Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1992, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1992, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1992. 17 Menning Draugagangur í Hafnarfirði Draugar hafa ekki verið tíðir gestir í ís- lenskum barnabókum, og þeir sem hafa bar- ið upp á hafa ekki allir verið sérstaklega ís- lenskir. Gott ef það hafa ekki aðallega verið gagnsæir bíómyndadraugar með lak utan um sig og sögðu úhú, svo vitnað sé óbeint Bókmenntir Silja Aðalsteinsdóttir til bókarinnar sem hér um ræðir. En hann Móri, sem Elsa kynnist í sögu Kristínar Steindóttur, Draugar vilja ekki dósagos, er alíslenskur, fæddur um miðja öldina sem leið, dáinn 1864 eða 1865, hann man það ekki lengur, sem ekki er von. Ástæðan til þess að hann liggur ekki kyrr í gröf sinni er sú að hann á enga gröf. Þetta var niðursetningur, vannært unglingsgrey sem dó úr pest um hávetur, var huslaður í túninu og það gleymdist að jarða hann í vígðri mold þegar frost fór úr jörðu. í heila öld og fjórðungi betur hefur hann kúrt milli þils og veggjar, fyrst í gamla bænum, svo í timburhúsinu sem reis á rústum hans, en þegar nútíminn flyst þangað inn með Elsu og foreldrum hennar flæmist hann úr felustað sínum und- an óþolandi hávaða í bleika kassettutækinu og öllum hinum kössunum. Foreldrar Elsu kaupa stóra gamla húsið í Hafnarfirði í bókarbyijun til þess að amma getí búið hjá þeim, en amma deyr daginn sem þau flytja inn í það. Elsa var ákaflega hænd að ömmu sinni og er harmi slegin, enda hef- ur enginn tíma til að hjálpa henni yfir sinn mikla missi. Kannski gerir sorgin Elsu svo næma og viðkvæma að Móri getur nálgast hana; altént sér hún hann í fyrsta skipti nóttina eftír jarðarfórina. Foreldrar hennar skýra furðusögur hennar af draugnum í húsinu sem sorgarviðbrögð og sýna henni skilning eins lengi og þau geta. En hvað ger- ir maður þegar allt er brotíð og bramlað í stofunni og bamið manns kennir bara hús- draugnum um? Þetta er óvenjuleg saga sem víkkar landn- ám bamabókmennta okkar. Kristín Steins- dóttir undirbyggir hana vel og gerir hana sannfærandi með traustri umhverfislýsingu og persónusköpun. Margar aukapersónur lifna á örfáum dráttum, til dæmis bekkjar- systur Elsu, Vilborg og Anna Lilja, Bjössi litli í kjallaranum, Tóta frænka og sálfræð- ingurinn. Sighvatur öskukarl verður manni svo hugstæður eftir að hann leitar að Móra um allt hús fyrir Elsu í frábærum kafla, að manni finnst slæmt að fá ekki að hitta hann aftur. Foreldrar Elsu eru dæmigert nútímafólk, velviljað en stressað af of mikilli vinnu, hún hjúkrunarkona sem niðurskurður í heil- brigðiskerfinu bitnar á, hann smiður og fé- lagi í Kiwanis. Amma hefur alltaf verið til taks fyrir stelpuna með heitt kakó (kannski er hún dæmigerðari langamma en amma?). Elsa er ákveðin, dugleg og skapmikil ellefu ára stelpa sem reynir að komast yfir ótta Kristín Steinsdóttir. Skemmtilegur stíll og myndrænn. sinn við þessa undarlegu reynslu þegar eng- inn vill trúa henni. Mesta vinnu hefur höfundur lagt í Móra sem er sjálfum sér samkvæmur á sama þver- stæðukennda hátt og nafnar hans í íslensk- um þjóðsögum. Hann getur bæði verið sýni- legur og ósýnilegur, þó ekki alveg að vild, hann er loftkenndur þegar reynt er að snerta hann, en þó festíst við hann skítur og hann getur tekið á, hann er meira að segja naut- sterkur. „Einkennilegast af öllu var samt augnaráðið. Hún horfði ekki bara inn í augun á honum heldur líka í gegnum þau og sá allt sem var hinum megin við hann.