Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1993, Blaðsíða 30
30
ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1993.
Þriðjudagur 26. janúar
SJÓNVARPIÐ
18.00 Sjóræningjasögur (7:26) (Sand-
okan). Spænskur teiknimynda-
flokkur sem gerist á slóðum sjó-
ræningja í suðurhöfum. Helsta
söguhetjan er tígrisdýrið Sandok-
an sem ásamt vinum sínum ratar
í margvíslegan háska og ævintýri.
Þýðandi: Ingi Karl Jóhannesson.
Leikraddir: Magnús Ólafsson og
Linda Gísladóttir.
18.30 Trúður víll hann veröa (1:8)
(Clowning Around). Ástralskur
myndaflokkur um munaðarlausan
pilt, sem þráir að verða trúður, og
beitir öllum brögðum svo að það
megi takast. Aðalhlutverk: Clayton
Williamson, Ernie Dingo, Noni
Hazlehurst, Van Johnson pg Jean
Michel Dagory. Þýðandi: Ýrr Bert-
elsdóttir.
18.55 Táknmálsfréttir.
19.00 Auólegð og ástríöur (74:168)
(The Power, the Passion). Ástr-
alskur framhaldsmyndaflokkur.
Þýðandi: Jóhanna Þráinsdóttir.
19.30 Skálkar á skólabekk (14:24)
(Parker Lewis Can't Lose). Banda-
rískur unglingaþáttur. Þýðandi:
Guðni Kolbeinsson.
20.00 Fréttir og veður.
20.35 Fólkiö í landinu. Þú verður að
hafa ævintýrið í þér. Ómar Valdi-
marsson ræðir við Skúla Waldorff,
starfsmannastjóra Hitaveitu
Reykjavíkur. Skúli vann áður í átta
ár í Angóla á vegum sænskrar
hjálparstofnunar og í þættinum
segir hann frá landi og þjóð og
kynnum sínum af galdramönnum
sem enn eru í hávegum hafðir þar
í landi. Dagskrárgerð: Verksmiðjan.
21.05 Ormagaröur (1:3). Fyrsti þáttur.
(Taggart - Nest of Vipers). Skosk-
ur sakamálamyndaflokkur með
Taggart lögregluforingja í
Glasgow. Tvær höfuðkúpur
finnast á vegavinnusvæði. Taggart
veltir fyrir sér hvort önnur þeirra
gæti verið af Janet Gilmour, sem
hvarf sporlaust fjórum árum áður
og hvort einhver tengsl geti verið
milli stúlkunnar og þjófnaðar á eit-
urslöngum af rannsóknarstofu
lyfjafyrirtækis. Seinni þættirnir tveir
verða sýndir á miðvikudags- og
fimmtudagskvöld. Leikstjóri: Gra-
ham Theakson. Aðalhlutverk:
Mark McManus, James MacPher-
son og Blythe Duff. Þýðandi:
Gauti Kristmannsson.
22.00 í Rússlandsdeildinni (InsideThe
Russia House). Bresk heimilda-
mynd þar sem fylgst er með tökum
á kvikmyndinni Rússlandsdeildin,
^ sem byggð er á njósnasögu eftir
breska höfundinn John le Carré,
einni þeirri fyrstu sem gerist á tím-
um perestrojku. Fjallað er um rit-
störf le Carrés og viðtökur verka
hans í Rússlandi, og meðal annars
rætt við hann sjálfan, leikarana
Sean Connery og Michelle Pfeiff-
er, leikstjórann Fred Schepisi, rúss-
neska njósnasagna-höfunda og
Kötju Rashdestvenskaju sem þýtt
hefur verk le Carrés á rússnesku.
Þýðandi og þulur: Gunnar Þor-
steinsson.
23.00 Ellefufréttir og dagskrárlok.
16.45 Nágrannar.
17.30 Dýrasögur.
17.45 Pétur Pan.
18.05 Max Glick.
18.30 Mörk víkunnar.
19.19 19:19.
20.15 Eiríkur. Viðtalsþáttur. Urnsjón: Ei-
ríkur Jónsson. Stöð 2 1993.
20.30 Leitað hófanna - íslenski hestur-
inn í Hollywood.
21.00 Delta.
21.30 Lög og regla (Law and Order).
22.20 Sendiráöiö (Embassy).Ástralskur
framhaldsmyndaflokkur um líf og
störf sendiráðsfólks. (11:12)
23.10 Stórkostiegt stefnumót (Dream
Date). Fyrsta stefnumót stúlku er
föður hennar sannkölluð martröð.
