Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1992, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1992, Blaðsíða 9
Sgöí 5Í38ÖTHO .8 flUOAQUTMl/iíl FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1992. Framlivæmdastjórn Evrópu- bandalagsins vili ríkisstjórnir aöildarlandanna taki á sig að reyna að bjarga fiskiönaði banda- lagsins. Samkvæmt tillögum, sem voru samþykktar í gær, yrðu ríkis- stjómimar ábyrgar fyrir þvi aö koraa á leyfakerfl til aö koma í veg fyrir ofveiöi og vemda þverr- andi fiskistofna. „Bandalagið hefur ekki aöstöðu til að stjóma þvl sem fl-am fer,“ sagði talsraaöur framkvmmda- stjórnarinnar og benti á að aðeins fimmtán flskveiöieftirliksmenn störfuöu á vegum bandalagsins. Gervihnettir verða fengnir til að bæta eflirlitið og um leiö ör- Elliotts, sem lést úr eyðni á heim- ili sínu á spænsku eyjunni Ibiza í vikunni, verður brennt í Barcel- ona á morgun, að sögn ekkju hans. Elliott var sjötugur. EUiot lék í kvikmyndum og á leiksviði I meira en fiörutiu ár. Þekktustu kvikmyndirnar, sem hann lék í, eru m.a. „Alfle“ og „A Room With a View“. Ekkja hans sagði að hann hefði ekki smitast af eyðni viö að sprauta sig með eiturlyfjum. Þekktur leikstjóri sagöi eftir andlát Elliotts að hann hefði ver- ið tvíkynlmeigður og átt marga elskliuga af báðum kynjum. Börn sem alin era á brjósta- mjólk verða aö öllum líkindum klárari en jafnaldrar þeirra scm fengu bara aö drekka úr pela. Tveir ástralskir vlsindamenn, Bob Gibsor. og Karen Simmer, sögðu í gær að samkvæmt próf- um, sem gerð voru á sjúkrahúsi í borginni Adelaide, hefðu bijóst- mylkingar reynst 40 prósent skarpari andlega en pelaböm. Vísindamennimir sögðu að niðurstöðumar styddu fyrri kenningar um að ákveðin fitu- sýra i móðurtnlólkinni væri nauðsynleg fyrir þroskun heilans á fyrstu mánuðunum. Börn á pela fengju ekki þessa nauösynlegu fitusýru. Reuter Útlönd Landssjóður Færeyja fær fyrirframgreiddan styrk til að standa í skilum: Færeyinga bíða tíu hörð samdráttarár - segir Henning Holten, helsti efnahagsráðgjafi Dana í málefnum Færeyinga Atli Dam lögmaður er traustur í sessi sem forystumaður Færeyinga þótt stefna hans og annarra ráðamanna hafi leitt þjóðina i þrot. um. Að öðrum kosti hefði hann kom- Jens Dalsgaard, DV, Færeyjum; „Það tekur tíu ár að bjarga Færeyj- um. Það verða tíu mjög hörð ár með miklum þrengingum og samdrætti,“ sagði Henning Holten, helsti efna- hagsráðgjafi dönsku stjómarinnar í málefnum Færeyja. Hann á sæti í ráðgjafamefnd Dana, sem lengi hef- irn varað við efnahagsstefnu fær- eysku stjómarinnar, en enginn viljað hlusta á fyrr en nú. Holten var í Færeyska útvarpinu í gær og gafst fólki kostur á að hringja ixm spumingar. Lengi vel hringdi ekki nokkur maður. Þegar loks heyrðist í Færeyingum lýstu allir sig sátta við aðgerðir dönsku stjómar- innar jafnvel þótt þær hafi kostað Færeyinga hluta af sjálfsforræð- inu. Fólk hefur þó vart gert sér grein fyrir afleiðingum síðustuaðgerða því þær gætu valdið allt að 20% atvinnu- leysi á næsta ári. Þá kann hljóðið í Færeyingum að versna. Landssjóður fær fyrir- framgreiðslu á styrk Þrátt fyrir síðustu björgunarað- gerðir Dana með því að veita Sjó- vinnubankanum allt að fjóra millj- arða íslenskra króna