Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1992, Side 15
FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1992.
15
Sameining
auðmagnsins
Það er að verða valdamönnum
Evrópu æ meira áhyggjuefni að
almenningi líst ekkert á að verða
undirsátar í „hinu Evrópska stór-
ríki“. Þótt allir stóru valdaflokk-
amir sameinist lætur almenningiu-
ekki segjast. Þótt allir hinir ríku
leggist á eitt virðist það aðeins
sannfæra alþýðu Evrópu enn betur
um að hér er eitthvað á ferðinni
sem beinist gegn henni sjálfri. Við
sáum þetta í Danmörku, í Frakk-
landi og nú virðist andstöðualda
vera að rísa í Noregi.
Á íslandi virðist þjóðin vera á
móti inngöngunni í EES, þrátt fyrir
stöðuga áróðursherferð ríkis-
stjómarflokkanna og að foringjar
hinna flokkanna láti sér nægja að
segja já já og nei nei.
Ráðherramir sumir reyna að
sýna þjóðinni fram á að hún sé svo
illa að sér að hún geti ekkert dæmt
um svona mál.
Veit ekki allt
Almenningur viðurkennir að
hann veit ekki allt um þetta mál.
Fólk hefur lika ærna ástæðu til að
halda aö annaðhvort viti stjórn-
málaforingjamir lítið um málið
lika eða að þeir ráði ekki heilt. Það
er ekki raunhæft að ætlast til þess
að hver og einn setjist niður og lesi
60.000 síður af lögum og reglugerð-
um EES og myndi sér síðan skoð-
un. í almennri og lýðræðislegri
umræðu mundi hver bæta annan
upp. „Fræðslan" mundi ekki bara
vera einlitur áróður eins og nú er.
Þess vegna telja flestir að þjóðar-
- gegnfólkinu
KjaUaiinn
Ragnar Stefánsson
jarðeðlisfræðingur
atkvæðagreiðsla sé gagnleg. Menn
með andstæðar skoðanir yrðu að
leiða saman hesta sína í almennri
umræðu og gætu ekki látið sér
nægja að segja bara: Þið eruð svo
vitlaus, látið okkur bara ráða.
Valdamenn óttast að þeir yrðu í
minnihluta. Þess vegna svara þeir
af ótta og hroka eins og Jón Bald-
vin sagði nýlega við sjónvarps-
fréttamann: Þetta er svo lítið mál.
Ef á að fara að greiða þjóðarat-
kvæði um þetta hefði eins mátt
greiða þjóðaratkvæði um 80 önnur
mál á undanfórnum árum.
Hverjir eru kostirnir?
Samkvæmt þeim sem styðja að-
ildina eru mikilvægustu kostimir
þeir að við fengjum tollfrelsi fyrir
fiskafurðir okkar á mörkuðum
Evrópu. Þetta segja þeir en hafa
aldrei sýnt fram á að þjóðin hefði
af þessu nokkum peningalegan
hag. Enda rikir nú þegar tollfrelsi
á fullunnum íslenskum sjávaraf-
urðum tU Evrópubandalagsland-
anna.
Toppamir í sjávarútveginum hér
lýsa því yfir að þeir séu hlynntir
aðildinni. Það er út af því að þá
mundi frelsi þeirra aukast við að
ráðstafa af eigin geðþótta þessari
auðhnd. EES mundi hjálpa þeim
að losna undan byggðasjónarmið-
um eins og þeim að fullvinna afla
heima og nýta hann þjóðinni allri.
„Ókostir EES aðildarinnar eru fyrst og
fremst þeir að með henni værum við
að framselja efnahagslegt vald til evr-
ópskrar miðstýringar.“
það enn nær fólkinu í landinu," segir höfundur m.a.
Formaður Neytendasamtakanna
segir að með aðildinni að EES
mundi ísland gangast undir
stranga Evrópulöggjöf til verndar
neytendum og því sé aðildin góð.
Maður spyr: Af hverju bætum við
ekki löggjöfina hér? Ólafur G.
menntamálaráðherra segir Mogg-
anum að EES aðildin muni bæta
hag vísindanna. Á sama tíma er
hann upp fyrir haus í að skerða
framlög til vísinda og menntunar.
