Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1993, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1993, Blaðsíða 14
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91)63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Herópin eru verklag Vinnufriður getur að mestu haldizt í vetur, þótt tals- menn ríkisstjórnarinnar og samtaka launafólks láti ófriðlega um þessar mundir. Báðir aðilar hafa hag af friðsamlegri lausn deiluefna. Sama er að segja um þriðja aðilann, samtök vinnuveitenda, sem hafa hægt um sig. Stríðsyfirlýsingar eru ekki fyllilega marktækur mæh- kvarði á horfurnar. Ríkisstjórnin hefur það verklag að ganga út á yztu nöf til að ná samningsaðstöðu og láta síðan draga sig þaðan með sem minnstum eftirgjöfum af sinni hálfu og sem mestum feginleik gagnaðila. Þetta verklag tíðkaðist löngum hjá samtökum launa- fólks, sem settu fram háar kröfur til að auðveldara yrði að fá frið um þann hluta, sem ætlunin var að ná fram. Þetta gat gengið upp, þangað til mótaðilar og umhverfið áttuðu sig á, að þetta var bara verklag, ekki veruleiki. Samtök vinnuveitenda og launafólks hafa í nokkur ár beitt hófsamara verklagi, sem hefur einkennzt frem- ur af samstarfi en ágreiningi. Þetta gekk svo langt, að stundum komu þau sameiginlega fram sem þrýstihópur gagnvart ríkisvaldinu til að framleiða þjóðarsátt. Fólk hefur búið svo lengi við þetta hálfgerða bræðra- lag samtaka launafólks og vinnuveitenda, að það fær áhyggjur af framvindu mála, þegar ráðherrar og ráða- menn launafólks eru með groddalegar yfirlýsingar um, að barizt verði til sigurs fyrir málstaðinn. Talsmenn samtaka vinnuveitenda hafa að mestu haldið sig utan við orrahríðina, en hafa þó orðið að gera tilraunir til misheppnaðra útskýringa á því bragði sumra vinnuveitenda að nota atvinnuleysisvofuna til að segja fólki upp og ráða það síðan á lakari kjörum. Ljóst er, að óttinn við atvinnuleysi hefur valdið því, að víða hefur launafólk tahð sér nauðsynlegt að gefa eftir í ýmsum atriðum, einkum hlunnindum og auka- tekjum, til að halda vinnu og stundum raunar th að hjálpa fyrirtækinu th að hfa af erfiða tíma. Þessi lífskjaraskerðing bætist við skerðingu vegna aukinnar skattheimtu og minnkaðrar þjónustu hins opinbera og skerðingu vegna atvinnumissis. Þannig hafa hfskjörin í hehd skerzt svo mikið, að skhjanlegt er, að talsmenn samtaka launafólks láti ófriðlega. Kröfumar beinast fremur að ríkisstjóminni en sam- tökum vinnuveitenda. Memi vhja, að kaupmáttur hinna lægst launuðu verði aukinn með aðgerðum hins opin- bera; að ríkið taki lán th að framleiða atvinnu; og að gefið verði eftir af niðurskurði velferðarkerfisins. Af efhahagsástæðum verður fyrirstaða ríkisstjómar- innar hörðust gegn miðleiðinni. Opinber framleiðsla á atvinnu er lítið annað en dulbúningur atvinnuleysis og hefur líth varanleg áhrif. Og lántaka í því skyni skapar ekki arð th að standa undir endurgreiðslu. Með góðum vhja ætti að vera auðveldara að finna samkomulagsfleti á hinum leiðunum tveimur. Þær fela þó í sér, að ríkisstjómin verður að leita nýrra leiða í spamaði í stað niðurskurðar á veherð. Vegna margvís- legra sérhagsmuna mun hún verða treg th þess. Mest sker í augun, að ríkisstjómin skuh halda fuhum dampi á ríkisrekstri hefðbundins landbúnaðar, sem kostar skattgreiðendur níu mhljarða á ári og neytendur tólf mhljarða þar á ofan. Á þessu sviði einu er meira en nóg svigrúm th að kaupa frið á vinnumarkaði. Ástæðulaust er að vanmeta getu ráðamanna ríkis og samtaka vinnumarkaðarins th að ná samkomulagi, sem gerir þeim kleift að halda sér fast í stólunum. Jónas Kristjánsson ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1993. Nýkjörinn formaður á ASÍ-þingi. - Viðbrögð Benedikts Davíðssonar við framvindu efnahagsmála og ríkis- stjórnarákvörðunum eru mun pólitískari en fyrirrennara hans, að mati greinarhöfundar. DV-mynd GVA Pólitískari verkalýðsbarátta Veðrabrigði urðu í stjómmálun- um eftir þing Alþýðusambands ís- lands (ASÍ) á Akureyri undir lok nóvember. Aðdragandi þingsins var meðal annars sá, að fram fóra trúnaðarviöræður milli aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórn- arinnar um ráðstafanir í launa- og atvinnumálum. Þótti álitamál á síðustu dögum fyrir þingið, hvort tillögur um efnahagsráðstafanir skyldu kynntar fyrir þing ASÍ eða eftir það. Segja má, að rás atburða hafi gripið fram fyrir hendur á þeim, sem áttu aðild að fyrrgreindum trúnaðarviöræðum. Skömmu fyrir ASÍ-þing urðu þær sviptingar á al- þjóðlegum gjaldeyrismörkuðum, að ríkisstjómin sá sér þann kost vænstan að taka ákvörðun um