Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1993, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1993, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1993. Fréttir Verðhækkunarþörfin á kjöti og eggjum ofmetin að mati fj ármálaráðuneytis: Almennum ef nahagsað- gerðum velt á neytendur - bændur vilja óbreytta afkomu þrátt fyrir þrengingar í þjóðarbúinu „Útreikningar okkar sýna að verð- hækkunarþörfin er mun minni en framleiðendur svinakjöts, eggja, kjúklingakjöts og nautakjöts halda fram. Skertar endurgreiðslur á virð- isaukaskatti ættu einungis að leiða tii 7 prósenta hækkunar að meðaltali en ekki 10 til 14 prósenta eins og tals- menn bænda hafa haldið fram. Það má hins vegar vel vera að þeir geti reiknað þörfina svona mikia með því' að taka fleiri forsendur inn. í því sambandi vegur þó afnám aðstöðu- gjalds sem ætti aö bæta afkomu þess- ara bænda um tugi milljóna," segir Bolli Þór Bollason, skrifstofustjóri í fjármálaráöuneytinu. Fulltrúar bænda hafa imdanfama daga haldið því fram í fjölmiðlum að skeröing á endurgreiddum virðis- aukaskatti væri um 65 prósent. Því þyrftu að koma til 10 til 14 prósenta hækkun ef tryggja ætti bændum óskerta afkomu. Samkvæmt fjárlög- um er skerðingin hins vegar einung- is tlm 54 prósent; endurgreiðslumar lækka úr 460 i 210 milljónir. Að sögn Bolla Þórs má rökstyðja 6 til 10 prósenta hækkun með skertum endurgreiðslum. Samkvæmt sínum útreikningum gæti verðhækkunar- þörfin í nautakjöti verið um 10 pró- sent, í svínakjöti og kjúklingum um 6,5 prósent og í eggjum 6 prósent. Hækkanir umfram þetta verði vart skýrðar meö öðra en uppsöfnuðum vanda í einstökum búgreinum, al- mennum efnahagsþrenginum í þjóð- félaginu og gengisfellingunni. Samkvæmt útreikningum ASÍ mun kaupmáttm- launafólks rýma um allt að 7 til 8 prósent vegna efnahagsað- gerða ríkisstjómarinnar. Nái boðað- ar hækkanir bænda á nautakjöti, svínalyöti og kjúklingum fram að ganga er ljóst að þeir munu ekki taka á sig nema lítinn hluta þeirra efna- hagsþrenginga sem þjóðarinnar bíð- ur. -kaa Bryndfs Hólm Sigurðardóttlr, t.h., með nýfæddan son sinn sem hún átti heima í svefnherbergi á mánudag. Mar- grét systir hennar heldur á mánaðargamalli dóttur sinni, Jóhönnu Brynjarsdóttur. Hún var heldur ekkert að slóra við þetta þar sem hún átti barnið standandi við rúmgaflinn á fæðingardeildinni. Munaði litlu að barnið færi í gólfið. DV-mynd Brynjar Gauti Ekkert slór þegar systur fæddu böm sín á dögunum: Onnur fæddi heima en hin stóð við rúmgaf linn „Mér stóð satt að segja ekki alveg á sama meðan fæðingin átti sér stað. Ég var þó nokkuð rólegm-, kom með fat með volgu vatni í að rúminu og handklæði. En allt gekk vel og eftir á er auðvitað mjög gaman aö þessu," sagði Kristján Kristjánsson, eigin- maður Bryndísar Hólm Sigurðar- dóttur, en þau eignuðust 15 marka dreng heima í svefnherbergi sínu á mánudaginn var. Bryndís var ein heima ásamt rúm- lega ársgömlum syni sínum þegar hún missti skyndilega legvatnið. Hringdi hún þá strax í eiginmanninn og sjúkrabíl en tók það annars ró- lega. Nokkrum mínútmn síðar vora eiginmaðurinn og sjúkraflutninga- mennimir mættir. Bryndísi var lyft upp á sjúkrabörumar en þá vildi svo til að höfuð bamsins skaust út. Þá varð að leggja hana aftur í rúmið þar sem hún fæddi son sinn andartaki síðar. Hringt var á neyðarbil sem kom mjög fljótt með lækni. Sá skildi á milli og gerði það sem gera þurfti áður en mæðginin vora flutt upp á sængurkvennadeild Landspítalans. „Ég var nokkuð róleg eftir að leg- vatmð fór og hélt mig bara við rúm- ið. Ég hugsaði aðallega um það hvemig ég ætti að skilja á milli. En hjálp barst ftjótt og 10 mínútum síðar var bamið fætt,“ sagði Bryndís þegar DV heimsótti þau mæðgin á sængur- kvennadeildina í gær. Þeim heilsast vel. Þetta var annað bam Bryndísar og Kristjáns en fæðingin fyrir hálfu öðra ári gekk mjög eðlilega. Fleirum lá á En það var asi á fleirum. Fyrir um það bil mánuði fæddi systir Bryndís- ar, Margrét Guðrún, stúlku á fæðing- ardeild Landspítalans. Þeirri litlu virtist Uggja þessi ósköp á eins og nýfæddum ^ frænda hennar þvi Margrét átti hana