Nokkrar forystukonur í Kvenrétt-
indafélagi íslands segja, að EES sé
gott fyrir okkur af því að Evrópu-
dómstóllinn í Lúxemborg sé miklu
betri fyrir konur en íslenskir dóm-
stólar. En því ekki að breyta sjálf
hjá okkur? Því að framselja þetta
vald? Kannski kynnum við íslend-
ingar einhvern tíma að vilja ganga
enn lengra í jafnréttisátt en Evr-
ópudómstóllinn?
Ókostir EES aðildarinnar eru
fyrst og fremst þeir að með henni
værum við að framselja efnahags-
legt vald til evrópskrar miðstýring-
ar. Þar með værum við líka að
framselja póhtískt vald þegar fram
í sækir.
Miðmögnun auðmagnsins í Evr-
ópu til aukins hagvaxtar, eins og
það heitir, hefur ekki gert alþýðu
manna í Evrópu neitt gott. Evrópu-
sameining EB (EES) er gerð með
tilliti til þess hvað sé gott fyrir
gróða stórfyrirtækjanna. Tugir
mhljóna eru atvinnulausir. At-
vinnustigið er jafnað milh land-
anna þannig að ekki dugir að leita
í næsta land eftir vinnu. Og ef
verkafólkið í einhveiju landanna
skyldi nú rísa upp til aö bæta að-
stæður sínar með samtakamáttinn
að vopni þá er auðvelt að flytja fyr-
irtækin þangað sem minni líkur
eru á andófi. íslensk stjómvöld eru
þegar byrjuð að skipuleggja at-
vinnuleysi til samræmis við nauð-
syn Evrópusamrunans.
Barátta fyrir lýðræði
Smáar einingar virðast vera góð-
ar fyrir lýðræðið. Þeim mun fjar-
lægara sem valdið er þeim mun
minni verða möguleikar fólks til
að ráða sjálft málum sínum. Við
eigum því ekki að gera þaö til efna-
hagslegrar miðmögnunar aö fara í
EES. Hún leiðir til póhtískrar mið-
mögnunar, burt frá almenningi.
Það eitt að íslendingar tala sama
tungumál gerir ísland að eðhlegri
stjórnarfarslegri heild, þar sem
menn skilja hver annan sæmilega.
í stað þess að færa vald fra íslandi
þurfum við þvert á móti að færa
það enn nær fólkinu í landinu.
Við eigum ekki að gera það að
lögum að erlent vald leysi okkar
innri vanda. Meö því verðum við
getulaus í að leysa málin sjálf.
Þvert á móti eigum við aö beijast
fyrir aukinni hlutdeild almennings
í öhum ákvörðunum, með lýðræð-
islegri umræðu og með efnahags-
legri og pólitískri valddreifingu.
Ragnar Stefánsson
Þjóðaratkvæðagreiðsla um EES
„Utanrikisráðherra vill greinilega koma sér undan því að fram fari upp-
lýsandi umræða um samninginn hérlendis ...,“ segir m.a. í greininni.
Þessar hnur eru skrifaðar sama
kvöldið og tahð er í þjóðaratkvæða-
greiðslu í Frakklandi um Ma-
astricht samkomulagið. Þar var
mjög mjótt á mununum mhh þeirra
sem vhdu samþykkja samkomu-
lagið og þeirra sem höfnuðu því.
Sama var upp á teningnum í Dan-
mörku sl. vor þegar samkomulagið
var feht, mjög lítið skhdi fylking-
amar að. Stjómmálamenn þessara
tveggja landa eiga það sameiginlegt
að þeir vom ekki hræddir við að
leggja svo mikilvægt og afdrifaríkt
mál sem Maastricht samkomulagið
undir dóm þjóðarinnar, enda þótt
niðurstaðan sé að þjóðimar eru
klofnar í tvær jafnstórar fylkingar
sem eru ósammála og hvorug
þeirra hefur eiginlegan sigur.
Afstaða gagnvart EES
samningnum
Flestir þeir sem hafa tjáð sig opin-
berlega um EES samninginn hér-
lendis em sammála því að hann sé
mikilvægasti, umfangsmesti og af-
drifaríkasti samningur sem ís-
lenskt þjóðfélag hefur átt aðhd að
frá stofnun lýðveldisins. Skiptir
þar engu hvort um er að ræða
meðmælendur eða andmælendur
samningsins. Það er hins vegar
mjög alvarlegur hlutur sem kemur
fram í skoðanakönnunum að stór
hluti þjóðarinnar hefur ekki enn
mótað sér skoðun á samningnum.