í lán þá er íjár- hagsvandi Færeyinga fjarri því að vera leystur. Framlagið bjargar bankanum frá gjaldþroti í bih en framlagið á að endurgreiða eða draga það af styrk Dana til Færeyinga. Með björgun Sjóvinnubankans er endanlegu hruni sjávarútvegsins af- stýrt fyrst um sinn. Þá ætlar danska stjómin að bjarga landssjóðnum frá beinu gjaldþroti með fyrirfram- greiðslu úr þessum sama styrk. Þar era miklir erfiðleikar að standa við daglegar skuldbindingar og ráðgjöf frá sérfræðingum Afþjóða gjafdeyr- issjóðsins bætir þar ekki úr á næstu mánuðum. Greiða þarf laun, bætur almanna- trygginganna og standa í skilum með afhorganir af gríðarlegum lánum sem landssjóðurinn hefur ýmist tek- ið sjálfur eða gengist í ábyrgðir fyrir. Fyrirframgreiðslan frá Dönum gerir landsjóðnum kleift að standa í skif- ist í þrot um næstu mánaðamót. Áföllin eiga eftir að aukast Enn á fjárhagsstaða sjóðsins eftir að versna þegar ábyrgðir vegna skipa- kaupa á síðustu þremur árum falla á hann. Þessi skipakaup hafa leitt tif máfaferfa í sumar. Landssjóðurtnn tekur ábyrðimar ekki á sig fyrr en máiin em til lykta leidd en öilmn er ljóst að ábyrgðimar faifa á hann fyrr eða síðar. Þetta gæti numið einum til tveimur miiljörðum íslenskra króna. Áfika fjárhæð rennur nú og til sjáv- arútvegsins í formi styrkja enda er reynt að hafda veiðum og vinnslu úti til að afstýra fjöldaatvinnuleysi. Ráð- gjafar gjaldeyrissjóðsins n unu ör- ugglega leggja til að styrkii nir verði skomir niður með öliu. Enn verið að bora göt á fjöll Þá stendur landssjóðurinn enn í víðtækum framkvæmdum. Verið er að byggja stórt sjúkrahús á Suðurey. Þá verða tekin í notkun í næsta mán- uði ný rúmlega þriggja kílómetra löng jarðgöng norðan Þórhafnar. Og bormenn Færeyja fara ekki þar með í frí því ætlunin er að hefjast þegar handa við grafa álíka löng göng til syðstu byggðarinnar á Suðurey. Samgöngukerfið í Færeyjum er gott - miklu betra en á íslandi - en aUt of dýrt fyrir svo fámenna þjóð. Eyjaskeggjar státa af níu dýmm jarðgöngum sem oft hafa verið lögð til að tengja fámennar byggðir við aðalvegakerfið. Þá hafa þijú sund verið brúuð með ærnum kostnaði. Vegir em almennt malbikaðir og þar sem vegir duga ekki til er ferjum haldið úti. Þær eru dýrar í rekstri en tekjur litlar. Sam- göngubætumar einar fara langt með að ríða fátækum landssjóði að fullu. Landssjóður er nú þegar kominn í verulegar ábyrgðir vegna sjávarút- vegsins þótt það hafi ekki orðið til- efni máiaferla. Þessar ábyrðir kunna að falla á hann á næstu misserum. Þeim áfollum verður vart mætt með öðru en niðurskurði á opinberum útgjöldum ef farið verður að ráðum erlendra ráðgjafa. Skarafsér eyru og kynfæri Rúmlega þrítugur maður í Perth í Ástrafíu skar af sér eym og kynfæri eftir að hafa orðið ósáttur við konu nokkra á heimifi sínu í gærkveldi. Líkamspartana setti hann í frysti, ók til næsta sjúkrahúss og bað um að sár sín yrðu grædd. Læknar þar hafa staðfest að maður- inn hafi neitað með öllu að láta setja það sem af var skorið á sig aftur. Lögreglan hefur rannsakað máiið og vísað því frá. Engin lög vom brotin. TÆMUM BÚÐINA VEGNA BREYTINGA Gerið góð kaup - fáeinir dagar eftir Skóverslun Þórðar s-8

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.