Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1992, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1992, Síða 28
Mjólkursamsalan við Bitruháls. Eilífðarvél „Það hefur sem sagt sannast að nýta má fortíðarvandann með ýmsum hætti ef vilji er fyrir hendi, jafnvel til þess að varð- veita hann sjálfan," sagði Herbert Guðmundsson í kjallaragrein í DV um nýtingu húsnæðis mjólk- ursamsölunnar fyrir Þjóðminja- safn. Ummæli dagsins „Landsbysidiotismi“ „Sé horft í eigin barm geta sjálf- sagt margir sagt með réttu að hreppapólitíkin og „landsbysidi- otismi“ sé með því fegursta í ís- lenskri pólitík,“ sagði Guðlaugur Tryggvi Karlsson hagfræðingur. Það er leikur að læra „Síðast en ekki síst verða stjórnvöld að kenna fólki að vera atvinnulaust,“ sagði Páll Kr. Pálsson. Var það ekki fuglager? „Einnig er talið hugsanlegt að þotan hafi flogið í flugnager," sagði í frétt Morgunblaðsins um flugslysiö í Hollandi. Þykknar upp í kvöld suðvestanlands Á höfuðborgarsvæðinu verður norðangola eða kaldi í fyrstu og að mestu þurrt en léttskýjað þegar líður á morguninn. Breytileg átt eða hæg- viðri og skýjað með köflum síðdegis. Þykknar upp með vestan- og suðve- Veðrið í dag stangolu eða kalda í kvöld og nótt. Hiti verður 4 tii 6 stig. Á landinu verður fremur hæg norðanátt um allt land, dálítil rign- ing eða skúrir norðan- og austan- lands í fyrstu en hægviðri og úr- komulaust um allt land þegar líður á daginn. Gengur í vestan- og suð- vestan golu eða kalda og þykknar upp vestan- og noröanlands í nótt. Hiti veröur 2 til 6 stig. Klukkan 6 í morgun var hægviðri vestanlands og dálítil rigning á stöku stað. Annars staðar á landinu var norðankaldi eða stinningskaldi. Við suðaustur- og austurströndina var ennþá rigning og einnig sums staðar norðanlands en annars staðar skýjað en úrkomulaust. Hiti var 3 til 7 stig. Á Grænlandssundi er smálægð sem þokast austur og fer minnkandi en yfir Bretlandseyjum og hafinu vesturundan er víðáttumikil 1033ja mb hæð. Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri rigning 4 Egilsstaðir rigning 3 Galtarviti alskýjað 5 Hjarðarnes rigning 7 Kefla víkurflugvöUur skýjað 6 Kirkjubæjarklaustur skýjað 7 Raufarhöfn léttskýjað 2 Reykjavík alskýjað 5 Vestmannaeyjar léttskýjað 6 Bergen súld 10 Helsinki skýjað 6 Kaupmannahöfn þokumóða 8 Ósló skýjað 7 Stokkhólmur skýjað 9 Þórsiiöfn alskýjað 10 Amsterdam skýjað 11 Barcelona alskýjað 15 Berlín þoka 6 Chicagó léttskýjað 15 Feneyjar þoka 11 Fraiikfurt alskýjað 12 Glasgow þokuruðn. 0 Hamborg skýjað 8 London skýjað 10 LosAngeies léttskýjað 18 Lúxemborg skýjað 11 Madrid skýjað 20 Maiaga þokumóða 16 MaUorca rigning 19 Montreal léttskýjað 8 New York léttskýjað 14 Nuuk léttskýjað 1 Orlando skýjað 23 París þokumóða 12 Valencia alskýjað 17‘ „Árangurinn í keppninni var ágætur í sjálfu sér en auðvitað stefndi ég aö því að'vinna, og átti aö vinna, en það voru smá óvæntir þættir sem komu inn í og það var nóg,“ segir Magnús Ver Magnússon sem missti naumlega af 1. sætinu í keppninni um sterkasta mann heims sem haldin var hér á landi á dögunum. Magnús telur slíka keppni endur- spegla það sem áhorfendur vilji. Kraftlyftingakeppni, þar sem menn standa út á gólfi, er ágæt fyrir þá sem kjósa það en almenningur, sem hefur engan sérstakan áhuga á kraftlyftingum, þarf á hraða og spennu að halda. „Keppni sem þessi á vaxandi vinsældum að fagna víða um heim. Eflaust er það vegna