Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1993, Síða 13
ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1993.
13
Fréttir
Einungis 20 hafnir taka á móti 80 prósentum alls afla:
Helmingur afla-
verðmætis gegnum
10 löndunarhaf nir
- aflijókstítonnumífyrraenverðmætiðminnkaði
Einungis átta hafhir á landinu hafa
tekið móti rúmlega helmingi alls afla
sem borist hefur á land síðastíiðin
10 ár. Ríflega 80 prósent alls afla hafa
borist til 20 hafna. Mestur afli hefur
borist til Vestmannaeyja en þar á
eftir koma Seyðisfjörður, Neskaup-
staður, Eskhjörður, Grindavík,
Siglufjörður, Reykjavík og Akureyri.
Ahs eru 70 hafnir nú starfræktar á
landinu samkvæmt upplýsingum frá
Hafnamálastofnun.
Sé horft th aflaverðmætis kemur í
ljós að höfnin í Vestmannaeyjum
hefur skhað mestu th þjóðarbúsins.
Tæplega helmingur alls aflaverð-
mætis úr sjó undanfarin 10 ár hefur
borist til einungis 10 löndunarhafna.
Ríflega 80 prósent aflaverðmætisins
barst á land til 20 hafna.
Samkvæmt upplýsingum frá Fiski-
félagi íslands bárust ríflega 1,5 mihj-
ónir tonna af fiski á land á síðasta
ári eða 140 þúsund tonnum meira en
F-4E Phantom-þotan á Keflavíkurflugvelli.
DV-mynd Ægir Már
Orrustuþota á stalli
á Keflavíkurflugvelli
Ægir Már Káiason, DV, Suöumesjum:
Orrustuþotu af gerðinni F-4E
Phantom var nýlega komið fyrir á
stahi framan við höfuðstöðvar
bandaríska flughersins á Keflavíkur-
flugvehi. Vamarhðið starfrækti
sams konar þotur á Keflavíkurflug-
velh á árunum 1973-1985 er nýrri og
fúhkomnari þotur af gerðinni F-15
tóku við hlutverki þeirra við loft-
vamir á svæðinu umhverfis ísland.
Orrastuþotu af gerðinni F-102A,
Deita Dagger, sem þjónaði sama th-
gangi á vegum vamarliðsins á árun-
um 1962-1973, var komiö fyrir á svip-
uðum stað árið 1972 í thefni þess að
orrustuflugsveit varnarliðsins hafði
þá flogið th móts við þúsund sovésk-
ar herflugvélar innan loftvama-
svæðisins umhverfis landið. Sökum
tæringar var þetta minnismerki tek-
ið niður árið 1972 og ekki fært að
endumýja það.
„Flughemum á íslandi áskotnaðist
umrædd F-4E Phantom-þota sl. ár
þegar hún lauk 20 ára þjónustu á
veginn bandaríska flughersins víða
um heim. Þótti því viö hæfi að end-
umýja minnismerkið um starfsemi
flughersins hér á landi og ber þotan
sömu einkenni og Phantom-þotur
þær sem áður vom starfræktar af
57. orrustuflugsveitinni á Keflavík-
urflugvehi. Phantom-þotur flugu th
móts við fleiri sovéskar herflugvélar
sem lögðu leið sína um loftvama-
svæði landsins á dögum kalda stríðs-
ins en þotur af nokkurri annarri gerð
sem hér hafa verið í þeim tilgangi,"
sagði Friðþór Eydal, blaðafuhtrúi
varnarhðsins, í samtali við DV.
að meðaltah undanfarin 5 ár. Á árinu
1991 veiddust tæplega mihjón tonn,
1,4 mihjónir tonna 1990,1,4 mihjónir
tonna árið 1989 og 1,7 mihjónir tonna
árið 1988.
Aflaverðmætiö á síðasta ári var
hins vegar 3,5 mihjörðum undir með-
altah síðustu 5 ára, eða 50,5 mihjarð-
ar. Á árinu 1988 var aflaverðmætið
58,2 mihjarðar, 55,7 mihjarðar árið
1989, 52,6 milljarðar áriö 1990 og 53
mihjarðar árið 1991.
-kaa
Spamaðarátak hjá ríkisskattstjóra:
Nýting á tölvum og
mannskap bætt
- lækkaðireilaiingmnfráSKYRRuintugimílljóna
Embætti ríkisskattstjóra hefur far-
ið fram á það við skattstjóra landsins
að þeir kanni leiðir til að spara viö
sig kaup á þjónustu SKÝRR. Á síð-
asta ári lækkuðu þessi útgjöld um
50 mihjónir hjá ríkisskattstjóra með
bættri nýtingu á tölvum og mann-
skap embættisins. Nú er óskað eftir
að skattstjórar landsins fylgi spam-
aðarátakinu eftir og nái þannig fram
frekari útgjaldalækkun.
Að sögn Skúla Eggerts Þórðarson-
ar, fyrrverandi vararíkisskattsfjóra,
keypti embættið þjónustu fyrir 146
mhljónir hjá SKYRR á síðasta ári.
