Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1992, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1992, Qupperneq 36
F R É T S K O T I Hafir þú ábendingu eóa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Augiýsingar - Áskrift - Dreifing: Simi 63 27 00 Frjálst,óháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1992. Verðstríðá eggjamarkaði „Þetta er vissulega eggjastríð eins ~“í)g oft áöur á þessum árstíma,“ sagði Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, en þar hafa egg lækkað úr 329 krónum í 198 krónur. Það var Austurver sem reið á vaðið síöasta fimmtudag og auglýsti egg á 198 krónur. „Við lækkuðum verðið til þess að koma til móts við neytendur. Nú fer í hönd aðal eggjatíminn og við viljum að fólk geti bakað ódýrari kökur,“ sagði Kristinn Skúlason, verslunar- stjóri í Austurveri. Aðspurður sagðist Kristinn ekki geta sagt til um hve lengi þessi verð- lækkun myndi endast en taldi að verðið yrði lágt næstu vikur. í sama streng tók Jón Ásbjörnsson og taldi —*>líklegt að verðið færi enn neðar enda nú þegar undir innkaupsverði. Fleiri verslanir taka þátt í þessu verðstríði og samkvæmt upplýsing- um, sem fengust í Miklagarði, er veittur afsláttur við kassann og eggjakílóiðþarál97krónur. -JJ Sjúkraliðar fresta aðgerðum Sjúkraliðar í Reykjavík hafa frest- aö því að ganga út af sjúkrahúsum þar sem viðræöur eru nú hafnar milli fulltrúa þeirra og viðsemjenda ríkisins hjá sáttasemjara. Höfðu sjúkrahðar hótað aðgerðum um miðja viku yrði ekki þegar hafist handa við frágang kjarasamnings. Þeir hafa verið án kjarasamnings í 15 mánuði og fara fram á 1,7 pró- senta launahækkun eins og aðrir launþegarhafafengiö. -IBS Sprakk og valt Dekk sprakk undir bíl á Reykjanes- braut í gærkvöldi með þeim afleiö- ingum að bíllinn valt. Þrír voru flutt- ír á slysadeild. Harður árekstur varð um miðnætti í gær á mótum Höfðabakka og Bæjar- háls. Ökumaður bíls sem kom Bæjar- hálsinn fór yfir á rauðu ljósi og lenti á bíl sem kom eftir Höfðabakka. Bíl- amir skemmdust mikið en fólkiö slappmeðminniháttaráverka. -ból Ölvaðirog próf- lausirástolnum bíl Fjórir unghngspiltar voru hand- teknir á stolnum bíl um miðnætti. Piltamir, sem em 15 og 16 ára gaml- ir, höíðu tekiö Saab-bifreið ófijálsri hendi á Hverfisgötunni fyrr um "^'kvöldið og voru að rúnta um bæinn. Þegar lögreglan stöðvaði ökuferðina vorupiltarnirölvaðir. -ból LOKI Þorirenginn í forsetaembættið út af AIKuppíkrft Sigurdór Sigurdórsson, DV, Akureyrt Kosning forseta ASI átti að hefj- ast klukkan 9 í morgun en hefur nú verið frestað fram yfir hádegi. Ástæöan er sú að ekkert samkomu- lag er í kjömefhdinni um frambjóð- endur. I gærkvöldi mun Lára V. Júhusdóttir hafa lýst því yfir við Alþýðuflokksmenn að hún ætlaði að gefa kost á sér til forsetakjörs. Hún er talin njóta stuönings Ás- mundar Stefánssonar. Þar með væru kratamir orðnir tveir því að Pétur Sigurðsson hefur ekki dregið sig i hlé. Mikil reíöi ríkti hjá toppkrötum í gærkvöldi vegna þessa. Þeir náðu þó ekki nehtu samkomulagi þrátt fyrir fund fram á nótt. Þá héldu Alþýðubandalagsmenn fund seint í gærkvöldi til að reyna aö finna frambjóðanda eftir að þeir Grétar Þorsteinsson og Örn Fríð- riksson höfðu sagt nei í gær. Á þessum fundi var lagt hart aö Benedikt Davíðssyni að gefa kost á