Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1992, Page 14
14
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆEAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00
SlMBRÉF: Auglýsingar: (91)63 27 27 - aðrar deildir: (91)63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613.
SlMBRÉF: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð í lausasclu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.
Kjarklaust frumvarp
Ríkisstjómiii hefur meö nýju íjárlagafrumvarpi gert
fjármálaráðherra sinn aö skattakóngi íslandssögunnar
annaö áriö í röö. Skattahlutfallið hækkar milh ára úr
26,8% í 26,9%. Fara menn nú senn aö sakna fyrrverandi
fjármálaráðherra, sem kom hlutfallinu aöeins í 26,3%.
Ráðherrann hefur sér til afsökunar, að dregist hefur
saman landsframleiöslan, sem skatturinn er tekinn af
og skattahlutfalhö miöaö viö. Alþekkt tregðulögmál rík-
isfjármála gerir ríkinu erfitt um vik að draga saman
seglin, þegar harðnar í ári hjá þjóöinni í heild.
Ástandiö er engan veginn eins og í Færeyjum. Þar
varö landsstjómin óbeint aö segja sig til sveitar hjá
danska ríkinu og veröur aö semja ný og raunhæfari íjár-
lög undir eftirhti hagfræöinga Alþjóöa gjaldeyrissjóðs-
ins. Hurö landssjóösgjaldþrots skall þar nærri hælum.
Þótt íslenzku ríkisstjórninni vegni aö þessu leyti bet-
ur en færeysku landsstjóminni, er fjárlagafrumvarpið
markaö hugleysi, sem gat gengið í blíðviðrinu, en sker
í augu, þegar þjóöarskútan er lent í stórsjó. Þaö einkenn-
ist af uppsöfnuðu kroppi í marga þætti ríkisútgjalda.
Miklu áhrifameira og í rauninni sársaukaminna er
að skera stóra og skaðlega útgjaldaliði niöur viö trog.
Þar er efstur og bólgnastur á blaði hinn heföbundni
landbúnaöur, sem kostar skattgreiðendur átta milljarða
króna á næsta ári og neytendur tólf milljarða að auki.
Meö því að skera ríkisútgjöld til hins hefðbundna
landbúnaöar og leyfa innflutning ódýrrar búvöru er
hægt aö bæta lífskjör þjóöarinnar um leið og hahinn á
ríkissjóöi er strikaður út. í staö þess kroppar ríkisstjórn-
in mhdhega utan í þennan skaölega útgjaldahö.
Af því aö ríkisstjómin hefur ekki þor til aö hreyfa
rækhega viö útgjöldum th heföbundins landbúnaðar,
veröur hún aö ráðast aö útgjaldaliðum, sem eru í sjálfu
sér nytsamlegir, eins og ýmsum þáttum skólamála og
hehsugæzlu, sem stuðla aö betri framtíö þjóðarinnar.
Margvíslegt kropp utan í útgjaldaliði minnir aö sumu
leyti á fyrri tilraunir til flata niðurskurðarins, sem var
oft og árangurslaust reyndur á fyrri árum. Er skemmst
aö minnast, aö ekki tókst á þessu ári að skera niður
heilbrigðisútgjöld, þrátt fyrir sáran hamagang.
Óhætt er aö slá föstu, aö margt af slíkum niður-
skuröi muni ekki ná fram aö ganga í reynd, af þvi aö
tölum í fjárlagafrumvarpi fylgja ekki fyrirmæh um,
hvernig eigi að standa að honum. Enn einu sinni er
boöiö upp á dansinn: Fariö þiö fram úr fjárlögum.
Þessu fylgja thraunir th sjónhverfmga, sem stappa
nærri geðklofa, eins og þegar ríkisstjórnin gælir meö
annarri hehahliöinni viö aö skera niður vegafram-
kvæmdir á fjárlögum og með hinni hhöinni viö aö auka
þær jafnframt meö sérstökum atvinnubótaaögeröum.
Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu á aö setja rekstur
feija og flóabáta á vegasjóð og draga þar meö úr getu
hans th vegagerðar um sömu upphæö. Samkvæmt tillög-
um ríkisstj ómarinnar gegn atvinnuleysi á hins vegar
aö taka lán th að búa th atvinnubótavinnu í vegagerð.
Fjárlagafrumvarp ríkisstjómarinnar fyrir áriö 1993
felur ekki í sér, aö látið sé reka á reiðanum eins og
fyrsta Qárlagafrumvarp færeysku landsstjómarinnar.
En þaö felur ekki heldur í sér, aö ríkisstjómin hafi kjark
th að haga fjármálum í sth við erfiöa tíma.
Frumvarpið fer bh beggja og kroppar dáhtiö í marga
útgjaldaliði. Þaö setur þjóöina ekki á hausinn, en gerir
henni erfitt fyrir í þrengingum, sem standa fyrir dyrum.
Jónas Kristjánsson
FlMMTpPfVíjyK g,pKTÓBkm.390a.
Höfundur segir það eflaust rétt að kaupið sé lágt hjá veðurfræðingum og meinatæknum en það sé lika lágt
á eyrinni. DV-mynd S
v
Einum sagt upp
- aðrir segja upp
Vinnumarkaöurinn er voðalega
skondinn. Samt er hann svolítið
alvarlegur þessa stundina. Það er
skemmst frá því að segja að á hon-
um er einum sagt upp á meðan
aðrir segja sjálfir upp störfum sín-
um og eru farnir.
Hvert fara þessir íslensku
„starfskraftar"?
Líklegt er að menn, sem fá upp-
sagnir, fái atvinnuleysisbætur en
ekki er eins ljóst hvert hinir kunni
að fara. Fá þeir störf sem eru betur
launuð? Fara þeir til útlanda þar
sem beðið er eftir þeim og starfs-
kröftum þeirra? Eöa geta þeir
hlaupið heim og lifað á því sem
þeir hafa safnaö til mögru áranna,
þrátt fyrir lélegt kaup?
Allt varð„létt“
Um þetta er hægt að brjóta heil-
ann endalaust, eins og við segjum
í þessu heilabrotalandi, en auðvitað
án þess að komast að einhverri nið-
urstöðu. Maður þarf samt ekki aö
skoða máhö vandlega til þess að sjá
ýmislegt markvert sem hefur veriö
að gerast í þessu stéttlausa og rétt-
láta þjóðfélagi þar sem fólk hefur
verið að „létta sér upp“ á öllum
sviðum síðustu áratugina. í fyrstu
vildi það hafa allt „léttgeggjað" í
lífsháttum og tónlist, svo komu
„léttar" sígarettur í kjölfarið. Allt
varð hght: „létt“ smjör og léttmjólk
komu úr kúnum, „léttar" bækur
komu frá rithöfundum; og svo var
öh þjóðin „léttkennd" um helgar.
Núna er aftur á móti þunginn
kominn til skjalanna, þegar létt-
lynda kynslóðin er komin af „létt-
asta skeiði" og á ekkert létt með
að taka vandræðum. Svo það hefur
eiginlega allt snúist öfugt fyrir okk-
ur.
Einn öfugsnúningurinn er sá að
venjulegu verkafólki er þessa dag-
ana sagt upp störfum og það hefur
í engin hús að venda en hinir
menntuðu og lærðu segja uop störf-
um t.d. á Landspítalanum og biðja
sjúkhngana vel að lifa. Sömu sög-
una er að segja á Veðurstofunni.
Sjómenn og bændur, núna getið
þið htið til lofts og séð þar blikur,
eins og þið gerðuð í gamla daga.
Við verðum sjálf komin í loftið til
annarra landa eftir fáa daga því hið
alþjóðlega veðurfar getur ekki án
okkar verið.
