Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1993, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1993, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1993. Útlönd Ný meirMutastjóm í Danmörku sest að völdum effcir snöggar viðræður: Hjón í fyrsta sinn saman í ríkisstjórn - Niels Helveg Petersen utanríkisráðherra í stað Uffes Ellemann-Jensen Nýja danska stjómin er metstjóm á margan hátt. I fyrsta sinn í sögu Danmerkur sitja hjón saman viö æðstu völd. Það em þau Mogens Lykketoft fjármálaráðherra og Jytte Hilden menningarráðherra. Þau em bæði úr flokki jafnaðarmanna. í þessari stjóm er líka yngsti mað- urinn sem tekið hefur við ráðherra- dómi í Danmörku. Sá er Jann Sjurs- en, orkuráðherra frá Kristilega þjóð- arflokknum. Hann er 29 ára gamall. Enn er það met að átta konur sitja í stjórninni og gegna þær í mörgum tilvikum lykilembættum. T.d. er Jytte Andersen atvinnuráðherra, Marianne Jelved efnahagsráðherra og Pia Gjellrup dómsmálaráðherra. Að endingu er það svo meta að 24 ráðherrar sitji í stjóm. Þeir hcifa ekki veriö fleiri áður. Sagt er að Poul Nyrup Rasmussen forsætisráðherra vilji að stjórn sín verði söguleg. Það hafi þegar tekist hvað varðar metin í skipan fólks í ráðherrastóla en nú eigi eftir að koma í ljós hvort stefna stjórnarinn- ar verður jafn söguleg. Öllum er ljóst að Nyrup Rasmussen ætlar ekki að breyta neinu sem máli skiptir. Jafnaöarmenn réðu undan- farin misseri miklu um efnahags- stefnu minnihlutastjórnar Pouls Schuters. Þessari stefnu verður ekki breytt í aðalatriðum þótt yfirlýst stefna sé að draga úr atvinnuleysi. Utanríkisstefnan verður og óbreytt frá því þegar Uffe Ellemann-Jensen var við völd. Niels Helveg Petersen er gamalgróinn Evrópusinni. Hann tekur nú við formennsku í ráðherr- aráðinu af Uffe Ellemann sem situr eftir með sárt ennið. Ritzau Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Dana, hefur á síðustu dögum sýnt og sannað að hann er lipur samninga- maður. Honum tókst á skömmum tima að koma saman fyrstu meirihlutastjórninni í Danmörku i 21 ár. Niels Helveg Petersen utanríkisráöherra: Dáir Monty Python og leikur tennis Niels Helveg Petersen, nýskipað- ur utanríkisráöherra Danmerkur, er sérfræðingur í málefnum Evr- ópubandalagsins og hann þykir hafa heldur kaldhæðnislegt skop- skyn. Petersen er 54 ára gamall, fyrr- verandi ráðherra efnahagsmála og einn af leiðtogum Radikale venstre sem hvorki munu vera róttækir né vinstrisinnaðir. Hann varð þegar við embættistökuna formaður ráð- herranefndar EB þar sem Danir tóku við forsæti í bandalaginu um áramót. Það kemur í hans hlut að reyna að sannfæra danska kjósendur um að samþykkja Maastricht-samn- inginn um einingu Evrópubanda- lagsins þegar hann verður borinn undir þjóðaratkvæði í annað sinn í vor. Petersen vann í þijú ár í Brussel á áttunda áratugnum og hann hef- ur verið lykilmaður í EB-nefnd danska þingsins sem stjómar stefhu Danmerkur í Brussel. Utanríkisráðherrann nýi er mik- ill áhugamaður um bresku háð- fuglana Monty Python og aðra spé- karla á svipuðum nótum. Hann er einnig ákafur íþróttaimnandi og iðkandi, góður í tennis, skák, bill- Niels Helveg Petersen, nýbakaður utanríkisráóherra Danmerkur, er sérfræóingur í málefnum EB. jarð og fylgist vel með knattspymu. Niels Helveg Petersen fæddist þann 17. janúar 1939 í Óöinsvéum. Hann nam lög við Kaupmanna- hafnarháskóla og lagöi síðar stund á stjómmálafræði við Stanford há- skólann í Bandaríkjunum. Hann hefur setið á þingi frá 1966. Árið 