Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1992, Blaðsíða 10
10
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1992.
Útlönd
Bók þarf ekki að
kosta 2.000 krónur
til að vera góð.
bara á þessa hér -
790
kostar aðeins kr.
(ogennþá minna í áskríft!)
eftir
Charles
KING
Hálfbróðir Hannibals Lecters?
Nei. En sumum finnst hann
ótrúlega líkur honum.
NY URVALS
SPENNUSAGA
uRVALS
Á næsta sölustað
eða í áskritt í síma 63 27 OO.
Kínverskar konur syrgja ættingja sína sem létu lífið i mesta flugslysi Kína
í gær. Simamynd Reuter
Brian Davis selavinur ætlar að berj-
ast gegn hugmyndum um auknar
selveiðar við Nýfundnaland.
Símamynd Reuter
Nýfundnaland:
Bannaðaðveiða
seli til að bæta
upp þorskbann
Alþjóðadýraverndarsjóðurinn ætl-
ar aö beita sér fyrir banni við aukn-
um selveiðum Nýfundlendinga. Hug-
myndin var að selveiðarnar kæmu
að nokkru í staðinn fyrir þorskveiðar
sem hafa verið stöðvaðar tímabundið
vegna ofveiði.
Stjórn Kanada hefur þegar brugð-
ist við þessum tíðindum og segir aö
auknar selveiðar verði ekki leyfðar.
Vemdunarsinnar segja að bannið
verði vart varanlegt því mikill þrýst-
ingur verði á kanadísku stjómina á
næstu mánuðum vegna atvinnu-
ástandsinsáNýfundnalandi. Reuter
Villa I útreikn-
ingi á þorsk-
kvótanum
Ákveðið er að leyfa þorskveiðar að
nýju í Kattegat eftir að hafrann-
sóknastofnunin í Gautaborg viður-
kenndi að veiðibann hefði verið
byggt á villu í útreikingi á veiðum
úr núverandi kvóta Svía á hafsvæð-
inu.
Veiðum var hætt þann 16. nóvemb-
er en nú hefur komið á daginn að
veiðamar voru ofreiknaðar um 200
tonn og því óhætt að veiöa þau tonn
en eftír það verður miðunum lokað.
TT
141 maöur fórst meö kínverskri þotu:
Mesta slys í
f lugsögu Kína
Kínversk farþegaþota af gerðinni
Boeing 737 fórst í fjallahéraöi í suður-
hluta Kína í gær og óttast er að allir
sem voru um borð, 141 maður, hafi
farist. Þetta er versta flugslys í sögu
farþegaflugs í Kína.
Flugvélin sprakk í loft upp þegar
hún hrapaði um 30 kílómetra suð-
austur af borginni Guilin, að sögn
þorpsbúa sem voru í nánd við slys-
staðinn.
Þeir sögðust hafa heyrt eina
sprengingu og síðan tvær til viðbótar
þegar vélin flaug á fjallshlíð. Brak
úr henni þeyttist yfir akurlendi og
bóndabæi, eyðilagði nokkrar bygg-
ingar og særði að minnsta kostí einn
bónda.
í flugvélinni, sem var á leið frá
Guangzhou í suðurhluta landsins til
Guilin, voru 133 farþegar og 8 manna
áhöfn. „Við óttumst að enginn hafi
komist lífs af,“ sagði bóndi einn á
slysstað.
Tiu útlendingar voru um borð í
flugvélinni, þar á meðal tveir Spán-
veijar og einn Kanadamaður.
Haft er eftír flugumsjónarmönnum
í Guilin aö véhn hafi lækkað sig of
snöggt í aöflugi að Guilinflugvelli.
Ekki er vitað hvers vegna. Þorpsbúar
sögðu að þoka hefði verið um morg-
uninn en embættismenn vildu ekki
vera með neinar getgátur um orsakir
slyssins.
Þorpsbúar höfðu það eftir lögregl-
unni að flugritínn, eða svartí kass-
inn, hefði ekki enn fundist.
Reuter
Díana prinsessa
sendirblómá
sjúkrabeð
Díana prinsessa hefur sent
blóm og heillaóskir til Karenar
Braithwaite, ellefu ára gamallar
breskrar stúiku sem liggur fyrir
dauðanum vegna óiæknandi
krabbameins í heila.
Ðíana hefur sýnt þessari stúlku
sérstakan áhuga og hvatt fólk til
að láta fé af hendi rakna svo að
hún þurfi ekki að þjást í dauða-
stríðinu. Bretar taka einnig til
þess að Díana sinnir liknarmál-
um af enn meira kappi en áður
og ávinnur sér ómælda aðdáun
þjóðar sinnar.
Samtök kvenna
umaðreka
Kennedy-Smith
úrvinnu
Konur við háskólasjúkrahúsiö
í Nýju-Mexikó hafa bundist sam-
tökum um að reka William
Kennedy-Smith úr stööu læknis
við sjúkrahúsið. William var
mjög umtalaður fyrir réttu ári
þegar hann var grunaður um að
hafa nauðgað ungri konu á
sveitasetri Edwards frænda síns.
Willíam var sýknaður af ákær-
unni en konumar segja að hann
hafl þar notið kynferðis sins, ætt-
emis og frægðar. Hann sé því
sekur um nauðgun þótt karlmað-
ur í dómarasætí haldi annað.
Karaoke-söngur
varðsextán
mannsaðbana
Sextán þátttakendur 1 karaoke
söngkeppni i Taipei, höfuðborg
Tævans, biðu bana er mikill eld-
ur braust út. Ekki liggur ljóst fyr-
ir hvernig slysið bar að höndum
en búið er að handtaka leigubíl-
stjóra sem grunaöur er um að
hafa þaggað niður í fólkinu.
Reisaóperuhús
viðhöfninaí
Cardiff
Frumvarp liggur fyrir breska
þinginu um að reist verði nýtt
óperuhús í Cardiff. Því er ætlaður
staður við gömlu höfnina sem nú
er reyndar aflögð vegna fram-
burðar í Bristolílóa.
Hugmyndin er að reisa hús fyr-
ir 60 milljónir punda eða fimm
og hálfan milljarð íslenskra
króna. Húsið á að taka 2.000
manns í sæti.
Japanirokraá
Neytendafélög á Bretlandseyj-
um eru að láta rannsaka hvort
helstu framleiöendur tölvuleikja
1 Japan okri á framleiðslu sinni.
Nintendo og Sega ráða ríkjum á
þessura markaði og leikur grun-
ur á að fyrirtækin leggi óhóflega
tnikið á bæði leiki og tæki í skjóli
lítillar samkeppm á markaðnum.
sækraðMario-
bræðrum
Nýjasta tölvuleikjaæðið er leik-
ur með undrafljótum broddgelti
aö nafni Sonie. Hann er helsta
tromp fyrirtækisins Sega sem
hefur náö ura 70% af leikjamark-
aðinum. Gölturinn saxar nú ört
á vinsældir Marios og Luigi,
bræðranna frá Nintendo. Talið
er að tölvuleikir taki til um helm-
ings af leikfangasölu í heiminum.