Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1992, Blaðsíða 28
48
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1992.
Menning
Litríkar persónur
Þessi skáldsaga segir frá íslenskri fjöl-
skyldu allt frá því um 1920 og fram á síðustu
ár. Þarna birtast þrjár kynslóðir eða öllu
heldur íjórar, sögumaður er af þeirri yngstu.
Þetta eru litríkar persónur, eins og vænta
mátti af höfundi. Afinn hafði verið hand-
genginn Einari Ben. og er gagntekinn af
hugsjón aldamótakynslóðarinnar sem hér er
orðuð svo kaldhæðnislega að hún snúist bara
um að græða mikla peninga hratt. En þann-
ig orðuö er hugsjónin það sem allar kynslóð-
Bókmenntir
örn Ólafsson
imar eiga sameiginlegt. Einnig hitt að bæta
sér ófarimar með brennivíni. Nú munu ein-
hverjir segja að aldamótakynslóðin hafi svo
sannarlega átt aðrar og háleitari hugsjónir.
En einmitt skógræktaráhuginn er mestur hjá
helsta svindlaranum og brennivínsberserkn-
um af miðkynslóðinni, fóður sögumanns.
Andblær tímans
Ekki er ástæða til að rekja söguþráð en hér
birtast lifandi persónur, hver meö sinn sér-
kennilega talanda og hegðun, sem getur ver-
ið mjög ýkt, en hins vegar em hugðarefni
þeirra dæmigerð fyrir hverja kynslóð. Þar
■ vil ég sérstaklega nefna ættfræðinginn Geira,
sem fæddist fyrir miðja 19. öld, og Fúsa parta-
sala yngra, sem sífellt fjargviðrast yfir vit-
leysunni og sóuninni í þjóðfélaginu, eins
konar holdgervingur lesendabréfa dagblað-
anna. Fúsi eldri er einfari um fjöll og einræð-
iðssinni, gott ef ekki nasisti, Bárður sonur
hans stríðir honum svo, mynd beggja skerp-
ist viö andstæðumar. Þetta em oft skemmti-
legar skrípamyndir en hitt skiptir þó meiru
að saman mynda þessar persónur eins konar
heildarmynd af íslensku samfélagi. Stíllinn
er ekki eins kaldhæðnislegur og í fyrri sögum
Einars, heldur blæbrigðaríkari lýsingar,
ýmist dapurlegar eða gáskafullar, jafnvel
viðkvæmnislegar. Á móti drykkjuskap karl-
manna kemur t.d. að húsmóðir leggst í rúm-
ið og flýr vonbrigði sín inn í danska rómana
en krakkastóðið verður að ganga sjálfala.
Úr þeirri öskustó rís svo kolbítur, alveg eins
og í ævintýrunum, fríður og drengilegur
íþróttamaður sem gerir ísland frægt erlendis
og giftist prinsessunni (fegurðardrottningu).
En það er rökrétt framhald af þessu að hann
verður óhugnanlegur viðskiptahákarl sem
einskis svífst í fégræðginni. Aðrir sigurveg-
arar em ekki síður takmarkaöir, svo sem
aflakóngurinn sem ekkert getur annað en
aflað, síst notið fengsins, feiminn og öryggis-
laus utan lúkars. Þetta stef er í margvíslegum
tilbrigðum en allt samstillt í áhrifaríka heild
sem sækir á mann löngu eftir lestur.
Einar Kárason hefur skapað litríkjar og lif-
andi persónur í Heimskra manna ráð.
Stundum birtast í fjölmiðlum yfirborðsleg-
ar ásakanir í garð fyndinna höfunda um að
þeir séu svo dæmalaust yfirborðslegir. Þessi
bók afsannar það enn einu sinni, upp af drep-
fyndnum frásögnum rís óhugnanleg heildar-
mynd af því hvemig mannshugsjón íslend-
inga eyðileggur líf þeirra, skilur eftir andlega
bæklað fólk og hálft.
Frásöguháttur er nokkuð annar en í Eyja-
sögum Einars, nokkuð módem. Fyrirvara-
laust er stokkið milli viðtals, þar sem viðmæ-
landinn einn heyrist, yfir í 1. persónu frásögn
og i ópersónulegri frásögn, sem rekur sögu-
sagnir, er eins konar almannarómur. Þá er
stutt yfir í goðsögur en miklu minna ber á
þeim hér en í Eyjasögunum, það er helst fyrr-
greind sameiginleg hugsjón. Annars hefst
sagan í miðjum kliðum, sögumaður er að
kanna rætur sínar. Framan af eru því helstu
persónur þjóðsagnakenndar en smám saman
öðlast lesandi skilning á samhenginu í gegn-
um starf sögumanns. Þetta heldur uppi
spennunni.