“ (34) En þessi þokukenndu augu geta verið full af sorg. Móri talar við Elsu og fræðist um nútím- ann, en hún fræðist líka. Gegnum hann lær- ir hún að ekki er allt sem sýnist; auðar tótt- ir reynast vera byggðar fjölda fólks, venjuleg klettaborg er í raun og veru álfakirkja. Smám saman lærir hún ómetanlega lexíu um um- burðarlyndi og mannúð - um leið og hún vinnur úr sorginni eftir ömmu sína. Kristín Steinsdóttir skrifar óvenju- skemmtilegan stíl, myndrænan, þéttan og hraðan á yfirborðinu - það er alltaf eitthvað að gerast - en um leið öfgalausan og smekk- legan. Samtölin eru lifandi, maður heyrir þau um leið og lesið er. Þetta er merkilega fordómalaus saga, gædd djúpum skilningi á fortíð og nútíð. Frágangur á texta bókarinnar er til fyrir- myndar en ég er ekki sátt við ytra útiit. Það kemur fram í texta að Elsa er með hár sem hægt er að flétta en stelpan á kápumyndinni er stuttklippt. Húsið er alveg afleitt og garð- urinn (engin tré). Káputextinn er góður fram að síðustu setningunni. Það getur vel verið aö Kristín sé „okkar allra fremsti barnabóka- höfundur" en slíkt er erfitt að sanna og svona setning flokkast undir útgefendadramb sem er ekki í stíl við söguna. Kristin Steinsdóttir: Draugar vilja ekki dósagos. 124 bls. Vaka-Helgafell 1S92. Afmælisrit Magnúsar Stefánssonar Afmælisrit eins og þetta eru í eðh sínu fjöl- breytt. Kunningjar afmæhsbams og vinir skrifa hver um sitt áhugamál. Hér skrifa 10 fræðimenn um fornar bókmenntir og sagn- fræði. Þeir virðast helst eiga það sameigin- legt að hafa verið íslenskulektorar í Björg- vin, flestir hveijir, en þar kennir Magnús sagnfræði við háskólann. Annars eru því miður engar upplýsingar um hann í ritinu og hefði ekki verið verra að hafa mynd af honum, svo sem oft tíðkast í shkmn ritum. Hins vegar eru hér helstu upplýsingar um greinahöfunda. Þótt rit þetta fari eðlilega á tvist og bast eru stundum tengsl núlh greina. Agnes Ar- nórsdóttir skrifar um konur og stjórnmál á þjóðveldisöld en Jón V. Sigurðsson um stöðu barna og gamalmenna á sama tíma. Þama em hinum valdalitla meirihluta þá gerð nokkur skil. Helga Kress skrifar greinina „Gægur er þér í augum“, sem sýna á hvemig konum sé markaður bás með glápi karla þegar í íslend- ingasögunum. Helga tínir saman mörg dæmi sem fróðlegt er aö lesa en hér hefði til saman- burðar þurft að koma fram hvort konur séu jafnan kynntar til sögu með því að sýna hvemig þær birtist körlum og enn frekar hefði þurft að víkja að þvi til samanburðar hvemig karlar em kynntir til sögu. Reyndar Bókmenntir Örn Ólafsson er þetta lágmarkskrafa um fræðileg vinnu- brögð. Böðvar Guðmundsson er skáld að aðal- starfi en kemur hér á óvart fram sem vand- virkur fræðimaður. Hann ræðir þær kenn- ingar sem fram hafa komið um hver hafi samið Orkneyingasögu og sýnir fram á að það var norskur klerkur, skv. sömu heimild- um og eru fyrir því að Snorri Sturluson hafi samið Heimskringlu. Vhji íslenskir þjóðem- issinar gera hið síðartalda trúlegt þá er þeim hest að rengja ekki hið fyrrtalda. Hér em líka skynsamlegar vangaveltur um óljós mörk íslenskrar þjóðar og norskrar á mið- öldum. Björn Teitsson gefur yfirht um rannsóknir sem hann stundaði ásamt Magnúsi og mörg- um öörum