Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1993, Síða 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1993.
Útlönd
Nýirsamningar
i Danmörku af-
stýraverkfalli
Danskir atvinnurekendur og
stærsta verkalýðsfélag landsins
hafa gert með sér tveggja ára
samning um kaup og kjör og
þannig afstýrt yfirvofandi verk-
falli Þá hefur leiðin einnig verið
vöröuð fyrir kjarasamninga ann-
arra stéttarfélaga.
Samkomulagið, sem náöist í
gær, tekur til 200 þúsund verka-
manna. Það felur i sér hækkun
lágmarks timakaups, tætra veik-
indaorlof og bætt eftirlaunakerfi.
Danskir iðnrekendur telja að
það hafl í fór með sér 1,3 prósenta
hækkun launakostnaöar á samn-
ingstímanum, 0,2 prósenta hækk-
un á þessu ári og 1,1 prósenta
hækkun 1994.
Fæstumferðar-
slysíEvrópu
verða í Bretlandi
Dauðaslys 1 umferðinni eru
fæst á Bretlandi af öllum löndum
Evrópu. Þetta kemur fram í nýrri
skýrslu sem samgönguráðuneyt-
iö birti í gær.
í skýrslunni eru slysatölur frá
23 löndum bomar saman, þar á
meðal frá öllum löndum Evrópu-
bandalagsins, Bandaríkjunum og
Japan. I tjós kom að dauðasiys i
umferðínni, þegar slys á gang-
andi vegfarendum voru tekin
með í reikninginn, voru færri í
aðeins þremur löndum, Hollandi,
Noregi og Svíþjóö.
Áriö 1990 létust 42,9 notendur
bifreiða fyrir hvetja milljón íbúa
á Bretlandi og 7,1 maður iét lifið
fyrir hvern ekinn milljarð kíló-
metra, en þetta eru tvær staðlað-
ar aðferðir til að meta fjölda
dauðsfalla í umferöarslysum.
Tveir breskir landgönguliðar,
sem voru við vetraræfmgar í
Noregi, fundust látnir í tjaldi sínu
í gær. Svo viröíst sem þeir hafi
látist af kolmónoxíðeitrun út frá
parafíniampa.
Þriðji hermaðurinn, sem svaf í
sama tjaldi, var fluttur í ofboði á
sjúkrahús og gert er ráð íyrir að
hann muni iifa.
Hinir látnu voru við æfingar
ásamt um eittþúsund öðrum her-
mönnum.
Rifistum fransk-
Deilur um franskar kartöflur
eru farnar að skyggja á áform
hamborgarastaöakeðj unnar
McDonaJd’s um að opna veitinga-
stað í ísrael í desember.
Kartöfluafbrigöið sem McDon-
ald’s notar vestra er ekki ræktað
í ísrael og landbúnaðarráðuneyt-
ið veitir ekki innflutningsleyfi.
Að sögn hæfa ísraelskar kart-
öflur ekki í gerð hinna frönsku.
Reynt verður að leysa deiluna á
morgun.
Brigitte Bardot
erámótiródeó
Franska ieikkonan og dýravin-
urinn Brigitte Bardot hefur beðið
borgarstjórann í Toulouse að
banna kúrekasýningu, eða ródeó,
sem áformað er að haida í bæn-
um.
Hún sagði i hréfi til borgarstjór-
ans að ródeóið væri ekkert ósvip-
að nautaati að því leyti að þaö
væri ill meðferð á dýrum sem
væri hvorki „tíl sæmdar þeim
sem horía á eða taka þátt í slíkum
skrípalátum". Heuter
Clinton Bandaríkjaforseti boðar þjóðinni skattahækkanir og niðurskurð:
Stefnu Clintons líkt
við hrossalækningar
- takist honum ekki að sannfæra þjóðina í þessari viku bíða fjögur erfið ár
Sjónvarpsræðu Bills Clinton
Bandaríkjaforseta í gærkvöldi er
misjafnlega tekið og hafa stjórnmála-
skýrendur vestra líkt henni við
hrossalækningar, sem forsetinn
verði að troða upp á þjóðina strax í
þessari viku, annars bíði hans fjögur
erfið ár í embætti.
Clinton boðaði að skattar á mið-
stéttina yrðu hækkaðir þrátt fyrir að
hann hefði lofað öðru í kosningabar-
áttunni. Nýir skattar eiga að leggjast
af mestum þunga á fólk með meira
en 100 þúsund daii í árstekjur. Þeir
sem hafa minna verða einnig að
greiða meiri skatta. í kosningabar-
áttunni var lofað að skattar yrðu
aðeins hækkaðir á fólk meö yfir 200
þúsund í tekjur.
Skattar verða lagðir á eftirlaun og
skattar á fyrirtæki hækkaðir. Orku-
skattar verða einnig teknir upp en
margir Bandaríkjamenn leggjast
hart gegn skatti á bensín. Clinton
sagði í ræðunni að þessir skattar
myndu hvetja fólk tíl að spara og
nota umhverfisvæna orku.