Þessi kostnaður nam 205 mihjónum
á árinu 1990 mn 195 mihjónum á ár-
inu 1991. Að hlut skýrist lækkunin á
gjaldskrárbreytingu hjá SKYRR en
beinn spamaður embættis ríkis-
skattstjóra er um 40 mihjónir.
-kaa
Húsavík:
Skattstofuflutningi
harðlega mótmælt
1 X / / XI 1 11 *?Í n|__1 * *
Gyffi Kris^ánsson* DV, Akureyit
„Bæjarsfjóm vísar til fyrri rök-
semda og bendir á aö svona aðgerö-
ir ganga þvert á viðleitni að byggja
Þingeyjarsýslu upp sem eitt þjón-
ustusvæði," segir m.a. í ályktun
sem Einar Njálsson, bæjarstjóri á
Húsavik, lagöi fyrir bæjarstjóm nú
ivikunni
Húsvíklngar eru mjög óánægðir
með að ákveðið hefur verið að flytja
hluta af starfsemi skrifstofú skatt-
stjóra th Akureyrar þrátt fyrir að
bæjarsljómin og sveitarfélög í sýsl-
unni hafi áður skorað á fjármála-
ráðherra að hætta við þennan
flutning. Þessi ráðstöfun leiði til
aukins kostnaðar og verri þjónustu
við íbúaná og er skorað á yfirvöld
að koma í veg fyrir að dregið verði
úr starfsemi stofnunarinnar á
Húsavík. Bæjarstjórmn hafnar þvi
að þjónustan eigi að ráöast af bú-
setu einstakra ríkisstarfsmanna en
ein af röksemdunum fyrir flutn-
ingnum mun vera sú að einn starfs-
maður umboðsskrifstofu skatt-
stjóra hyggist flyfja th Akureyrar.
Bók Þorvalds Gylfasonar og fleiri slær 1 gegn:
Metsala í löndunum við Eystrasalt
- þegar gengið frá útgáfu í sjö löndum
„Bókin varð th á síðastliðnum
tveimur ámm, hún spratt upp úr
fyrirlestrahaldi handa embættis-
mönnum og stjómmálamönnum í
Eystrasaltsríkjunum 1990, var skrif-
uð jöfnum höndum á norsku og
ensku. Þetta er ekki kennslubók í
venjulegum skilningi þó hún geti
hentað th notkunar í framhaldsskól-
um heldur er þetta bók um hagfræði
og efnahagsmál handa almenningi.
Bókm er hugsuð þannig að fólk sem
vih lesa eina bók th að kynnast því
hvemig hagfræðingar hugsa um
efnahagsmál gæti haft gagn og gam-
an af henni,“ segir Þorvaldur Gylfa-
son prófessor en hann er einn þriggja
höfunda bókarinnar Understanding
the Market Economy sem fjallar um
kosti og gaha markaðsbúskapar.
Bókin hefur verið gefin út í Eystra-
saltsríkjunum og víðar og hlotið góð-
ar viðtökur meðal almennings.
Gengið hefur verið frá útgáfu bók-
arinnar í sjö löndum. Hún kom út
hjá háskólaforlaginu í Ósló á síðasta
ári og í Englandi í desember, á vegum
Oxford Universtity Press. Þá kom
hún út á htháísku í Vilnius á síðasta
ári þar sem hún var á metsöluhsta í
nokkum tíma. í Lettlandi var hún
gefin út í 15 þúsund eintökum fyrir
nokkrum vikum. Seldist þriðjungur
upplagsins á fyrstu vikunum. Bókin
er komin út á pólsku í 10 þúsund ein-
tökum, á vegum Samstöðu í Gdansk.
Þá kemur hún út á rússnesku í þess-
um mánuði. Loks er Helgi Skúh
Kjartansson sagnfræðingur langt
kominn með að íslenska bókina og
kemur hún á markað hér með hækk-
andi sól. Að sögn Þorvalds er forlag-
ið í Oxford að þreifa fyrir sér með
útgáfu bókarinnar í fleiri löndum
Austur-Evrópu og víðar.
„Velgengni bókarinnar er mjög
ánægjuleg. En ég hygg að þetta sé
fyrsta bók sinnar tegundar í Austur-
Evrópu sem skýrir að miklu leyti
stór upplög og mikla sölu.
Hinir tveir höfundar bókarinnar
eru gamlir vinir og samstarfsmenn
Þorvalds th margra ára: Arne Jon
Isachsen, prófessor við viðskiptahá-
skólann í Ósló, og einn helsti hag-
fræðingur Norðmanna, og Carl B.
Hamilton, dósent í Stokkhólmi, þing-
maður frjálslynda flokksins og aö-
stoðarmaður fjármálaráðherrans.
Höfundar bókarinar hafa verið að
halda fyrirlestra byggða á bókinni
bókinni í Eystrasaltslöndunum og
Póhandi og munu halda fyrirlestra í
Alhaníu og Búlgaríu í vor.
Þorvaldur sagðist ekki hafa séö rit-
dóma um bókina, utan tvær vinsam-
legar umsagnir í norskum blöðum.
Bókin er svo nýkomin út í Englandi
að það hafa enn ekki birst ritdómar
umhanaáensku. -hlh