Dani er því að vonum ánægð þeg-
ar henni hefur tekist að róa föður
sinn og sannfæra hann um að allt
verði í stakasta lagi á þessu fyrsta
stefnumóti hennar með fyrirliða
knattspyrnuliðs skólans. En pabbi
gamli er ekki allur þar sem hann
er séður því hann hefur síður en
svo hug á að senda prinsessuna
, sína „eina" á stefnumótið! Þetta
er létt og skemmtileg gamanmynd
fyrir alla fjölskylduna. Aðalhlut-
verk: Clifton Davis, Tempestt
Bledsoe og Kadeem Hardison.
Leikstjóri. Anson Williams. 1989.
00.45 Dagskrárlok. Við tekur næturdag-
skrá Bylgjunnar.
©Rásl
FM 92,4/93,5
HÁDEGISÚTVARP kl. 12.00-13.05
12.00 Fréttayfirlit á hádegi.
12.01 Aö utan. (Einnig útvarpað kl.
17.03.)
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Veöurfregnir.
12.50 AuÓlindin. Sjávarútvegs- og við-
skiptamál.
12.57 Dánarfregnir. Auglýsingar.
MIÐDEGISÚTVARP KL. 13.05-16.00
13.05 Hádegisleikrit Útvarpsleikhúss-
ins í afkima.
13.20 Stefnumót. Listir og menning,
heima og heiman. Umsjón: Berg-
þóra Jónsdóttir, Halldóra Friðjóns-
dóttir og Sif Gunnarsdóttir.
14.00 Fréttir.
14.03 Útvarpssagan. Hershöfðingi
dauða hersins eftir Ismaíl Kadare.
Hrafn E. Jónsson þýddi, Arnar
Jónsson les (17).
14.30 Kjarni málsins - Atvinnuleysi.
Umsjón: Arnar Páll Hauksson.
(Áður útvarpað á sunnudag.)
15.00 Fréttir.
15.03 Á nótunum. Umsjón: Sigríður
Stephensen. (Einnig útvarpað
föstudagskvöld kl. 21.00.)
19.30 Ekki fréttir. Haukur Hauksson
endurtekur fréttirnar sínar frá því
fyrr um daginn.
19.32 Spurningakeppni framhalds-
skólanna. I kvöld keppir Fjöl-
brautaskólinn í Ármúla við Verk-
menntaskúla Austurlands í Nus-
kaupstað. Spyrjandi er Ómar ValOi-
marsson og dómari Álfheiður
Ingadóttir.
20.00 Úr ýmsum áttum. Umsjón.
Andrea Jónsdóttir.
Sjónvarpiðkl. 21.05:
Taggart- Ormagarður
Eru tengsl á milll stúlkurmar og
þjófnaðar á eltruðum snákum?
Taggart lögreglu-
foringi í Glasgow
hefur veriö í alllöngu
fríi frá skjám lands-
manna en aðdáendur
hans geta nú tekiö
gleöi sína á ný. Á
mánudags-, þriðju-
dags- og miðviku-
dagskvöld verður
sýnd nýþriggjaþátta
syrpa sem nefhist
Ormagarður og þar
glímir hinn önug-
lyndi Skoti við erfitt
sakamál. Tvær höf-
uökúpur finnast á
svæði þar sero verið
er að leggja veg.
Taggart veltir fyrir
sér hvort önnur
þeirra geti verið af
Janet Gilmom-, ungri
stúlku sem hvarf sporlaust fiórum árum áöur, og hvort
einhver tengsl geti veriö milli stúlkunnar og þjófnaðar á
eitruðum snákum af rannsóknarstofu lyfjafyrirta:kis.
SÍÐDEGISÚTVARP KL. 16.00-19.00
16.00 Fréttir.
16.05 Skíma. Fjölfræðiþáttur fyrir fólk á
öllum aldri. Umsjón: Ásgeir Egg-
ertsson og Steinunn Harðardóttir.
Meðal efnis í dag: Heimur raunvís-
inda kannaður og blaðað í spjöld-
um trúarbragðasögunnar með
Degi Þorleifssyni.
16.30 Veðurfregnir.
16.45 Fréttir. Frá fréttastofu barn-
anna.
17.00 Fréttir.
17.03 Aö utan. (Áður útvarpað í hádeg-
isútvarpi.)
