Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1992, Side 3
MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 1992.
3
Fréttir
Áfengismeðferð skorin niður í fj árlagafrumvarpi:
Þetta er rosalegt högg
og við erum hálf lömuð
- segirÞórarinnTyrfmgsson,yfírlæknirSÁÁ
„Þetta er rosalegt högg og við erum
hálflömuð af undrun. Niðurskurður-
inn á sviði áfengismeðferðar er meiri
en svo að hann geti staðið í sam-
bandi við almennan niðurskurð. Hér
er því greinilega um viðamikla
stefnubreytingu aö ræða í fjárlaga-
frumvarpinu. Við áttirni ekki von á
þessu og óttumst afleiðinguna," segir
Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir og
formaður SÁÁ.
í fjárlagafrumvarpi ríkisstjómar-
innar kemur fram sá ásetningur Sig-
hvats Björgvinssonar heilbrigðisráð-
herra að draga verulega úr áfengis-
meðferð. Meðferð að Vífilsstöðum
verður hætt og rekstri vistheimilis-
ins að Gunnarsholti verður breytt.
Samtals er þetta talið spara ríkissjóði
um 85 milljónir króna. Auk þessa
verða framlög til sjúkrastöðva SÁA
skorin niður um 35 milljónir.
Að sögn Þórarins hefur SÁÁ óskað
eftir sérstökum viðræðum við heil-
brigðisráðherra um fyrirhugaðan
niðurskiu-ð. Hann bendir á að í fyrra
hafi framlögin verið lækkuð úr 236
milljónum niður í rúmar 200 milijón-
ir. Nú stefni hins vegar í að framlög-
in fari niður í 170 milljónir sam-
kvæmt íj árla gafrumvarpinu.
„Verði frumvarpið samþykkt
óbreytt sjáum við vart annan kost
en að loka meðferðarstöð. Frum-
varpið hefur einimgis verið lagt fram
til umræðu og það er spuming
hvemig Alþingi tekur á máhnu. Það
hlýtiu- að koma fram í umræðunni
hver stefnan er í þessum málum. Enn
hefur heilbrigðisráðherra ekkert
Orkuverð til jámblendisins:
Áhætta að gera
ekki neitt
- segirHalIdór Jónatansson
„Þeir em að tala um þróun orku-
verðs sér í hag á þessum erfiöleika-
tímum. Talað er um að orkuverðið
verði tengt kísiljámsverði á svipaðan
hátt og orkuverðið hjá ísal er tengt
álverði. Þetta era hugmyndir sem
þeir hafa látið okkur hafa og það er
meiningin að taka upp viðræður um
þær og einnig um gjaldfrest á greiðsl-
um fyrir raforku á seinni hluta þessa
árs. Það versta sem getur gerst er
að verksmiðjunni verði lokað. Þá
verðum við af 370 milljónum í orku-
sölu á ári. Það getur verið áhætta að
gera ekki neitt," segir HaUdór Jónat-
anson, forstjóri Landsvirkjunar, en
ákveðið hefur verið að ganga til við-
ræðna við jámblendiverksmiðjuna
um breytingu orkuverðs. Orkuverð
til jámblendiverksmiðjunnar hefur
verið ákvarðað af heildsöluverði í
Noregi og hefur hækkað á fimm ára
fresti. Jámblendið borgar nú 13,8
mills fyrir kílóvattstundina sem er
heldur hærra en álverið borgar.
Halldór sagði að það væri auðvitað
fólgin í því áhætta að tengja verðið
við heimsmarkaðsverð á kísiljámi.
Það væri hins vegar um að ræða
neyðaráætlun hjá jámblendifélag-
inu, eins konar björgunaraðgerð,
þannig að það gæti verið hagur
Landsvirkjunar að breyta orkuverð-
inu ef það gæti orðið til þess að koma
í ve§ fyrir að verksmiðjunni yrði lok-
að. I staðinn fyrir að missa raforku-
sölu til jámblendifélagsins gæti verið
betra að rifa seglin meðan verið væri
að fara í gegnum þessa erfiðu tíma.