1984 kvæntist hann seinni konu sinni, Kirsten Lee, sem er læknir og varð síðar þingmaður Radikale venstre. Reuter Poul Nyrup Rasmussen: Aðdáandi Presleys Elvis lifir! Það sannast einu sinni enn því nú eru á skömmum tíma komnir til valda menn sem em ein- lægir aðdáendur rokkkóngsms. Bill Clinton Bandaríkjaforseti hefur ver- ið óspar á yfirlýsingar um fylgispekt við Elvis og nú er annar Elvisdýrk- andi, Poul Nymp Rasmussen, orðinn forsætisráðherra Danmerkur. Poun Nyrap er 49 ára gamall, fædd- ur og uppalinn í Esbjerg og var lengi starfsmaður verkalýðsfélaganna. Snemma þótti sýnt að hann ætlaöi sér nokkurn hlut í dönskum stjóm- málum og nú er hann á toppnum. Hann hefur ekkert á móti því að vera líkt við Clinton en samt eru þeir ólíkir um margt. Poul Nyrup þykir fremur lokaður. Hann er vel máli farinn en mönnum finnst oft eftir að hafa hlustað á mál hans að hann hafi ekkert sagt. í Danmörku er talað um „nyrupsku" þegar vísað ertilpólitískrarslægðar. Ritzau Stjórn og stjórnarandstaða Stjórn Stjórnarandstaða Óháður1 Kristil. þjóðarfl. 4 Radikaler vinstri 7 Mið-demókr. 8 Jafnaðarmannafl. 70 Kristil. þjóðarfl. 15 i 30 Ihaldsfl. 31 Framfarafl. 12 Miðdemókrfl. 1 Kenndilæknum umdauðafórn- arlambsins Ungur Álaborgari hefur veriö dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir aö stinga konu á áttræðisaldri í háls- inn með hníf. Við stunguna skarst í sundur æð í hálsi kon- unnar og blæddi henni út Veijandi mannsins reyndi að fa hann sýknaðan með því aö vísa ábyrgðinni á lækna sem reyndu aö bjarga lífi konunnar. Sagði verjandinn að læknar hefðu skor- ið æðina í sundur fyrir klaufa- skap enda hefði konan lifað 15 stundir eftir árásina. Þvi hefði árásarmaðurinn ekki valdið henni iífshættulegu sári. Dómar- inn hafnaöi þessum rökum. Fegurðarsam- keppnifyrirbörn íÁlaborg Áttatíu danskir foreldrar hafa boðað þátttöku bama sinna í feg- urðarsamkeppni sem haldin verður í Álaborg þann 28. febrú- ar. Greiða þarf 250 danskar krón- ur fyrir barnið eða um hálft þriðja þúsund íslenskra. Öll böm á aldrinum þriggja til ellefu ára geta verið með. Aö- standendur keppninnar segja að ef vel gengur í Álaborg verði einnig efnttil feguröarsamkeppni barna í Árósum og Kaupmanna- höfn. Sjoppueigandi dæmdurfyrirað sofahjásmá- stelpum Sjoppueigandi á Jótlandi fékk fangavist og fésektir fyrir að hafa frá árinu 1991 sofið reglulega hjá fjóram stúlkum undir lögaldrí. Maðurinn er á fimmtugsaldri. Stúlkurnar voru tíðir gestir í sjoppunni og hafði eigandinn bakherbergi jafhan til reiðu þeg- ar vinkonur hans komu. Þingmaðurvill heimila reyking- armeðalnýbura Leiðtogi repúblikana í Iowa í Bandaríkjunum ætlar að leggja til við fylkisþingiö að reykingar verði heimilaöar á setustofum sjúkrahúsa þar sem mæður ný- bura koma saman. Þingmaður- inn segir að færri börn séu aö jafhaði á setustofunum en reyk- ingamenn. EÖilegt sé að meiri- hlutinn ráði í þessu sem öðru. Vegalögganfær vélbyssurístað gömlu marg- Vegalögreglumenn í vesturríkj- um Bandaríkjanna eru þessa dag- ana aö skila inn sex skota marg- hieypunum sínum. í staðinn fá þeir 12 skota hálfsjálfvirkar vél- by ssur. Þetta er gert til að lögregl- an hafi sambærilegan vopnabún- að og bófamir á vegunum. Dularfullurmað- í 44 ár hefur ekki bragðist aö svartklæddur maöur komi að leiði hryllingsskáldsins Edgars Allan Pœ á afmælisdegi hans og leggi þar þrjár rauöar rósir. Svo fór enn nú fyrir helgina. Maöur- inn er aldrei ávarpaður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.