Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1992, Side 36
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku
frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn-
hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað leyndar er gætt. Við tökum við frétta-
í DV, greiðast 3.000 krónur. skotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Askrift - Dreifing: Síml 63 27 00
Stórmótið 1 Tilburg:
Margeir
vann
Jóliann
Margeir Pétursson vann fyrri
skákina í einvígi við Jóhann Hjartar-
son í 2. umferð á stórmótinu í Til-
burg í gær og nægir jafntefli í seinni
skákinni í dag til að komast áfram.
Margeir hafði hvítt í drottningarind-
verskri vörn og knúði Jóhann til
uppgjafar eftir 50 leiki.
Teflt er með útsláttarfyrirkomu-
lagi og hófu 96 skákmenn keppni.
Jóhann og Margeir tefla einir íslend-
inga á mótinu og réð tilviljun því að
þeir drógust saman.
í fyrstu umferð vann Margeir
Júgóslavann Krnic 1,5-0,5 en Jóhann
vann úkraínska stórmeistarann
Novikov 3-1 eftir að hafa tapað fyrstu
skákinni. Hann jafnaði á elleftu
stundu í seinni skákinni og vann síð-
an tvær atskákir í bráöabana með
miklumtilþrifum. -JLÁ
Þremurbjargað:
Sá hönd slá
í sjóinn
Þremur mönnum var bjargað af
hraðbáti á fostudagskvöld í hafnar-
mynninu í Reykjavík. Það var Pétur
Kristjánsson, skipstjóri á hafnsögu-
bátnum Magna, sem dró mennina
upp úr sjónum.
„Við vorum að fara út með rúss-
neskum togara um tíuleytið á fostu-
dagskvöld. Ég renndi á eftir togaran-
um en þegar hann var kominn út úr
hafnarmynninu sá ég eitthvaö þrí-
hyrnt upp úr sjónum og ég hélt fyrst
að það væri seglbretti, en eitthvað
fannst mér skrítið við þetta svo ég
kveikti á kastaranum. Þá sá ég hönd
slá í sjóinn og síðar stefni bátsins upp
úr sjónum. Mennirnir þrír hrópuðu
og kölluðu á hjálp og ég náði þeim
upp með erfiðismunum. Þeir voru
kaldir og þrekaðir og einn þeirra var
eldri en hinir. Á meðan töldu þeir
kjark hver í annan. Þegar þeir komu
upp voru þeir blautir og þungir.
Björgunarsveitin kom síðan og sótti
bátinn. Mennimir voru allir bara á
peysunni og enginn þeirra var í
björgunarvesti," sagði Pétur.
Það hefði ekki verið neitt framund-
an hjá þeim ef Pétur hefði ekki séð
þá. Það var algjör hending að það var
einhver skipaumferð þama á þessum
tíma. Dælan, sem Reykjavíkurhöfn
gaf Slysavarnafélaginu, kom sér
-r mjög vel við að dæla upp úr bátnum.
Þess má geta að mennimir em grun-
aðir um ölvim. -em
LOKI
Kemur Alþýðubandalagið
gult, bláttog marið
út úr sænsku tillögunum?
Hef séð svona
tillögur áður
„Ég hef áöur séð svona tillögur
frá Alþýðubandalaginu sem hafa
verið dálítið sérkennilegar," sagði
Davíö Oddsson forsætisráðherra er
DV spurði hann hvort hann væri
tilbúinn að setjast tii viðræðna við
Alþýðubandalagið um nýjar tillög-
ur þess um úrræði í efnahags- og
atvinnuxnálum sem kynntar verða
í dag.
Alþýðubandalagiö boðar breytta
stjómarandstöðu nú. Forystu-
menn þess leggja áherslu á að
hætta „skotgrafahemaði" en um-
ræddar tillögur verði grundvöllur
umræðna milh allra stjómmála-
flokka í landinu, þar sem þeir
mætist á jafnréttisgmndvelli og
taki á málunum.
„Ef ég ætti að vænta einhvers af
þessum tillögum þá hljóta þær að
vera gjörbreyttar frá því sem Al-
býðubandalagið hefur talað á þing-
inu,“ sagöi Davíð. „Það hefur verið
algjörlega óábyrgt tal allt saman
um aö halda öllum útgjöldum í
toppi.
En mér finnst ágætt ef þeir hafa
áttað sig á þvi að tilburðir þeirra í
stjómarandstööunni hafa ekki ver-
ið mjög boðlegir og hafa ekki geng-
ið upp. Ég er sammóla þeim í því.