Kaupið er líka lágt á eyrinni
Eflaust er rétt að kaupið sé lágt
KjaHaxinn
Guðbergur Bergsson
rithöfundur
hjá veðurfræðingum og meina-
tæknum en það er líka lágt á eyr-
inni. Og þeir sem eru á henni og á
sjónum og í fjósunum hafa hvorki
efni á því né menntun tíl að segja
sjálfir upp störfum, kveðja kýr og
fisk og vera famir.
Nú kann einhver að segja:
Já, en þama er mikhl munur á,
nefnd störf við meinin em þau sem
konur sækja í, því karlmenn líta
ekki við þeim.
Eflaust er þetta rétt hvað varðar
meinatækna, þvi eftir viðtölum að
dæma er talað um þá í kvenkyni.
En þetta er rangt ef dæmt er eftir
hlutfalh á mhh karla og kvenna í
veðurfræðinni á „skjánum", þótt
það fari kannski svohtið eftír sjón-
varpsstöövum. Á annarri virðast
karlmenn vera í algemm meiri-
hluta; þar er veðurfarið líka hressi-
legt og ahtaf gamansamt og fyndið.
Skýringuna á því hvers vegna
lært fólk getur sagt upp störfum
en ólært er rekið úr þeim er
kannski að finna í því að skipting
starfa eftir kynjum hefur verið
næstum færð inn í óskráða stjóm-
arskrá landsins. Menntaðar konur
geta fariö heim, ef þær em giftar
hliðstæðum sínum - það er ekki
unnið utan heimihsins af fjárþörf
heldur andlegri. Hún er reyndar
næstum eins mikhvæg og hin í lífi
allra manna.
En hvers vegna berast ekki frétt-
ir af því aö verkakonur hafi sagt
upp störfum, konur á saumastof-
um, í verksmiðjum eða á öðrum
stöðum?
Vegna þess að þær hafa ekki efni
á því; heimihö ekki heldur. Þær
geta ekki sagt:
Lifið heilar, lopapeysur, rækja og
shd, leggið ykkur sjálfar i dósirnar
í lagmetísiðnaðinum. Við erum
famar th starfa á Grænlandi þar
sem rækjan bíður okkar og mann-
sæmandi kaup.
Fáránlegt samfélag
Aht er þetta htið dæmi um þaö
fáránlega samfélag sem við höfum
sjálf ákveðið að setja saman eftír
stofnun lýðveldisins. Þjóðfélagið er
orðið þreytt á sjálfu sér. Það finnur
htinn raunverulegan tílgang í
smæð sinni, þótt ekkert sé athuga-
vert við eða verra að búa hjá lítihi
þjóð en stórri. Munurinn er helst
sá að hver einstakhngur ber meiri
ábyrgð hjá fámennri þjóð en í stóru
samfélagi. Um leið er hann meira
virði eða gætí verið það. Þaö fer að
mestu eftir því hvaða afstöðu hann
tekur th lífsins.
Annars þarf enginn að hafa vem-
legar áhyggjur af uppsögnunum
hvað það varðar að alvara verði
úr þeim. Listin að hugsa htíö fram
í tímann og rjúka upp en „rétta sig
svo niður“ er talsvert útbreidd á
meðal okkar, eftir að verkalýðsbar-
áttunni lauk en geðþóttinn kom í
staðinn. Það er kannski ágætt fyrir
efnahaginn, ef til skamms tíma er
htiö, eins og þeir segja, en slæmt
fyrir sjálfsvirðingu einstakhngsinS
og allan þjóðarhag.
Guðbergur Bergsson
„Skýringuna á því hvers vegna lært
fólk getur sagt upp störfum en ólært
er rekið úr þeim er kannski að finna í
því að skipting starfa eftir kynjum hef-
ur verið næstum færð inn 1 óskráða
stjórnarskrá landsins.“