þess að það er meira „show“ í kringum þetta, þetta er skemmti- legra, meiri „aksjón“ heldur en í kraftlyftingum. Það má einfaldlega segja að fólk hafi gaman af þessu, bæði keppendur og áhorfendur," segir Magnús. „Keppnin hér tókst ágætlega. Veðrið þótti ekki alltaf gott en þeir hjá BBC voru ánægðir meö þær myndir sem þeir fengu og til marks um vinsældir þessarar íþróttar má benda á að keppnin veröur sýnd á besta sýningartíma hjá þeim um jólin," segir Magnús. Magnús Ver Magnússon. Magnús er búinn að lyfta lóðum í 10 til 11 ár. „Það var engin sérstök ástæða fyrir þvi að ég byrjaði á þessu. Ég sparkaði og henti bolta en þetta varð ofan á. Þetta var eitt- hvað sem maður fann sig í og hafði gaman af,“ segir Magnús að lokum. Myndgátan Reiðhjól Myndgátan hér að ofan lýsir athöfn. FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1992. Japisdeildin í kvöld Einn leikur er í Japisdeildinni í kvöld. Lið KR og Njarðvíkur leíka í íþróttahúsi Seltjamamess og hefst leikurinn kl. 20. Gaman verður að sjá hver dagskipun Friöriks Ragnarssonar, þjálfara KR-inga, verður gegn gamla lið- inu sínu, Njarðvík, sem hann þjálfaði í fyrra. Íþróttiríkvöld Fjórir leikir eru í 2. deild karla í handbolta. Fjölnir og UBK leika f íþróttahúsinu við Austurberg kl. 18.30. Á sama tíma leika KR og Fylkir í Höllinni og kl. 20 spila Ármann og Grótta einnig í Höll- inni. Loks leika Ögri og HKN í Seljaskóla kl. 20. Einn leikur er i 1. deild kvenna í kvöld og hefst hann kl. 20. Fylk- ir og íslands- og bikarmeistarar Víkings leika í íþróttahúsinu við Austurberg. Skák Að loknum Qórum umferðum af sjö á haustmóti Skákfélags Akureyrar var Sig- urjón Sigurbjömsson efstur með 3,5 v., Þór Valtýsson, Þórleifur Karlsson og Stefán Andrésson höfðu 3 v. og Smári Teitsson og Haildór Ingi Kárason, sem er aðeins 13 ára gamail, höfðu 2,5 v. Hér er staða úr 2. umferð mótsins. Sig- urjón Sigurbjömsson hafði svart og átti leik gegn Gesti Einarssyni: 26. - d3! Opnar biskupslínuna. Eftir 26. - Hxa4 + 27. bxa4 Db4 28. Hd3! bjargar hvit- ur mátinu. 27. Hxd3 Hxa4 + ! 28. bxa4 Ha3 +! og hvítur gafst upp. Næsti leikur svarts er 29. - Db2 mát. Jón L. Árnason Bridge Norðmennimir Grötheim og Helgemo spiluðu pólskt passkerfi á Norðurlanda- mótinu í bridge sem fram fór í vor. Þeir riðu ekki feitum hesti frá þessu spih í leik Norðmanna gegn Dönum á mótinu en sagnir vom í fjörugra lagi. Austur gjafari og allir á hættu: ♦ K98762 V 874 ♦ 5 + 1072 ♦ D43 V KG105 ♦ DG4 + KG8 ♦ ÁG105 V 96 ♦ K932 + D63 ¥ ÁD32 ♦ Á10876 + Á954 N V A S Austur Suður Vestur Norður 1» dobl redobl 1* dobl 2* dobl redobl pass 2* dobl p/h Opnun Norðmannsins Grötheim í austur á einu hjarta lofaði 8-12 punktmn og 0-2 hjörtum eða 6+ spilum í hjarta. Norð- mennimir sýndu óþarflega grimmd gegn innákomu Danans í suður en ef til vilf hjálpaði þar til að svo virtist sem augljós vandræðagangur væri á sögnum hjá Dönunum. Lokasamningurinn tvö hjörtu var hins vegar ekki svo slæmur og Norð- mennimir náðu ekki góðri vöm gegn þeim samningi. Geir Helgemo spilaði út spaðaþristi í byijun og Grötheim setti ásinn. Sagnhafi trompaði, tók tígulás, trompaði tígul, spilaði spaðakóng og trompaði spaöa heim. Síðan var annar tíguil trompaður í blindum, lauf á ás og tigli enn spilað. Vestur trompaði hærra en'blindur og sagnhafi endaði á að fá 9 slagi og 870 í sinn dálk. ísak örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.