Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1993, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1993, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1993. 5 Stóraukning innbrota í íbúðarhús að undanfömu: Þýfii gjaldmiðill í fíkniefnaviðskiptum - brýnt að læsa og krækja gluggum, segir Hörður Jóhannesson hjá RLR „Það hefur orðið aukning á inn- brotum í íbúðarhús að undanfómu. Fyrstu 10 mánuðina í fyrra vora 278 innbrot í íbúðarhús kærð til RLR en það gera að jafnaði ríflega 27 innbrot á mánuði. I nóvember vora 32 inn- brot kærð og í desember 58. Greini- lega kemur toppur í þessi innbrot í lok ársins," segir Hörður Jóhannes- son, yfirlögregluþjónn hjá RLR. Ails hafa verið kærð 117 innbrot í íbúðarhús á höfuðborgéu'svæðinu í nóvember, desember og það sem af er janúar. Innbrot í verslanir og sölu- tuma vora 84 talsins og 69 í skrifstof- ur og fyrirtæki. „Það er mikilvægt að fólk gangi tryggilega frá heimilum sínum þegar það fer út. Aðalmálið er að hafa dyra- umbúnað og opnanlega glugga í góðu lagi þannig að ekki sé hægt að spenna neitt upp. Fólk ætti að nota vandaða lokunar- og læsingabúnaði, glugga- krækjur og þess háttar." Skilja eftir Ijós Að sögn Harðar era innbrot oftast framkvæmd þegar fólk er ekki heima. Því sé mikilvægt að læsa hús- um og krækja gluggum í hvert sinn sem hús era yfirgefin. Þá sé ráð að skilja efdr ljós þannig að erfiðara sé fyrir þjófana að átta sig á því hvort að einhver er heima. í fyrirtækjum sé einnig ráðlegt að ganga þannig frá verðmætmn að óboðnir gestir komist ekki að þeim. Læsa beri skjöl og pen- inga niðri. Hann segir að óljóst sé hvar inn- brotsþjófamir losa sig við góssið og koma þýfinu í verð. Astæða sé fyrir fólk að vera vel á verði þegar því sé boöið að kaupa notaða hluti. Hvar er markaðurinn? „Við vitmn að þýfi er notað í við- skiptum milli fikniefnasala og neyt- enda en einhvers staðar þarf að breyta þessu í peninga. Við skiljum ekki alltaf hvar markaðurinn er fyrir þetta stolna dót svo sem hljómflutn- ingstæki, síma, faxtæki, ljósritunar- vélar, útvarpstæki og pelsa. Fyrir nokkru, þegar sem mest var um innbrot í skartgripaverslanir, var markaður fyrir silfur og gull er- lendis og auðvelt að bræða það niður og flytja úr landi. Hins vegar gegnir öðru máh um heimihshluti." -ból íbúavaktin 1 Grafavoginum skilar árangri í baráttunni við þjófana: Vökult nágrannaauga leiddi til handtöku innbrotsþjófa Grafarvogur. Þar hefur vel skipulögð íbúavakt skilað góðum árangri í baráttunni við innbrotsþjófa. DV-mynd GVA „Þetta er búið að standa í tæpt ár og hefur þegar leitt til þess að inn- brot hafa upplýst. í einu tilfehi skrif- aði til dæmis aðili hjá sér bílnúmer og gat lýst bílnum svo nákvæmlega að innbrotsþjófurinn fannst," segir Ami Þór Sigmundsson, rannsóknar- lögreglumaður í Grafarvogi, en íbúa- samtök hverfisins vinna með hverfa- stöð lögreglunnar að löggæslu á svæðinu. „Þetta er ekki þannig að íbúamir héma séu á tennisskóm og með kylf- ur heldur er þetta aðahega upplýs- ingamiðlun og við hvetjum fólk til að fylgjast með sínu nánasta um- hverfi án þess að vera að hnýsast. Þetta hefur verið prófað víða erlend- is og við erum að reyna að finna ein- hveija skynsamlega útfærslu sem hentar á íslandi. Við fáum skýrslur