Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1993, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1993, Qupperneq 12
12 FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1993. Spumingin Heldur þú heimilis- bókhald? Hans Strandberg nemi: Já, ég geri þaö. Bylgja Björnsdóttir verslunarmaður: Nei. Maria Anna Kristjánsdóttir, starfs- maður Flugleiða: Nei, ég held ekki heimiiisbókhald. Jens Halgrímsson sjqpiaður: Nei, og hef aldrei gert. Anna Eyjólfsdóttir hjúkrunarfrœð- ingur: Nei, það geri ég ekki. Dröfn Guðmundsdóttir nemi: Nei, ég sé ekki um heimili sjáif, annars myndi ég örugglega gera það. Lesendur______________ Áramótaskaupið samfelld árás á EES Þorsteinn Sigurðsson skrifar: Áramótaskaupið, sem allir bíða eft- ir, kom samkvæmt auglýstri dag- skrá. Það fór ekki illa af stað og t.d. var yfirferðin yfir „síðustu eintökin" vel heppnuð og kitlaði hláturtaugar margra. Það var því ekki alvont ára- mótaskaupið. Síður en svo. Þar voru góðir sprettir og fyndnir. Eins og í samtalinu miili tryggingasalans og íbúðareigandans sem var að brenna hjá. - Einnig fannst mér kynningam- ar með söngkvartettunum vel æfðar og setja fagmannlegan svip á skaup- iö. En svo kom auglýsingin um dömu- bindin „Hæ-flæ“, sem tók engan enda í skaupinu og var sífellt að angra áhorfendur, vegna þess hve atriðið var í raun aumt, tómt, og löngu slitin plata. - En hvers vegna fer það svona í taugamar á ísfólkinu í jafnréttis- landi (eða öfugt!), þegar dömubindi eru á sett á lifandi markaðstorgið, sjónvarp? Og hvað er svona bráð- nauðsynlegt að halda að fólki neð- anbúksbröndurum eða búkhljóðum úr afturenda mannskepnunnar? Og svo var lagt til orrustu gegn EES. Allt skaupið mátti heita sam- felld árás á EES. Þetta er þráhyggja. Þetta jaðrar við hugsýki á háu stigi. Er búið að selja landið og miðin, eða hvað? Það er enginn að selja neitt. ísland er ekkert til sölu. Og þótt svo væri, myndi enginn kaupandi fást að því. Það fæst enginn lifandi er- lendur kaupsýslumaður, fram- kvæmdamaður, auðmaður eða sauð- maður sem vill gæta hagsmuna sinna hér á landi. - Einstaka stelpa eða strákur frá Ástralíu, Bretlandi eða Hollandi vill leggja það á sig tímabundið að vinna hér í fiski vegna þess að launin em ótrúlega há miðað við það sem annars staðar er hægt að fá fyrir sams konar vinnu. Það er alveg óþarfi að gera lands- mönnum lífið leitt með því að draga EES-málið inn á stofugólf á gamlárs- kvöld. Nóg er nú búið að sýna okkur af því máli í alvörufréttum á árinu. - Við eigum að biðja EES guðsbless- unar en láta stjómmálamönnum eft- ir að hafa það yfir höfði sér dag- langt. - Við verðmn aldrei EES að- njótandi, það þarf engar áhyggjur af því. Við þurfum hins vegar sárlega á fríverslunarsamningi við Bandarík- in að halda. Fáum við hann ekki fljót- lega verður ekki um mörg áramóta- skaup að ræða hér eftir, utan skaup- ið eina og sanna. Skaupið um ísland sem lék lýðveldi í hálfa öld. Frá æfingu á síðasta áramótaskaupi Sjónvarpsins. Texti fyrir okkur heymardaufa Guðmundur Ingason táknmáls- fréttaþulur skrifar: Áramót. - Setið fyrir framan skjá- inn með glas í annarri hendi, rakettu í hinni. Það er beðið með eftirvænt- ingu eftir margfrægu skaupinu, sem kitlar hláturtaugar allra lands- manna og verður umtalsefni manna á nýbyrjuðu ári. En hvaö um okkur heymarskerta, fáum við deila þessu með ykkur? Ónei, ekki er nú svo vel. Þið viljið víst ekki fá íslenskan texta inn á skjá- inn því það skemmir myndina. - Þið viljið frekar láta endursýna skaupið og hafa þá textann með ef nauðsyn krefur. Við vorum þó búin að bíða jafn lengi og þið. En þessu vil ég ekki taka þegjandi. Því bið ég höfimda og aðstandendur skaupsins framvegis að gefa hér eftir og sjá hver útkoman verður. Þetta er einfold bón vun að fá að mega vera talinn með. - En nóg um það. En hvað um táknmálsfréttimar, sem stöðugt færast frá aðalfréttatíma í sjónvarpinu og minnka um leið? - Fyrir nokkrum árum, er teikni- myndir og bamaþættir vom á sunnudögum eingöngu, vom 5 mín- útna fréttir fyrir okkur. í dag em teiknimyndir og bamaþættir marg- endursýndir en táknmálsfréttir era að hámarki 4 mínútur. Og sé farið fram yfir þann tíma má búast við ákúrum frá hinum góðu tæknimönn- um sem em að ffamkvæma það sem yfirmenn þeirra setja þeim fyrir. Að öðm leyti er mjög góð samvinna á milli okkar og dagskrárþulanna og annars starfsfólks á Sjónvarpi. En sömu sögu er ekki að segja um yfir- menn RUV (nú má vera að yfirmenn RÚV verði reiðir en ég