Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1993, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1993, Síða 15
FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1993. 15 Pólitísk niðurlæging Afgreiösla fjárlaga fyrir árið 1993 sýnir okkur með augljósum hætti að núverandi ríkisstjóm vill ekkert samstarf við launþegasamtökin í landinu. Svonefndri þjóðarsátt er fómað fyrir hagsmuni frjáls- hyggjumanna og fyrirtækja. Lág- launafólk, atvinnulausir og aðrir sem minna mega sín í þjóðfélaginu skulu taka á sig auknar álögur í formi hækkunar á tekjuskatti, lækkimar skattleysismarka, stór- hækkunar á þjónustugjöldum vegna breytingar á virðisauka- skatti. Ríkisstjórnin gat... Þrátt fyrir að viðurkennt sé af ráðherrum og þingmönnum að enginn geti lifað af 50-70 þúsund kr. mánaðarlaunum em laun tug- þúsunda manna, sem búa við þetta KjáUarinn Kristján Pétursson fyrrv. deildarstjóri tollgæslunn- ar á Keflavíkurflugvelli „Ríkisstjórnin gat með ýmsum hætti verndað kaupmátt láglaunfólks, m.a. með því að miða 5% skattahækkunina við 150 þús. kr. mánaðarlaun á ein- stakhnga og 300 þús. kr. á hjón...“ launastig, stórlega skert. Öllum ætti að vera ljóst, sem eitt- hvað þekkja til stjóm- og efnahags- mála, að frekari skerðing á lífskjör- um láglaunafólks hlýtur að kalla á harðvítug átök á vinnumarkaði, átök sem ríkisstjómin ræður eng- an veginn við, aðgerðir sem munu leiða til afsagnar hennar. Ríkisstjómin gat með ýmsum hætti vemdað kaupmátt láglauna- fólks, m.a. með því að miða 5% skattáhækkunina við 150 þús. kr. mánaðarlaun á einstaklinga og 300 þús. kr. á hjón og að hin almenna tekjuskattshækkun 2% næði ekki til launa undir 70 þús. og skattleys- ismörk væm óbreytt. - Fjármagns- tekjur væm skattlagðar og skatt- lausir auðmenn og flottræflar látn- ir greiða lögboðin gjöld. Eiga enga samleið Það er hreint út sagt sorgleg stað- reynd fyrir jafnaðarmenn að þurfa að upplifa þá pólitísku niðurlæg- ingu að nánast öll hugsjóna- og stefnumál flokksins skuli fótum troðin í núverandi ríkisstjóm. Jafnaðarmenn innan launþega- samtakanna eiga enga sainleið lengur með ráðherrum og þing- mönnum flokksins, þeir hafa gjör- samlega bmgðist samvinnu- og fé- lagshyggjufólki í landinu. Formaður flokksins, Jón Bald- vin, er fyrir löngu búinn að tapa áttum enda fráhvarfseinkennin augljós. Hann er rúinn trausti og virðingu jafnaðarmanna enda sýna skoöanakannanir að Alþýðuflokk- urinn hefur um helmingi minna fylgi en Alþýðubandalagið og er reyndar minnsti stjórnmálaflokk- ur landsins. Það má því með sanni segja að íhaldssamvinnan hafi reynst Al- þýðuflokknum dýrkeypt, hún hef- ur líka sameinað margklofið Al- þýðubandalag og kannski verður Ólafi Ragnari að ósk sinni að flokk- ur hans sameini vinstrimenn í einn „Höfuðlaus krataflokkur á villigötum er engum til gagns, jafnvel „hei- lög“ Jóhanna getur þar engu um breytt," segir m.a. í greininni. sterkan jafnarmannaflokk. Höfuðlaus krataflokkur á villi- götum er engum til gagns, jafnvel „heilög" Jóhanna getur þar engu um breytt. Þeir sem nú standa að auknum álögum á láglaunafólk, sem ekki getur með neinu móti framfleytt fjölskyldum sínum og býr við sára neyð, ættu hreinlega að skammast sín. í hróplegri mótsögn Að Alþýðuflokkurinn skuh eiga aðild að slíkum verknaði er í hróp- legri mótsögn við allt