Á sama tíma á að skera niður út-
gjöld til heilbrigðismála og gera þjón-
ustuna þar skflvirkari. Sömuleiðis
Bill Clinton hefur kynnt efnahags-
Stefnu SÍna. Simamynd Reuter
verður dregiö enn meira úr útgjöld-
um til hermála en gert var ráð fyrir
í fyrri áætlunum.
Efnahagstillögurnar verða lagðar
fyrir þingið á morgun og þá á eftir
að koma í ljós hvort Clinton hefur
þann stuðning sem hann þarf. Clint-
on hyggur einnig á ferð um landið
þar sem nýja stefnan verður kynnt.
Þá sést hvort almenningur trúir að
stefna forsetans dugi til að bæta úr
efnahagsvanda þjóðarinnar. Takist
það ekki missir almenningur trúna
á Clinton og hans verður minnst fyr-
ÍTSVÍkÍnloforð. NTBogReuter
Gamli rokkarinn í uppskurð
Fætur gamla rokkarans Rods Stewart voru að gefa sig eftir áralangar fettur á sviðinu og varð hann að láta skera
upp hné I New York nú á dögunum. Hér koma þau heim til Englands eftir aðgerðina, Rod, sonurinn Renee og
eiginkonan Rachel. Simamynd Reuter
Dularfull morð á sjúkrahúsi í Austur-Englandi:
Kona kærð fyrir að
myrða fjögur ungbörn
- grunuð um að hafa eitrað fyrir ellefu böm önnur
Búið er gefa út ákæru á hendur
bresku hjúkrunarkonunni Beverley
Allitt fyrir að vera völd að dauða
fiögurra tmgbarna sem hún hafði
umsjón með á sjúkrahúsi á Austur-
Englandi.
Hún er einnig grunuð um að hafa
reynt að myrða ellefu böm önnur
með eitri. Kona neitar öllum ásökun-
um en læknar á sjúkrahúsinu segja
að vart fari mflli mála að Allitt beri
ábyrgð á dauöa bamanna íjögurra
og veikindum hinna.
Fyrst varð vart við að ekki væri
allt með felldu á sjúkrahúsinu í upp-
hafi árs 1991 þegar böm tóku að
veikjast án þess að sýnileg ástæða
fyndist. í ljós kom að bömin sem lét-
ust höfðu kafnað en önnur vom orð-
in alvarlega veik vegna stórra
skammta af insúlíni.
Lögreglan var kölluð til og Allitt
handtekin. Engin ástæöa hefur fund-
ist fyrir morðunum og hjúkrunar-
konan heldur fast viö sakleysi sitt.
Læknar segja að eitt fari ekki milli
mála; það gekk morðingi laus á fæð-
ingardeildinni. Réttað verður í mál-
inu næstu daga.
Reuter
Sprengjuregn
í Sarajevo
Uppreisnarmenn Serba létu
sprengjum rigna yftr Sarajevo,
höfuðborg Bosníu, og komu í veg
fyrir aö bílalest Sameinuðu þjóð-
anna með matvæh og lyf til svelt-
andi íslamstrúarmanna í austur-
hluta lýðveldisins kæmist leiðar
sinnar.
Auk sprengjuregnsins úr hæð-
unum fyrir ofan borgina réðust
Serbar með skriðdrekum og fót-
gönguliði að varnarsveitum Bos-
níumanna í úthverfunum Stup
og Azici í vesturhluta Sarajevo.
„Þannig hefur þetta verið í
fimm daga,“ sagði Ibro, bosnisk-
ur hermaður sem leitaði skjóls í
þröngu húsasundi.
Bílalest SÞ er enn við landa-
mæri Serbíu og Bosníu þar sem
ekki hefur tekist að fá Serba tíl
að leyfa henni aö halda áfram tfl
Cerska þar sem 25 þúsund ísl-
amstrúarmenn svelta.
Jeltsínræðirvið
Khasbulatovum
hverráði
Borís Jeltsín Rússlandsforseti
ætlar að hitta Ruslan Khasbula-
tov þingforseta í dag til að leysa
ágreining um hver fari með völd-
in í landinu. Jeltsín hafði áður
sagt að hann ætlaði að taka sér
tólf daga frí.
Jeltsín er undir vaxandi þrýst-
ingi íhaldsmanna um að gefa eftír
af völdum sínum. Fyrsti fundur
þeirra á föstudag varð árangurs-
laus.
Nokkrum klukkustundum eftir
að tilkynnt var um frí Jeltsíns
lagði Khasbulatov tíl að samhliða
þjóðaratkvæðagreiðslu um
stjórnarskrá landsins yröi lands-
mönnum gert kleift að lýsa yfir
traustí eða vantrausti á Jeltsín.
Alvarlegur
kjarnorkuleki í
Sellafield
Bresk stjómvöld sögðu í gær
aö leki á geislavirkum efnum úr
kjarnorkuenducvinnslustöðinni í
Sellafield í norðurhluta Englands
á fostudag hefði verið alvarlegur
en þó innan hættumarka.
Seflafield er umdeildasta kjam-
orkuvinnslustöð á Bretlandseyj-
um. Umhverfisráðherra lands-
ins, David Maclean, sagöi að lek-
inn yrði rannsakaður.
Reuter