17.08 Sólstafir. Tónlist á síðdegi. Um-
sjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.
18.00 Fréttir.
18.03 Þjóöarþel. Egils saga Skalla-
grímssonar. Árni Björnsson les
(17). Ragnheiður Gyða Jónsdóttir
rýnir í textann og veltir fyrir sér
forvitnilegum atriðum.
18.30 Kviksjá. Meðal efnis er listagagn-
rýni úr Morgunþætti. Umsjón:
Halldóra Friðjónsdóttir og Sif
Gunnarsdóttir.
18.48 Dánarfregnir. Auglýsingar.
KVÖLDÚTVARP KL. 19.00-1.00
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Auglýsingar. Veðurfregnir.
19.35 í afkima eftir Somerset Maug-
ham. Sjöundi þáttur af tíu. Endur-
flutt hádegisleikrit.
19.50 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur
frá morgni sem Ólafur Oddsson
flytur.
20.00 íslensk tónlist. Sónata eftir Þor-
stein Hauksson. Tölvuverk á segul-
bandi.
20.30 Fjóröa krossferöin. Umsjón: Sig-
ríður Svana Pétursdóttir. (Áður
útvarpað í fjölfræðiþættinum
Skímu fyrra mánudag.)
21.00 ísmús.
22.00 Fréttir.
22.07 Pólitíska hornið. (Einnig útvarp-
að í Morgunþætti í fyrramálið.)
22.15 Hér og nú.
22.27 Orö kvöldsins.
22.30 Veöurfregnir.
22.35 Uglan hennar Mínervu. Syrpa
um upplýsinguna.Umsjón: Arthúr
Björgvin Bollason. (Áður útvarpað
sl. sunnudag.)
23.15 Djassþáttur. Umsjón: Jón Múli
Árnason. (Einnig útvarpað á laug-
ardagskvöldi kl. 19.35.)
24.00 Fréttir.
0.10 Sólstafir. Endurtekinn tónlistar-
þáttur frá síðdegi.
1.00 Næturútvarp á samtengdum
rásum til morguns.
12.00 Fréttayfirlit og veður.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Hvitir máfar. Umsjón: Gestur Ein-
ar Jónasson.
14.03 Snorralaug. Umsjón: Snorri
Sturluson.
16.00 Fréttir.
16.03 Dagskrá: Dægurmálaútvarp og
fréttir. Starfsmenn dægurmálaút-
varpsins og fréttaritarar heima og
erlendis rekja stór og smá mál
dagsins. - Veðurspá kl. 16.30.
17.00 Fréttir - Dagskrá heldur áfram.
18.00 Fréttlr.
18.03 ÞjóöarsáUn - þjóöfundur í beinni
útsendingu. Sigurður G. Tómasson
og Leifur Hauksson. Síminn er
qi .fio nn QO
18.30 Lottóbfcaiteppnin í handknattleik
í Noregi: Ísiand-Rúmenia. Amar
Bjömsson lýsir síðari hálfleik.
Kvöldfréttir.
22.10 Allt í góðu. Umsjón: Gyða Dröfn
Tiyggvadóttir og Margrét Blöndal.
(Úrvali útvarpað kl. 5.01 næstu
nótt.) - Veðurspá kl. 22.30.
0.10 í háttinn. Gyða Dröfn Tryggva-
dóttir leikur kvöldtónlist.
1.00 Næturútvarp á samtengdum
rásum til morguns.
NÆTURÚTVARPIÐ
1.00 Næturtónar.
1.30 Veðurfregnir.
1.35 Glefsur. Úr dægurmálaútvarpi
þriðjudagsins.
2.00 Fréttir. - Næturtónar.
4.00 Næturlög.
4.30 Veöurfregnir. - Næturlögin halda
áfram.
5.00 Fréttir.
5.05 Allt í góðu. Umsjón: Gyða Dröfn
Tryggvadóttir og Margrét Blöndal.
(Endurtekið úrval frá kvöldinu áð-
ur.)
6.00 Fréttir af veðri, færö og flug-
samgöngum.
6.01 Morguntónar. Ljúf lög í morguns-
árið.
LANDSHLUTAÚTVARP Á rás 2
8.10-8.30 og 18.35-1900. Útvarp
Noröurland.
12.00 Hádegisfréttir frá fréttastofu
Stöövar 2 og Bylgjunnar.
12.15 íslands eina von. Erla Friðgeirs-
dóttir og Sigurður Hlöðversson
halda áfram.
