Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1993, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1993, Síða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1993. Fréttir Mat sæstrengsfyrirtækisins Pirellis: Engin vandkvæði að leggja sæstreng - ætlar að skoða möguleika á að reisa sæstrengsverksmiðju hér Aö áliti ítalska sæstrengsframleiö- andans Pirellis, sem hefur undanfar- ið ár annast frumathugun á lagningu sæstrengs frá íslandi til Evrópu fyrir Landsvirkjun, eru engin vandkvæði á að framleiða og leggja sæstreng frá íslandi til Skotlands eða meginlands Evröpu. Þó telja þeir að vegna lengd- ar strengsins og dýpis á leiöinni en strengurinn á að liggja um 935 km langan veg til Skotlands og yrði mest á 1100 metra dýpi þurfi engu að síður að þróa frekar núverandi tækni við lagningu. Viðurkennt er að aðstæður séu erfiðar á þessari leið. Kostnaður við sæstrenginn er mik- ill og áætlað er að stofnkostnaður tveggja sæstrengja til Skotlands að meðtöldum öðrum kostnaði verði um 120 milljarðar króna. Síðan er gert ráð fyrir því að strengir til Hollands eða Þýskalands gætu kostað 220 milljarða. Þá má gera ráð fyrir að íjárfestingar í virkjunum innanlands Talið er að kostnaður við lagningu sæstrengsins gæti numið allt að 500 milljörðum króna, eöa tæplega fimmföldum fjárlögum íslands. Limerick lávarður, stjórnarformaður Pirellis á Bretlandi, sem hér sést ásamt Jóhann- esi Nordal, segist viss um að ýmsir erlendir fjárfestar muni sýna málinu áhuga og segir koma til greina að Pirelli byggi sæstrengsverksmiðju á íslandi. DV-mynd Brynjar Gauti gætu numið um 75 milljörðum króna fyrir hvern streng. Því mætti ímynda sér að endanlegur kostnaður gæti numið allt að 500 milljörðum en það eru um það bil fimmfaldar árstekjur Ríkissjóðs íslands. Landsvirkjun varar við bjart- sýni Stjómarmenn í Landsvirkjun tóku skýrt fram á blaðamannafundi með fulltrúum Pirellis í gær að mikinn undirbúning og rannsóknir þyrfti til að ljúka endanlegum áætlunum og vöruðu við mikilli bjartsýni. Verk- efnið væri mjög dýrt og ljóst að treysta yrði á að erlendir aðilar fjár- mögnuðu það aö öllu leyti og eftir ætti að sjá hverjir hefðu áhuga. Óljóst er því hvenær hægt verður að taka ákvörðun um framkvæmdir ef af verður. Að mati Landsvirkjunar er slíkrar ákvörðunar ekki að vænta fyrr en í fyrsta lagi eftir 3 til 4 ár og að slíkri ákvörðun tekinni gerir Pi- relli ráð fyrir aö Ijúka megi undir- búningi framleiðslu og lagningu fyrsta sæstrengsins til Skotlands á 6 til 8 árum og fyrir tvo strengi þyrfti 8 til 12 ár. Frumáætlanir Pirellis miðast við að strengurinn verði lagður út frá sunnanverðum Reyöarfirði í austur- átt. Þær virkjanir sem hagkvæmast er talið að reisa eru stórvirkjanir í jökulám á Austurlandi. Limerick lávarður, stjómarform- aður Pirellis á Bretlandi, sagði í sam- tali við DV í gær aö hann væri sann- færður um að mikill áhugi væri á verkefninu víða um heim og þessar niðurstöður, sem vom kynntar í gær, ættu eftir að vekja áhuga. Það væri ljóst aö ekki væri hægt aö sinna markaðsmálum af neinni alvöm fyrr en frumrannsókn hefði farið fram. Hann sagði það vel koma til greina að Pirelli setti á fót sæstrengsverk- smiðju á íslandi og sá möguleiki yrði skoðaður. Hins vegar væru margir þættir sem þyrfti að athuga. -Ari Sæstrengur tií Evrópu \ Tillaga Pirelli um meginæö '> LJ .!\ \ Valkostir 2 ísland XReyðarfjöröur Færeyjar Noregur Skotlanc 1 England Holland þýskaland Sölusamband íslenskra flskframleiðenda heldur félagsfund í dag: Kosið um hvort breyta eigi SÍF í hlutafélag - hugmyndirmi verið vel tekið, segir Magnús Gunnarsson framkvæmdastjóri „Við höfum haldið 12 fundi vítt og breitt um landið þar sem við höfum kynnt félagsmönnum hugmyndina um að breyta Sölusambandi ís- lenskra fiskframleiðenda í hlutafé- lag. Og í dag verður haldinn félags- fundur að Hótel Sögu þar sem greidd verða atkvæði um hvort af þessu verður eða ekki. Ég vil engu spá um úrslitin en á þeim fundum sem haldnir hafa veriö hefur hugmynd- inni að stofnun hlutafélags veriö vel tekið,“ sagði Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri SÍF, í samtali við DV í gær. Ástæðumar fyrir því að menn vilja nú breyta SÍF í hlutafélag eru nokkr- ar að sögn Magnúsar. I fyrsta lagi er ekkert rekstraröryggi lengur hjá SÍF eftir að saltfiskútflutningur hef- ur verið gefinn frjáls og menn innan samtakanna geta kallað eftir þeim fjármunum sem þeir eiga inni, jafn- vel þótt þeir fái þá ekki greidda fyrr en eftir 5 ár. í annan stað telja menn sig ná betur utan um rekshmnn ef um hlutafélag er að ræða. í þriðja lagi er þetta einnig spurning um að aðlaga sig nútímarekstrarformi. Magnús segir að félagar í sölusam- bandinu eigi séreignasjóði sem séu mjög lokaðir. Þá fjármuni hafa eig- endur þeirra ekki getað veðsett eða nýtt sér á neinn máta. Peningamir hafa legið inni hjá SÍF sem rekstr- arfé. Þessar eignir verða lagöar til grundvallar ef fyrirtækinu verður breytt í hlutafélag. „Ef menn vilja hins vegar ekki vera með í stofnun hlutafélags, en fá eign sína greidda út, þá fá þeir það fé ekki samkvæmt lögunum fyrr en eftir 5 ár frá því þeir gera tilkall til þeirra. Við höfum bent þeim á, sem em að hugsa um slíkt, að það sé miklu betra fyrir þá að breyta eigninni yfir í hlutafé sem þeir fá á þessu ári og geta þá selt hlutabréfin eða veðsett, allt eftir því hvað þeir vilja gera,“ sagði Magnús Gunnarsson. -S.dór Herjólfur: Verkfall stýri- mannaboðað 3. febrúar Stýrimannafélag íslands hefur boðaö verkfall stýrimanna á far- þegaferjunni Herjólfi að morgni 3. febrúar næstkomandi hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Guðlaugur Gíslason, fram- kvæmdastjóri Stýrimannafélags- ins, sagði að hér væri um gamalt mál að ræöa. Stýrimennirnir tveir á Heriólfi hafa dregist aftur úr í launum miðað viö samninga annarra sjómanna um borö. Hann sagöi að við gerð nýrra kja- rasamninga undanfarin ár hefði verið gerð bókun að beiöni VSÍ um að taka þurfi samninga stýri- manna á Herjólfi til sérstakrar endurskoðunar. Samt hafi ekkert gerst í málinu. „Síðasti samningafundur var haldinn 27. október og þrátt fyrir ítrekaðar óskir Stýrimannafé- lagsins um nýjan samningafund hefur hann ekki fengist,“ sagði Guölaugur Gíslason. -S.dór Steinullarverksmiðjan: Bjartsýniásölu til Þýskalands Gyffi Kiistjánsson, DV, Akuxeyri; Steinullarverksmiðjan á Sauð- árkróki hefur að undanfómu átt í viðræðum við aöila í Þýskalandi um sölu steinullar þar i landi og sagðist Steinar Skarphéöinsson, framleiðslustjóri Steinullarverk- smiðjunnar, bjartsýnn á að samningar tækjust, en tók fram að ekkert væri frágengið í þeim málum. Steinullarverksmiðjan hefur selt 5 þúsund tonn af steinull tvö sl ár og gæti Þýskalandssamn- ingurinn, ef af honum verður, orðið til þess að salan færi í 6 þúsund tonn. Þetta myndi þýða að bætt yrði við þriðju vaktinni i verksmiðjunni og við það bætt- ust við 6-8 störf. Steinar Skarphéðinsson sagði þaö ekki vandamál að fá kaup- endur að ullinni, vandamálið væri verðsamkeppnin. Fyrirtæk- ið væri 1 mikilli samkeppni við aðila í Evrópu sem stæðu að því leyti betur að þeir þyrftu ekki að flytja vöruna um langan veg og greiða flutningsgjöld sjálfir eins og Steinullarverksmiðjan þarf að gera. SÍFMutafélag?: Engirstórir hluthafar - KASK með 5 prósent Verði Sölusarabandi íslenskra fiskframleiðenda breytt í blutafé- lag á félagsfundi sem haldinn veröur í dag verða engir afger- andi stórir hluthafar í nýja félag- inu. Stærsti aðilinn að SÍF er Kaup- félag A-Skaftfellinga á Höfh með eitthvað nærri 5 prósent eignar- hlut. Samkvæmt heimildum DV ætlar KASK ekki að veröa aðili að hlutafélaginu heldur fá sinn hluta útgreiddan en mMar breytingar hafa orðiö hjá fyrir- tækinu, meðal annars naiha- breytingar og fleira. Næststærsti aðilinn að SÍF er talinn vera Síldarvirmslan i Nes- kaupstað. Nærri henni að stærð eru Vinnslustööin í Vestmanna- eyjum og Hraðfrystistöðin á sama stað. Þessi fyrirtæki eru þó ekki stærri eignaraöilar en upp á 2 til 4 prósent eignahlut hvert. Langflestir hhma fjölmörgu að- ila að SÍF munu ætla að verða hluthafar í nýju hlutafélagi sem talið er víst að samþykkt verði aðstofnaídag. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.