Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1993, Qupperneq 8
8
MÁNUDAGUR1, FEBRÚAR1993
Útlönd
Danir setja Færeyingum ströng skilyrði fyrir flárhagsaðstoð:
Styrkurinn fæst með
pólitískum skilyrðum
- eyjunum verði breytt 1 eitt kjördæmi til að útiloka hrossakaup
Sjóvinnubankinn færeyski rambar á barmi gjaldþrots. Danir ætla að bjarga
honum gegn ströngum skilyrðum. DV-mynd ból
Jens Dalsgaard, DV, Færeyjum;
„Þetta er ekkert annað en yfirgang-
ur í sósíalískum embættismönnum,“
segir Óli Brekkmann, ristjóri og lög-
þingsmaður í Færeyjum, um skilyrð-
in sem danska stjórnin setur fyrir
að bjarga Sjóvinnubankanum og þar
með öllu efnahagslífi eyjanna frá
gjaldþroti. Landstjórn Færeyja leitar
nú samninga við dönsku stjórnina
um björgunaraðgerðir.
Þegar eru komnar fram kröfur
Dana um breytta efnahagsstefnu en
vitað er að þeir hafa einnig uppi kröf-
ur um breytta kjördæmaskipan í
þeim tilgangi að koma betri skipan á
stjóm eyjanna. Danir segja að það
sé helsta ástæðan fyrir óstjórninni.
Krafa Dana um eitt kjördæmi
Nýja stjómin í Danmörku vill að
eyjunum verði breytt í eitt kjördæmi
til að þingmenn úr fámennum kjör-
dæmum geti ekki notað sér oddaað-
stöðu á þingi til að knýja fram fjár-
veitingar til heimabyggða sinna.
Dæmi er tekið af Sandey þar sem
íbúar em 1700 og þeir kjósa tvo menn
á þing. Þessir menn hafa verið í odda-
aðstöðu og segja Danir að ekki sé
mögulegt að taka upp harðar að-
haldsaögerðir nema breyting verði
gerð á kjördæmaskipaninni.
Sjóvinnubankann vantar 350 millj-
ónir til að komast hjá gjaldþroti.
Landsjóðinn vantar líka fjármagn og
talið er að það sé ekki minna en
bankann vantar. Færeyjabanki fær
væntanlega fé frá eigendum sínum í
Danmörku. Mestu skiptir að bjarga
Sjóvinnubankanum.
Bankinn hefur tapað
4,5 milljörðum
Sjóvinnubankinn hefur tapað 4,5
miUjörðum íslenskra króna frá því
hann fékk fimm milljarða aðstoð í
október. Danir setja þaö að skilyrði
að vaxtatekjur veröi skattskyldar.
Þeir viija að lagður verði á eigna-
skattur, sem ekki hefur verið, og
opinberar fjárfestingar stöðvaðar,
leggja niður ríkisflugfélagið Atlantic
sem hefur lifað á landssjóði. Þá verði
lagður á 50% hátekjuskattur.
„Ef við fáum ekki peningana þá
fórum við á hausinn," segir Jógvan
Sundstein fjármálaráðherra. Hann
vill þó að enn verði reynt að semja
við Dani um hagstæðari skilyrði en
óvíst er að það takist. Sundstein er í
Danmörku ásamt Maritu Petersen
lögmanni að semja við Dani.
GALLABUXNATILBOÐ
KR. 3.900,>
(Ath. venjulegt verð kr. 5.900,-
Verslunin Gæjnr, Bnnknstræti 14
Kvikmyndaleikararnir Franco Nero, Vanessa Redgrave og Roger Moore
mótmæltu yfirgangi nýnasista í Þýskalandi um helgina. Simamynd Reuter
Þjóöveijar minntust valdatöku Hitlers:
Vinstrisinnar lentu í
ryskingum við lögreglu
Vinstrisinnaðir mótmælendur
börðust við lögreglu í gær eftir frið-
söm mótmæli við kertaljós gegn upp-
gangi nýnasista í austur-þýsku borg-
inni Cottbus.
Talsmaður lögreglunnar sagði að
um eitt hundrað herskáir vinstri-
sinnar hefðu kastaö grjóti í lögregl-
una að loknum tíu þúsund manna
fjöldafundi gegn ofbeldi hægrisinna.
Atvik þetta átti sér stað daginn eft-
ir að hundruð þúsunda Þjóðveija
j tóku þátt í götumótmælum gegn ný-
I nasistum á sextíu ára afmæh valda-
töku Adolfs Hitlers.
