Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1993, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1993, Blaðsíða 28
 Hinn brottrekni Lopez. Rekinnvegna ófagnaðar „Svertinginn viröist ekki nógu klár á þvi kerfi. Hann klikkar alltaf á því. Hann er nú nýkom- inn, karlanginn," sagði Rúnar Guðjónsson í Snæfelli í viðtali eftir leik Snæfells og Grindavík- ur. Snæfell vann leikinn ævin- týralega með einu stigi en samt var Lopez rekinn, nýkominn, en menn segja að ástæðan hafi helst verið sú að hann fagnaði oflítið! Ummæli dagsins Kreppa fyrir krata „Ef það þarf kreppu til að beija það inn í hausinn á kynbræðrum mínum að þeir eigi sín böm en ekki ríkið, óháð því hvemig þeim líkar við mömmur þeirra eða hvemig stendur á hjá þeim í VISA-greiðslu, leyfist mér þá að biðja um margar, margar krepp- ur!“ segir Ami Páll Ámason í utanríkisráðuneytinu. Steppugengi „Sú staðreynd að hann kemur frá Arkansas er nógu fyndin ein og sér,“ segir stofnandi tímarits- ins Slick Times sem Qallar ein- göngu um Clinton og það á léttari nótunum. Léttskýjað í dag A höfuðborgarsvæðinu verður norð- an gola og síðar hægviðri eða austan gola og léttskýjað í dag en þykknar Veðrið í dag upp í nótt með hægt vaxandi austan- átt. Stinningskaldi og slydda á morg- un. Vaxandi frost í dag en fer að hlýna síðla nætur. í dag verður hæg norðlæg átt á landinu með smáéljum við norður- ströndina en annars víða léttskýjað. í kvöld verður hægviðri og léttskýjað um allt land en í nótt fer að þykkna upp suðvestanlands með hægt vax- andi austan- og suðaustanátt. All- hvasst og slydda eða rigning á morg- un. Talsvert frost verður um mest- ailt land, einkum inn til landsins en í nótt fer að hlýna suðvestanlands. Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri léttskýjað -8 Egilsstaðir léttskýjað -15 Galtarviti snjókoma -5 Keíla vikurílugvöllur léttskýjað 0 Kirkjubæjarkla ustur léttskýjað -1 Raufarhöfn alskýjað -3 Reykjavík léttskýjað -2 Vestmannaeyjar léttskýjað 0 Bergen snjóél -2 Helsinki snjókoma -8 Kaupmannahöfn slydda 2 Ósló skýjað -8 Stokkhólmur léttskýjað -9 Þórshöfn slydduél 1 Amsterdam hálfskýjað 3 Barcelona heiðskirt 3 Berlín snjókoma 2 Chicago heiðskirt -7 Feneyjar þoka -1 Frankfurt skýjað -1 Glasgow skúr 5 Hamborg skýjað 4 London skýjað -1 Lúxemborg heiðskírt -3 Madrid heiðskirt 8 Malaga heiðskirt 9 Mallorca heiðskírt 1 Montreal heiðskirt -12 New York heiðskírt -1 Orlando rigning 16 París heiðskirt 1 Róm lágþokubl. 5 Valencia heiðskírt 8 Vín léttskýjað 1 Winnipeg snjókoma -9 Þráinn Hallgrímsson hefur verið ráðinn skólastjóri Tórastundaskól- ans og tók við starfinu í desember síðastliðnum. Hann gegndi stööu skrifstofustjóra Alþýðusambands- ins í tæp fjögur ár ffá ársbyrjun 1989 og ailt þar tíl hann tók við nýju stöðunni. Þráinn Hallgrimsson lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1968, BA prófi í Maðnr dagsins tungumálum frá Háskóla íslands 1973 en stundaöi auk þess nám í frönsku í Frakklandi og spænsku á Spáni. Þráinn starfaði sem fulltrúi hjá Þráinn Hailgrímsson. iðnaðarbankanum 1971-73. Hann var kennari við Menntaskólann á ísafirði frá 1973 til 1980 þegar hann gerðist blaðamaður, fyrst við Al- þýðublaðið en síðan Tímann. Árið 1983 var hann ráðinn fræðslufull- trúi hjá Menningar- og fræöslu- sambandi Alþýðu þar