Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1993, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1993, Side 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR .1993. Útiönd verðlativt FerðafVömuðir í smábænum Jels á Jótlandi urðu í liðinni viku forviða iægar flöidi fólks, bæðifrá Danmörku og Þýskalandi, hringdi og spurðist fyrir um gist- ingu í bænum. Ástæðan var að þar áttu aö hafa fundist silfur- verðlaun frá ólympíuleikunum og enginn \1ssi hver átti. Ferðamenn voru að sjáifsögðu velkomnir þótt heimamönnum þætti fundurinn á verðlaunapen- ingnum ekki eins merkilegur og væntanlegum gesturn. Víkingafé- lagiö á staðnum hafði nefnilega látiö gera eftirlíkingar af ólymp- íuverðlaunum og einn silfurpen- ignur týndist. Innheimti skuld með bensíni og Þrítugur Tyrki í Danraörku fór vopnaður bensíni og eldspýtum til aö innheimta 16 þúsund króna skuld af landa slraum, eiganda næturklubbs í Kaupmannahöfh. Skuldin svarar til ríflega 160 þus- und íslenkra króna. Skuldarinn neitaði aö borga og þá kveikti innheimtumaöurinn í bensíninu. Ör varð mikið bál og er allt innanstokks i nætur- klúbbnum ónýtt. Mennirnir sluppu hins vegar báðir án telj- andi meiðsla. Lögreglan tók brennuvarginn í sína vörslu og bíður hann dóms. Niðurstaða rannsóknará WoodyAllenfyr- irframákveðin? Starfsmaður barnaverndar- nefridar í New York segir að yfir- menn sínir hafi skipað sér aö hafa niöurstööuna úr rannsókn á meintum kynferðisafbrotum leikstjórans Woodys Allen, hon- um í hag. Starfsmaðurinn var íluttur til í starfi eftir að hann hafði skiiað skýrslu um ásakanir á hendur Allen um aö hann hefði áreitt sjö ára fósturdóttur-sína og Miu Farrow kynferöislega. Niður- staðan var að áburöurinn ætti ekki við rök aö styðjast LétlífiðíeSgin þjófagildru Lögreglan í Sumpter í Michigan segir að maöur þar í borginni hafi látist af skotsárum eftir að hann gekk í eigin þjófagildru í garöínum sínum. Umræddur ná- ungi ræktaöi þar marijúana og vildi ekki að óboðnir gestir kæm- ust í káliö. Maöurinn strengdi fina þræði um garðinn og tengdi þá við byssu sem skaut umsvifalaust ef strekktist á þráðunum. Af ein- hvetjum ástaeðum gekk garðeig- andinn í eigin gildru og særðist til ólífis. Honum blæddl út áður en nokkuö fékkst að gert Skwðarbrettiúr tréheilsusam- legrienönnur Örverufræðingar viö háskól- arm í Wisconsin segja að skuröar- bretti út tré séu mun heilsusam- legri en bretti út plasti. Þeir segja að örverur drepist í tirabrinu en geti lifað góðu lifi í plastinu. Hingaö til haía menn haldiö að þessu væri öfugt fariö. Þetta kom í ijós þegar búa átti trébretti út þannig að þau jöfhuðust á viö plastbrettin. Elísabet Bretadrottning fellst á afsökunarbeiðni Sun: Ekki kært gegn 20 milljóna gjöf - peningunum varið til styrktar fátækum bömum Elísabet Bretadrottning hefur fall- ist á afsökunarbeiöni dagblaðins Sun vegna þess að það notaði efni úr ára- mótaræðu hennar áður en hún var flutt almenningi. Elísabet hótaði málsókn og krafðist skaðabóta vegna þess að blaðið hefði brotið gegn vilja hennar um að greina ekki frá efni ræðunnar fyrir nýáisdag. Ritstjórar blaðsins sáu fram á að tapa málinu og buðu á móti að biðjast afsökunar og greiða andvirði 20 milijóna íslenskra króna til góðgerðarmála. Afsökunin var birt á forsíðu blaðs- ins í gær. „Fyrirgefðu frú,“ stóð þar stórum stöfum. í gærkvöldli tilkynnti drottning aö hún félbst á þau mála- lok sem blaðið lagði til. Peningamir frá Sun renna til tveggja sjóöa sem aðstoða börn í erfiðleikum. Anna prinsessa, dóttir Elísabetar, er vemdari annars sjóðsins. Blaðið ætlar einnig að greiða út- lagðan kostnaö drottningar vegna málsins. Sun er þar með sloppið úr vandræðunum vegna áramótaræð- unnar. Drottning hefur haft hom í síðu Sun og annarra blaða sem sinna málefnum konungsfjölskyldunnar sérstaklega. Nú er komið á vopnahlé - í bili að minnsta kosti. Fólk í konungsfjölskyldunni hefur ekki reynt veija sig með málsókn vegna meiðyrða í orrahríðinni sem staðið hefur í vegna hneykslismála síðustu mánuöi. Karl prins hefur lýst því yfir aö tilgangslaust sé að kæra því málaferlin veki ekki minni at- hygli en upphaflegu skrifin. Þá hafa Elísabet II. hefur fallist á að dagblaðið Sun bæti fyrir skaðann sem það fréttir af konungsfjölskyldunni jafn- olli henni um áramótin með því að greiða andvirði 