Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1993, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1993, Síða 18
26 FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1993. Meiming Egg-leikhúsiö sýnir Drög að svínasteik á tíu ára afmæli: Eina persónan er svín sem bíður slátrunar í kvöld frumsýnir Egg-leikhúsið á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins franska leikritið Drög aö svínasteik. Með eina hiutverk leiksins fer Viðar Eggertsson og leikur hann svín sem er á leið til slátrunar. Það er einmitt Viðar sem er stofnandi Egg-leikhúss- ins og hefur hann nánast verið einn um að halda því gangandi frá stofnun þess fyrir tíu árum. Egg-leikhúsið er á meðal þeirra at- vinnuieikhúsa sem á síðari árum hafa flutt inn ferska strauma og nýj- ungar í íslenskt leikhúslíf og er leik- húsið í fremstu víglínu nýskapandi leikiistar og hefur það oft verið kall- að til þegar forvígismenn erlendra listahátíða hafa viljað kynna sér sér- stæða og athyglisverða leikhúslist frá íslandi. Viðar Eggertsson segir að Egg- leikhúsið hafi orðið til af brýnni þörf leikara til að leika. Hann hafi haft takmarkaöan áhuga á að sitja að- gerðalítill þar til einhveijum leik- stjóra dytti í hug að nýta krafta hans þótt hann hafi tæpast þurft að kvarta yfir atvinnuleysi. Aftur á móti var hann farinn að efast um heilindi sín gagnvart því hlutverki sem honum kynni að bjóðast næst þar sem list- ræna hvötin til að leika hlutverkið yrði ekki frá honum sjálfum komin heldur einhveijum öðrum. Egg-leikhúsið hefur eins og áður segir verið lengstum eins manns leikhús og í fyrsta verkefninu „ekki ég.. .heldur...“ var jafnframt gert ráð fyrir aðeins einum áhorfanda á hverri sýningu. í fyrstu var óvíst um framhald á starfseminmi en eftir góða frammistöðu á listahátíöinni í Edinborg, þar sem leikhússins var getið í heimspressunni, meðal ann- ars Newsweek, var ekki aftur snúið og strax farið að leggja drög að næstu verkefnum sem voru Knall eftir Jök- ul Jakobsson og Skjaldbakan kemst þangað líka eftir Áma Ibsen en í því verki fjölgaði leikurum Egg-leik- hússins um helming, urðu tveir. Skjaldbakan var sýnd víða erlendis Gísh Sigurðsson birti ritdóm um bók mína, Kóralforspil hafsins, í DV 29.12. Ritdómurinn er svo vitiaus að ekki verður látið ómótmælt. Gísli kvartar mjög undan þröngri skilgreiningu minni á módemisma en hvergi kemur fram hvaða skil- greiningu hann aðhyllist í staðinn. Helst er þó að sjá aö hann álíti að ef tilteknar hugmyndir birtist í skáld- verki þá sé það módemt. Hitt nefitir hann ekki að ég eyði töluverðu máli í að sýna fram á að þetta viðhorf sé fjarstæða. En Gísli segir: „í formála er engin heildstæð grein gerð fyrir þeim fræðilegu vandamál- um sem hjjóta að blasa við þeim sem ætlar að kljást viö jafn umfangsmik- ið verkefni og módemisma í íslensk- um bókmenntum. Það em ekki dregnir saman þræðir þeirrar um- ræðu sem hefur verið hér á landi eða annars staöar." Nei, þetta er ekki gert í formála, en fór alveg fram hjá Gísla að þetta er gert 1 kafla sem heitir „Einkenni módemisma". Það er um Ijóðin en um módem einkenni prósa er flallað í 13. og 14. k. í báðum tilvikum ræði ég mismunandi skilgreiningar og rökstyð hví ég taki eina fram yfir aðrar. Þyki Gísla þaö ekki nógu ræki- legt ber honum að segja hvað honum þyki á vanta og hvers vegna. Gísli er ekki skýrmæltur um þetta en helst og fékk alls staðar góða dóma. Egg-leikhúsið hefur aldrei notið fastra fjárveitinga og oftar en ekki hefur verið lagt upp með lítið annað en von og trúnað í