Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1993, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1993, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1993. 13 Neytendur Mikiö úrval af bókum fæst nú á góðu verði en viðskiptavinir eru fáir og fátækir í ár. DV-mynd Brynjar Gauti Bókamarkaðir um allan bæ: Mikið úrval á góðu verði - en fáir og blankir kaupendur Margir hafa spurt hvort gamli klassíski bókamarkaðurinn hafi nú endanlega verið lagður niður. Nú auglýsa bókaútgefendur nefnilega markaði í sínum eigin forlagsversl- unum. í „Bókamúlanum“ svokallaða eru átta aðilar með markaði. Forlagið, Mál og menning, Öm og Örlygur, Hið íslenska bókmenntafélag, Vcika- Helgafell og Hörpuútgáfan eru í Síðu- múlanum, Skjaldborg er í Ármúlan- um og Fjölvi við Grensásveg. Fyrir utan þessa forlagsmarkaði em verslanir Eymundsson með markaði þar sem seldar em bækur frá flestum forlögum og í Kolaport- inu er sameiginlegur markaður aUar helgar. Þessir markaðir renna sitt skeið fljótlega en í bígerð er að halda stóran sameiginlegan bókamarkað í mars eða apríl eins og þekkst hefur síðustu áratugi. Bókamarkaður í janúar er tímaskekkja En það er samdráttur í þjóðfélag- inu og bóksalar finna rækfiega fyrir því. Hálfdán Örlygsson hjá Emi og Örlygi sagði aö þeir fyndu fyrir mikl- um samdrætti. „Við byijuðum fyrir nokkrum árum að halda okkar eigin markað í byijun janúar og gerðum góða hluti til að byrja með. Svo fóm fleiri að fylgja í kjölfarið og upphaf markað- anna færðist alltaf framar í janúar því afiir vfidu vera fyrstir. Miðað við breytt efnahagsástand er bókamark- aður í janúar tímaskekkja. Fyrir ut- an samdrátt fyrir jól er greinfiegur samdráttur í bóksölu í janúar þó við bjóðum hagstætt verð,“ sagði Hálf- dán. „í janúar em allir með útsölu og meðan efnahagsástandið er slæmt lætur fólk frekar föt og nauðsynjar ganga fyrir. Maður verður að klæða sig en bókin er ekki lífsnauðsynleg." Hálfdán sagði aö bóksalar myndu síðan sameinast í einn stóran bóka- markað líkt og verið hefði í áratugi. Á þann markað mundu þeir setja sömu bækur og væru nú á tilboði og engar myndu bætast við. „Við seljum þá það sem eftir verður núna. Viö vonum að það verði heppilegri tími fyrir kaupendurna heldur en núna því salan er ekki svipur hjá sjón miðað við sem áður var.“ Ódýrustu barnabækurnar seljast best í öllum verslunum Eymundsson er bókamarkaður og er þar safnað sam- an frá flestum forlögum. Hveijum verslunarstjóra er í sjálfsvald sett hvað hann velur af bókum. Hjá Ey- mundsson á Hlemmi er Auður Halls- dóttir verslunarstjóri. „Það er alveg einstaklega lítið verslað núna og mikill munur frá því í hittifyrra. Það eru helst ódýrustu bamabækumar og einstaka ævisög- ur sem hreyfast eitthvað og lítils háttar af öðrum. Ég held samt að úrvaliö sé nokkuð gott og bækumar em á mjög góði verði. Fólk lætur lík- lega nauðsynjar ganga fyrir öðru,“ sagði Auður. „í þessum mánuði er fólk að hugsa um jólakreditreikning- inn og heldur fast um budduna." Fjórar fyrir 2000 krónur Sem dæmi um verð hjá Eymunds- son á Hlemmi má nefna æviminning- ar Jónasar Jónassonar á 780 krónur, bókina um Bubba á 990 krónur, fjór- ar bækur í pakka eftir spennusagna- höfundinn Colin Forbes á kr. 1.990 og Forsetar lýðveldisins á 990 krón- ur. Flestar þessar bækur hafa verið gefnar út á síðustu árum. í bókamarkaði Kolaportsins eru bækur frá mörgum