Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1992, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1992, Page 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1992. Útlönd dv Skilnaður Karls prins og Díönu fer fram í áföngum: Díana flutfti með leynd að heiman - býr nú ein með prinsunum tveimur í íbúð í Lundúnum Karl og Díana fóru saman i leikhús i Lundúnum í gærkvöldi þegar boðið var upp á konunglega sýningu í Dominion-leikhúsinu. Þau voru með glað- legra móti. Simamynd Reuter Nýjar sannanir um pyntingar 1 Júgóslavíu: Hluta ennis vantaði eftir barsmíðarnar Héltsambýlis- konuífangelsií átta mánuði Fertugur maður í Landskrona í Svíþjóö er grunaður um aö hafa haldið sambýliskonu slnni 1 stofu- fangelsi í átta mánuði á þessu ári. Konan, sem er 37 ára gömul, slapp úr prísundlnni um helgina og kærði karlinn fyrir lögreglunni. Hann var handtekinn. Konan segir að sambýlismaður* inn hafi beitt sig ofbeldi og m.a. nauðgað sér. Þá hafi hún ekki mátt fara út úr húsi frá því þau hófu sambúð í vor. Sviptforræði fyrSraðlátabarn sofaúti Búið er að svipta foreldra í Kalmar i Sviþjóð forræði yfir sex mánaða gömlu bami sínu vegna þess að þaö var látiö sofa úti á svölum. Um leið var tveggja ára barn tekiö af þeim. Fjölskyldan þykir undarleg og hefur ekki viljað fara að ráöum félagsmálastoíhunar við uppeldi barnanna. Mál þeirra fór fyrir dóm og þar var niðurstaðan aö foreldrarair væru óhæfir upp- alendur. Dódrottnisínum íréttarhléi Maöur á áttræðisaldri lést í réttinum í Málmey í Svíþjóð með- an dómarar gerðu hlé á störfum sínum. Dæma átti manninn fyrir óspektir á almannafæri en af því varð aldrei. Nú hefur ungur maöur veriö handtekinn grunaöur um að vera valdur að dauða gamla mannsins en þeir höfðu átt í ryskingum áður en til réttarhaldanna kom. Talið er að sá gamli hafi þá feng- iö höfuðáverka sem drógu hann til dauða. tt Díana prisessa heldur ekki lengur heimili með Karli manni sínum í Highgrove-kastala á Vestur-Eng- landi. Áreiðanlegar heimildir em fyrir því að hún hafi í fyrra mánuöi pakkað fóggum sínum niður og flutt í íbúð í Lundúnum. Þar býr hún ein ásamt prinsunum tveimur, Vilhjálmi og Hinrik. í Buckingham-höll er eng- in viðbrögð að hafa við þessari frétt sem þó hefur verið borin fram af hin- um’virtari blöðum. Flutningurinn fór fram meö leynd enda er það vilji prinsessunnar að sem minnst beri á skilnaði hennar og Karls prins. Þau em hins vegar aö sögn löngu ráðin í að hætta sam- búð og hafa ekki verið undir saman þaki um tíma. í gær létu þau sig þó hafa það að koma fram saman viö opinbera samkomu í Lundúnum og héldu friðinn. Fréttir um skilnaðinn skyggja á gleðilegri tíðindi af brúðkaupi Onnu, systur Karls, og Timohty Lawrence. Þau ganga væntanlega í það heilaga í skoskri kirkju um næstu helgi. Drottning hefur glaðst yfir þessum tíðindum og er sátt við nýjan tengda- son, enda hefur hann verið í hennar þjónustu. Hann var einn af hesta- sveinum drottningar þegar Anna kom auga á hann. Það skyggir og á brúðkaupið að Elisabet drottningarmóðir verður ekki viðstödd. Sum bresk blöö leiða að því getum að gamla konan sé and- víg ráðahagnum og vilji ekki mægðir við hestasveina. Onnur benda á að óvarlegt sé fyrir