veganesti. Þótt Egg-leikhúsið hafi jafnan verið talið eins manns leikhús hafa um þaö bil áttatíu aðilar lagt því lið á einn eða annan hátt á þessum tíu árum. Drög að svínasteik Drög að svínasteik er um svín sem er að sjá að hann telji að ég hefði átt að seta í inngangskafla skipulegt yf- irlit um allt sem íslendingar - og fleiri - hafa sagt um módemisma. En þetta hefði þyngt framsetningu mjög og leitt til gegndarlausra endur- tekinga þegar kom að einstökum bókmenntaverkum. En yfirborösleg afgreiðsla Gísla á bókum birtist í framhaldi tilvitnaðrar klausu. Hann hefur frótt af bók eftir Ástráð Ey- steinsson um „Hugtakið módem- ismi“. Nú slær hann upp í heimilda- skrá minni og sér að ekki er vitnað í bókina. Þá átelur hann það, enda þótt hann geti ekki sagt hvað ég heíði þá átt að taka úr þeirri bók eða hvers vegna. Hún er góð fyrir sinn hatt, á módemisma. Mér gleymdist að vísa til hennar á þessum stað en ástæðu- laust var að skrifa upp úr henni, það hefði verið „vélstrokkað tilbera- sny ör“. Gísli verður að fá andagiftina í fyrirsögn sína léða hjá Guðmundi Finnbogasyni en gætir þess ekki að hún er í beinni mótsögn við meginá- sökun hans gegn mér að ég tilfæri ekki nægjanlega viðhorf annarra fræðimanna. En eftir rökræður um mikilvægustu skilgreiningar á mód- emisma hérlendis flalla ég í tímaröð um þau verk sem talin hafa veriö módem innan hverrar bókmennta- greinar. Hverju sinni rek ég álit fyrri fræðimanna, tel rök þeirra og ræði, bíður slátrunar. Meðan á biðinni stendur fjallar þaö um líf sitt og drauma, frelsi og ófrelsi, skyldur sín- ar og hlutverk í lífinu. Leikritið var fyrst sett upp í París og lék höfundurinn, Raymond Cousse, sjálfur svínið. Fékk sýningin mikið lof gagnrýnanda og gekk fyrir fullu húsi í 130 skipti. Cousse ferðaö- ist með sýninguna vítt og breitt um alla Evrópu, auk þess sem verkið var tekið til sýningar um allan heim. til að komast að niöurstöðu. Það em því hrein ósannindi hjá Gísla að ég láti mér nægja að afgreiða þá með orðum eins og „fráleitt" og „alrangt" eða samsinna þeim. Vinnubrögð Gísli segir mig skorta sjálfstæð efnistök vegna þess að kafla um skáldsagnahefð tek ég saman úr rit- um fræðimanna sem rannsakað hafa það svið. Þessi athugasemd sýnir ansi djúptækan skilningsskort hans á fræðistörfum. Rit um módemisma ber að takmarka við rannsókn innan þeirra tilteknu marka. Að sjálfsögðu bar líka að tengja það með rökræð- um, við fræðirit um þá hefð sem módernisminn reis gegn. En Gísli hefur ekkert um það að segja hvem- ig mér tókst til með þessa úrvinnslu og tengsl við mína rannsókn. Gísli virðist alveg á valdi viðtek- inna hugmynda og ærist ef við þeim er hróflað. Þannig tyggur hann enn að Vefarinn mikli frá Kasmír hafi verið bylting í íslenskri skáldsagna- ritun en getur á engan hátt skýrt hvers vegna né víkur hann einu orði að rökum mínum gegn þeirri skoðun, þar sem ég fer einmitt í rök - og for- sendur - ýmissa fræðimanna, m.a. Halldórs Guðmundssonar. Reyndar rakti Halldór Laxness það sjálfur að sagan væri fyrst og fremst hefðbund- Hefur það verið þýtt á ein tuttugu tungumál og er eitt mest leikna franska leikritið á síðari árum. Upprunalega samdi Cousse Drög að svínasteik upp úr skáldsögu eftir sjálfan sig og velgengni verksins varð til þess að hann sneri fleiri sög- um sínum yfir í leikformið. Raymond Cousse lést 1991 tæplega fimmtugur. Kristján Ámason þýddi verkið á ís- lensku en leikstjóri er Ingunn Ásdís- ardóttir. -hk in skáldsaga (sbr. bók mína bls. 200 o.s. frv.) og má hann líklega búast við hörðum