Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1992, Síða 28
40
MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 1992.
Sviðsljós
Elsa Waage söng Ijóöasöngva við undirleik Jónasar Ingimundarsonar
á fyrstu Ijóðatónleikum vetrarins í Gerðubergi á laugardaginn. Elsa
hefur sungið við Saltsbury Lyric Opera i Massachusetts, Summer Opera
i Washington D.C. og íslensku óperuna. Á tónleikunum söng Elsa lög
eftir Hallgrím Helgason, Emil Thoroddsen, Sibelius, Mahler og Kurt Weill.
Gestir á Ijóðatónleikum í Gerðubergi hlýöa á söng Elsu Waage.
DV-myndir ÞÖK
Viking Brugg hf. stendur þessa dagana fyrir allsherjar bjórhátíð að þýskum
slð. Hátiðin byrjaði á Akureyri á föstudaginn en var opnuð formlega á
höfuðborgarsvæðlnu á laugardagskvöldið með miklum herlegheitum á
Rauða Ijóninu á Eiðistorgi. Meðal gesta var Jón Baldvin Hannibalsson utan-
ríkisráðherra og dóttir hans, Kolfinna. DV-mynd ÞÖK
Meiri háttar hártilboð
Permanent og klipping frá kr. 2.900.
Strípulitanir og klipping frá kr. 1.900.
Pantið tíma í síma 68 22 80.
HÁRSNYRTIST0FA DÚRU 0G SIGGU DÓRU
Ármúla 5
Kringlan er nú opin á sunnudögum og af þvi tilefni er boðið upp á ýmis skemmtiatriði til aö hafa ofan af fyrir
viðskiptavinunum. Á sunnudaginn mátti t.d. sjá afriskan dans. Hér voru á ferðinni Chuka dansarar frá Keníu að
sýna listir sinar. DV-mynd ÞÖK
Sódóma
Reykjavík
Kvikmyndin Sódóma Reykjavík
var frumsýnd í Regnboganum sl.
fimmtudagskvöld aö viöstöddu fjöl-
menni. Myndin er grín- og spennu-
mynd sem fjallar um ungan Breiö-
holtsbúa sem flækist í uppgjör
tveggja glæpagengja.
Góður rómur var gerður að
myndinni á frumsýningunni og
voru aöstandendur hennar ákaft
hylitir. Að því loknu var haldið í
Ingólfskaffl þar sem kvikmynda-
fólkið og frumsýningargestir
skemmtu sér fram undir morgun.
Framleiðandinn, Jón Olafsson, og leikstjórinn, Oskar Jónasson, taka á
móti Helga Björnssyni, sem ieikur eitt aðalhlutverkanna, og konu hans,
Vilborgu Halldórsdóttur.
Aðstandendur kvikmyndarinnar samankomnir í frumsýningarpartiinu í Ingólfskaffi. DV-myndir RaSi
Merming
Ijóðasöngur í Gerðubergi
Um helgina hófust Ijóðatónleikar í Gerðubergi og
er þetta fimmti veturinn, sem Gerðuberg stendur fyrir
slíkum tónlistarflutningi. Að þessu sinni reið á vaðið
Elsa Waage, kontraaltsöngkona, en imdirleikari á
píanó var Jónas Ingimundarson. Á efnisskránni voru
lög efdr Hallgrím Helgason, Emil Thoroddsen, Jean
Sibelius, Gustav Mahler og Kurt Weill.
í upphafl tónleikanna varð nokkur truflun af dugn-
aðarlegum ungum manni með ljósmyndavél, sem gekk
víða um salinn og smellti ljósglömpum sínum ótt og
títt framan í áheyrendur og flytjendur. Ekki er við það
að athuga þótt ljósmyndarar vúji festa tónlistarfólk á
mynd, en ólíkt heppilegra er að gera það eftir tónleik-
ana eða fyrir og þarf það þá engan að trufla.
Efnisvaliö á þessum tónleikum var um margt ferskt
og forvitnilegt. Það var t.d. gaman að heyra nokkur
lög eftir Hallgrím Helgason. í þeim má heyra sjálfstæð-
ar tilraunir með hijómfræði innan ramma sem að
öðru leyti er að mestu hefðbundinn. Því er stundum
haldið fram að ný hijómfræði kalli á samsvarandi
breytingar í öðrum þáttum tónsmíðarinnar. Hér eins
og endranær veldur hver á heldur og tilraunir Hall-
gríms ganga oft vel upp, einkum fyrir vandaða radd-
færslu. Lagið Gamlar vísur hefur skemmtilega hend-
ingaskipan og hijómaði einna best. Lög Emils Thor-
oddsens, Vöggukvæði og Komdu, komdu kiðlingur, eru
klassískar perlur á hvaða mælikvarða sem er og mun
fijórri og betri tónlist en þau sönglög Síbeliusar, sem
næst komu á efnisskránni. Þótt til séu ágæt sönglög
eftir Sibelius er styrkur hans meiri á öðrum sviðum
tónlistar.
Mahler virðist hins vegar nokkum veginn jafnvel í
essinu sínu í sönglögum sínum og öðrum tónsmiðum.
Lög hans sem þarna voru flutt voru mjög myndræn
og skemmtileg.Tónlist Kurts Weills hefur yflrbragð
Tónlist
Finnur Torfi Stefánsson
dægurlaga, en stundum tekst honum að lyfta stílnum
á hærra plan með frumlegri hugkvæmni og voru nokk-
ur dæmi um það á þessum tónleikum eins og í hinu
fræga lagi „Mack the Knife“.
Söngur Elsu Waage var með ágætiun á þessum tón-
leikum. Hún hefur nægilegt öryggi og vald til að leggja
mikið í túlkunina og sýndi hún oft faflega tilþrif. Jón-
as Ingimundarson gerði margt fallegt á píanóið einkum
fyrir hlé.