13.00 íþróttafréttir eitt. Hér er allt það
helsta sem efst er á baugi í íþrótta-
heiminum.
13.10 Ágúst Héöinsson. Þægileg tón-
list við vinnuna og létt spjall á
milli laga. Fréttir kl. 14.00, 15.00
og 16.00.
16.05 Reykjavík síödegis. Hallgrímur
Thorsteinsson fylgist vel með og
skoðar viðburði í þjóðlífinu með
gagnrýnum augum. Auðun Georg
meó „Hugsandi fólk". Harrý og
Heimir verða endurfluttir frá því í
morgun.
17.00 Síödegisfréttir frá fréttastofu
Stöövar 2 og Bylgjunnar.
17.15 Reykjavík síðdegis. Þá mætir
Hallgrímur aftur og kafar enn dýpra
enn fyrr í kýrhaus þjóðfélagsins.
Fréttir kl. 18.00.
18.30 Guilmolar. Tónlist frá fyrri áratug-
um.
19.30 19:19. Samtengdar fréttir Stöðvar
2 og Bylgjunnar.
20.00 Kristófer Helgason. Góð tónlist
og skemmtilegir leikir. Orðaleikur-
inn og Tíu klukkan tíu.
23.00 Kvöldsögur. Hallgrímur Thor-
steinson spjallar um lífið og tilver-
una við hlustendur sem hringja inn
ísíma 67 11 11.
00.00 Næturvaktin.
13.00 Jóhannes Ágúst meö nýjustu
og ferskustu tónlistina.
17.00 SíödegisfrétUr.
17.15 Barnasagan endurtekin.
17.30 Lífiö og tilveran.
19.00 íslenskir tónar.
19.30 Kvöldfréttir.
20.00 Sigurjón.
22.00 Guðlaug Helga Ingadóttir.
24.00 Dagskrárlok.
Bænalinan er opin alla virka daga frá kl.
07.00-24.00, s. 675320.
Fiyf^909
AÐALSTÖÐIN
13.00 Páll Óskar Hjálmtýsson.
16.00 Síðdegisútvarp Aðalstöövar-
innar.
18.30 Tónlistardeild Aöalstöövarinn-
ar.
20.00 Magnús Orri og samlokurnar.
24.00 Voice of America.
F!»f#9»7
13.10 Valdis opnar fyrir afmælisbók
dagsins og tekur viö kveöjum
til nýbakaðra foreldra.
14.00 FM- fréttir.
14.00 ívar Guðmundsson. 14.45 Tón-
lístartvenna dagsins.
16.00 FM- fréttir.
16.05 Árni Magnússon á mannlegu
nótunum ásamt Steinari Vikt-
orssyni.
16.20 Bein útsending utan úr bæ meö
annaö viðtal dagsins.
17.00 Adidas iþróttafréttir.
17.10 Umferöarútvarp í samvinnu viö
Umferðarráð og lögreglu.
17.25 Málefni dagsins tekið fyrir í
beinni útsendingu utan úr bæ.
18.00 Kvöldfréttir.
18.05 Gullsafnið.Ragnar Bjarnason við
hljóðnemann með innlenda og er-
lenda gullaldartónlist.
19.00 Halldór Backman. Kvöldmatar-
tónlistin og óskalögin.
21.00 Hallgrímur Kristinsson.á þægi-
legri kvöldvakt.
24.00 Valdís Gunnarsdóttir.Endurtek-
inn þáttur.
3.00 ívar Guðmundsson.Endurtekinn
þáttur.
5.00 Árni Magnússon.Endurtekinn
þáttur.
S ódn
jm 100.6
12.00 Arnar Albertsson.
15.00 Pétur Árnason.
18.00 Haraldur Daöi.
20.00 Þungavíktin Bósi.
22.00 Stefán Sigurösson.
13.00 Fréttir frá fréttastofu.
13.05 Rúnar Róbertsson tekur við þar
sem frá var horfið fyrir hádegi.
16.00 Síödegi á Suöurnesjum. Ragnar
Örn Pétursson og Hafliöi Kristjáns-
son skoða málefni líðandi stundar
og m.fl. Fréttayfirlit og íþróttafréttir
frá fréttastofu kl. 16.30.
18.00 Lára Yngvadóttir.
19.00 Sigurþór Þórarinsson.
21.00 Eövald Heimisson.
23.00 Plötusafnlð. Aðalsteinn Jónat-
ansson rótar til í plötusafninu og
finnur eflaust eitthvað gott.