sér. Samkvæmt heimUdum DV eru taldar miklar líkur að svo verði, en sarnt mun hann ekki hafa gefið fullkomlega jákvætt svar. Sam- kvæmt sömu heimiMum veröur lagt hart að Bimi Grétari Sveins- syni að fara fram ef Benedikt hafh- ar því nú fyrir hádegi. í gær var líka verið að finna vara- forsetaefnin. Ef Benedikt Davíðs- son fer fram og verður kjörinn er tahð víst að Ingibjörg Guðmunds- dóttir, formaður Landssambands verslunarfólks, verði 1. varaforseti og Hervar Guðmundsson af Akra- nesi 2. varaforseti. Ef Lára eða Pét- ur sigra er óljóst hverjir verða varaforsetar. Alla vega er ljóst að kjörnefndin og foringjar stjómmálaflokkaima eiga erfitt starf fyrir höndurn í dag í sambandi við forsetakjöriö. Þær voru glaðlegar, þessar tvær ungu stúlkur sem voru á gangi i Austurstræti i gær þrátt fyrir að veðrið væri ekki upp á það besta. Vindurinn feykti til jólaljósunum sem búið er að setja upp í götunni og sjálfsagt á eftir að blása betur um þau ef marka má veðurspána. DV-mynd Brynjar Gauti hátekjuskattinum? Veörið á morgun: nálægt frostmarki Á hádegi á morgun verður suö- vestankaldi eða stinningskaldi. Él, einkum um vestanvert landið, en þurrt og víða bjart veður aust- an til. Hiti nálægt frostmarki. Veðriö í dag er á bls. 52 Brotnir staurar: Tjónið metið áyfir55 milljónir - víða enn rafmagnslaust Milljónatjón varð á rafmagnslínum í óveðrinu sem gekk yfir landið á mánudag. Eftir því sem næst verður komist brotnuðu um 170 rafmagns- staurar á landinu öllu og er tjónið metið á minnst um 55 milljónir króna. Rafmagn komst á Blönduós í gær- kvöldi en datt aftur út í morgun. Um 2.000 manns eru án rafmagns í Húna- þingi og í Skagafirði. Á annað hundr- að manns vinna að viðgerð í dag. Þá er rafmagnslaust á sunnanverðu Snæfellsnesi, beggja vegna Vega- móta. Þar er óvíst hvenær viðgerð getur hafist vegna veðurs. Mest varð tjónið á Norðurlandi vestra þar sem yfir 120 rafmagns- staurar brotnuðu í veðurofsanum. Búist er við að þessi tala hækki því að enn er eftir að skoða sum svæði. Aö sögn Steinars Friðgeirssonar, framkvæmdastjóra tæknisviðs hjá Rafmagnsveitum ríkisins, er ísing á línum talin aðalorsökin. ísingin varð allt að 17 cm á sumum stöðum og það ásamt miklum vindhraða olh því að stauramir brustu undan álaginu. Undir Eyjafjöllum varð einnig um- talsvert tjón en þar brotnuðu 25-30 staurar. Á Vestfjörðum bilaði aðalhnan frá Mjólkárvirkjun en rafmagnsleysi var víðast hvar óverulegt því að skipt var yfir á vararafstöðvar. Nokkrar sveitalínur shtnuðu og er búist við að viðgerð heíjist á þeim í dag. -ból Vont veður áfram Ný lægð kom yfir landið í nótt og gekk inn í þá sem olli óveðrinu á mánudaginn. Norðvestan hvassviðri geisar nú um aht vestanvert landið. Verst mun veðrið vera á annesjum á Vestíjörðum. Búist er við að smám saman dragi úr veðrinu þegar hður á daginn. Færö er víðast hvar slæm, sérstaklega á vestanverðu landinu. -ból I Ennjafntískákinni á 0. Island gerði enn eitt jafnteflið á EM í skákinni í gær. Tefldi þá við Rúm- eníu í 4. umferð. Úrsht 2-2. Jón L. vann, Jóhann og Margeir gerðu jafn- tefli en Helgi tapaði. Rússland er efst með 12 v. England og Litháen koma næst með 10 'A v. -hsím ORYGGISKERFI fyrir heimili m “0* 29399 j TVOFALDUR1. vinnmgur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.