sem flokkur- inn hefur áður gert í launa-, kjara- og tryggingarmálum. Hvar eru kjörorð jafnaðarmanna um jafn- rétti og bræðralag, eru þau orðin að sannfæringar- og merkingar- lausum hugtökum á gulnuðum blöðum krataforustunnar? Það þarf mikla harðúð og vægð- arleysi til að leggja fram slik fjár- lög. Veit ekki ríkisstjómin að þús- undir íslendinga eru meira eða minna á framfæri nánustu að- standenda eða verða að leita að- stoðar félagsmála- og líknarstofn- ana fyrir brýnasta lífsviðurværi? Kristján Pétursson Þingmannaleið um Af glapaskarð Tolfta november sl. birtist hér á kjallarasíðu nokkurt krumsprang eftir Kristin Pétursson, fyrrver- andi alþingismann, „Gijótfriðun og umhverfisvernd". Eg tel að Krist- inn tah í grein sinni kersknislega um þann slag sem staðið hefur um skipulagsmál í Ódáðahrauni og það hvort fóma eigi þjóðarverðmætum í tryhtum dansi auðlindanýtingar- innar, frekar en að hann tah frá hjartanu. Verömæti ekki bara verðbréf og vextir Kristinn áttar sig ekki á eðh málsins sem er þetta: mannvirkja- gerð í afar viðkvæmri náttúm há- lendisins fylgja alvarlegar afleið- ingar, í óbyggðum er ekki hávaxinn gróður sem gæti huhð Ijót línu- mannvirkin, né mikh gróska sem jafnaði út vegsummerki. Kristinn vih „háleiidisveg" fram hjá byggð norðaustanlands sem tengdi sam- an fjarlæga landshluta sem hentaði ferðamönnum og auðveldaði bygg- ingu háspennulínunnar. Þetta er skammsýni og vanþekking á eðh ferðamanniðnaðar, þama rekast hagsmunir aðha á. Orkuflytjandinn fer stystu leið mihi A og B en hagsmunir ferða- mannsins miðast við að geta skoð- að náttúrufyrirbæri þar sem þau era. Það er ekki eftirsóknarvert að ferðast imdir og umhverfis há- spennulínu. Málflutningur þeirra sem telja jafn mikla veðursæld KjaUarinn Kári Kristjánsson landvörður í Heröubreiöar- friðlandi og öskju vera á hálendinu og í byggð minnir á þá daga er fátækur og kúgaður almúginn trúði að í Ódáöahrauni væra grösugir dalir og sauðahjarð- ir úthegufólks á beit. Sumariö á hálendinu er stutt, Gæsavatnaleið t.d. er opin í einn og hálfan mánuð, eftir að klaki er farinn úr og vegir á hálendinu lokast oft að sumri th vegna hvassviðris. Mælingar Landsvirkjunar sýna að ísing er meiri inni á hálendinu heldur en við byggðalínu. Okkur er jafn annt um Mývatn og Ódáða- hraun, línuna ber að grafa í jörð norðan við Mývatn og þar mun gróður fljótt hylja vegsummerki, en jarðmyndanir sem ratt yrði úr vegi línulagnar í Ódáðahrauni munu ekki vaxa aftur. Gerum Ódáðahraun að garði þjóðarinnar, það myndi létta á gestaánauð við Mývatn. Hluti af náttúrunni Ég hef samúð með Kristni vegna blinds haturs hans á hlutum nátt- úrunnar sem hann kallar „varg“ og „vilhdýr“, því honum virðist hafa verið kennt að hata refi, haga- mýs, gæsir og hrafha. Þessi um- hverfisblinda birtist einnig þegar fólk talar um „að bijóta undir sig náttúruna", „leggja að fótum sér“, „vinna dýr“. Ökumönnum er hampað fyrir að aka yfir vhlt dýr. Einstaklingar og fyrirtæki era lofuð í hástert ef þau standa að sáningu erlendra plöntu- tegunda eins og kanadískrar lúp- ínu og dansks túnvinguls í náttúr- unni og breyta með því gróðurfari þeirrar jarðar sem þó hefur fóstrað þetta sama fólk svikalaust. Og þeg- ar ijúpnaveiðimenn era búnir með stofninn á að útrýma fálkastoöiin- um th að fækka samkeppnisaðh- um. Er