um innbrot og annað í hverfinu og svo miðlum við upplýsingum út til íbúanna. Við eram í góðu sambandi við íbúana svo að upplýsingastreymi til okkar er líka mjög gott,“ segir Árni Þór. Gott skipulag Hverfinu hefur verið skipt upp í einingar og svokahaður hverfastjóri í hverri einingu er tengihður íbú- anna við lögregluna. Hverfastjóram- ir hafa síðan tengihði í hverri götu. Lögreglan hefur til dæmis dreift bæklingum þar sem fram koma fyr- irbyggjandi aðgerðir gegn innbrotum og þjófnuðum. Þar era meðal annars nefnd þau ráð að láta nágranna fylgj- ast með húsinu ef eigandi þarf að fara frá. Nágranninn sér þá um að kveikja ljós á mismunandi stöðum, fjarlægja uppsafnaðan póst og leggja í innkeyrslu viðkomandi þannig að það hti út eins og einhver sé heima. „Þetta hefur gefið mjög góða raun. Löggæsla er ekkert einkamál lög- reglunnar heldur era þetta sameigin- legir hagsmunir okkar allra sem um er að ræða,“ segir Ámi Þór. -ból Fréttir Bridge: Óvænt úrslit a Reykja- víkurmótinu Óvænt úrsht urðu í úrsiita- keppni Reykjavíkurmótsins í bridge sem fram fór um helgina. Sveit S. Ármanns Magnússonar sigraði sveit Giitnis i leik um íýrsta sætið og sveit Landsbréfa vann sveit Hrannars Erhngsson- ar í leik um þriðja sætið. Sterkar sveitir VÍB og Tryggingamið- stöðvarinnar vora slegnar út í 8 sveita úrshtum og sveit Lands- bréfa, sem flestir töldu sigur- ■ stranglegasta,: tapaði fyrir. sveit Glitnis í undanúrshtum. Úrslitaleikur S. Ármanns og Ghtnis var mjög jafn, þar til í 3. lotu, en þá tryggði S. Ármann sér sigur. í lokin munaði 44 irapum. Nýkrýndir Reykjavíkurmeistar- ar eru Ásmundur Pálsson, Hjör- dís Eyþórsdóttir. Ólafur Láras- son, Hermann Lárusson, Jakob Kristinsson og Pétur Guðjónsson. Patreksíjöröur: Minnisvarði um þá sem f órust í snjóflóðinu Minnisvarði um þá fjóra sem fórast í snjóflóðinu á Patreksfirði var afhjúpaður á fóstudag í bæn- um. Tíu ár voru þá hðin frá því að flóöið féll. Margt manna var samankomið við athöfnina, með- al annars aðstandendur þeirra sem fórust og komu margir langt að. Minnisvarðinn stendur á þeim stað á Patreksfiröi þar sem flóðið féh á sínum tíma. Áður en minn- isvarðinn var afhjúpaöur fór fram minnmgarathöfn í kirkj- unni en eftir athöfnina var haldið kaffisamsæti. -ÓTT Pingmenn yiir- heyrðir en það máttiekkiá — Regína Thoraxensen, DV, Selfossi; Framsóknarþingmenn Suður- lands, Guðni Ágústsson og Jón Helgason, ásamt Hahdóri Ás- grímssyni héldu fund hér á Hótel Selfossi nýlega. Fjölmenni var á fundinum og ég dáðist aö því hvað margir tóku íil máls, sögðu sína meiningu viö þingmennina umbúðalaust eins og vera ber. Það var öðravisi þegar ég flutti á Strandir 1942. Enginn mátti spyrja Hermann Jónasson þegar hann var þar meö fundi. Forustu- mennirnir) Árneshreppi sáu um það. Hermann var næstum heil- agur í þeirra augum. En nóg um Á fundinum á Selfossi gagn- rýndi einn ræðumanna Hahdór mjög fyrir að hafa setið hjá við atkvæðagreiðslu ESS á þingi. Sagði að annaðhvort ættu menn að segja já eða nei og vhdi fá út- skýringu á því hvers vegna menn sætu þjá á þingi. Hallðór útskýrði það vel á sinn rólega hátt og virtust fundar- menn ánægðir með það. Fundurinn á Selfossi stóð á fjórðu klukkustund.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.