Þessi saga minnir auðvitað mikið á Eyja-
sögur Einars. En hún minnir ekki síður á
t.d. Hversdagshölhna eftir Pétur Gunnars-
son, íslenska drauminn eftir Andra Thors-
son, jafnvel Skuggabox Þórarins Eldjáms.
Þetta er mikiö vegna sameiginlegs efniviðar,
allar þessar sögur segja frá hópi einstaklinga
af þremur kynslóðum eða fleiri, allar segja
frá fyrirheitum og ósigrum, ahar era þær
með nokkrum hætti íslenskt þjóðfélag í hnot-
skum. En vissulega era þessar sögur hver
með sínum hætti og allar ánægjuleg og auðg-
andi lesning.
Einar Kárason:
Heimskra manna ráð.
Mál og menning 1992.
233 bls. 16.11. 1992.
Hafið
Hafið snýst um járnkarhnn Þórð útgerðarmann, sem
„elskaði þilíor“, og bömin hans. Hann er bundinn við
hjólastól eftir að hann fékk blóðtappa. Þórður býr í
sjávarplássi og kahar á bömin sín um áramót til að
tilkynna þeim að hann geri þau arflaus en hins vegar
fái Bergur sjómaður, uppeldissonur hans, aht eftir sinn
dag.
Skítapakk
Þórður hefur ekki fengið hlýlegt uppeldi frá hendi
Kötu móður sinnar. Þau era orðljót og hranaleg bæði;
svo er einnig um böm Þórðar sem era þjösnar hinir
mestu, oröhákar, þjófar og lygarar. Öll fjölskyldan
virðist vera meö blótsyrði og hægöir á heilanum. Kata
segir m.a.:...ekki þurfti það að kvarta yfir harðlífi,
helvítis brækjan lak úr rassgatinu á því“ (10). Það er
því eðhlegt að Þórður taki fram að móðir hans verði
skeind þegar hún deyr (19). Annars gefur Þórður skít
í fólk (49) og býður Ágúst son sinn velkominn heim
frá námi erlendis með þvi að segja: „Æth honum sé
það of gott að reka við af þrumara...“ (28). Haraldur,
elsti sonur Þórðar og forstjóri útgerðarfyrirtækisins,
segir Bergi að éta skít (24). Ragnheiður, elsta dóttir
Þórðar, er óánægð með ljóð Hjördísar systur sinnar,
karlahatarans og segir um þau: „Eftir fáeinar síöur
af þeirri gaddvírstussulýrík þeysa niður af mér hægð-
imar“ (56). Ekki er hún heldur stolt af námsafrekum
Haraldar bróður síns: „Þú skeist meira að segja í bux-
umar þennan eina vetur sem þú fórst í Samvinnuskól-
ann..." (68). Jón, bróðir Ragnheiðar, er ekki ánægður
með íburðinn í kvikmyndafyrirtæki hennar og segir
Úr uppsetnlngu Þjóðleikhússins á Hafinu.
um það: „Þið skítiö ekki með skraufþurra rassga-
tinu“ (36). Þeim stöðum, sem hann hefur flogið th á
vegum Rauða krossins, lýsir hann sem löndum „þar
sem fólk drekkur úr sér hlandið" (49). Ágúst lýsir freð-
fiski sem „togaradrullu" (46) og telur mág sinn hafa
verið með drullu (37) þegar hann er sagður hafa verið
á klósettinu. Áslaug, kona Haraldar, lýsir sjávarpláss-
inu sem þau búa í sem rassgati (22).
Þjófar
Það kemur fram í leikritinu að áöur en það hefst
hefur Ragnheiður stohð frímerkjasafni foður síns sem
er tveggja mihjóna króna virði. Jón hefur stohð mynt-
safni hans. Ágúst hefur haft fé út úr fóður sínum með
því að ljúga því að hann sé í námi tengdu fiskveiðum
en ekki bókmenntum eins og raunin er. Við upphaf
verksins fær Haraldur móðursystur sína, sambýhs-
konu Þórðar, til að skrifa upp á víxh fyrir sig, sem
hún heldur að standi í sambandi við íbúðakaup henn-
ar. Þegar Þóröur deyr sjáum við Jón stela Kjarvalsmál-
verki og sjónauká, Ragnheiður stelur borðsilfrinu,
stofuklukku og standlampa, Haraldur stelur postul-
ínsglösum, heiðursmerkjum og verðlaunapeningum.
