Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1993, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1993, Blaðsíða 23
HVÍTUR STAFUR ^ TÁKN BLINDRA Tímarit fyrir alla á næsta sölustað • Áskriftarsimi 63-27-00 UMFERÐ FATLAÐRA k VIÐ EIGUM ’ k SAMLEIÐ k yuj™, ÞRIÐJUÐAGUR 26. JANÚAR 1993. dv Smáauglýsingar -Sími 632700 Merming Sértilboö þessa viku: • 50% afsláttur af veitingum. *40% afsláttur af hár- blásurum. *40% afsl. af barnafatnaði. •35% afsl. af antikhúsgögnum. •30% afsl. af tungumálatímum. Uppl. í s. 99-13-13. Mínútugjald er kr. 39,90. Þjónusta Wfpdboy-plus Til sölu mjög fallegur og lítið ekinn GMC Jimmy, árgerð 1988. Góð greiðslu'kjör, skuldabréf/skipti. Möl og sandur hf., Akureyri, sími 96-21255, heimasími 96-22461. ■ Ymislegt Ford Econoline, húsbill, 4x4, 1980, ekinn 84 þús. mílur, 8 c mikið yfirfarinn, verð kr. 1.600.000. Upplýsingar í síma 91-676486. ■ Jeppar Suzuki Fox 413 ’88 Volvo-vél, C60 turbo, bein innsp., Intercooler (220 hö.), tveir gírk., 36 g., 300 millik., Toyota ’87 hásingar, 38" radial mudder á 14" nýj- um krómfelgum + tveir bensíntankar. S. 91-13540 til kl. 18 og e.kl. 18 í s. 641808. Gódnr veisliir eitdi ul! Eftireinn -eiakineinn yUMFERÐAR RÁÐ Slipið sjálf og gerið upp parketgólf ykkar með Woodboy parketslípivél- um. Fagmaðurinn tekur þrefalt meira. A & B, Skeifunni 11B, S. 681570. ■ Vagnar - kerrur Dráttarvagnar, geta tekið 2 tonna bíla, veltipallur til sölu. Tilvalið fyrir bíla- leigur, verkstæði, rallökumenn og dráttarfyrirtæki. Upplýsingar í síma 985-20066 og e.kl. 19 92-46644. ■ BHar til sölu C642244 Tölvunám sem skilar árangri: 1) Aðeins 6 í hverjum hóp. 2) Aukatímar að kostnaðarlausu þar til skilgreindum markmiðum er náð. 3) Frír símatími í 6 vikur eftir að nám- skeiði lýkur. 4) 6 upprifjunartímar í jafnmargar vikur að námskeiði loknu. Glæsilegri aðstaða fyrir lægra verð. Ertu að byggja, breyta eða lagfæra? Gifs pússning á einangrunar-, steypu- og hleðsluveggi. Miklir möguleikar, þaulvanir menn með langa reynslu. Tökum einnig að okkur flísalagnir. Tilboð eða tímavinna. Sími 91-642569. Dúndrandi útsala. 50% afsláttur á öll- um undirfatnaði og kjólum. Rómeó og Júlía, Grundarstíg 2, sími 91-14448. Opið 14-22 virka daga, laugard. 10-14. Wesley Snipes leikur aðalhetjuna í kvikmyndinni Farþegi 57. Bíóborgin - Farþegi 57 ★★★ Hryðjuverk í farþegaflugi Söguþráðurinn í myndinni Farþegi 57 (Passenger 57) er ágætlega til þess fallinn að vinna úr prýðis spennu- mynd og leikstjóranum, Kevin Hooks, ferst það ágæt- lega að vinna úr efninu. Ekki skaðar að hafa tvo ágæt- is leikara í aðalhlutverkunum, þá Wesley Snipes og Bruce Payne. Það er í sj álfu sér ekki ný hugmynd að búa til spennu- mynd þar sem söguþráðurinn er spunninn utan um flugrán. Sem slík er hugmyndin ekki frumleg, en úr- vinnslan er ágæt á efninu og áhorfandanum er sífellt haldið við efnið. Keyrslan er mikið og alltaf er eitt- hvað að gerast. í upphafi eru kynntar til sögunnar tvær aðalpersón- ur. Annars vegar flugvallaröryggisvörðurinn John Cutter (Wesley Snipes) sem ráðinn er til flugfélags til að reyna aö tryggja öryggi farþega gagnvart hryðju- verkamönnum. Hins vegar fá áhorfendur að kynnast heldur óhugn- anlegum náunga, breska hryðjuverkamanninum Charles Rayne (Bruce Payne) sem svifst einskis til að ná fram markmiðum sínum. Hann ber enga virðingu fyrir mannslífum enda er slóð hans blóði drifin. Rayne er, í upphafi myndarinnar, fangaður af FBI. Tilviljun ein ræður því að Cutter verður farþegi í sömu flugvél og Rayne þegar verið er að flytja þann síðamefnda fangaflutningum