Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1993, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1993, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1993. dv Fréttir Magnús Magnússon, íbúi i Heiðar- holti i Keflavík, við vegginn sem skemmdist. DV-mynd Ægir Már Keflavík: gegnum rúðu og skemmdi íbúð Ægir Már Kárasom, DV, Sudumesjum; „Mér leist ekkert á blikuna þegar ég sá skemmdan vegginn og rúðuna brotna. Það hefði verið erfitt að ímynda sér hver ástæðan var ef við hefðum ekki fundið álhólk sem lá mörgum tröppum neðar í stigagang- inum. Þetta hefur verið mjög öflug raketta og farið í gegnum rúðuna á ógnarhraða. Tvístraðist í allar áttir og lenti á hurðum og veggjum í blokkinni. Það var enginn heima í blokkinni, nema í íbúðinni minni. Þetta hefði getað endað meö ósköpum ef hún hefði lent í mannlausri íbúð, hvað þá ef hún hefði lent á einhverjum sem átti leið framhjá glugganum," sagði Magnús Magnússon, íbúi í Heiðarholti í Keflavík, í samtah við DV., Þetta gerðist hálfeitt á nýársnótt. Rakettan kom frá blokkinni fyrir framan sem er um 20 metra frá en þar var gleðskapur í íbúðmn. Engin vitni hafa gefið sig fram. Skemmdir eru talsverðar, bæði á veggnum og einnig kom brunagat á teppi, sót á veggi og gluggatjöld eru mikið skemmd. Skóverksmiðjan Strikið seld til Skagastrandar? Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri: AUt bendir til þess að útgerðarfyr- irtækið Skagstrendingur kaupi vélar og lager skóverksmiðjunnar Striks- ins á Akureyri og reksturinn verði fluttur til Skagastrandar. Skóverksmiöjan varð gjaldþrota á síðasta ári. Þegar vélar og lager verk- smiðjunnar voru auglýst til sölu kom tilboð frá Skagstrendingi en íslands- banki, sem var einn kröfuhafa í þrotabúið, gekk inn í tilboðið. Að sögn Árna Pálssonar, lögmanns ís- landsbanka, bendir nú allt til þess að bankinn selji Skagstrendingi vél- arnar og lagerinn en endanleg ákvörðun í málinu mun verða tekin innan skamms. Röskur piparsveinn Regína Thorarensen, Selfossi: Einn röskur piparsveinn í Ámes- hreppi á Ströndum fékk til sín ráðs- konu fyrir tveimur ámm með tvö stálpuð börn. Hann gekk síðan rösk- lega til verks því ungu hjónaefnin eru búin að eignast tvo drengi saman - yngri drengurinn fæddist nú rétt fyrir jóhn. Ef alhr piparsveinar væru einS duglegir og Ingólfur Benediktsson í Ámesi II þá myndi fóUíi fjölga með hraöi í Árneshreppi. Sóknarpresturinn í hreppnum, séra Jón ísleifsson, ætti aö taka sér Ingólf Benediktsson til fyrirmyndar, fá sér myndarlega konu og fjölga mannkyninu meö hraði á hinum af- skekkta stað. Hvergi er betra að ala upp böm en þar og bömin venjast fljótt vinnu. Stórkostleg nýjung í íslensku stórhappdrætti Hæsti vinningurinn í hverjum mánuði leggst við hæsta vinninginn í næsta mánuði efhann gengur ekki út og pannig hleðst spennan upp koll afkolli par til sá heppni hreppir pann stóra margfaldan ...þú? Tryggðu þér möguleika Hundruð milljóna dreifast á miðaeigenda , —— . r r _...J 1.1.1 /11 '£ . \.. . 1. rt\i\ JE f...'i Lægsta miðaverð í stórliappdrætti (óbreyttfrá ífyrra) aðeitis kr. 500.- Upplýsingar um næsta umboðsmann í síma 91-23130 ... fyrir lífið sjálft

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.