Aðspurður af hveriu ekki hefði
verið fariö út í viðræður við fisk-
vinnsluna á sínum tíma þegar full-
trúar hennar fóra fram á lægra orku-
verð sagði Halldór að rætt hefði ver-
iö við fulltrúa fiskvinnslunnar á sín-
um tíma. Þar væri hins vegar ólíku
saman að jafna. Raforkukostnaður
jámblendisins nemi 20% af rekstrar-
kostnaði en sambærilegt hlutafall
hjá fiskvinnslxmni væri aðeins 1-2%,
því væri þetta miklu stærra vanda-
mál hjá jámblendivérksmiðjunni.
-Ari
„ÞórshafnartriHukarlar“ landa á Bakkafirði:
Þetta snýst um að
sprengja verðið upp
- segir framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Þórshafnar
Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri;
„Þetta snýst auðvitað um það að
sprengja upp veröið hér en það er
engum til góðs að það sé verið að
greiða eitthvert óraunhæft rekstrar-
verð og það náist ekki einu sinni fyr-
ir kostnaði. Það era allt of mörg
dæmi undanfarin ár um fiskverkanir
sem hafa borgað eitthvað og eitthvert
verð og ekki orðið langlífar," segir
Jóhann A. Jónsson, framkvæmda-
stjóri Hraðfrystistöðvar Þórshafnar.
Trillukarlar á Þórshöfn hafa að
undanfomu landað afla sínum á
Bakkafirði þar sem þeir fá hærra
verð en á Þórshöfn. Sem dæmi um
verðmuninn má nefna að fyrir 3 kg
þorsk greiðir Hraðfrystistöð Þórs-
hafnar 72 krónur en á Bakkafirði
hafa trillukarlamir fengið 77 krónur.
Jóhann A. Jónsson segir að á Þórs-
höfn fái karlamir einnig beitu 'og
aðstöðu án endurgjalds en ekki á
Bakkafirði og það beri auðvitað að
meta það einnig.
„Við getum ekki greitt hærra verð.
Við teljum okkur hafa verið með
fiskverð sem er eins hátt og hægt er
að greiða. Ef við hefðum einhverjar
forsendur til að fara hærra þá fengju
sjómennimir sinn hluta af því. Það
munar að sjálfsögðu um þessa fiska,
sem við töpum, en það þýðir ekki að
við greiðum hvaða verð sem er til
að fá fiskinn,“ segir Jóhann.
rætt um hana við starfsfólk eða
sfjóm SÁÁ.“
í ár er gert ráð fyrir að um 2000
sjúklingar innritíst á stofnanir SÁÁ.
AUs rekur SÁÁ þrjár meðferðar-
stöðvar, að Vogi, í Saltvík og að Stað-
arfelli. Að sögn Þórarins mun óhjá-
kvæmilega skapast kostnaðm- ann-
ars staöar í kerfinu neyðist SÁÁ til
að loka meðferðarstöð. í því sam-
bandi bendir hann á að dagur á Vogi
sé mun ódýrari en í fangelsum lands-
ins. í Saltvík sé hann helmingi minni.
-kaa
í miMu \iíapvailL
ADRIA Kr. 3.900,-
(fæst einnig beiki/króm)
CAFÉ Kr.6.120,-
HANNEKr. 5.140,-
m i
UDINEKr. 5.550,-
(fæst einnig hvítt/króm)
MILAN Kr. 6.240,-
(fæst einnig hvítur og svartur)
MARIO Kr . 3.330,-
MODENA Kr. 6.930,-
(fæst einnig hvítur og svartur)
PISA Kr. 6.990,-
(fæst einnig hvítt/króm)
RIVA Kr. 4.770,-
Komdu í stærstu húsgagnaverslun landsins og sjáðu
hið mikla fjölbr eytilega úrval húsgagna á verði fyrir alla.
ÞÚ JÞAEFT EKKIAÐ FARAANNAÐ.
BÍLDSHÖFÐA 20 -112 REYKJAVÍK - SÍMI 91-681199
c“|
JROCaRD J munXlán