En ég hef ekki heyrt um þetta,
annað en það að þeir tilkynna þetta
á einhveijum fundi, sem maður
heyrir svo af frá fréttamamú. Mér
finnst vera áróðursbragur að því
aö tilkynna þetta með þeim hætti.“
-JSS
Eftir björgunina frækilegu á föstudagskvöld. Kristján Magnússon, Einar örn, Pétur Kristjánsson og Unnur María
Sólmundardóttir. DV-mynd S
Umhverfisskattar í stað aðstöðugjalds
Þingflokkur Alþýðubandalags vill um verði veittar rýmri heimildir en verði tekið upp. Með slíkum skatt-
að sveitarfélögum verði heimilað að hingað til að nýta ýmsa hefðbundna breytingum megi ná 6 milljörðum
leggja umhverfisskatta á bifreiðar, tekjustofna. í efnahagstillögum inn í ríkissjóð og skapa atvinnutæki-
eldsneyti og fleira en fella í staðinn flokksins, sem kynntar verða í dag, færi fyrir allt að 1800 manns. - Sjá
niður aðstöðugjöld. Þá telja Alþýðu- er gert ráð fyrir að fjármagnstekju- nánar á bls. 4.
bandalagsmenn rétt að sveitarfélög- skattur og hátekjuþrep í tekjuskatti -kaa
Veörið á morgun:
Snjókoma
norðan
heiða
Á hádegi á morgun verður
norðlæg átt, víöast allhvöss eða
hvöss. Snjókoma norðan heiða en
skýjað með köflum fyrir sunnan.
Kalt verður í veðri.
Veðrið 1 dag er á bls. 44
vegfarandi
lést í slysi
Rétt tæplega fertugur maður lést
eftir umferðarslys á móts við Hverf-
isgötu 67 stuttu eftir miðnætti að-
faranótt sunnudagsins. Maðurinn
var fótgangandi á leið yfir götuna að
því er talið er þegar hann varð fyrir
fólksbíl sem ekið var inn Hverfisgöt-
una austan Frakkastígs.
Sá sem fyrir bílnum varð var ein-
samall á ferð og lést stuttu eftir slys-
ið. Lögreglan í Reykjavík átti eftir
að yfirheyra ökumann og vitni að
slysinu í morgun og því óljóst ennþá
með málsatvik, svo sem það á hve
miklum hraða bifreiðin var þegar
slysiðvarð. -ÓTT
Leitað að 154
Landhelgisgæslan og Slysavama-
félag íslands hófu í morgun eftir-
grennslan vegna 154 tonna netabáts,
Kristbjargar VE 901, sem ekki hafði
tilkynnt sig til Tilkynningaskyld-
unnar frá því á laugardagskvöld.
Um það bil sem veriö var að senda
Fokkervél á loft til leitar í morgun
komu þær fréttir frá Færeyjum að
báturinn væri nýbúinn að legga það-
an úr höfn. Fjórir menn eru í áhöfn
Kristbjargar. -ÓTT
Spilavítismálin
tilRLRídag
ElduríHöftimn:
Grunur um íkveikju
-em
ÖFennei
Reimar og reimskífur
VóulHen
SuAurlandsbraut 10. S. 680499.
4
4
4
RLR tekur í dag við rannsókn svo-
kallaðra spilavítismála sem upp
komu í Súðarvogi og Ármúla um
helgina. Rannsóknardeild lögregl-
unnar í Reykjavík annaöist frum-
rannsókn. Hún var langt komin þeg-
ar ákveðið-var aö RLR tæki máhö
yfir. Ástæðan er að meint brot
ábyrgðarmanna spilavítanna varða
við almenn hegningarlög. - Sjá nánar
ábls.2. -ÓTT
Eldur kom upp í litlu timburhúsi
við Réttarveg í Höfnum aðfaranótt
laugardags. Grunur leikur á því að
kveikt hafi verið í húsinu sem staðið
hefur autt í þónokkum tíma.
Slökkviliðið í Keflavík kom á staðinn
og tókst að ráða niðurlögum eldsins.
Húsið skemmdist töluvert í eldinum.
Grunur leikur á að um íkveikju hafi
verið að ræða en lögreglan hefur
engar vísbendingar um hver hafi
staðið að verkinu. Engin raflögn var
í húsinu.
4
\