Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1993, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1993, Side 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1993. Spumingin Hvernig finnst þér lögin í Söngvakeppni Sjónvarpsins? Anna María Daníelsdóttir nemi: Ég hef ekki heyrt neitt af þeim. Tinna Ósk Hauksdóttir nemi: Ég hef ekki heldur heyrt neitt af þeim. Anna Heiða Ólafsdóttir nemi: Þau fóru framhjá mér og ég sakna þeirra ekkert. Róbert Róbertsson smiður: Ég heyrði flmm fyrstu lögin og fannst þau öll ágæt. Bergrún Jónsdóttir nemi: Ég sá seinni þáttinn á hlaupum og fannst lag Ingimnar Gylfadóttur það skásta. Gunnar örn Jónsson kokkur: Þau fóru alveg framhjá mér. Lesendur HRFÍ: Félagsmál eða stjórnmál? Frá fundi í Hundaræktarfélagi íslands. Edda Sigurðard., Jóhanna Harðard., Jóninna Hjartard. og Guðný Dóra Krístinsd. skrifa: Hundaræktarfélag íslands kvað ætla að boða til almenns félagsfund- | ar á næstu dögum. Það er fyrsti al- menni félagsfundurinn sem haldinn er innan félagsins svo ánrni skiptir, enda þótt lög geri ráð íyrir a.m.k. 2 almennum félagsfundum á ári! Að vísu hefur stjóm eða formaður félagsins ævinlega afsakað funda- leysið með því að kalla ýmsar uppá- komur s.s. augnskoðanir og sýningar félagsfundi en það eru, eins og allir vita, gerólíkir hlutir. Þess ber þó að gera aö nýlega boð- aði félagið til fundar vegna smá- veirusóttar en þá var mjög vel mætt og var greinilegt að menn sýndu þar mikinn áhuga á félaginu og starfi þess. - Fundurinn var þó ólöglega boðaður hafi hann átt að heita félags- fimdur. M.ö.o. HRFÍ hefur brotið lög á félögum sínum með þvi að hhnsa lögboðna félagsfundi. Það hefur brot- ið fleiri lög, t.d. hefur fulltrúaráð fé- lagsins heldur ekki verið boðaö á fundi sem einnig er gert ráð fyrir í lögum. Stjómin hefði þó svo sannar- lega átt að leggja fyrir ráðið ýmis viðkvæm málefni svo sem stórgallað- ar sýningarreglur sem nýlega vom samþykktar af stjórninni án nokk- urrar umræðu meðal félaganna. Það er engin launung að óánægju- raddimar em alltaf að verða fleiri og háværari, og því miður læðist að okkur sá grunur að stjóm eða for- maður félagsins vinni í anda stjóm- mála fremur en félagsmála því að nú allt í einu, þegar tveir mánuðir em eftir af stjómartíðinni og and- staðan kemur í ljós, er farið að vinna í ofibrsi og með vafasömum aöferð- um að ýmsum málum sem löngu hefði átt að vera búið að ljúka. Innan Hundaræktarfélagsins er enn mikið af fólki sem hefur áhuga og vill vinna. Það sést best á því þróttmikla starfi sem unnið hefur verið að undanfomu við undirbún- ing lagabreytinga og síðar mótfram- boð við núverandi stjóm. í þessum hópi fólks em ólíkir einstaklingar með ólíkar skoðanir á mönnum og málefnum, en allir eiga þaö sam- merkt að vilja keppa eftir leikreglum lýðræðisins að sameiginlegu mark- miði; betra Hundaræktarfélagi. Vegurinn til Hólmavíkur Guðfinnur Finnbogason skrifar: Þrátt fyrir mikil snjóalög á yfir- standandi vetri hefur ekki veriö mik- il ófærð landveginn, milli Hólmavík- ur og Reykjavíkur. Einn vegarkafli sker sig þó úr á þessari leið hvað snjóalög varðar en sá kafli er í vest- anverðum Kollafirði, við svonefnda Deild. Sl. vetur var lagt í nokkum kostnað við að breikka veginn á þess- um slóðum með sprengingum og brottflutningi þess efnis sem þannig losnaði um. Framkvæmdin mun ekki hafa orðið til mikils gagns hvað vetrammferð snertir því í fyrsta hreti vetrarins, sem byijaði hinn 13. des. og stóð í u.þ.b. sólarhring, var þar fyrst veruleg fyrirstaða á leiðinni frá Reykjavík að kvöldi annars óveð- ursdagsins. Fyrir um það bil tveimur árum var þeirri hugmynd hreyft í einu héraös- blaða Vestfjarða, varðandi bættar samgöngur mifii ísafjaröar og Reykjavíkur, að kanna þyrfti hag- kvæmni þess að brúa Kollafjörð á milli Kollafjarðarness og Broddaness um leið og aðrir þættir bættra sam- gangna á þessari leið væra skoðaðir. Þessar hagkvæmniskannanir hafa enn ekki verið gerðar þrátt fyrir aö hugmynd þessi eigi sér marga fylgis- menn. - Þetta mál þyrfti því enn að komast á dagskrá sem fyrst. Eru verðbólguspár að springa? Verðbólgan 1993 — Hækkun framfærsluvísitölu. ,,Háspá” skv. tímaritinu Vísbendingu — /\7% \\ \ 6% X\\5% \5% 1993 1994 Jan. Aprfl Júlí Okt. Jan. =gna£ Ekki náðu veröbólguspár 20% á ársgrundveili, ekki einu sinni 14%. Helgi Sigurðsson skrifar: Það léttist brúnin á okkur íslend- ingum á sl. ári þegar verðbólgan var komin niður undir 0%-in. Flestir landsmenn höfðu aldrei lifað þá tíma aö hér væri verðbólgan nánast engin. Og fyrir þann tíma og um nokkurt skeið