Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1993, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1993.
3
Hann var vænn, þorskurinn sem Guðmundur Haraldsson og félagar hans
á Nirði EA voru að landa í Sandgerði. Þeir voru nýkomnir í land og Guð-
mundur sagði að talsverð bræla hefði verið þegar þeir voru að draga net-
in og reyndar hefði verið ótíð meira og minna frá áramótum. Guðmundur
og félagar lögðu netin 2. janúar. DV-mynd BG
Guömundur Haraldsson skipstjóri:
Fer aftur á
hrefnuveiðar
„Ég bíð eftir að leyft verði að veiöa
hrefnuna aftur. Ég verð ekki lengi
að gera mig kláran á hrefnu, byssan
er tilbúin, það er bara aö setja hana
um borð. Eg á efdr að fara aftur á
hrefnuveiðar," sagði Guðmundur
Haraldsson, skipstjóri á Nirði EA.
Njörður er á netaveiðum og leggur
upp í Sandgerði. Þegar DV ræddi við
Guðmund var hann nýkominn í land
með um eitt tonn af stórþorski.
„Meðalvigtin er inn níu kíló,“ sagði
Guðmundur.
„Ég bjó áður á Akureyri og var þá
á hrefnuveiðum. Þegar það var fékk
ég um áttatíu prósent af laununum
fyrir hrefnuveiðar. Þetta er því mikil
breyting. Ég veit að það verður fljót-
lega leyft að veiða hrefnu og ég get
trúað að það verði jafnvel næsta
sumar," sagði Guðmundur Haralds-
son á Nirði E A. -sme
___________________________________Fréttir
Berglind Gísladóttir, einstæð tveggja bama móðir:
Fisk frá bróður
mínum í matinn
- getekkileyftbaminuaðfaraíbíó
Berglind Gísladóttir. Henni var sagt upp vinnunni. Hún segist samt hafa
verið heppin. Berglind fær fisk gefins og hefur hann þvi í matinn alla daga
vikunnar, viku eftir viku. DV-mynd BG
„Ég var mjög heppin eftir aö mér
var sagt upp því ég fékk strax hálfs
dags vinnu í heimilishjálp. Ég er því
atvinnulaus hálfan daginn. Þetta
breytir samt miklu fyrir mig þar sem
launin hafa dregist saman um tíu til
tólf þúsund krónur á mánuði og ég
satt best að segja mátti ekki við því,“
sagði Berglind Gísladóttir, einstæð
móðir í Keflavík. Berghnd starfaði
áður í þvottahúsi hjá bandaríska
hernum.
„Það bjargar miklu fyrir mig að
bróðir minn, sem er sjómaður, gefur
mér fisk og ég hef því fisk í matinn
aUa daga vikurmar, annað er algjör
undantekning. Ég er heppin að böm-
in eru hrifin af fiski en hann getur
verið leiðigjam þegar hann er í mat-
inn dag eftir dag.“
BergUnd á tvö böm, eins og hálfs
árs og átta ára. „Stelpan er átta ára
og ég get ekki leyft henni nærri allt
sem mig langar til að gera. TU dæm-
is er ekki mögulegt að ég geti leyft
henni að fara í bíó ef myndirnar em
með íslensku tah vegna þess að þá
er svo dýrt inn eða 500 krónur. Það
er erfitt að ná saman endum en það
tekst - það tekst af því þaö verður
að gera það.“
BergUnd sagði að sér hefði ekki
komið neitt sérstaklega á óvart þegar
henni var sagt upp þar sem hún var
ekki fastráðin og samdrátturinn var
öUum augljós.
- En sérð þú eitthvaö framundan -
eitthvað sem getur breytt þessu
ástandi?
„Nei, það geri ég ekki, þó vona ég
að það komi einhver kippur hjá
Vamariiðinu, það er það eina sem
mér sýnist að geti unnið á þessu,“
sagði Berglind Gísladóttir. -sme
PEUGEOT 106
AVEC SA MARVEILLEUSE SUSPENSION, CONDUIRE DEVIENT UNE SATISFACTION!
ÞÚ ÞARFT EKKI AÐ KUNNA FRÖNSKU
TIL AÐ ÁTTA ÞIG Á EINSTÖKUM EIGINLEIKUM PEUGEOT 106.
KOMDU í REYNSLUAKSTUR UM HELGINA!
Opið laugardag og sunnudag frá 12-16.
JÖFUR
Nýbýlaveg 2, Kópavogi - Sími 42600