aðfinnslum Gísla Sig- urðssonar fyrir það. Það er hrein þvæla að ég stefiti ekki að heildarskilningi á verkunum, það geri ég m.a. í umfjöllun um Vef- arann enda þótt ég hafi þann fyrir- vara í formála að meira skipti í þessu riti að finna módem einkenni verk- anna. Furðu illa hefur Gísli lesið rit mitt fyrst honum varð ekki ljóst að ég tel Tómas Jónsson metsölubók módema. En út yfir tekur þó þessi túlkun hans á bók minni: Niðurstað- an verður sú að eiginlegur módem- ismi komi varla fram nema hjá Hannesi Sigfússyni í ljóðunum og hjá Thor Vilhjálmssyni í prósanum. Þetta er kostuleg ritdæming. En venjulegur lesandi hefði m.a. tekið eftir: ljóðum Halldórs Laxness, Tím- anum og vatninu eftir Stein Steinarr, ljóðum eftir Jónas Svafár, Jóhann Hjálmarsson, Baldur Óskarsson, Bréfi til Lám eftir Þórberg, smásög- um Halldórs Stefánssonar og sögum eftir Steinar Siguijónsson, auk ýmissa yngri skálda. Ekki er rúm til að fjalla hér um fleiri firrur Gísla enda nægir þetta til að sýna að ritdómur hans er vit- laus í öUum meginatriðum. örn Ólafsson Szymon Kuran leikur einleik i fiðlukonsert eftir samlanda sinn. Szymon Kuran einleikari meðSinfóníunni Fyrstu tónleikar Sinfóníu- hljómsveitar islands á nýju ári era í kvöld í Háskólabíói og bera tónleikarnir pólskan blæ. Ein- leikarinn, Szymon Kuran, er pólskur, hljómsveitarstjórinn Jerzy Maksymiuk er pólskur og fiðlukonsertinn er pólskur. Szymon Kuran er íslendingum að góðu kunnur enda hefur hann dvaUð hér á landi nokkurn tíma eða aUt síöan hann var ráðinn annar konsertmeistari við Sin- fóniuhljómsveit íslands 1984 en áður hafði hann verið konsert- meistari við Baltnesku fíl- harmóníusveitina. Auk þess að leika með Sinfóníunni leikur Kuran djass og fyrir síðustu jól kom út hljómplata með hljóm- sveitinni Kuran Swing sem hann stýrir. Jerzy Maksymuik er talinn einn af þekktustu hljómsveitar- sijórunum í dag. Hann er stofn- andi pólsku kammersveitarinnar sem hann hefur sijórnað á ferö- um víöa um heim og gert hljóðrit- anír með. Hann er nú aðalstjórn- andi skosku BBC hijómsveitar- innar og tíður gestur allra bestu hljómsveita heims. Verkin, sem flutt verða á tón- leikunum í kvöld, eru: Printemps eftir Claude Debussy, Fiölukon- sert eftir Panufnik, In a Summer Garden eftir Delius og The Con- fession of Isobel Gowdie eftir McMillan. Aðalleikaramir i Blóöbræðrum, Magnus Jónsson og Felix Bergs- son, sem leika tviburana, og Ragnheiður Elva Arnardóttir sem leikur móður þeirra. Borgarleikhúsinu Næsta frumsýning á vegum Leikfélags Reyýavíkur er söng- leikurinn Blóðbræður sem frum- sýndur verður I lok janúar. Er hér um að rasða verk eftir Willy Russell en hann er íslenskutn leikhúsgestura að góðu kunnur af leikritunum Sigrún Ástrós og Ríta gengur menntaveginn. Efnið í Blóöbræður er, fíkt og í flest verk Russells, sótt í heim Liver- pool sem er heimaborg hans. Blóðbræður er í bland ærslaleik- ur og drama sem fjallar um unga móður sem stendur uppi ófrísk með stóran barnahóp. Þegar hún fæðir tvíbura gefur hún annan frá sér og synir hennar álast þanrng upp við gerófíkar aðstæð- ur. Örlög valda því að leiðir þeirra liggja saman á ný. Þórar- inn Eldjám þýöir bæði bundið og óbundið mál og leikstjóri er Hall- dór E. Laxness. Viðar Eggertsson leikur eina hlutverkið í Drögum að svínasteik. Hann er hér að reyna ná sambandí viö nokkra statista sem hvíla sig i sætum áhorfenda á Smíðaverkstæðinu. Á innfelldu myndinni er Viðar í hlutverki sínu. DV-mynd ÞÖK Svar um Kóratforspil

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.