Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1993, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1993, Page 8
8 LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1993. Svipmyndin Af hverri er svipmyndin? Sumar fallegar konur kunna ekki að bera fegurð sína svo vel sé. Aðrar gera það með glæsibrag. Sú sem svipmyndin er af er í seinni hópnum. Að auki hefur hún bein í nefinu. Það sýndi hún þegar hún var enn táningur en þá lenti hún í miklu rifrildi við kvikmynda- versforstjórann kunna, Louis B. Mayer, ýmsum til mikillar hrell- ingar. „Þú og kvikmyndaverið þitt getið farið til fiandans!" hrópaði hún á kvikmyndaj öfurinn. Rifrildið var svo hart að sagt er að Louis B. Mayer hafi froðufellt. En hann gat ekki rekið stjörnu sem líkja mátti við lifandi peningakassa og færði verinu jafnmikla peninga og raun bar vitni. Samstarfið hélt því áfram en reynt var að gæta hlutleysis. Sú sem hér er lýst kom fyrst fram í kvikmynd þegar hún var níu ára. Árið eftir fékk hún fyrsta stóra hlutverkið. Mótleikara hennar, Roddy McDowell, fannst. hún hta út eins og lítíl brúða. Kvikmyndatökumaðurinn bað hana að skjótast aftur inn á fórðun- ardeildina svo þurrka mætti af henni hluta augnabrúnahtarins. Gallinn var bara sá að hún var ekki með neinn augnabúnaht. Þetta var í fyrsta sinn sem nokkur gerði athugasemd vegna þykku augnabrúnanna hennar. Fyrstu kvikmyndimar hennar voru hver annarri ólíkar. Og í einu tilviki má halda því fram með réttu að dýr hafi leikið aðalhlutverkið. Sextán ára í ástarmyndum En brátt fékk hún hlutverk sem „ung kona“. Og þegar hún var orð- in sextán ára þótti hún nógu þrosk- uð til að leika í eldheitum ástaratr- iðum. í myndinni „Samsærismað- urinn“ lék hún á móti einum fræg- asta leikara MGM, Robert Taylor. Hann var þá þrjátíu og átta ára en hún sautján ára. Nám sitt stundaði sú sem svip- myndin er af í litilli skólastofu í kvikmyndaverinu. Við töku ofan- nefndrar myndar kom það fyrir að kennslukonan tók námsmeyjuna úr örmum Roberts Taylor og sagði: „Ég biðst afsökunar, en hún er ekki búin með lexíumar sínar.“ Sú sem hér er lýst hefur hfað afar viðburðaríku lífi. Hún hefur þótt standa sig mjög vel í ahs kyns hlut- verkum. Þá hefur hún hlotið mikla umfjöhun fyrir ástarævintýri sín og kynni af karlmönnum. Einkum em þaö slúöurblöðin sem sinnt hafa þessari hhð lífs hennar. Einn þeiira manna sem hrifust af henni lék á móti henni í stórmynd. Þau urðu afar ástfangin. En bæði voru þá gift og upp kom hneyksh. Sú sem svipmyndin er af hafði þá nýlega ættleitt htla þýska stúlku. í Páfagarði þótti hún þá ekki lengur hæf til að vera móðir og var þar lagt th að bamið yrði tekið af henni. Stórdemanturinn vakti athygli Ástin sem kviknaði við gerð stór- myndarinnar leiddi th nýs og um- talaðs hjónabands. Eiginmaðurinn gaf henni afar dýra skartgripi. Við brúðkaupið, sem stóð í London, bar hún hinn gríðarstóra Kmpp- demant. Um hríð stóð Margaret prinsessa þar við hhð hennar og starði hrifin á hringinn með eðal- steininum. „Er þetta demanturinn frægi?“ spurði prinssessan. „Já,“ svaraði sú sem hér er lýst. „Mikiö er hann stór,“ sagði prins- essan. „Já, er það ekki?“ „Hefurðu nokkuð á móti því að ég setji hann upp?“ Það hafði sú sem svipmyndin er af ekki. Henni þótti gaman af að vekja athygli á þennan hátt. Hjónabandið var ástríkt um tíma, en þaö gekk samt á ýmsu og varö því ekki nefnt dans á rósum. Er á þá það leiö kom th vandræða. Loks skhdu hjónin. En þau urðu aftur hjón síðar. í endurminningunum sínum seg- ir sú sem hér er lýst að hún hafi ahtaf látið ástríðumar ráða. Og þrátt fyrir dehur og skhnaði vildi hún ekki hafa orðið af einni mínútu í hjónaböndunum tveimur með manninum sem hún kynntist við töku stórmyndarinnar. Þegar hún tók að eldast tók hún að sér nokkur dramatísk hlutverk. En þá var hún farin að láta á sjá vegna þess hvemig lífi hún hafði lifað. Hún tók að fitna en fór í megr- un og varð aftur tágrönn. Þá settist hún viö skriftir og sendi ffá sér bók um fegurð, megrpn og Ustina að kynnast sjálfum sér. Um tíma virtist sem hún væri oröin svo veik að hún ætti skammt eftir ólifað. Fréttir bárast um að hún væri fársjúk. Nokkur vikublöð