var verðbólgan svipuð og gerist í helstu viðskiptalöndum okkar. En eigi má sköpum renna. Það er okkur kannski áskapaö aö búa við ótrygga afkomu sem bundin er sjávarfangi mestan part og þar af leiðandi ótryggt efnahagsástand. Það er því ekki nema eðlilegt að verðbólguspár séu meira og minna byggðar á sandi. Það er ekki sök Seðlabanka eða hags- munaðila á vinnumarkaði þegar verðbólguspár springa hver á eftir annarri. Nú er svo komiö, að vegna verð- lagshækkana, gengisfellingar og ekki síst skattahækkana og annarra að- gerða ríkisvaldsins, sem hafa sam- I stundis áhrif á framfærslu og kaup- mátt landsmanna, er verðbólgan á hraðri uppleið á ný. Verðbólga hér á landi myndi nú mælast um 12%, þótt ekki séu hafðar í huga aðrar breyt- DV áskilur sér rétt til að stytta aðsend lesendabréf ingar en þær sem tengjast verðlags- hækkununum einum. Þetta era ógnvekjandi fréttir. Ef svo verður látið undan þrýstingi þeirra aðila sem sífellt krefjast geng- islækkuhar (þótt slíkar vangaveltur hafi legiö niðri síðustu vikumar) er ekki að sökum að spyija, verðbólgan fer aö nálgast 20% markið þegar líða tekur á árið. Og þá er líka verulega farið að syrta í álinn og varla von til þess að aftur verði snúið til stööug- leika á neinu sviði efnahagsmálanna. En það var einmitt stöðugleikinn sem veðjað var á samhliða efnahags- aögerðum ríkisstjómarinnar undan- farið. - Þá verður nú lítið úr verð- bólguspá Völvu Vikunnar sem sagði verðbólguna komna í 14% í lok yfir- standandi árs, því ekki náðu opinber- ar verðbólguspár hér í ársbyijun 20% á ársgrundvelli, ekki einu sinni 14%. - Hver trúir líka völvum og spákerhngum um áfámót? Hvaðer fóstnrfasismi? Anna fóstra hringdi: I DV 9. febr. sl. var fyrirsögn á lesendabréfi Fóstrufasismi um efni sem var allsendis óskylt starfi fóstra eða skyldra starfa á bama- og dagheimilum. I bréfinu er lýst óánægju með það að þrengt skyldi að reykingafólki á vinnustöðum. Þar sagði: „Hann ætlar að reynast lífseigur, fós- tmfasisminn sem flæðir í þjóðfé- laginu gegn okkur reykingafólk- inu.“ Ég hef aldrei heyrt aðra eins samlíkingu og ffábið hana mér og öllum þeim til handa sem starfa við uppeldis- eða gæslu- störf með böm. Menn hljóta að geta leitað einhverra snyrtilegri samlikinga til aö lýsa andúð sinni og innri sálarkvölum vegna reyk- ingabanns en fasisma stríðsár- anna og hnýta hann viö fóstm- starfið. Fáir telja þetta tvennt af sama meiði. Rætt er um aö taka í notkun svokölluð debetkori þar sem greiðsla færist beint af banka- reikningá korthafans og á við- skiptareikning viökomandi fyrir- tækis. Þetta á að draga úr ávísa- viöskiptum. Þetta er gott og bless- að. Ekki myndi ég samt vilja skipta á debetkorti og mínu venjulega kreditkorti. Þar er um engan bankareining aö ræða heldur greiðir maður einfáldlega sína skuld við bankann í lok út- tektartímabils. í hinu tilfelhnu verða menn að eiga fyrirliggjandi innstæöu. Það á eftir að standa 1 mörgum að mínu viti. Þau verða því aldrei eftirsótt debetkortin. Bíðum eftir lækkun ábensínverði Egill skrifar: Talsmenn olíufélaganna hafa sagst vera að fá bensínfarma sem era á miklu lægra verði en var fyrir áramót. Þeir sögðust reynd- ar líka vilja bíöa og fylgjast meö þeim væringum sem nú væru á olíumarkaðinum og töldu óvar- legt að lækka um meira en eina krónu aö sinni. Þetta var nú fyrir nokkm en enn hefur ekkert heyrst um bensínverðlækkun í samræmi við þá lækkun sem varð á oliuvörum fyrir nokkuð mörgum vikum. Við bifreíðaeig- endur bíðum því eftir bensín- verðslækkuninni. Hún hlýtur að skila sér hingaö til lands líkt og annars staðar. Eða hvers vegna ættum við sífellt að sæta hækk- unum á bensínveröi en aldrei eða mjög sjaldan njóta lækkunar? J.S. hringdi: Mér þykir aumt að sjá hve mörg útigangshross em stöðugt hér í grennd viö Sandgerði. Nokkur em á Stafnesi og önnur á milii Sandgerðisog Garðs. Þessi hross, sem eru eitthvað um 20 talsins, em þama í algjöru reiðileysi og em a.m.k. sum þeirra ekki vel haldin. Mér finnst aö eigendum hrossanna eigi ekki að liöast að setja þau út á gaddinn eins og tíð- in hefur veriö heldur eigi aö halda þeim innan dyra. Svo oft hefur Dýravemdunarfé- lagið bent á að láta vita ef fólki þykir standa upp á eigendur dýra með hirðingu eða meöferð aö ég sé mér ekki annað fært en verða viö því. Saikerafæðaúrsjó Ámi hringdi: Ég tek undir lesendabréf í DV 11. febrúar um að trillufiskur fari i lúxusflokk og beint til útflutn- ings. Þennan fisk á að selja sem sérstaka sælkerafæðu úr köldum úthafssjónum við ísland.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.