Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1993, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1993, Síða 5
ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1993. 5 dv____________________________________________________________________________Fréttir 15 prósenta umframgeta Sorpu á síðasta ári: Af borganir lána að sliga Sorpu - ekki ofgárfesting segir framkvæmdastjóri „Það leggst minna til af sorpi á höfuð- borgarsvæðinu en við bjuggumst við og stöðin var hönnuð fyrir. Hún er hönnuð fyrir um 100 þúsund tonn en árið 1992 komu um 85 þúsund tonn af sorpi inn. Það munar þarna um 15 prósent á þessu tiltekna ári þann- ig að það er ljóst að við höfum af- kastagetu fyrir meira sorp. Við höf- um gefið til kynna að ef aðrir lands- hlutar væru í vandræðum með sitt þá gætum við hjálpað þar upp á en við höfum ekki leitað eftir því að fá sorp til vinnslu frá öörum stöðum en höfuðborgarsvæðinu," segir Ög- mundur Einarsson, framkvæmda- stjóri Sorpu. Hraðfrystihús Fáskrúðsfjarðar fékk fyrir skömmu nýjan löndunarkrana af PH Century-gerð frá Heimi og Lárusi sf. Lyftigeta kranans er 22 tonn og mesta lengd bómu 26 metr- ar. Kraninn er á hjólum og nýtist þvi betur en sá gamli sem fyrirtækið átti og var af árgerð 1957. Hann var á beltum og þarfnast töluverðra endurbóta ef nota á hann áfram. DV-mynd: Ægir Kristinsson, Fáskruðsfirði Akureyri: Nýrvöruhús- Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Gylfi Kristinsson hefur verið ráð- inn vöruhússtjóri hjá Kaupfélagi Eyfirðinga á Akureyri og hefur þegar tekið til starfa. Gylfi starfaði áður sem verslunarstjóri hjá stórmarkaði Kaupfélags Suðumesja, Samkaup- um. Þá hefur Jón Þór Gunnarsson veriö ráðinn forstöðumaður sjávarútvegs- sviðs KEA og mun hafa yfirumsjón með fiskvinnslu og útgerð fyrirtæk- isins. Jón Þór lauk prófi í iðnaðar- verkfræði og viðskiptafræði við há- skólann í Alabama og hefur að und- anfómu starfað að ýmsum sérverk- efnum hjá KEA, einkum á sviði sjáv- arútvegs. Pinnaglaðurá155 kilómetrahraða Lögreglan á Blönduósi svipti karl- mann ökuleyfi sínu á sunnudags- kvöldið eftir að hafa mælt hann á 155 kílómetra hraða. Maðurinn var á norðurleið og var stöðvaður í Víðidal. Farþegi í bílnum tók við akstrinum og ekki er vitað til annars en alhr hafi komist heilu og höldnu heim. Hann segir að umframgetu Sorpu megi að hluta til rekja til samdráttar í atvinnulífinu þar sem húsasorpið sé það sama og búist var við. „Atvinnulífið er hins vegar með léttari úrgang en við áttum von á en ég er viss um að þegar hér verður kominn bullandi skriður á atvinnu- lífið muni þetta aukast. Ég tel því ekki aö um offjárfestingu hafi verið að ræða. Þessi stærð var sá kostur- inn sem var talinn hagstæðastur þeg- ar þetta var byggt,“ segir Ögmundur. Hann vildi ekki gefa upp rekstrar- tölur Sorpu fyrir síðasta ár en verið er að leggja síðustu hönd á ársreikn- ing fyrirtækisins þessa dagana. Hann verður síðan fljótlega kynntur sveitarfélögunum á höfuöborgar- svaeðinu sem eiga Sorpu. „Ég get þó sagt að það er hagnaður af eiginlegum rekstri Sorpu fyrir fjármagnsgjöld sem eru geysiþung. Það er sjálfgefið að þetta verður þyngra í rekstri þegar færri tonn koma inn til að bera fasta kostnað- inn. Sorpa er byggð að langsamlega stærstum hluta fyrir lánsfé og af- borganir og vextir eru nyög þungur hluti í rekstrinum og hefði veriö þaö, sama hver fjárfestingin var í upp- hafi. Sveitarfélögin ákváðu að leggja lítið stofnfé fram og þess vegna kem- ur þetta mjög fljótt fram í rekstrar- tölum." -ból Video tílboðársins! 10 ára afmælistilboð 3 spólur á aðeins 500 kr. + stjörnusnakk eða stjörnupopp Ávallt meö nýjustu myndirnar. Gífurlegt úrval af eldri myndum. FJARÐARVIDEO TRÖNUHRAUNI 10 • HAFNARFIRÐI • SÍMI 54885 -ból

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.