konu á tíræðisaldri aö leggja upp í langferö um miöjan vetur til að sitja í kaldri sveitakirkju. Elísabet er 92 ára gömul en vel em ogfádæmavinsæl. Reuter Bandaríska utanríkisráðuneytiö birti í gær nýjar sannanir um pynt- ingar, aftökur og nauöungarflutn- inga í lýðveldum fyrrum Júgóslavíu þar sem Serbar eru yfirleitt gerendur og íslamstrúarmenn þolendur. í skjölum þessum, sem vom send til Sameinuðu þjóðanna, er Serbum einum þó ekki kennt um mahnrétt- indabrot þessi. Bandarískur læknir skýrði frá frumstæðum umskurði sem Afganar eða Saudiarabar gerðu á Serbum, Króati skýrði frá barsmíðum af hálfu íslamstrúarmanna og Bosníubúi sagði frá því er Serbar drápu hverjir aðra. „Þama em mörg dæmi um dráp Tveir bandarískir lífefnafræðing- ar, sem fengu nóbelsverðlaunin í læknisfræði fyrir árið 1992, sögðu í gær að rannsóknir þeirra kynnu hugsanlega að leiða til þróunar lyfs gegn krabbameini en vömðu þó við því að það yrði ekki á næstu árum. Edmond H. Fischer og Edwin G. Krebs létu þessi orð falla á fundi með fréttamönnum í Stokkhólmi þar sem þeir munu veita verðlaununum við- töku á fimmtudag. „Krabbamein er mjög flókið ferli af yfirlögðu ráði, pyntingar fanga, vísvitandi árásir á óvopnaða borg- ara, tilefnislausa eyðileggingu eigna og önnur brot á mannréttindalögum, þar á meðal stórtækir nauðungar- flutningar óbreyttra borgara," sagði Richard Boucher, talsmaður utan- ríkisráðuneytisins við fréttamenn. Meðal þess sem er í skýrslunni er frásögn 36 ára gamals íslamstrúar- manns af dauða mágs síns í fanga- búðum Serba í Omarska. „Hann hafði verið barinn svo illyrmislega kvöld nokkurt að hluta ennisins vantaði á hann. Þaö haföi að því er virtist verið fjarlægt með jámstöng. Hann andaðist skömmu síðar.“ og það er mjög erfitt að ímynda sér að eitt lyf muni leysa vandann," sagði Fischer. Fischer og Krebs fengu nóbelsverð- launin fyrir rannsóknir á frumuprót- ínum. Krebs sagði að rannsóknir þeirra væru byrjaðar að ryðja braut- ina fyrir hugsanleg ný lyf til að nota við líffæraflutninga. Tvímenningamir skipta með sér verðlaunafénu sem er 1,2 milljónir dollara, eða rúmar sextíu milljónir íslenskrakróna. Reuter VarKennedy áreittur kynferð- islegaíæsku? Út er komin í Bandaríkjunum bókin JFK: Ástlaus æska. Þar segir frá uppvexti Johns F. Kemiedy Bandaríkjaforseta og m.a. gefiö í skyn að hann hafi í æsku sætt kynferðislegri áreitni af hálfu fóöur síns. Systkiniforsetans, þau Edward, Jean, Eunice og Patricia, hafa séð ástæðu til að andmæla þessum áhurði og skrifað um málið grein í New York Times. Þar segjast þau hafa alist upp við ást og umhyggju og allar sögur um ann- að séu uppspuni þvi höfundur bókarinnar hirði meira um gróð- ann en sannleikann. Fergiegafsjúk- umbörnumí Póllandibækur Sara Ferguson, sem enn er her- togaynja af Jórvík, var á dögun- um á ferð í Póliandi og fór þar á sjúkrahús til að hughreysta krabbameinssjúk böm. Hún hef- ur jafnan látið sér annt um sjúka eins og Díana, svilkona hennar. Fergie gaf börnunum bók eftír sig en hún stefndi aö frama sem barnabókahöfundur áður en allt fór á háaloft í hjónabandi hennar og Andrésar, prins og hertoga. Nú vilja Bretar síður gefa böm- um bækur eftir þessa umdeildu konu. Júlía