sagnfræðingum á byggðaþróun (aðallega á eyðingu byggða) á Norðurlöndum á síðmiðöldum. Þessi rannsókn var eins- dæmi um velheppnað alþjóðlegt samstarf sagnfræðinga um sameiginlegt verkefni skv. Birni. Frásögn hans er glögg og fróðleg. Nokkuð víkur Bjöm að vangaveltum fræði- manna um byggðaeyðingu víðar í Evrópu á sama tíma en það efni hefði þurft að rekja ítarlegar. T.d. hefi ég séð þá kenningu að landbúnaðarkreppa af markaðssveiflum hafi valdið meiru en svartidauði um byggðaeyð- ingu í Vestur-Evrópu og hefði vhjað sjá rök- ræður um slík efni. Gunnar Karlsson fjallar um það merkhega efni að hvaða marki Alþingi íslendinga hafði löggjafarvald eftír aö landið varð skattland Noregskonungs 1262. Fyrri fræðimenn hafa næsta einróma tahð að í fjórar aldir, fram að einveldinu, hafi Alþingi haft löggjafarvald th jafns við konung. En Gunnar fer í sau- mana á heimhdum og sýnir fram á að þetta verði ekki af þeim ályktað. Helgi Þorláksson fjahar um þá frásögn Sturlungu að Sturla Sighvatsson hafi látið gera virki viö bæ sinn Sauðafeh árið 1225 og skýrir þetta út frá samgöngum og póhtískum sjónarmiöum. Þetta er fróðleg grein og vel rökstudd. Ég saknaði þess eins að Helgi skyldi ekki fjalla um hið dularfulla Borgar- virki út frá þessu, þó ekki væri nema til að ræða hvort þessi umfjöllun getí varpað ein- hveiju ljósi á það. Tryggvi Gíslason rökræðir ýmsar skýring- ar á ömefninu Hörgárdalur og kemst að sannfærandi niðurstöðu; að fjöllin sem setja svip á dalinn hafi heitið Hörgar og dalurinn eftír þeim Hörgadalur. Kolbrún Haraldsdóttir ræðir helstu kenn- ingar um samband Egilssögu við konunga- sögur, svo og hvað af því sambandi megi álykta um ritunartíma sögunnar. Ekki skal hér dæmt um niðurstöður Kolbrúnar að öðru leyti en því að mér sýnist svo grandvarleg skoðun gott framlag til að leysa úr þessum merku ágreiningsefnum. Már Jónsson skrifar um lista Stóradóms yfir sautján konur forboðnar karlmanni vegna skyldleika hans eða mægða við þær. Hann reynir að finna uppruna þessa hsta sem kom úr Kristinrétti frá 13. öld inn í Stóradóm sem fyrir bragðið varð nokkru mildari en sambærheg löggjöf í Danmörku og Noregi. Ekki er rúm th að ræða þetta safnrit frekar en væntanlega sjá lesendur DV af þessu að þetta er fróðleg bók öllum áhugamönnum um íslenskt þjóðfélag og bókmenntir th forna, að sönnu ékki yfirhtsrit en þeim mun meira landvinningarit. Yfir íslandsála. Afmælisrittil heiðurs Magnúsi Stef- ánssyni sextugum. Sögufræðslusjóður 1991, 177 bls. Vinur Errósá Kjarvals- stöðum Sýning á verkum franska mynd- hstarmannsins Jean-Jacques Lebel var opnuð á Kjarvalsstöðum á laugardag. Verkin eru frá árunum 1958 th 1963 annars vegar og 1982 th 1990 hins vegar. Lebel er gamah vinur og skóla- bróðir hins íslenska Errós. Frans- maðurinn hefur verið tahnn bæði frumlegur og djarfur hstamaður enda einn af upphafsmönnum gerninga og uppákoma í evrópskri hst á sjöunda áratugnum. Þetta kúnstuga listaverk er meðal margra sem sjá má sýningu franska myndlistarmannsins Jean-Jacques Lebel á Kjarvalsstöðum. Ekki var annað að sjá en það vekti forvitni viöstaddra. Alfreð Guðmundsson, fyrrum forstöðumaður Kjarvalsstaða, Guðrún Árnadóttir, Katrin Ágústsdóttir og Stefán Halldórsson voru meðal gesta við opnun frönsku myndlistarsýningarinnar. DV-myndir ÞÖK Sviðsljós

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.