Hljóðbylgjan
FM 101,8 á Akureyri
17.00 Fréttir frá Bylgjunni.Pálmi Guð-
mundsson með tónlist fyrir alla.
EUROSPORT
★ . . ★
13.00 Speed Skatíng.
14.00 Skíðaiþróttir.
16.00 Skiöastökk.
17.00 Knattspyrna.
19.30 Billiard.
20.30 Eurosport News.
21.00 International Kick Boxing.
22.00 Hnefaleikar.
23.30 Eurosport News.
24.00 Dagskrárlok.
13.00 E Street.
13.30 Another World.
14.20 Santa Barbara.
14.45 Maude.
15.15 The New Leave It to Beaver.
15.45 The DJ Kat Show. Barnaefni.
17.00 Star Trek: The Next Generation.
18.00 Rescue.
18.30 E Street.
19.00 Alf.
19.30 Family Ties.
20.00 Seinfeld.
20.30 Anything but Love.
21.00 Murphy Brown.
21.30 Gabriel’s Fire.
22.30 Studs.
23.00 Star Trek: The Next Generation.
SCREENSPORT
11.30 NHL íshokký.
13.30 Mickey Thompson Off Road
Racing.
14.00 Top Match Footbail.
16.00 Monster Trucks.
16.30 Squash: Woel RV Super Series.
17.30 Evrópuboltinn.
18.30 NFL American Bowl Games
1993.
20.30 Hnefaleikar.
22.30 Snóker.
00.30 Grundig Global Adventure
Sport.
Sigurbjörn Bárðarson var að sjálfsögðu fremstur i fylkingu
til Hollywood.
Stöð 2 kl. 20.30:
Leitað hófanna
- íslenski hesturinn í Hollywood
Góðar gáfur, töltíð og frá-
bær skapgerð er meðal
þeirra fjölmörgu þátta í fari
íslenska hestsins sem unnið
hafa honum hylli víða um
heim. í haust fóru átta ís-
lenskir knapar með gæð-
inga sína til Hollywood þar
sem þeir tóku þátt í mikilh
hestasýningu, en þó að
kynning á íslenska hestin-
um sé skammt á veg komin
í Kalifomíu á hann þegar
flölmarga aðdáendur í fylk-
inu. Jón Öm Guðbjartsson
fylgdi knöpunum eftir en í
fylkingarbrjósti fór Sigur-
bjöm Bárðarson. Jón Öm
segir að íslenski hesturinn
hafi slegið eftirminnilega í
gegn vestanhafs en hann
fylgdist með sýningunni og
spurði bandaríska hesta-
menn áhts á fákunum.
Rás 1 kl. 22.35:
Mmervu
Þessa vikuna er Uglan guðfræðingurinn Goeze,
hennar Minervu á sveimi í takast á um réttan skilning
herbúðum upplýsinga- á kristinni trú. Þessi deíla
mannaál8. öld. í þættinum, er talin ein af snörpustu
semendurflutturverðurfrá sennum þýskrar hug-
sunnudegi í kvöld klukkan myndasögu. Á næstu vikum
22.35, verðurQahaðumupp- verður fjahað um upplýs-
lýsinguna í Þýskalandí. inguna á Englandi og rýnt í
Leiklesinn verður texti þar verk íslenskra upplýsinga-
sem tveir andans menn, manna. Þar mun ýmislegt
þýska skáldið og upplýs- forvitnilegt koma í Ijós.
ingamaðurinn Lessing og
Sim fær vinnu hjá farandsirkus og flakkar víða og alls stað-
ar leynast ævintýri.
Sjónvarpið kl. 18.30:
Trúður vill
hann verða
Trúöur vUl hann verða er
nafnið á áströlskum mynda-
flokki í átta þáttum sem
sýndur verður næstu
þriðjudaga. Aðalsöguhetjan
er fjórtán ára phtur, Simon
Gunner, sem er svo gott sem
munaðarlaus. Hann hefur
verið á þvæhngi milh upp-
eldisstofnana og fóstur-
heimUa síðan hann var níu
ára en þá yfirgaf móðir hans
hann. Simon, eða Sim eins
og hann er kaUaður, hefur
sett sér það takmark að
verða trúður en fósturfor-
eldrar hans vUja endUega
að hann verði bifvélavirki.
Sim er staðráðinn í að láta
draum sinn rætast og bregö-
ur því á það ráð að strjúka
að heiman.