verið að kenna þér og mér að hata selina og hvalina í sjónum á sömu forsendum? Á sólskinsdög- um er talað um „hið fagra land“, um „ósnortna náttúra sem okkur beri að varðveita th komandi kyn- slóða". Taka verður á sinnuleysi yfirvalda sem létu þaö m.a. við- gangast að hópur rahökutækja komst inn í landiö sl. sumar og fékk átölulaust að þeysa um vegi og veg- leysur hálendisins, m.a. á fjórhjól- um. Enginn virðist taka eftir þessu. Hvar er siðfræði þessarar þjóðar í umhverflsmálum?. Okkur er öhum hoht að hafa í huga ljóð Davíðs Stefánssonar, Afglapaskarð: Hollast mun hópnum vera, /sem heiðina miklu fer /Að hafa hhðsjón af tindum /sem hæst við loftið ber /Oft era veður válynd /og vörður fenntar á mel. /Gætni gæti því kom- ið gangandi mönnum vel. Kári Kristjánsson „Málflutningur þeirra sem telja jafn mikla veðursæld vera á hálendinu og í byggð minnir á þá daga er fátækur og kúgaður almúginn trúði að í Ódáða- hrauni væru grösugir dalir og sauða- hjarðir útile^ifólks á beit.“ mistoK „Atvinnu- vegirnir í landinu geta ekki borgað þessa raun- vexti. Iætta er það skelfileg- asfa sem bankarnir Ebw Oddur Krisl- gátu tekið lánsson, «ram- uppáþóttég kvamdasljórl taki alveg Hjátms á Flateyri. undir með þeim og ég met það raunar þannig að ríkissjóður hafi byrjað þetta bah. Það var sarnt skelfilegt aö bankarair skyldu sigla í kjölfarið og þetta mun eng- an hitta verr fýrir en þá sjálfe og aht atviimulffiö í landinu. Þetta era hörmuleg mistök. Það var í huga okkar atvinnu- rekenda eitt af megmatriðum þess að við gætum haldið engri verðbólgu að allir aðhar á mark- aði, ríkissjóður, Seðlabankinn, viðskiptabankar, lífeyrissjóðirog svo framvegis tækju;: höndum saman um að lækka vexti. Þaö skrifuðu allir undir viljayfirlýs- ingar þar að lútandi síðastliðið vor. Mér sýnist í fljótu bragði að allir sem að því stóðu hafi svikið það og þetta mun koma okkur illilega í koll. Viö eram að sökkva átvinnulíf- inu ennþá dýpra, það getur ekki borgaö þessa raunvexti, þetta er algjör fiarstæða. Raunvextir þyrftu að lækka verulega ef ein- hver von ætti að vera tii þess að vinna okkur út úr þessu. Það er hægt að lækka vextina ef allir aðilar á inarkaöi gera sér grein fyrir þvi að það er þeim í hag. Þetta eru mjög skelfileg tíöindi fyrir aha aðila og virka sem olía á eldinn.“ Ohjákvæmileg „Verðbólgu- stigið hefur verið um eitt og hálft pró- scnt að und- anfómu og fer klárlega hækkandi. Reiknað er I með að verð- RaSnar Onundar- bólgustigið 4on> bankastjóri í*- verði 17% 'andsbanka. miðað við hreyfinguna á vísi- tölunni l. febrúar næstkomandi, 9,6% miöað við febrúar-mars, 7% febrúar-apríl og 5,5% febrúar- maí. Það er ljóst að nafhvextir eru of lágir hvernig sem á máhð er htið og hækkun vaxta óverð- tryggðra inn- og útlána er óhjá- kvæmileg aögerð. Þessir vextir munu hins vegar lækka aftur með vorinu þegar veröbólgan lækkar á ný. Þctta er bein afleiö- ing af gengisfellingunni sem var hófleg og nauösynleg og þetta verður hara yfir okkur aö ganga. vera í ákveðnu skipulagi og innra Það gengur ekki að á uppboð og láti vexti þeirra hækka þar upp fyrir lægstu út- iánsvexti eins og orðiö var. Svo- kahaðir kjörvextir hjá bðnkum voru fyrir neöan verðbréfemark- traustustu lántak- endur að taka lán til að .ir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.