standandi við gafl- inn á rúminu sínu. „Mér fannst best að ganga um þeg- ar hríðimar gengu yfir. En skyndi- lega kom bamið bara þar sem ég stóð við rúmgaflinn. Ljósmóðirin segir að Utlu hefði mátt muna að það færi í gólfið,“ sagði Guðrún. Hún var einn- ig aö eignast sitt annað bam en á 11 ára dreng fyrir. En sagan er ekki öU. Þessi flýtir í fæðingum virðist eitthvert fjöl- skyldufyrirbæri. Það gekk ýmislegt á þegar móðir þeirra systra, sem á sjö böm, átti þijá bræður þeirra. Þann fyrsta fæddi hún í sjúkrabíln- um og hina tvo þegar hún var rétt sloppin inn fyrir dymar á fæðingar- deildinni. -hlh Sjávarútvegssammngurinn: Eru ekki jaf nar veiðiheimildir - segirHaUdórÁsgrímsson HaUdór Ásgrímsson, alþingismað- ur og fyrrverandi sjávarútvegsráð- herra, gagnrýndi fiskveiðisamning- inn við Evrópubandalagið á Alþingi í gær. Hann sagði karfa vera mun verðmætari en loðnu en eins og kunnugt er eigum við að fá að fiska 30 þúsund tonn af loðnu í lögsögu Evrópubandalagsins á móti þijú þús- und tonnum af karfa sem það fær að fiska í íslenskri lögsögu. HaUdór sagði karfa vera meðal eft- irsóttustu fisktegunda og að ekki hefði verið miðað við rétt verðmæta- mat á honum þar sem ekki var tekið tilUt til hversu verðmikfil hann væri í sjófrystingu. Hann sagðist ekki vita síðan hvenær verðmætastuðulUnn, sem stuðst var við, væri og við hann væri ekki hægt að styðjast. „Ég benti á í minni ræðu og vitnaði þar í áUt meirihluta sjávarútvegs- nefndar þar sem kemur fram að þetta séu jafngildar og gagnkvæmar veiði- heimildir. Það stangast á skoðanir í þessu. í þessum útreikningum er miðað við og byggt á verðmætastuðl- um sem HaUdór Ásgrímsson gaf út þegar hann var sjávarútvegsráð- herra," sagði Björn Bjarnason, for- maður utanríkismálanefndar. Hall- dór Ásgrímsson benti á aö ef samn- ingurinn hefði verið í gUdi á síðasta ári hefðum viö ekki haft neitt gagn af honum þar sem við fengum aðeins 680 þúsund tonn af þeim 740 þúsund- um sem heimUt var að veiða. „Það eru undantekningartilvik í eitt eða tvö ár á undanfórnum tutt- ugu árum. Við erum að tryggja okkur aögang að þessum 30 þúsund tonn- um, hvað sem náttúraöflin segja,“ sagði Björn Bjamason. Umræðum um sjávarútvegssamn- inginn verður fram haldið í dag. HaUdór Ásgrímsson náði ekki að ljúka sinni ræðu þegar fundi var frestaðígær. -sme Það voru 32 þingmenn sem sögöu Kristjánsdóttir. Hún sagöi að já viö samningnum um Evrópskt samningurinn stæðist ekki eftir efnahagssvæði á Alþingi í gær þeg- breytingar sem urðu viö að Sviss ar hann var samþykktur tU þriðju féll frá honum og þess vegna væri umræðu en hún veröur í kvöld. 23 ekki hægt að greiða atkvæöi um þingmenn sögðu nei, sex greiddu það sem ekki stæðist. Ragnar Arn- ekki atkvæði og tveir vora fjarver- alds sagði að Evrópubandalagið andi, þeir Gunnlaugur Stefánsson mundi halda áfram að halda niðri og Ingi Björn AJbertsson. lifskjöram á tslandi með niður- Tveir sjálfstæðismenn, Eggert greiöslu á sjávarafurðum. Haukdal og Eyjólfur Konráð Jóns- „Þetta er eins og ég átti von á. son, sögðu nei. Aörir stjóraarþing- Þetta hefur legið fyrir í margar vik- menn sögöu já. Enginn stjómar- uraðatkvæðagreiðslanmundifara andstæðingur sagöi já en sex sátu svona þannig aö ég hef ekki skilið hjá, fimm framsóknarmenn og hvers vegna var verið að draga aö IngibjörgSólrúnGísladóttir.Fram- til þessarar atkvæðagreiðslu sóknarmennimir fimm voru eftír- kæmi,“ sagði Bjöm Bjamason taldir Finnur Ingóifsson, Haildór formaður utanríkismálanefndar Asgrímsson, Jóhannes Geir Sigur- Bjöm vísaði til hjásetu sex stjórn- geirsson, Jón Kristjánsson og Val- arandstæðinga og sagði að sér virt- geröur Sverrisdóttir. ist sem viö meðferö málsins á Al- Atkvæðagreiðslan í gær tók alls þingi heföi stuðningur við EES- tæpa klukkustund. 25 þingmenn samninginn aukist gerðu grein fyrir atkvæöi sínu og í kvöld verður þriðja umræða um þar af voru 10 stjórnarþingmenn. EES og endanleg atkvæðagreiðsla Meðal þeirra sem gerðu grein fyrir Ekki er búist við neinum breyting- atkvæði sínu var Jóna Valgerður umfrániðurstöðunumlgær -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.