Roberts reiðubúinað leika b nýrri kvikmynd Leikkonan Júlía Roberts hefur haft hægt um sig aUt frá því hún lék í myndinni Hook á síðasta ári. Menn voru famir að óttast að hún hygðist setjast í helgan stein á unga aldrí og þótti mörg- um miður. Nú er komið á daginn að Júlía er í rólegheitum að undirbúa sig fyrir leik í nýrri kvikmynd sem Jœ Roth ætlar að framleiða. Hann var áður yfirmaður kvik- myndagerðar hjá 20th Century Fox en er nú óháður með samn- ing viö Disney um dreifingu. Gulapressan meðtakáClint- onogSokka i Ameríku henda menn gaman að því að hin æsilegri blöð hafi náö taki á BiU Clinton, verðandi forseta. Um er að ræða ótrúlegt fólskubragö því heimilisköttur- inn Sokki er nauðugur notaður gegn húsbónda sínum. Svo er mál með vexti að blaða- mennirnir hóta aö brjóta frétta- banniö, sem Clinton setti á Sokka, ef forsetaefiiið gerir ekki eða segir eitthvaö fréttnæmt reglulega. Clinton getur því váUð um aö útvegá eina stórfrétt á viku eða kötturinn fer í heimsfréttim- ar á ný. Rússarsenda Dönum „fals- aða“sjúklinga Danskar hjálparstofnanir segja að Rússar hafi misnotað boð um lækningar fyrir fórnarlömb Tsjernobyl-slyssins meö því aö fela hjálparstofnununum umsjá barna sem ekki hafi orðið fyrir geislavirkni. Grunur leikur á að sama sé uppi á teningnum í Þýskalandi og Svíþjóð. Mörg barnanna þurfa aöeins mat og aðhlynningu. Greiðsluáskorun Sýslumaðurinn á Selfossi skorar hér með á gjaldend- ur, sem ekki hafa staðið skil á gjöldum, sem voru álögð 1990, 1991 og 1992 og féllu í gjalddaga fyrir 15. ágúst 1992 og eru til innheimtu hjá ofangreind- um innheimtumanni, að greiða þau nú þegar og ekki síðar en innan 15 daga frá dagsetningu áskorun- ar þessarar. Gjöldin eru þessi: tekjuskattur, útsvar, eignaskattur, sérstakur eignaskattur, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, tryggingagjald, iðnlánasjóðs- og iðn- aðarmálagjald, lífeyristryggingagjald skv. 20. gr. I. nr. 87/1971, slysatryggingagjald atvinnurekenda skv. 38. gr„ atvinnuleysistryggingagjald, kirkjugarðs- gjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði, launaskattur, bif- reiðaskattur, slysatryggingagjald ökumanna, þunga- skattur skv. ökumælum, þungaskattur fast árgjald, viðbótar- og aukaálagning sölu- og launaskatts vegna fyrri tímabila og skemmtanaskattur og miða- gjald, virðisaukaskattur, virðisaukaskattur af skemmt- unum, tryggingagjald af skipshöfnum ásamt skrán- ingargjöldum, skoðunar- og vitagjöld, vinnueftirlits- gjald, vörugjald af innl. fiamleiðslu, aðflutningsgjöld og útflutningsgjöld, verðbætur á ógreiddan tekju- skatt og verðbætur á ógreitt útsvar, einnig stað- greiðsla opinberra gjalda fyrir 1.-10. tímabil 1992, svo og vanskilafé ásamt álagi og sektum skv. 29. gr. I. nr. 45/1987 og ógreiddum virðisaukaskatti fyrir tímabil 08-40 1992, svo og skipulagsgjald álagt 1991 og fyrr. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara fyrir van- goldnum eftirstöðvum gjaldanna að liðnum T5 dög- um frá dagsetningu áskorunar þessarar. Selfossi, 8. desember 1992. Sýslumaðurinn á Selfossi Reuter Handhafar nóbelsverölauna í læknisff æði: Nýtt krabbameinslyf á ennþá langt í land

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.