tek áhætt- una). Þetta er kannski eina leiðin til að ná athygli þeirra. Ég vona bara að þeir láti ekki glepjast af svo mikl- um auglýsingagróða að þeir flytji táknmálsfréttir fram til kl. 8 eða 9 á morgnana! - Með virðingu og kveðj u. Eftir höfðinu dansa limirnir Þórður Guðmundsson skrifar: Það hefur líklega einhveijum fleir- um en mér bmgöiö við aö heyra þess getið í kvöldfréttum Ríkisútvarps hinn 3. jan. sl. að tveir ráðherrar núverandi ríkisstjómar létu sig hafa það að snæða nýársdagskvöldverð á samkomuhúsum borgarinnar, þar sem verðlagningin var hvaö hæst. Þannig var sagt frá þvi í fréttinni aö forsætisráðherra hefði ásamt konu sinni greitt fyrir kvöldverð og skemmtun, í veitingahúsinu Perl- unni, kr. 12.500 á mann - eða 25.000 kr. sem nemur um hálfmn mánaðar- launum Sóknarkonu. Utanríkisráð- H ri ngiö í síma 632700 moiikl. I4ogl6 -eðaskrifiö Nafnog símanr. vrröur aO fyl*Ja bréfiun Við opnun veitingahússins Perlunnar. herra lét sér nægja ódýrari máltíð eða um 7.500 kr. á mann, samkvæmt frétt RÚV. Þetta teljast nú líklega ekki ffétt- næmt (hvort sem það er að mati RÚV eða annarra) nema vegna þess að þama er um að ræða menn sem hafa haft forgöngu um að predika spamað og niðurskurð hjá þjóðfélagsþegnun- um. - Auðvitað hefðu þessir menn báðir átt að sýna gott fordæmi og koma ekki nærri slíkum eyðslu- brunnum sem veitingastaðir era þekktir fyrir um áramótin. - En eftir höfðinu dansa limimir og nú er hætt við því að ekki verði mikið mark tek- ið á brýningum forsvarsmanna þess- ara hér eftir. -Eða hvað em menn yfirleitt aö kvarta ef þetta fordæmi helstu forráðamanna þjóðfélagsins er látið óátahð? - Er þá engin ástæða til spamaðar í það heila tekið? Skímánskuld- ; Laxdal skrífar: Ég finn raig knúinn til þess að gera athugasemd við það háttalag sumra kristinna trúarsafnaöa að skíra ekki bömin. í Gamla sátt- málanum, sem guð roönnum fyrir milligöngu Móse, var svo kveðið á að öll sveinböm skyldi umskera. Þessari athöfn fylgdi mikil biessun guðs fyrir bamið, án tíllits tíl þess hvaða afstöðu það tæki tU guös. - Því er það mitt álit að skíra skuli öU börn innan kirkju og aUra krist- inna safnaða, og að síðan skuli þeir endurskirðir með niðurdýf- ingarskím, sem staðfesta þann sáttmála. Þessa skírn á að veita án skuldbindinga um að viðkom- andi gangi inn í söfnuöinn, sem hann er skírður hjá. Iþróttir f atladra oghinna Björa hringdi: Mér finnst vera dálitil hræsni í umfjöUuninni um íþróttir fatl- aðra og henni gert jafnvel liærra undir höfði en þeirri sem varðar hjna almennu íþróttamenn. Að visu hafa einstaklingar úr röðum fatlaðra gert öðmm skömm til með frábærri frammistöðu sinni. Það þýöir þó ekki þaö að frétta- menn og fjölmiðlar eigi að ofgera þessum einstaklingum með því að vera með þá í sviðsljósinu án afláts. - Þetta er farið að ganga út i öfgar, viðtölin og dekrið með þá fótluðu íþróttamenn sem hafa unnið ti) verðlauna á árinu. Fálkaorðanog Ingvar hringdi: Fáir skilja merkingarmun þess heiðurs aö vera sæmdur riddara- krossi „fyrir störf í opinbera þágu“ og hins að vera sæmdur stórriddarakrossi „fyrir störf í opinbera þágu“. - Nema störf „í opinbera þágu“ séu misverðmæt. Hvaö hefur t.d. ráðuneytis- stjóri, tiltölulega nýgenginn í embættismannakerfiö, fram yfir þann sem hefur unnið að öðrarn opinberura störfum, að hinn fyrr- nefndi fær stórriddarakross en .ekki hinn? - Og hvers vegna era þau störf sem eru unnin á vegum hins opinbera, svo sem félags- mála- og skólastörf öll ekki ein- faldlega fiokkuð sem „störf í op- inbera þágu“? - Hér vantar held- ur betur skilgreininu. PLO-mennlna? D.K. skrifar: Það kemur mörgura spánskt fyrir sjónir að engin nógranna- þjóð PLO-mannanna sem reknir voru frá ísrael skuli bjóða þeim hæli eða veita þeim brýnustu að- stoð. - Á fundi hér í Reykjavík til stuönings PLO-mönnunum mættu ekki nema rúmlega hundrað manns. Það hlýtur að vera illa pólitískt mál þetta úr því fáir viija leggja því lið. saftara Guðni hringdi: í DV sagöi aö Sjómannafélag Eyjaíjarðar væri búið að segja upp kjarasamningunum. Vara- formaður félagsins vill fá viðræð- ur strax og segir enga ástæöu að bíða eftir öðrum. Nú dugar ekk- eri nema harkan, segir hann enn- fremur, og veritfail ef til þurfi. - Sérstaklega þurfi þó samninga fyrir þá sem salta afla um borð í skipunum. - Nú sér maður fyrst hvar skórinn kreppir, mest hjá sölturunum í fiskiskipunum. Þetta veröur auðvitað að lagfæra hið bráðasta!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.