Bókmenntir
Árni Blandon
Ágúst stelur leðurinnbundnu bókunum. Og ef Hjördís
hefði getað stungið flyglinun niður í tösku hefði hún
líklega stohð honum þvi faðir hennar vhdi ekki eign-
ast dætur.
Það er sem sé ekki miklum heiðarleika fyrir að fara
í þessu verki. Kata vih meina að Kristín hafi drepið
systur sína með því að stela Þórði frá henni. í ljós
kemur að Þórður er faðir Maríu, dóttur Kristínar.
María vih sifjaspehssamband við Ágúst. Kata segir við
Kristínu: „... þú ferð th helvítis" (80). Þegar Ágúst
flýr frá Maríu segir hún: „Ég vona að þú fáir aldrei
annað að éta en svínakjöt í helvíti" (81).
Margar raddir
Aftan við Hafið er ritgerð úr leikskrá Þjóðleikhúss-
ins eftir Gísla Pálsson. Hann telur að í Hafinu ómi
margar raddir eins og í Fjórum kvartettum eftir
T.S.Ehot. Eliot skrifaði engin stórverk fyrir leikhús
og líklega væri Ólafi Hauki hohara að lesa minna af
Eliot en lesa betur verjí Shakespeares, Chekovs og
Æskhosar ef hann vih semja margradda verk þar sem
sársauki og fjölbreytni era bundin fágaðri og hstrænni
hlutum en þjófnuðum og þarma-kveini.
Haflð, 85 bls.
Ólafur Haukur Sfmonarson
Forlagið, 1992
íbúarnir í þorpinu hennar Bellu gera góðlátlegt grín að henni vegna
lestraráhuga hennar.
Sam-bíóin: - Fríöa og dýriö: ★★★
Ævintýrið sem
aldrei eldist
Það eru margir sem hafa einhvern tímann á lífsleiðinni lesiö ævintýrið
um Fríðu og dýrið, fahegu ungu stúlkuna og samskipti hennar við for-
ljótt dýr sem er í raun prins í álögum. Ævintýri þetta hefur löngum heih-
að snjalla sögumenn, kvikmyndagerðarmenn og síðan lesendur og áhorf-
endur, enda inniheldur það aht það sem þarf að prýða gott ævintýri.
Árið 1946 gerði franski leikstjórinn Jean Cocteau leikna útgáfu af ævin-
týrinu þar sem hann fór að vísu eigin leiðir en skapaði samt einstaklega
fallegt meistaraverk. Fríða og dýrið (Beauty and the Beast), sem Disney-
fyrirtækið hefur nú gert, er jafn hehlandi og franska myndin en af aht
öðram ástæðum. Hér hafa snihingamir í teiknimyndadeild fyrirtækisins
farið einkar mjúkum höndum um ævintýrið og þessi heihandi saga í tah
og tónum gerir Fríðu og dýrið að einhverri bestu teiknimynd í fuhri lengd
sem gerð hefur verið.
Það er ekki nóg að segja ævintýri og sýna teikningar með. Það þarf
meira th. í myndinni era einnig nokkrar sérlega myndrænar og skemmti-
Kvikmyndir
Hilmar Karlsson
legar „persónur" í álögum sem auka ghdi myndarinnar og þá era tónhst-
aratriðin mjög góð. Era þau það vel af hendi leyst að það hggur við að
hægt sé að kaha myndina söngleik.
Aht frá því fyrsta teiknimynd Disneys í fuhri lengd, Mjahhvít og dverg-
amir sjö, var frumsýnd 1937 við mikla hrifningu (sú hrifning er enn fyr-
ir hendi) hefur fyrirtækið gert þrjátíu slíkar myndir en aðeins fimm
þeirra hafa verið gerðar eftir klassískum ævintýrum á borð við Mjall-
hvíti og Fríðu og dýrið. Þessar fimm myndir, sem auk tveggja fyrr-
nefndu, era Öskubuska, Þyrnirós og Litla hafmeyjan, standa upp úr mikl-
um fjölda teiknimynda og höfða th ahra unnenda ævintýra og sagna.
Kynslóð eftir kynslóð nýtur myndanna og vist er að það verður einnig
raunin þegar fram hða stundir með Fríðu og dýrið. Búið er að gera klass-
íska teiknimynd.
FRÍÐA OG DÝRIÐ (BEAUTY AND THE BEAST)
Lelkstjórar. Gary Trousdale og Kirk Wise.
Handrit: Linda Woolverton.
Tónllst: Alan Menken. Söngvar: Howard Ashman og Alan Menken.