til hann tók við skrifstofustjórastarfinu hjá ASÍ. Þráinn hefur sinnt ýmsum félags- málastörfum og gegndi meðal ann- ars nefndarstörfum í sveitarstjórn- um á ísafirði og í Kópavogi. Hann hefur gegnt margvislegum ritstörf- um fyrir félagasamtök og ritstýrði SÁÁ-blaðinu um tveggja ára skeiö. Tómstundaskólinn er í eigu og irndir stjórn Menningar- og fræðslusambands alþýðu. Myndgátan Andlitsdráttur Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1993. Kvennafræði í kvöld klukkan 20.30 heldur Rannsóknastofa í kvennafræðum við Iiáskólann ftmd um starfsemi stofnmiar, rannsóknastefnu og uppbyggingu fyrirhugaös kvennafræðanáms. Pundurinn er í Skólabæ, Suðurgötu 26, og er öllum opinn. Fundir í kvöld Félagsfundur SIF Sölusamband islenskra fisk- framleiöenda heldur félagsfund í Súlnasal á Hótel Sögu klukkan 13.30. Rædd verður stofnun hlutafélags og félagsslit verði af stofnun hlutafélags. Kvenfélag Hreyfils Heldur fund í Ilreyfilssalnum klukkan 20. Framsóknarviðtöl Finnur Ingólfsson og Sigrún Magnúsdóttir verða til viðtals á skrifstofu Framsóknarflokksins í Hafnarstræti milli klukkan 17 og Skák Níunda skák Timmans og Shorts, sem tefld var sl. laugardag, var fjörugasta skák einvígisms til þessa. Short haíöi þar sigur eftir miklar sviptingar og náði for- ystunni í einvíginu á nýjan leik. Lítum á þrot úr skákinni. Short hafði svart og átti leik í þessari stöðu: 18. -13!? Short kýs að láta hróksfóm Tim- mans eiga sig. Eftir 18. - Dxal 19. Rc3 (eða 19. Da4 + !? KfB) Bxc3 20. dxc3 Dxc3 21. Bxf4 Kf7! er þó óvíst hvort bætur hvits séu nægar. En Short hefur trúlega talið textaleikinn enn sterkari. 19. Rc3 fxg2 20. Hel 0-0 21. De6 + ! Ef 21. Dc4+ Hf7 22. Dxd4 Bxd4 23. He2 Hbf8 hefúr Short sterkt frumkvæði. 21. - Hf7 22. Rdl! Dxal 23. Dxe5 Dxe5 24. Hxe5 og nú er hreint ekki ljóst hvor á betra tafl. En Timman tefldi veikt, missti peðin hvert af öðru oggafstuppí39. leik. JónL. Árnason Bridge Sveit S. Ármanns Magnússonar varð um síðustu helgi Reykjavikiumeistari í sveitakeppni er hún lagði sveit Glitnis með 44 impa mun í 64 spila úrslitaleik á sunnudaginn. Sveit S. Ármanns vann sveit Tryggingamiðstöðvarinnar meö 3ja impa mun í 8 sveita úrshtum og sveit Hrannars Erlingssonar með 4 impum í undanúrshtum. Spflarar í sveit S. Ár- manns em Hjördís Eyþórsdóttir, Ás- mundur Pálsson, Ólafur Lárasson, Her- mann Lámsson, Jakoþ Kristinsson og Pétur Guðjónsson. Aðeins Ásmundur hefur áður orðið Reykjavíkurmeistari í sveitakeppni. Spfl dagsins kom fyrtr í úrslitaleiknum og græddi sveit S. Ár- manns 13 impa á þvi. Sagnir gengu þann- ig í opnum sal, spil 47, suður gjafari og NS á hættu: ♦ 7 V ÁDG ♦ ÁKG1096 + Á76 * DG84 V 102 * 5432 * DG10 * 10632 V K854 ♦ 7 + K954 V 9763 ♦ D8 Suður Vestur Norður Austur Pétur Aðalst. Jakob Bjöm Pass Pass 14 1* Dobl 3♦ 64 p/h Vömin byijaði á því að spila tvisvar sinn- um spaða og Jakoþ trompaði í öðrum slag. Hann var fljótur að finna vinnings- leiðina, lagði niður ÁK í tígli og lagði upp þegar drottning féll í slaginn. Til greina kemur að spfla inn á laufkóng og svína tígli en þá verða hjörtun að liggja 3-3 og tiguldrottning þriðja (eða önnur) undir svíningu. Þvi var leiðin, sem Jakoþ valdi, greinilega betri. Samningurinn var 5 tígl- arílokuðumsal. Isak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.