Um eitt hundrað þúsund manns
með kerti í hönd röðuðu sér upp á
leið þeirri sem stormsveitir nasista
fóru í þriggja klukkustunda blysfór
gegnum Brandenborgarhliðið í Berl-
ín þann 30. janúar 1933 til að fagna
valdatökunni.
Lögreglan sagöi að 120 þúsund
manns hefðu tekiö þátt í mótmælum
í Dusseldorf og tíu þúsund í Rostock,
auk þúsunda annarra í Bonn, Brem-
en, Köln og öðrum borgum víðs veg-
ar um Þýskaland.
Á síðasta ári gerðu nýnasistar 2300
árásir á erlenda flóttamenn, erlenda
íbúa landsins og minnisvarða gyö-
inga í Þýskalandi. Sautján manns
létu lífið í árásum þessum.
Reuter
dreifðu pening-
um um göturnar
Fimm bankaræningjar á
Fiiippseyjum sluppu undan lög-
reglunni fyrir helgi með því að
kasta ránsfengnum í götuna. Svo
mikill varö þá ágangurinn í pen-
ingana að lögregluþjónarnir
komust hvergi.
Ræningjarnir höfðu látið til
skarar skríða gegn banka í gleði-
hverfi höfuðborgarinnar Manila
en löggan veitti þeim þegar eftir-
för og kom til skotbardaga.
Löggan náði bifreið ræningj-
anna, poka og haglabyssu en bóf-
arnir sjálfir voru á bak og burt.
Kaþólsk nunna
rekin á brott úr
borgíTexas
Sextíu og átta ára gömul nunna,
sem hafði verið fyrirskipaö að
hypja sig á brott úr bænum E1
Paso í Texas innan tveggja sólar-
hringa vegna deilna við kirkju-
leiðtoga staðarins, lét lokafrest-
inn líða á Föstudag án þess að
hreyía legg né iið.
Systir Rose Jbara sagði að úr-
slitakostir biskupsins af E1 Paso
væru fáránlegir og ólöglegir.
: „Eg læt ekki nokkurn ; mann
stjórna mér,“ sagði nunnan sem
hefur búiö í Loretto klaustrinu
frá 1967.
Hún var beðin um að fara þar
sem hún er þekkt fyrir að bera
sóknarbörnin þungum sökum og
fyrir stuttu sakaöi hún yfirmenn
kirkjunnar um viilutrú.
Fimmtán þús-
und lítrarafolíu
lekaísnjóinn
Firamtán þúsund litrum af oliu
var óvart pumpað undir siýóinn
í bænum Scoresbysund á Aust-
ur-Grænlandi á laugardag. Verið
var að fylla olíugeyma raforku-
versins þegar þetta gerðist.
Olian fer um eins kílómetra
langa leiðslu sem liggur á jörð-
inni. Um þessar mundir er hins
vegar þriggja metra þykkt snjó-
lag ofan á benni. Talið er að
leiðslan hafi sprungið en í gær
hafði bilunin ekki fundist og ekk-
ert hafði sést til olíunnar.
Lekinn uppgötvaöist þegar búið
var aö dælafimmtán þúsund lítr-
um út í leiðsluna en ekkert hafði
enn borist í raforkuverið.
Fyrirtæki h vött
aðleggjaeyðni-
baráttunni Bið
Michel Merson, sem stjórnar
baráttunni gegn eyðni innan Al-
þjóða heilbrigðismálastofnunar-
innar, WHO, hvatti kaupsýslu-
menn í gær til að leggja fé af
mörkum til að hefta útbreiðslu
sjúkdómsins.
„Peningum sem er eytt núna til
að fá fólk til að breyta hegðun
sinni mun skila sér í milljarða
doilara tekjum sem amiars hefðu
glatast og spamaði í heilbrigðis-
kerfinu," sagðí Merson á fundi
um efnahagsmál heimsins í bæn-
um Davos i Sviss.
Merson sagði að beinn kostnað-
ur vegna eyðninnar hjá heil-
brigðís- og verlferðarkerfum um
aiian heim væri nú kominn í
rúma þijú hundruð milljaröa
króna á ári.
Og ef reiknað væri með óbein-
um kostnaði vegna minnkaðrar
fVamleiðni, glataðra mai-kaða og
kostnaði við þjálfun nýrra starfs-
manna mætti áreiðanlega marg-
falda þá tölu með tíu.
Reuter og Ritzau