til Los Angeles. Með hjálp harðsvír- aðra aðstoðarmanna sinna nær Rayne flugvélinni á sitt vald en Cutter reynist honum óþægur ljár í þúfu. Wesley Snipes hefur getið sér gott orð sem fyrirtaks leikari og hann virðist gæta þess vandlega að festast ekki í ákveðnu hlutverki. Hann hefur leikið í mörgum Kvikmyndir ísak örn Sigurðsson ólíkum myndum eins og New Jack City, Jungle Fev- er, White Men Can’t Jmnp og Waterdance. Aðalmót- leikari hans, Bruce Payne, er ekki eins vel þekktur en er sérlega sannfærandi sem samviskulaus hryðju- verkamaður. Helstu kostir myndarinnar er hraður og viðburða- rikur söguþráður með ágætlega útfærðum slagsmála- atriðum. Galli myndarinnar er hins vegar sá, að hún er ekki mjög frumleg og áhorfandinn er aldrei í vafa um hvemig fer í lokin. Bióborgin: Farþegi 57 Leikstjóri: Kevin Hooks. Byggt á sögu: Stewart Raffill og Dan Gordon. Aðalleikarar: Wesley Snipes, Bruce Payne, Tom Sizemore, Alex Datcher, Bruce Greenwood, Michael Horse, Ernie Lively. Bridge Bridgehátíð 1993 Tólfta Bridgehátíð Bridgesambands íslands og Flug- leiða verður haldin á Hótel Loftleiðum dagana 12.-15. febrúar. Skráningarfrestur í tvímenninginn rennur út föstudaginn 29. janúar og er skráning á skrifstofu BSÍ í síma 89360. Keppnisgjald er óbreytt frá fyrra ári, 10.000 á parið og Bridgesambansstjóm velur þátt- takendur í tvímenninginn. Skráning í sveitakeppni Bridgehátíðar er öllum opin en húsnæðið rúmar ekki fleiri en 64 sveitir. Nú þegar hafa rúmlega 30 sveitir skráð sig til þátttöku. íslandsmót í Parasveitakeppni íslandsmót í parasveitakeppni verður haldið í Sig- túni 9 helgina 6.-7. febrúar. Skráningarfrestur er til miðvikudagsins 3. febrúar á skrifstofu Bridgesam- bands Íslands í síma 689360. Opið tvímenningsmót Laugardaginn 30. janúar verður haldið í Sigtúni 9 opið tvímenningsmót vegna Evrópumótsins í tvímenn- ing í Bielefeld í Þýskalandi 19.-21. mars næstkom- andi. Þátttaka er öllum opin og fyrstu verðlaun í mót- inu verða þátttaka á Evrópumótinu. Verðlaun fyrir annað og þriðja sæti verða hluti kostnaðar á mótinu. Skráningcufrestur er til miðvikudagsins 27. janúar á skrifstofú BSÍ í síma 689360. Spilaður verður barómet- er ef þátttaka verður minni en 32 pör og miðað er við að spila milli 60 og 70 spil. Spilamennska hefst klukk- an 10 og keppnisstjóri verður Kristján Hauksson. Bridgefélag Breiðfirðinga Síðasta fimmtudagskvöld var spilaður eins kvölds tvímenningur hjá Bridgefélagj Breiðfirðinga og mættu 24 pör til leiks. Spilaður var Mitchell og efstu skor í NS náðu: 1. Jóhann Jóhannsson - Óskar Þráinsson 252 2. Kjartan Jóhannsson - Helgi Hermannsson 249 3. Magnús Oddsson - Magnús HaUdórsson 241 4. Ragnheiður Nielsen - Sigurður Ólafsson 239 Hæstir í AV urðu: 1. Jakob Grétarsson - Amór Bjömsson 246 2. Halldór Svanbergsson - Óli Már Guðmundsson 239 3. Haukur Haröarson - Vignir Hauksson 237 4. Ingibjörg Halldórsdóttir - Sigvaldi Þorsteinsson 234 Pörin í efstu sætum höfðu heim með sér vegleg kon- fektverðlaun. Næsta fimmtudagskvöld verður aftur spilaður eins kvölds Mitchell-tvímenningur og verða, sem fyrr, veitt verðlaun fyrir efstu sætin í NS og AV. Fimmtudaginn 4. febrúar hefst síðan tvímenningsmót með Kauphallarsniði. Keppnin er reiknuð út á tölvu og er sömu aðferð beitt við útreikning og notuð er í Kauphallarmótum Bridgesambands íslands. Skráning er þegar hafin í það mót (BSÍ 689360 og 632820 ísak) en skráningu lýkur miðvikudaginn 3. febrúar. -ÍS Kjarabót heimilanna 991313 TILBOÐALÍNAN Hringdu og sparaöu þúsundir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.