að lækka gengi krónunnar um 6% og kynnti hún um leið aðrar ráðstaf- anir í efnahagsmálum. Með þessu lauk samráöi stjórnvalda við aðila vinnumarkaðarins á annan veg en allir höfðu vænst. Ríkisvaldið varð að bregðast við með skjótum hætti og það var hár- rétt ákvörðun hjá Davíð Oddssyni forsætisráðherra aö vera ekki með neitt laumuspil gagnvart ASÍ-þing- inu. Ríkisstjómin tók því af skarið um alla meginþætti í efnahagsað- gerðum, áður en þingið hófst og kynnti þá opinberlega. Pólitísk viðbrögð Eftir nokkrar þrengingar tókst ASÍ-þingfulltrúum að velja nýjan forseta í stað Ásmundar Stefáns- sonar. Þótt Benedikt Davíðsson hefði fyrir og á ASÍ-þingi aftekið með öllu, að hann yröi forseti sam- takanna, lauk þinginu á Akureyri þó á þann veg, að hann var kjörinn í þetta ábyrgðarmikla starf. Viðbrögð Benedikts Davíðssonar við framvindu efnahagsmála og ákvörðunum ríkisstjórnarinnar eru mun póhtískari en Ásmundar Stefánssonar, og þau em jafnvel KjaUariim Björn Bjarnason alþingismaður flokkspólitísk. Benedikt lætur í öðra orðinu í veðri vaka, að hann líti á það sem hlutverk sitt að koma ríkisstjórninni frá völdum, og í hinu, að hann vilji setjast til við- ræðna í anda þjóðarsáttar. Þegar skýrt var frá svartsýnni þjóðhagsspá hinn 19. janúar og sér- staklega varað við erlendri skulda- söfnun þjóðarinnar, var það helsta bjargráð forseta ASÍ að mæla með meiri söfnun erlendra skulda. Var það enn til að staðfesta þann grund- vallarmun, sem er á sjónarmiðum hans og ríkisstjómarinnar. Skjól stjórnarandstöðu Þeir, sem fylgst hafa með fram- göngu fulltrúa stjórnarandstöð- unnar á Alþingi, hljóta að undrast fylgi hennar samkvæmt nýlegri skoðanakönnun DV. Ég er sann- færður um, að þetta fylgi ræðst að verulegu leyti af hinum samfelldu árásum, sem dunið hafa á ríkis- stjóminni af hálfu forystumanna verkalýðshreyfingarinnar undan- farið. Hafa ljósvakamiðlarnir verið helsti vettvangur þessara árása auk þess sem verkalýðsfélögin stunda nú pólitíska baráttu meö auglýsingum í dagblöðum. Almennt séð hafa stjórnarand- stöðuflokkarnir verið málefnalega veikburða. Hið helsta sem sést til þeirra tengist málþófi í sölum Al- þingis. Það kemur því ekki á óvart, að flokkarnir leiti skjóls hjá verka- lýðshreyfingunni. Forystumenn hreyfingarinnar verða að átta sig á afleiöingum þess fyrir hana að verða beinn þátttakandi í flokks- póhtiskum átökum. Afstaða til starfsemi verkalýðsfé- laga og aðildar að þeim hefur gjör- breyst á undanfórnum ámm. Æ fleiri telja það t.d. til skerðingar á mannréttindum að vera skyldaðir til þátttöku í verkalýðsfélögum. ís- lensk lög og reglur um starfsemi félaganna sæta til dæmis gagnrýni hjá gæslumönnum félags- og mannréttinda hjá Evrópuráðinu í Strassborg. Björn Bjarnason „Afstaða til starfsemi verkalýðsfélaga og aðildar að þeim hefur gjörbreyst á undanförnum árum. Æ fleiri telja það t.d. til skerðingar á mannréttindum að vera skyldaðir til þátttöku í verkalýðs- félögum." Skodanir annarra íhaldssemi á annarra f é „Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins hafa áratug- um saman uppnefnt flokkinn og kahað hann „íhald“ og „íhaldsflokk" og tahð það skammaryrði. Þaö er hins vegar engin skömm að því að vera íhaldssamur á almannafé. Raunar er það dyggð, sem þvi miður er ahtof sjaldgæf í opinberri fjármálastjórn. Ef nokk- um tíma er ástæða til aö hefja til vegs íhaldssemi í meðferð almannafjár, þá er það nú.“ Úr Reykjavíkurbréfi Mbl. 24. jan. Þarf kreppu til? Ákvörðunin um að hækka meðlagsgreiðslur mun hafa verið tekin í tengslum við lækkun á greiðslum af hálfu ríkisins tíl einstæðra foreldra... Svona hef- ur samdráttur í ríkisútgjöldum orðið til að leiða okkur ýmsilegt í ljós. Og ef það þarf kreppu tíl að berja það inn í hausinn á kynbræðmm mínum, aö þeir eigi sín böm en ekki ríkið, óháð því hvemig þeim líkar við mömmur þeirra eða hvernig stendur á hjá þeim í VISA-greiðslum, - leyfist mér þá að biðja um margar, margar kreppur.“ Árni Páll Árnason lögfr. í Pressunni 21. jan. Kollsteypa á stöðu borgarsjóðs „Borgarfuhtrúar standa nú frammi fyrir áður óþekktum vandamálum í rekstri okkar ágætu borg- ar... Eins og ég hef fært sönnur á hefur orðiö koh- steypa á peningalegri stöðu borgarsjóðs. Þetta er heimatilbúinn vandi íhaldsins vegna óráðsíu hðinna ára og slælegrar fjármálastjórnar þeirra. Borgarsjóö- ur hefur ekki orðið fyrir neinum ytri skakkafóhum öðrum en þeim að fá til valda í landinu ríkisstjóm Davíðs Oddssonar." Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltr. í Tímanum 23. jan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.