Þaö þýðir með öðmm orðum að sú
umræða sem farið hefur fram með
eða móti samningnum hefur farið
fýrir ofan garð eða neðan hjá stór-
um hluta almennings. Stjómvöld
hafa annaðhvort vanrækt skyldur
sínar til kynningar á samningnum
eða að þau em slæmir fræðarar.
Kjallariim
Gunnlaugur Júlíusson
hagfræðingur
Stéttarsambands bænda
Stjórnvöld eru á móti þjóð-
aratkvæðagreiðslu
Fram hefur komið hjá stjórnvöld-
um að þau setja sig alfarið á móti
þjóðaratkvæðagreiðslu um EES
samninginn. Það er mjög gott að
bera afstöðu þeirra saman við af-
stöðu stjómvalda í Danmörku og
Frakklandi. Þarlend stjómvöld
sögðu að þau væm með góðan
samning í höndunum sem væri
þjóðinni th farsældar og lögðu síð-
an aht undir th að vinna honum
fylgi heima fyrir og sýna fram á
það fyrir utan landamærin að þau
hefðu sterka stöðu heima fyrir.
Hérlendis beita stjórnvöld og sér-
staklega utanríkisráðherra alls
konar hundalógík til að koma sér
undan því að leggja EES samning-
inn fyrir dóm þjóðarinnar. Utan-
ríkisráðherra ruglar blygðunar-
laust um að ef EES samningurinn
fari fyrir þjóðaratkvæði þá verði
að bera hvern þann samning um
utanríkismál sem gerður verði
undir þjóðaratkvæði og talar um
80 atkvæðagreiðslur á undanfóm-
um árum í því sambandi. Ýmsir
teygja sig jafnvel svo langt að segja
að almenningi sé ekki treystandi
th að greiða um hann atkvæði,
hann sé svo flókinn.
Utanríkisráðherra vih greinhega
koma sér undan því að fram fari
upplýsandi umræða um samning-
inn hérlendis eins og myndi eiga
sér stað ef um hann yrði greitt at-
kvæði meðal þjóðarinnar. Hvað er
þá orðið af margrómuðum gæðum
samningsins, eru þau kannskéekki
eins mikh og af er látið? Yrði utan-
ríkisráðherra kannske í sömu
sporum og keisarinn í ævintýrinu
þekkta sem lét sauma á sig klæðin
nýju? Þegar hann kom út á meðal
fólksins í nýsaumuðum gallanum
varð almenningi fljótlega ljóst að
hann hafði látið gabba sig af ósvífn-
um loddurum á meöan augnaþjón-
ar og jámenn þorðu ekki að segja
sannleikann, heldur tóku þátt í
ruglinu th aö þóknast herra sínum.
„Hann er ekki í neinum fótum,"
sagði lítið barn. Er utanríkisráð-
herra hræddur um að einhver slík
rödd hljómi ef hann leggur samn-
inginn fyrir þjóðina? Oðruvísi er
ekki hægt að skhja tregðu hans í
þessu máli og aha þá útúrsnúninga
og rökleysur sem beitt er þegar á
þessa kröfu almennings er minnst.
Þjóðin vill þjóðaratkvæða-
greiðslu
Fram hefur komið hjá miklum
fjölda fólks, þ.m.t. fjölmennustu
launþegasamtökum þessa lands, að
eðlhegt sé tahð að leggja samning-
inn fyrir dóm þjóðarinnar. Rangt
er að bendla þessa kröfu við and-
stöðu við samninginn, heldur er
hér um hreina réttlætiskennd að
ræða. Ef stjórnvöld eru með góðan
samning í höndunum ætti það að
ver auövelt verk og ánægjulegt fyr-
ir þau að koma út th almennings
og kynna hann. Ef þau eru hins
vegar með lélegan samning í hönd-
unum sem ekki þohr dagsins ljós
og opinskáa umræðu þá er tregða
þeirra skhjanleg.
Gunnlaugur Júlíusson
„Fram hefur komið hjá stjórnvöldum
að þau setja sig alfarið á móti þjóðarat-
kvæðagreiðslu um EES samninginn.“