skýrðu frá því að hún berðist fyrir lifínu. En hún náði sér á ný. Hennar verður minnst sem afar htríkrar konu. Hver er hún? SvaráMs.56 Matgæöingur vikunnar Pottréttur úr höfrungakjöti „Ég er ekki mjög duglegur í eldhúsinu þegar ég er heima en elda þó við ýmis hátíðleg tækifæri eins og á jólum og þegar gesti ber að garði,“ segir Sæmundur Ólafsson, sjómaður í Grímsey, sem í dag fer í kistu sína og finnur þar uppskrift að óvenjulegum rétti. Sæmundur lærði matreiðslu á sínum tíma en segist hafa hætt því námi og lært bakstur. Hann er því lærð- ur bakari. „Rétturinn, sem ég gef uppskrift að, er ekki mín uppskrift en ákaflega góður. Höfrungakjöt er líka al- veg sérstaklega gott hráefni. Það er ekkert líkt öðra hvalkjöti og ekki af því þetta bragð sem mörgum líkar ekki af kjöti úr sjónum. Ég meðhöndla höfrangakjötið alvag á sama hátt og nautakjöt, það er hægt að gera allt við þetta kjöt og m.a. er það mjög gott á grillið," segir Sæmundur. Höfrungapottréttur 1 kg höfrungakjöt 1 rauð paprika 1 græn paprika 2 laukar, meðalstórir 1 púrrulaukur 6 gulrætur 1 msk. hvítlaukssalt 1 tsk. engifer 5 dl vatn 2 tsk. hunang 1 msk. súpukraftur 2 msk. borðedik. Höfrangakjötið er skorið í strimla, kryddað með sea- son all og steikt smástund í potti áður en það er tekið upp úr. Sæmundur Ólafsson. Grænmetið er allt léttsteikt í ohu og kjötið síðan sett út í ásamt því sem eftir er. Þetta er látið malla í eina klukkustund. Sósan er síðan þykkt með maesína- mjöh. Þetta er gott að bera fram með hrísgijónum, hvít- lauksbrauði og sojasósu en einnig er mjög gott að hafa með þessu gott brauð. Næsti matargæðingur okkar kemur einnig frá eyj- unni í norðri því Sæmundur hefur skorað á Sigrúnu Þorláksdóttur, sem býr í næsta húsi, að gefa lesendum DV uppskrift að góðum réttum í næstu viku. Hinhliðin Mér leiðist aldrei - segirMagnús Scheving, Norðurlandameistari í þolfími „Nú undirbý ég Islandsmeistara- mótið í þolfimi, sem verður í febrú- ar, og síðan heimsmeistaramótið sem haldið verður í Japan í apríl,“ segir Magnús Scheving, Norður- landameistari í þolfimi. „Svo kenni ég á Sauðárkróki, Akureyri, í Finn- landi, Danmörku og Svíþjóð á næstunni. Þar að auki smíða ég í miðri viku og skemmti um helgar. Mér leiðist aldrei." Fullt nafn: Magnús Scheving. Fæðingardagur og ár: 10. 11. 1964. Maki: Ragnheiður Melsteð. Börn Fuht. Bifreið: Subaru ’87 (Van). Starf: Smiður, kennari, dansari, skemmtikraftur. Laun: Góð. Áhugamál: Nánast aht. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? Eina sem reyndist svo vitlaus þegar tíl kom. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Vera með konunni minni. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Tala við fólk sem er erghegt. Uppáhaldsmatur: Lambalæri, ég er svo gamaldags. Uppáhaldsdrykkur: Trópí. Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? Jón Hah- dórsson, fyrrverandi handknatt- leiksmaður í Val. Uppáhaldstímarit: Bo bedre eða önnur húsbúnaöarrit. Hver er faUegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan maka? Whitney Houston. Ertu hlynntur eða andvígur ríkis- stjórninni? Andvígur. Hvaða persónu Iangar þig mest til að hitta? Nýfæddan frænda minn sem ég hef enn ekki séð. Uppáhaldsleikari: Siggi Siguijóns. Magnús Scheving. Uppáhaldsleikkona: Edda Heiðrún Backmann. Uppáhaldssöngvari: Eghl Ólafsson. Uppáhaldsstjómmálamaður: Sigr- ún Magnúsdóttir. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Maggi nærsýni. Uppáhaldssjónvarpsefni: Fréttir. Ertu hlynntur eða andvígur veru varnarliðsins hér á landi? Óákveð- inn því ég þekki ekki nógu vel th þeirra mála nú. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Allar orðnar eins. Uppáhaldsútvarpsmaður: Eiríkur Jónsson. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Horfi nánast aldrei á sjónvarp. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Sig- mundur Emir. Uppáhaldsskemmtistaður: Ingólfs- kaffi. Uppáhaldsfélag í iþróttum: Kor- mákur á Hvammstanga. Stefnir þú að einhveiju sérstöku í framtíðinni? Að klára skrifstofuna í Tékk-kristal. Hvað ætlar þú að gera i sumarfrí- inu? Vinna 1 húsinu mínu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.