20 milljóna íslenskra an átt við rök að styjast. Brot Sun króna í sjóði til styrktar börnum. Drottning hafði því betur í þessari lotu. var hins vegar augljóst. Símamynd Reuter Reuter OPEC er hársbreidd frá hærra olíuverði Olíumálaráðherrum OPEC, samtaka oliuframleiðsluríkja, gengur erfiðlega að ná samkomulagi um minni framleiðslu og þar með hærra olíuverð. Teikning Lurle Eftir þriggja daga strangar samn- ingaviöræður eru samtök olíufram- leiðsluríkja, OPEC, aðeins hárs- breidd frá því að ná samkomulagi um aö draga úr framleiðslu og bjarga þar með olíuverði frá því að falla á ofmettuðum markaði, að því er heim- ildarmenn meðal fundarmanna sögðu í gær. Svo virtist sem framleiðendur hefðu yfirstigið erfiðustu hindrunina þegar Kúveitar sögðu að þeir væru reiðubúnir að beygja sig að nýju undir kvótakerfi samtakanna þótt þeir yrðu að framleiða minna en þeir fóru upphaflega fram á. Ali Ahmed al-Baghli, olíumálaráð- herra Kúveits, sagði að OPEC gæti Uklega gengið frá samkomulaginu á fundi nú í morgun. Kúveitar hafa framleitt eins mikla obu og þeim hefur sýnst að undan- fömu á meðan þeir hafa unnið að enduruppbyggingu eftir Persaílóa- stríðið árið 1991. Hin ellefu ríkin í OPEC voru hins vegar farin að þrýsta á að Kúveitar yrðu aftur sett- ir undir kvóta vegna sívaxandi fram- leiðslu þeirra. Baghli sagði að samþykki sitt væri háð loforði um að OPEC endurskoð- aði olíuframleiðslu Kúveits á meðan landið væri að koma henni á sama stig og hún var fyrir stríðið. Sammngurinn, sem nú er í burðar- liðnum, mundi draga úr framleiðslu OPEC um 1,4 milljónir tunna á dag. Framleiðslan er nú 25 milljónir tunna á dag. Vestrænir sérfræðingar segja að olíuverð ætti aö ná jafnvægi við átján dollara fyrir tunnuna svo lengi sem OPEC getur haldið heildarfram- leiðslu undir 24 milljónum tunna á dag til júníloka. Reuter Frakkarfinna smiðjuBaska Franska lögreglan tilkynnti í gær að hún heföi ílmdið neðan- jarðarvopnasmiöju sem bjó til vélbyssur og handsprengjur fyrir skæruliðahreyfingu Baska á Spáni, ETA. Vopnasmiðjan fannst undir einbýlishúsi í bænum Bidart, nærri landamærunum að Spáni, ekki langt frá þeim staö þar sem háttsettir ETA-menn voru hand- teknir í mars í fyrra. Eigandi einhýlishússins, 55 ára gamall verkfræðingur, var hand- tekinn og er hann grunaður um aö aöstoða Baska við vopnasmíöi. Verðbólgan eykstiFinnlandi Veröbólgan í Finnlandi jókst um eitt prósent frá desember 1992 til janúar 1993, aö því er finnska hagstofan sagði í gær. Meira en helmingur verðhækkananna er innan opinbera geirans. Mestu verðbreytingarnar í jan- úar urðu á bensíni sem hækkaði um rúmar fimm krónur á lítrann. Þá hækkuðu fargjöld með stræt- isvögnum og járnhrautum og gjaidskrá fyrir heilsugæslu hækkaði einnig. Svíarætlaað takahartá njósnakafbátum Sænsk stjórnvöld hétu því í gær að þau mundu taka harðar á er- lendum kafbátum sem koma í leyfisleysi inn í landhelgina en gert hefur verið til þessa. Ný skýrsla segir að slíkum innrásum hafi fiölgaö úr 8 í 10 á síöasta ári. „Við munum aldrei sætta okk- ur viö að erlent ríki nýti sér sænska landhelgi gegn vilja okk- ar, hvort sem er núna eða í fram- tíöinni,“ sagði Anders Björck vamarmálaráðherra. Björck sagði aö sjóherinn fengi ný tundurskeyti gegn kaíbátum til aö verjast óboðnu gestunum. DanSrhallastá sveifmeðnýju Maastricht Dágóður meirihluti danskra kjósenda ætlar aö samþykkja nýjan og breyttan Maastricht- samning um samruna Evrópu- handalagsins í þjóöaratkvæöa- greiöslunni þann 18. maí í vor. Samkvæmt skoðanakönnun, sem gerö var fyrir dagblaðið Börsen, eru 54 prósent fylgjandi samningnum en 32 prósent eru andvíg. Óákveönir eru fjórtán prósent. Danir höfnuöu upprunalegum samningi í júní í fyrra meö naum- um meirihluta og ollu með því miklu ófremdarástandi innan Evrópubandalagsins. Breska lögregl- morðingja Breska lögreglan leitar nú moröingja tveggja ára drengs sem varð viðskila við móður sína í verslanamiöstöð í Liverpool og fannst siðar látinn nærri járn- hrautarteinum. Miklum óhug hefur slegið. á bresku þjóöina vegna málsins. Oryggismyndavélar verslun- armiðstöðvarinnar sýndu að drengurinn var leiddur á brott af táningspilti á föstudag. Sjónar- vottar sögðu síöar að þeir hefðu séð drenginn meö tveimur ungl- ingum. ReuterogFNB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.