvisvar sinnum á spilaárinu
hjá Bridgefélagi Breiðfiröinga og er þetta sú fyrri en sú síðari veröur
eftir áramófin. Skráning i keppnina er hafiní síraa 632820 (ísak) og eru
menn beönir aö akrá sig í tíma tö að auðvelda skípulagningu keppninn-
ar. Skráningarfrestur er til hádegis fimmtudaginn 1. október og erúailir
velkomnir.