útgefendum. Þar verður sérstakt tfiboð um helgina og má nefna bók Kristjáns Péturssonar tollara á Keflavíkurvelli, Margir vfidu hann feigan, á 800 krónur. Bók fyrir minna en 100 kall Bókamarkaður Vöku-Helgafells hefur gengið nokkuð vel, sagði María Ásgeirsdóttir og nefndi dæmi um bækur á hagstæðu verði. Ódýrustu bækurnar eru á 95 krónur og þar eru í flokki bækur eins og Æskuár mín á Grænlandi eftir Peter Freuchen, Gíslar í 444 daga og Leikir í fjör- unni. Fyrir 195 krónur fást bækur eins og Saga Þingeyinga og Elli en hún er byggð á samnefndum út- varpsþáttum með Eddu Björgvins- dóttur og Helgu Thorberg. Allar bækur Viktoríu Holt eru á 495 krón- ur, svo og íslensk samtíð og ævi- minningar Ingólfs Guðbrandssonar og Bryndísar Schram. Stórbækur á 1.480 Bókamarkaður Máls og menningar og Forlagsins er í sama húsi í Síðu- múlanum og auk bóka frá þeim for- lögum er úrval frá fleiri forlögum líka á niðursettu verði. Þar fengust þær upplýsingar að markaðurinn hefði gengið vel og þá sérstaklega um helgar. Bækur M&M á tilboði eru meðal annara „stórbækur" Péturs Gunnarssonar og Einars Kárasonar sem kostuðu áður 2.980 en nú 1.480 og ungfingabókin Percival Keene er á 790 krónur. Hin þekkta matreiðslu- bók Helgu Sigurðardóttur, Matur og drykkur, er seld í pakka með einni matreiðslubók frá Kryddi í tilvenma á 1.980 en tfi samanburðar má nefna að þær bækur kostuðu áður 1.800 krónur. -JJ Uppboð Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins, Austurvegi 4, Hvolsvelli, föstu- daginn 29. janúar 1993 kl. 15.00 á eftirfarandi eign. Berjanes, Austur-Eyjafjallahreppi, þinglýstur eigandi Vigfús Andrésson. Gerðarbeiðendur: Jón Eyjólfsson, Brunabótafélag islands, Globus hf„ Póst- og símamálastofnun, Landsbanki íslandsog Stofnlánadeild landbúnaðarins. Sýslumaðurínn í Rangárvallasýslu LEIKFIMINÁMSKEIÐ í KVENNA- GALLERÍI Í GARÐABÆ ER AÐ BYRJA, PRÚFIÐ FRÍAN TÍMA. Einnig eru til sölu 3 nýjar leikfimispólur misjafnlega erfiðar með Hönnu Forrest. Sendum í póstkröfu um allt land. Upplýsingar um leikfimi og spólur i SÍMA 45399. Vinnum að betri heilsu og betri likama '93. Verkamannafélagið Hlíf Tillögur uppstillingarnefndar og trúnaðarráðs Verka- mannafélagsins Hlífar um stjórn og aðra trúnaðar- menn félagsins fyrir árið 1993 liggja frammi á skrif- stofu Hlífar frá og með þriðjudeginum 26. janúar 1993. Öðrum tillögum ber að skila á skrifstofu Hlífar, Reykjavíkurvegi 64, fyrir kl. 16 föstudaginn 29. jan- úar 1993 og er þá framboðsfrestur útrunninn. Kjörstjórn Verkamannafélagsins Hlífar Auglýsing um próf fyrir skjalþýðendur og dómtúlka Þeir sem öðlast vilja réttindi sem skjalþýðendur og dómtúlkar eiga þess kost að gangast undir próf er hefjast væntanlega 26. mars nk. ef þátttaka verður nægjanleg. Fyrir þá sem vilja þreyta prófið verður haldið undir- búningsnámskéið dagana 18., 19. og 20. febrúar og tilkynnist þátttaka í því til dóms- og kirkjumálaráðu- neytisins eigi síðar en 12. febrúar og jafnframt ósk- ast tilkynnt í hvaða máli umsækjendur hyggjast þreyta prófið. Námskeiðsgjald er kr. 12.000. Frestur til innritunar í próf rennur út 5. mars 1993 og skal skila umsóknum um þátttöku í prófinu til ráðuneytisins á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Löggildingargjald er kr. 25.000. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 24. janúar 1993.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.